Morgunblaðið - 19.11.1986, Síða 53

Morgunblaðið - 19.11.1986, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1986 53 • Margur er knár þött hann só smár. Hér er Gfsli Helgason, ungur karatemaður úr Gerplunni, í „katau œfingum. Morgunblaöið/Bjarni Karatefélög á íslandi Karatefélag Reykjavíkur er elsta karatefélag á íslandi og hefur á að skipa flestu keppnisfólki sem er í fremstu röð á landinu. Má þar nefna fasta menn í landsliðinu eins og Atla Erlendsson landsliðs- þjálfara, Árna Einarsson sem hefur náð miklum árangri er- lendis í Kata þ. á m. náð 10. sæti á EM og 3. sæti á NM, Jónínu Olesen sem hefur keppt erlendis nokkrum sinn- um aðallega á NM, einnig má nefna Halldór Svavarsson sem keppti í landskeppninni við Skota og N-íra og stóð sig með miklum ágætum og er greinilega efnilegur. Á ís- iandsmeistaramótum hafa KFR-ingar fengið flest verð- laun og hafa þar verið á ferðinni ofantaldir einstakl- ingar. Karatefélagið Þórshamar hefur verið eitt mesta keppn- isfélag við KFR, en hefur enn sem komið er ekki náð eins góðum árangri og þeir á ís- landsmótum, þó þeir hafi staðið sig vel þar og eigi jafn- an einn eða tvo íslandsmeist- ara. í Þórshamri er mikið um ungt og mjög efnilegt fólk og á það eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. í báð- um þessum félögum æfa yfir 100 manns að staðaldri. Karatedeild Gerplu var stofnað 1981 og er því orðið gamalt félag á mælikvarða karatefélaga. Gerplufólki hef- ur gengið vel á mörgum minniháttar mótum s.s. Shot- okan-meistaramóti o.fl. og í Gerplu er Kristín Einarsdóttir sem er íslandsmeistari í kum- ite kvenna og er nýliði í landsliði íslands og mun keppa á NM nú í lok nóvem- ber. Karatedeild Stjörnunnar á ekki neinn einstakling, sem skarar fram úr á landsmæli- kvarða, en þeir eiga jafna einstaklinga og hafa þar af leiðandi unnið UMSK-mótið margsinnis, en það er hér- aðsmót þar sem Gerpla, Breiðablik og fleiri keppa. Karatedeild Breiðabliks stendur og fellur með karate- kappanum Ævari Þorsteins- syni sem hefur verið fastur í landsliðinu síðustu árin og staðið sig vel bæði heima og heiman. T.d. náði hann 2. sæti á opnu móti í Skotlandi nú í október í kumite. Deildin sjálf er í mikilli sókn og iðka þar um 70 manns karate. Karatedeild UMF Selfoss hefur verið í mikilli lægð síðustu misseri og er það m.a. því að kenna að aðaldrif- fjöður þeirra, Ágúst 0sterby, dvelur erlendis um þessar mundir. Áður fyrr gátu þeir komið á óvart á mótum. Á Selfossi þarf að vinna mikið uppbyggingarstarf á næst- unni. Karatedeild Baldurs á Hvolsvelli er rúmlega eins árs karatedeild og herma fréttir að þar sé allöflugt kar- atelíf og megi búast við því að þar verði í framtíðinni sterkt karatefélag. Karatedeild Þórs í Þor- lákshöfn er svotil nýstofnuð deild, en þrátt fyrir það stunda nú um 40 manns kar- ate í Þorlákshöfn. Karatedeild Sindra á Horna- firði var um tma eitt allra gróskumesta karatefélag á landinu með um 100 iðkend- ur, en undanfarið hefur starfið lognast niður að mestu leyti. Karateskólinn í Reykjavík var stofnaður fyrir ári síðan og strax á fyrsta íslands- meistaramóti þeirra sl. vor unnu þeir einn íslandsmeist- aratitil og -var þar á ferðinni Finnbogi Karlsson, ungur og efnilegur. Karatedeild UMF Bessa- staðahrepps er einnig nýgræðingur í karate, en þar æfa nokkrir áhugasamir Álft- nesingar karate. Karatedeild í Vogum á Vatnsleysuströnd. Eins og áður er sagt, þá er þar ótrú- leg þátttaka í karatenám- skeiði sem nýlega fór af stað, eða ’/3 hluti grunnskólans iðk- ar nú karate. •J V i íslandsmeistaramótið í Shotokan: Stórsigur Þórshamars — Magnús Blöndal og Elín Eva Grímsdóttir Islandsmeistararar í „kumite“ getrSÍna- VINNINGAR! MAGNÚS Blöndal, Þórshamri, varð íslandsmeistari í „kumite" á íslandsmeistaramótinu i Shotok- an, sem fram fór í Hagaskóla í síðustu viku. Elín Eva Grfmsdótt- ir, Þórshamri, sigraði f „kumite" kvenna, en félagar í Þórshamri stóðu sig áberandi best í mótinu og sigruðu í öllum greinum nema í sveitakeppni, þar sem þeir höfn- uðu f öðru og þriðja sæti. í „kumite" karla vann Magnús Blöndal titilinn af Ævari Þorsteins- syni, en í kvennakeppninni missti Kristín Einarsdóttir titilinn í hendur Elínar Evu. Annars var keppnin jöfn og spennandi og sórstaklega sveitakeppnin, en þar fengu Breiðablik og A-sveit Þórshamars jafnmarga vinninga og varð að telja skoruð stig til að skera úr um sig- urvegara. Félagar í Þórshamri fengu nær öll verðlaun í „kata“, en Matthías Friðriksson, Breiðabliki, var valinn keppandi mótsins af Ólafi Wallevik, sem var aðaldómari. Úrslit uröu annars þessi: „kumite" karla: Magnús Blöndal Þórshamri Ævar Þorsteinsson Breiðabliki Einar Karlsson Breiöabliki „kumite" kvenna: Elín Eva Grímsdóttir Þórshamri Sigrún Guðmundsdóttir Þórshamri Kristín Einarsdóttir Gerplu Sveitakeppnl: Breiðablik A-sveit Þórshamars B-sveit Þórshamars .. Uorgunblaðið/Júlíus • Orn Gunnarsson, Þórshamri, (til hægri) nær hér að skora stig gegn Helga Jóhannssyni úr Gerplu. „kata" ungllnga: Magnús F. Guðlaugsson, Þórshamri, 10,8 Magnús Eyjólfsson, Gerplu, 10,5 Jóhann Rafnsson, Þórshamri, 10,3 „kata“ kvenna: Ingibjörg Júlíusdóttir, Þórshamri, 11,1 Kristin Einarsdóttir, Gerplu, 11,0 Elín Eva Grímsdóttir, Þórshamri, 10,8 „kata“ karla: Sigþór H. Mark, Þórshamri, 11,3 Svanur Eyþórsson, Þórshamri, 11,2 Ásmundur (sak Jónsson, Þórshamri, 10,8 „hópkata“ þriggja manna: Þórshamar, A-llð^ 11,5 Gerpla, 10,8 Þórahamar, B-lift, 10,6 13. leikvika - 15. nóvember 1986 Vinningsröð: 1 X2-X1 1 - XXX-2 1 2 1. vinningur: 12 réttir, kr. 727a245|a 55323(6/11) 130751(6/11) 2. vinningur: 11 réttir, kr. 8.905,- 10098 47984 58375 56512 129242 206711 10252+ 45658 64556 57138 130561 207621* 13572 45675 64790+ 57760 200856 210193* 20755+ 51422 68353 103195+ 201511 210203 21875 54102 68758+ 125321 201707* 211643 42153 54902+ 68760+ 126266 201852* 211660+ 43182 56144 55231 126456 203743 559942 44586 56964* 95324 127548* 205128+ 44918+ 57419 96094 127968 205330 * = 2/11 Kœrufrestur er til mánudagsins 8. des. 1986 kl. 12.00 á hádegj. Kœrur skulu vera skriflegar. Kaarueyðublöð (ást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni I Reykjavfk. Vinningsuppheaðir geta laakkað, ef kœrur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til fslenskra Getrauna fyrir lok kaerufrests. íslenskar Getraunir, íþróttamidstöðinni v/Sigtún, Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.