Morgunblaðið - 18.12.1986, Síða 40

Morgunblaðið - 18.12.1986, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1986 • Hreinsiefni • Pappír • Vélar • Áhöld • Einnota vörur • Vinnufatnaður • .Ráðgjöf • O.fl. o.fl. VILDARKJÖR Svíþjóð: Lögreglan slepp- ir fjórum Kúrdum Stokkhólmi, AP. FJÓRIR Kúrdar, sem handteknir voru í Stokkhólmi á föstudag , fengn að fara fijálsir ferða sinna í gær. Sænskir fjölmiðlar hafa fullyrt að mennirnir hafi verið handteknir vegna morðsins á Olof Palme. Einn maður situr enn í gæsluvarðhaldi. Hans Holmer lögregluforingi sagði í gær að það myndi engu breyta um rannsókn málsins þótt Kúrdunum hefði verið sleppt. Hann kvað enn vera næsta víst hvaða hópur manna hefði ráðið Palme af dögum. Sænskir fjölmiðlar hafa sagt lögregluna gruna meðlimi öfgasamtaka Kúrda í Svíþjóð um ódæðið en Holmer hefur enn ekki viljað láta neitt uppi um það. Kúrdamir fimm voru handteknir á föstudagskvöldið eftir handalög- mál á knæpu sem lyktaði með skotbardaga við lögreglumenn. Að sögn sænska útvarpsins voru menn- imir fjórir ekki formlega ákærðir. Lögfræðingar þeirra vönduðu sænsku lögreglunni ekki kveðjumar og sögðu hneykslaniegt hvemig skjólstæðingar þeirra hefðu verið bendlaðir við morðið á Palme. Þá gagnrýndu þeir einnig lögreglu- menn fyrir að hafa yfirheyrt Kúrdana að lögfræðingunum fjar- stöddum. Ákæruvaldið krafðist þess í gær að fimmta Kúrdanum yrði ekki sleppt úr gæsluvarðhaldi. Hann var handtekinn eftir skotbardaga við lögreglumenn og verður líklega kærður fyrir vopnaburð og tilraun til manndráps. Barcelona: i fran vill reka i: írak úr OPEC Genf. AP. ÍRANSSTJÓRN krefst þess, að írak verði rekið úr samtökum olíusöluríkja, OPEC, fyrir að neita að draga úr olfufram- leiðslu, að þvf er franska frétta- stofan IRNA sagði f gær. Fréttin þykir benda til þess, að fulltrúar OPEC-ríkjanna á fundin- um í Genf geti ekki náð samkomu- lagi um samdrátt heildarframleiðsl- unnar í því skyni að hækka olíuverð um fjóra dollara á tunnu. Fréttastofan sagðist hafa það eftir háttsettum írönskum embætt- ismönnum, að írönsk stjómvöld hefðu hvatt önnur aðildarríki OPEC að verða við kröfunni um brott- rekstur íraks. Sprengt í frönsk- um fyrirtækjum ETA lýsir yfir ábyrgð Barcelona, AP. TVÆR öflugar sprengjur sprungu í Barcelona snemma á þriðjudag með þeim afleiðingum að 28 menn slösuðust. Sprenging- amar beindust gegn fyrirtækj- um i eigu franskra aðila. í gær lýsti Aðskilnaðarhreyfing Baska ábyrgðinni á hendur sér. Fyrri sprengjan sprakk skömmu eftir miðnætti í skrifstofum ölgerð- arverksmiðju franska fyrirtækisins Ricard. Einn vegfarandi slasaðist er glerbrotum og öðm braki rigndi yfír hann. Skömmu síðar sprakk 15 kg flísasprengja í húsgagnaverzlun í eigu franskra aðila. Hún var á jarð- hæð sex hæða íbúðahúss. Eftir sprenginguna kviknaði í húsinu. Öllum íbúum 30 íbúða á næstu hæðum fyrir ofan verzlunina var bjargað, en 27 þeirra slösuðust eða fengu reykeitrun. Sprengjumar spmngu aðeins nokkmm klukkustundum eftir að franska lögreglan afhenti þeirri spænsku meintan ETA-mann. Hreyfingin hefur jafnan svarað framsali hryðjuverkamanna með sprengjuherferð gegn frönskum fyrirtækjum á Spáni. Síðustu tvo mánuði hafa samtökin lýst yfir ábyrgð á 23 sprengjutilræðum þar í landi. í síðustu viku sprakk sprengja í Citroen-sýningarsal í Barcelona og í Renault-sýningarsal 1 borginni Zarauz. Ung kona missti báðar hendur og sjónina í sprengingunni í Zarauz. Gorbachev treystir tökin í flokknum Formanni flokksins í Kazakhstan vikið frá Moskvu, AP, Reuter. FORMANNI kommúnistaflokks- ins í Kazakhstan og nánum samverkamanni Brezhnevs heit- ins var á þriðjudag vikið úr embætti. Við starf i hans tók sam- heiji Gorbachevs, Sovétleiðtoga, sem hefur með þessu enn treyst tök sin á sovéska stjómkerfinu. Miðstjóm kommúnistaflokksins í Kazahkstan ákvað á fundi f Alma Ata, að Dinmukhamed Kunayev, sem er 74 ára að aldri, skyldi .láta af störfum sem formaður flokksins. Við embætti hans tók Gennady Kolbin, flokksritari í Ulyanovsk, en hann hefur gengið hart fram í bar- áttu Gorbachevs gegn drykkjuskap, leti og spillingu. Frá því Gorbachev komst til valda hefur hann rekið mörg hundruð embættismanna, sem komust til metorða á Brez- hnev-tímanum, tímabili stöðnunar og afturfarar á öllum sviðum þjóðlífsins að hans sögn. í frétt Tass-fréttastofunnar um formannsskiptin sagði, að Kunayev hefði verið settur á eftirlaun og vom honum ekki þökkuð vel unnin störf eins og þó er venjan. AP/Símamynd Bokassa lætur sér fátt um finnast RÉTTARHÖLD eru hafin að nýju yfir Jean-Bedel Bokassa, fyrr- um keisara Mið-Afríkulýðveldisins. Hann er m.a. ákærður fyrir fjöldamorð og mannát en hefur neitað öllum sakargiftum. „Ég er enginn dýrlingur. Ég er breyskur eins og aðrir menn,“ sagði Bokassa fyrir réttinum en kvaðst ekki „muna eftir“ að hafa fyrirskipað morð á valdaferlinum. London, AP. GENGI Bandarílcjadollars lækk- aði gagnvart öllum helstu gjald- miðlum. Gull lækkaði í verði. í London kostaði sterlingspundið 1,4305 dollara (1,4297) þegar gjaldeyrisviðskiptum lauk í gær. Gengi dollarans var annars þannig að fyrir hann fengust: 2,0155 vest- ur-þýsk mörk (2,0220), 1,7007 svissneskir frankar (1,7058), 6,6055 franskir frankar (6,6145), 2,2795 hollensk gyllini (2,2835), 1.397,50 límr (óbreytt) 1,3785 kanadískir dollarar (1,3795) og 163,60 yen (163,68). Gull lækkaði í verði og kostaði únsan 392,00 dollara (394,00). HOBBr-HAÞRfSIIIIBUB I Bráðsnjaiit hjálpartæki fyrir heimilið og smærri fyrirtæki. KEIl/ Með allt að sex jöfnum mánaðargreiðslum. Með K.E.W. Hobby ganga öll þrif fyrir sig á mettíma og erfið verk verða leikur einn. Þú getur þvegið bflinn, bátinn, húsið, gluggana, eða nánast hvað sem er. Einnig getur þú sandblásið t.d. gamla málningu og ryð o.fl. Verð kr. 25.450.- Gengi gjaldmiðla
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.