Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 56
Sýnishorn afmatseðli dagsins: Camembertfyllt ýsuflök Gratlneraður plokkfiskur Hvftlaukskryddaðirsaltfisksstrimlar Salatbar - Súpa V lííjfttr & Ljón Grensásvegi 7 • Sínil: 688311 J MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Ólympíuskákmótið: íslendingar í 10.-13. sæti íslendingar unnu Ástralíumenn örugglega, 3—1, í fjórðu umferð ólympíuskákmótsins. Helgi Ólafs- son gerði jafntefli við Rogers, eina stórmeistara Ástralíumanna, á 1. borði. Jóhann Hjartarson vann Jo- hansen á 2. borði. Jón L. Ámason vann Hjorth í fallegri skák á 3. borði og á því fjórða gerði Margeir jafntefli við Laird. Sovétmenn hafa 2 vinninga gegn 1 vinningi Ungveija og Kasparov á betri biðskák við Portisch. Englend- ingar unnu Bandaríkjamenn 2 V2—IV2 og Júgóslavar hafa 2 V2 v. gegn V2 í keppni við Indónesa, en Ljubojevic á tapaða biðskák. Staða efstu þjóða er þessi eftir 4 umferðir: 1.—2. Sovétríkin og Júgóslavía, 13 vinninga og 1 biðskák. 3.-4. Englendingar og Kína, 12V2 v. 5. Ungvetjar, 12 v. og 1 biðskák. 6. -9. Kúba, Frakkland, Búlgaría og Finnland, 12 v. 10.—13. ísland, Tékkóslóvakía, Chile og Pólland, UV2 v. Ekki er vitað, hveijir verða næstu andstæðingar íslendinga, en öruggt er að Sovétmenn og Júgóslavar tefla saman í dag. Morgunblaðið/Ámi Sæberg. Hvalbátarnir aftur á flot HVALBÁTARNIR tveir, Hvalur 6 og Hvalur 7, sem legið hafa á botni Reykjavíkurhafnar í rúma viku, náðust báðir upp í fyrri- nótt. Voru þeir illa útleiknir eftir hafsbotnsleguna og löðrandi í oliu að utan og innan. Starfsmenn Hvals h.f. unnu í gær að hreinsun bátanna og er ráðgert að gangsetja vélar þeirra í dag. Sjá frétt á bls. 2. Kjör bankaráðs Seðlabankans: Fj arvera stj órnarsinna tryggði kjör andstæðinga Haraldur Ólaf sson náði ekki endurkjöri. Kveðst nú hafa óbundnar hendur í samstarfinu við sjálfstæðismenn VH) kosningu í bankaráð Seðla- bankans á Alþingi í gær vantaði einn stjórnarþingmann, Pétur Sigurðsson þingmann Sjálfstæð- isflokksins, svo ekki kom til þess, sem búist hafði verið við, að hlut- kesti réði því, hvort þrír eða fjórir fulltrúar _ stjómarflokk- anna næðu kjöri. í staðinn réðust þau úrslit í atkvæðagreiðslu, að stjóraarliðar fengu þrjá fulltrúa og stjóraarandstæðingar tvo. Í fráfarandi bankaráði höfðu stjómarflokkamir fjóra af fimm Rækjuverksmiðjur: Afkastagetan margföld umfram mögulega veiði MEÐ núverandi afkastagetu rækjuverksmiðja i landinu geta þær unnið um 25.000 lestir með þvi að keyra pillunarvélar í tæpa þijá og hálfan tíma á dag. Áætluð rækjuveiði á þessu ári er um 30.000 lestir, en talið er að 25.000 til 26.000 lestir verði unnar innan lands. Þessar upplýsingar komu fram hjá Guðmundi Stefáni Maríassyni, framkvæmdastjóra Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda, á Fiski- þingi. Guðmundur sagði, að nú 1 væm um 80 rækjupillur.arvélar í þeim verksmiðjum, sem starfræktar væm, og með núverandi afkasta- getu gætu verksmiðjumar afkastað 25.000 lestum með því að vinna tæplega þrjá og hálfan tíma á hveij- um vinnudegi. Sjá fréttir af fiskiþingi á bls. 31. fulltrúum. Það var Haraldur Ólafs- son, þingmaður Framsóknarflokks- ins, sem ekki var endurkosinn. Páll Pétursson, formaður þing- flokks framsóknarmanna, sagði í gær, að framsóknarmenn væm óánægðir með þessa niðurstöðu og hún kæmi þeim á óvart. Taldi hann að við kosninguna hefði myndast „viðreisnarmeirihluti" í þinginu, þó ekki fyrir ásetning heldur klaufa- skap Ólafs G. Einarssonar, for- manns þingflokks sjálfstæðis- manna. Sagði Páll, að Ólafur hefði átt að láta sækja sjálfstæðisþing- manninn sem var fjarverandi og tryggja þannig að hlutkesti réði úrslitum við kosninguna í bankaráð- ið. Ólafur G. Einarsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, þegar hann var spurður, hvort ekki hefði verið hægt að fresta kjörinu í bank- aráðið, þegar ljóst var að Pétur Sigurðsson yrði fjarverandi, að þessari kosningu hefði verið frestað frá mánaðamótum. Hann vissi til þess, að forseti Sameinaðs Alþingis og bankamálaráðherra hefðu verið orðnir óþolinmóðir og því hefði frá hans bæjardymm séð ekki komið til greina að biðja um frestun. Pét- ur Sigurðsson hefði ljaryistarleyfi vegna veikinda og sagði Ólafur að sér hefði ekki dottið f hug að sækja Pétur sjúkan til að greiða atkvæði. Það hefði verið í annarra verka- hring en sínum að fá frekari frestun á atkvæðagrejðslunni, ef menn hefðu viljað. Haraldur Ólafsson, alþingismað- ur, sagði í gærkvöldi, að sér þætti undarlegt að ekki skyldi hafa verið gengið úr skugga um það að allir stjómarþingmenn væm viðstaddir kosninguna i bankaráðið í ljósi þess að stjómarflokkamir hefðu tekið ákvörðun um sameiginlegt fram- boð. „Ég hlýt að túlka þetta sem vilja sjálfstæðismanna um að ég hverfi úr bankaráði Seðlabankans og ég hlýt í framhaldi af því að taka til alvarlegrar íhugunar ýmis- legt í samstarfínu við þá,“ sagði Haraldur. Kvaðst hann nú telja sig hafa óbundnar hendur um ýmis mál, þar sem gengið hefði verið að stuðningi hans vísum. Sjá þingsíðu á bls. 32. Reykjavík: „Peninga- íyktin“ burtuum áramótin 1987-88? í tillögum að starfsleyfi sem Hollustuverad ríkisins hefur sent frá sér fyrir fiskimjölsverksmiðj- umar að Kletti og í Örfirisey, er gert ráð fyrir að búnaður tíl að eyða „peningalyktinni" frá verksmiðjunum verði kominn upp fyrir 31. desember 1987. Hollustuvemdin gerir tillögur um ýmsar kröfur varðandi mengunar- vamir hjá þessum verksmiðjum, þar á meðal að settur verði upp þvotta- og þéttitum til lykteyðingar, sem kæli útblásturinn niður í a.m.k. 20 gráður. Hinsvegar geti verksmiðj- umar sjálfar ákveðið að setja upp brennslu sem lykteyðingu. Kæli- og þéttitum er á báðum verksmiðjun- um en hitastig útblásturs er of hátt og nær því ekki að eyða lyktinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.