Morgunblaðið - 18.12.1986, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1986
Kammersveit Reykjavíkur á æfingu í Hallgrímskirkju í gær.
Morgunblaðið/RAX
Kammersveit Reykjavíkur:
Jólatónleikar í Hallgrímskirkju
KAMMERSVEIT Reykjavíkur efnir til jólatónleika
í Hallgrimskirkju nk. sunnudag, 21. desember, kl.
17. Þetta eru fyrstu tónleikar kammersveitarinnar
á þessu starfsári.
Kammersveit Reykjavíkur var stofnuð árið 1974 og
er þetta því 13. starfsár hennar. Á efnisskránni á
sunnudaginn eru þrír konsertar fyrir tvö einleikshljóð-
færi, Konsert fyrir tvo trompeta eftir F. Manfredini,
Konsert fyrir tvær fiðlur eftir J.S. Bach og Konsert
fyrir fiðlu og óbó eftir J.S. Bach. Þá verða einnig flutt
hin þekktu verk Adagio I g-moll eftir T. Albinoni og
Jólakonsertinn eftir A. Corelli.
Þetta verða fyrstu tónleikamir í Hallgrímskirkju,
þar sem eingöngu er leikin hljóðfæratónlist.
Einleikarar á tónleikunum verða: Lárus Sveinsson,
trompetleikari, Ásgeir H. Steingrímsson, trompetleik-
ari, Rut Ingólfsdottir, fíðluleikari, Unnur María Ingólfs-
dóttir, fíðluleikari, Kristján Þ. Stephensen, óbóleikari,
og Hörður Áskelsson, orgelleikari.
Alls koma 18 hljóðfæraleikarar fram á tónleikunum.
Forsala aðgöngumiða verður í ístóni.
VEÐUR
ÍDAGkl 12.00:
Heimild: Veðurslofa Islands
(Byggl á veðurspá kl. 16.15 i gær)
VEÐURHORFUR í DAG:
YFIRLIT á hádegl f gœr: Um 300 kílómetra austur af Langanesi
er 985 millibara lægð sem hreyfist vestur og síðar suðvestur. Á
suðvestanverðu Grænlandshafi er hægfara 973ja millibara lægð.
Hiti verður víðast hvar nálægt frostmarki.
SPÁ: í dag er gert ráð fyrir norðaustan golu eða kalda um norðan-
vert landið, en fremur hægari breytilegri átt um landið sunnanvert.
Dálítil él á víð og dreif um mest allt land. Hiti verður um eða rétt
undir frostmarki.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
FÖSTUDAGUR: Á föstudag verður minnkandi norðanátt um austan-
vert landið meö éljum norðaustanlands en björtu veðri á suöaust-
urlandi. Vestantil á landinu verður hæg breytileg átt og smáél á
víð og dreif.
LAUGARDAGUR: Á laugardag verður víðast hægviðri og él á víð
og dreif um allt land. Talsvert frost báða dagana.
Heiðskírt
TÁKN:
0
■á Léttskýjað
A
Hálfskýjað
A
m Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
10 Hitastig:
10 gráður á Celslus
Skúrir
*
V E'
— Þoka
= Þokumóða
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
’, ’ Súld
OO Mistur
—j- Skafrenningur
Þrumuveður
* , +■
VEÐUR VIÐA UMHEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hltl veður
Akureyri 2 þokumóða
Reykjavfk 1 skýjað
Bergen 1 snjóól
Helsinki -10 snjókoma
Jan Mayen 1 skýjað
Kaupmannah. 5 léttskýjað
Narssarssuaq -18 léttskýjað
Nuuk -7 snjókoma
Osló -1 snjókoma
Stokkhólmur -1 snjókoma
Þórshöfn 4 léttskýjað
Algarve 18 heiðskfrt
Amaterdam vantar
Aþena 18 skýjað
Barcelona 13 léttskýjað
Berlín 4 úrkJgr.
Chicago 3 alskýjað
Glasgow 6 rigning
Feneyjar 1 þokumóða
Frankfurt 6 rlgning
Hamborg 5 skúr
Las Palmas vantar
London 7 alskýjað
Los Angoles 11 heiðskfrt
Lúxemborg 3 skýjað
Madrfd 7 þokumóða
Malaga 17 heiðskfrt
Mallorca 14 Wttskýjað
Miami 20 skýjað
Montreal -8 alskýjað
Nice 17 léttskýjað
NewYork 3 mlstur
Parfs 7 skýjað
Róm 11 heiðskfrt
Vfn 3 léttskýjað
Washington 2 þokumóða
Winnipeg -4 alskýjað
Könnun Vinnuhóps um sifjaspell:
Algengast að stúlku-
böm verði fyrir árás-
um náskyldra karla
KÖNNUN Vinnuhóps um sifja-
spell hefur leitt i ljós að það eru
einkum ókynþroska stúlkubörn
sem verða fyrir árásum ná-
skyldra karla innan veggja
heimilisins. Ofbeldið varir oft í
mörg ár.
Vinnuhópurinn gekkst fyrir
símakönnun vikuna 8.-13. desemb-
er sl. á tíðni siíjaspella á íslandi.
Alls bárust 27 símhringingar frá
konum með sifjaspellareynslu. Voru
konumar á aldrinum 16-60 ára og
jafnt af höfuðborgarsvæðinu sem
landsbyggðinni. Af þessum 27 kon-
um höfðu tíu orðið fyrir árás föður,
tvær fyrir árás fóstur- eða stjúp-
föður, þtjár fyrir árás afa, fjórar
fyrir árás frænda og jafn margar
urðu fyrir árás bróður eða manns
sem tengdist fjölskyldu. Af þessum
hópi höfðu tíu konur orðið fyrir
árás fleiri en eins aðila, þar af ein
af hálfu sex mismunandi fjölskyldu-
meðlima, manna sem hafði verið
falin forsjá hennar, auk „vina“.
Fimm konur skýrðu frá því að árás-
armennirnir hefðu einnig leitað á
önnur böm í fjölskyldunni.
Konurnar vom á aldrinum 4-12
ára þegar áreitni byijaði, en meðal-
aldur var 6,8 ára. Árásir á heimilum
vom algengastar og urðu 21 kona
fyrir þeirri reynslu, en 6 konur urðu
fyrir árásum utan heimilis og þá
oftast á heimilum skyldfólks sem
falin hafði verið forsjá þeirra. Þegar
konumar vom spurðar hversu lengi
þetta hefði staðið sagði ein það
óvíst, fjórar sögðu það hafa verið
mörg ár, fímm konur að þetta hefði
staðið skemur en eitt ár og ein
kona að þetta hefði verið í eitt
skipti. Tíu konur sögðu að það hefði
verið frá einu og upp í tíu ár, en
meðaltal var 4,6 ár.
Það var einnig kannað hvort
konurnar 27 hefðu rætt þessi mál
við einhvem. Eitt mál varð opinbert
vegna kæm annarra fórnarlamba,
fímm höfðu rætt við eiginmenn,
fimm við vinkonur, fjórar höfðu
rætt við mæður sínar, fjórar við
sálfræðinga, tvær við geðlækna og
ein ræddi þetta við systur sína.
Fimm höfðu aldrei trúað neinum
fyrir þessu.
Auk kvennanna 27 sem höfðu
orðið fyrir sifjaspellareynslu
hringdu tvær konur sem urðu fyrir
kynferðislegu ofbeldi í æsku af
hálfu óskyldra aðila, móðir ungrar
konu sem hafði orðið fyrir kynferð-
islegu ofbeldi og ungur drengur sem
sagði frá líkamlegu ofbeldi föður
gegn móður.
Flestar konumar sem talað var
við kvörtuðu um erfíðleika í kynlífí
og mikla sektarkennd. Nokkrar
höfðu gert sjálfsvígstilraunir sem
unglingar og margar lýstu þung-
lyndi og tímabundinni óreglu. í
janúar ætlar Vinnuhópur um sifla-
spell að bjóða upp á sjálfshjálpar-
hópa fyrir fómarlömb sifjaspella
þar sem þátttakendur fá tækifæri
til að ræða þessa sameiginlegu
reynslu og áhrif hennar á líf sitt.
Þetta hópstarf verður auglýst síðar.
Uppsagnarfrestur meinatækna á Borg-
arspítalanum rennur út 1. janúar:
Utlit fyrir að meina-
tæknar gangi út
ALLT bendir til að meinatæknar
á Borgarspítalanum gangi út 1.
janúar en þá rennur út endanlegur
uppsagnarfrestur þeirra. Meina-
tæknarnir halda fast við kröfu sina
um 45% álag á dagvinnulaun, en
starfsmannastjóri Reykjavíkur-
borgar segir að ekki verði samið
við meinatækna sérstaklega og
þeir verði að fylgja með öðrum
starfshópum sem Starfsmannafé-
lag Reykjavíkur hefur samnings-
rétt fyrir í aðalkjarasamningum
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja.
Meinatæknar á Borgarspítalanum
eru um 40 talsins í 27 stöðugildum.
Þeir sögðu upp störfum 1. júlí með
þriggja mánaða fresti og var upp-
sagnarfrestur þeirra framlengdur um
3 mánuði. í samtali við Morgunblaðið
sagði Valborg Þorleifsdóttir meina-
tæknir að lítið sem ekkert hefði verið
rætt við meinatæknana þessa sex
mánuði utan að framkvæmdastjóri
spítalans hefði haldið með þeim einn
fund. Hinsvegar hefði ýmislegt annað
gerst, þar á meðal væntanleg eig-
endaskipti á spítalanum og einnig
hafa ný samningsréttarlög verið lögð
fyrir Álþingi sem gera ráð fyrir að
starfsgreinafélög fái sjálfstæðan
samningsrétt.
Valborg sagði þó, að ekkert hefði
verið rætt um að falia frá uppsögnun-
um á þessum forsendum og því væri
ekkert af þessum málum að frétta,
utan að meinatæknamir héldu enn
fast við kröfur sínar um 45%
áhættuálag á dagvinnu og 16 daga
vetrarorlof. Meinatæknamir gerðu
einnig kröfu um deildarmeinatækna-
kaup á vöktum, en sú krafa náðist
fram á Landspítalanum og var síðan
samræmd við Borgarspítalann.
Jón Kristjánsson starfsmannastjóri
Reykjavíkurborgar sagði í samtali við
Morgunbiaðið að af borgarinnar hálfu
hefði ekkert breyst. Meinatæknum á
Borgarspítalanum hefði verið boðin
sú tveggja launaflokka hækkun sem
meinatæknar á Landspítalanum sam-
þykktu í haust en því hefði verið
hafnað. Jón sagði að allir væru sam-
mála um að ekki væri hægt að bijóta
upp aðalsamningana í sjálfstæðar
einingar að svo komnu máli, þótt ein-
hveijir hópar séu óánægðir, og því
væri aðeins hægt að bíða eftir aðal-
samningaviðræðum BSRB héðan af.
Jónhildur Halldórsdóttir yfírmeina-
tæknir á Borgarspítalanum, og sá
eini sem ekki hefur sagt upp, sagði
í samtali við Morgunblaðið að ekki
yrði hægt að gera neinar meiriháttar
aðgerðir á spítalanum ef meinatækn-
amir ganga út þar sem þeir sjá um
allar rannsóknir og undirbúning að-
gerða. Þeirra hlutverk er meðal
annars að taka og rannsaka blóð-
sýni, framkvæma lifrarpróf og
sýklaræktun, gera krosspróf fyrir
aðgerðir og þvagrannsóknir.
Eldur í fangelsi
Varnarliðsins
Vogum.
KLUKKAN 3 I fyrrinótt var
slökkvilið Keflavikurflugvallar
kvatt að fangelsi Varnarliðsins þar
sem eldur var i hvíldarherbergi
starfsmanna.
Eldsupptök voru þau að ljóskastari
sem losnaði í óveðrinu um síðastliðna
helgi lagðist uUn í gluggakarm úr tré
og kveikti loks í honum. Eldurinn
barst ( gardfnu og síðan í kojur í
hvíldarherbergi starfsmanna fangels-
ins. Tjón varð töluvert, en fangelsið
var mannlaust. Fljótiega tókst að ráða
niðurlögum eldsins.
EG