Morgunblaðið - 18.12.1986, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1986
43
Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs Alþingis og Páll
Pétursson, formaður þingflokks framsóknarflokksins, ræða málin.
Allt óljóst enn um
staðgreiðslu skatta
ALLAR líkur benda til þess
að launamenn þurfi ekki að
borga skatt af tekjurn næsta
árs, verði staðgreiðslukerfi
skatta tekið upp í ársbyrjun
1988. Engin ákvörðun hefur
þó verið tekin um hvernig
breytingin verður útfærð að
sögn Geirs H. Haarde, aðstoð-
armanns fjármáiaráðherra.
„Við erum famir að vinna í
málinu hér innanhúss, en allt
er þetta frekar óákveðið enn
sem komið er,“ sagði Geir.
Geir sagði, að reynt yrði að
tryggja það að menn misnotuðu
ekki skattfrelsið á næsta ári.
„Mér þykir líklegt að staða eigna
og skulda þurfi að liggja fyrir í
árslok 1987, og ólíklegt að menn
geti komist hjá framtalsskyldu, “
sagði hann
Aðspurður hvort til greina
kæmi að hafa fleiri en eitt skatt-
þrep í nýja kerfinu sagði Geir að
ráðuneytið væri nú að athuga
hvort það gæti fallist á tillögur
aðila vinnumarkaðarins um eina
álagsprósentu. „Þetta er um-
fangsmikið og flókið mál sem við
erum að skoða núna, enda
skammur tími til stefnu því frum-
varp þarf að liggja fyrir á fyrstu
dögum þingsins eftir áramót,“
sagði hann.
Friálst fiskverð
ákveðið í dag?
LÍKUR eru nú taldar á því, að
Verðlagsráð sjávarútvegsins
ákveði fijálst fiskverð á helztu
nytjategundum frá og með næstu
áramótum. Fulltrúar í ráðinu
voru sammála um þetta á fundi
í gær og reiknað er með endan-
legri ákvörðun í dag.
Fari svo, verður þetta í fyrsta
sinn, sem almennt fiskverð verður
frjálst. Menn telja enn ekki séð fyr-
ir hverjar afleiðingar ftjálst fiskverð
getur haft, en telja þó flest hafa
þróazt í átt til frelsis á undanfömum
missemm.
svipaðar eða nokkm meiri en árið
1986. Ailt eftir viðmiðun gefur
8'/2-9% útsvar sömu tekjur fyrir
sveitarfélagið á næsta ári og 10,2%
í ár. í töflunum sem hér fylgja kem-
ur þetta skýrt fram.
Málefnaleg rök fyrir
lækkun útsvars
Niðurstaðan af framangreindri
yfirferð er sem sagt að 9% útsvar
árið 1987 muni skila sveitarfélaginu
svipuðum eða hærri tekjum að
raunvirði árið 1987 en 10,2% árið
1986.
Útsvarið er einn þeirra þátta sem
ákvarða ráðstöfunartekjur almenn-
ings. Til þess að tryggja tekjumar
í lækkandi verðbólgu er óhjákvæmi-
legt að sveitarfélögin lagi sig að
breyttum aðstæðum og lækki út-
svarsprósentuna. Ekki virðist óeðli-
legt að þau setji sér það mark að
lækka útsvarsprósentuna niður fyr-
ir 9%.
Áætlað raungildi útsvarstekna sveitarfélaga
1985-1987
I Miðað við lánskjaravisitölu
Vlsit. Vísit Raung. Útsv. Raun- Vísit.
launa- % útsv. Lánsk. útsv. tekjur raunt.
Ár tekna f.f.á. stofns vísit. stofns prós. af útsv. af útsv.
1984 100
1985 142 42 100 100 100,0 10,8 10,80 100,0
1986 192 35 142 125 113,6 10,2 11,59 107,3
1987 230 20 192 140 187,1 10,2 13,99 129,5
1987 230 20 192 140 137,1 8,5 11,66 107,9
II Miðað við launavísitölu
Vísit. Visit. Raung. Útsv. Raun- Vísit.
launa- % útsv. Lánsk. útsv. tekjur raunt.
Ár tekna f.f.á. stofns vísit. stofns prós. af útsv. af útsv.
1984 100
1985 142 42 100 100 100,0 10,8 10,8 100,0
1986 192 35 142 128 110,9 10,2 11,32 104,8
1987 230 20 192 154 124,7 10,2 12,72 117,7
1987 230 20 192 154 124,7 9,1 11,35 105,1
Höfundur er foraeti Alþýðuaambanda talanda.
Athugasemd frá Þjóðhagsstofn-
un vegna fréttar um gjald-
skrárhækkun Landsvirkjunar
Vegna fréttar í Morgunblaðinu ákvörðun rafmagnsverðs og fram sem nemur 350 m. kr. Nettóvaxta-
í dag, 17. desember 1986, um
gjaldskrárhækkun Landsvirkjun-
ar og umsögn Þjóðhagsstofnunar
um hækkunarþörf fyrirtækisins
vill Þjóðhagsstofnun taka fram
eftirfarandi:
1. í frétt er meðal annars haft
eftir forstjóra Landsvirkjunar, að í
umsögn Þjóðhagsstofnunar séu at-
riði, sem gangi þvert á stefnu
stjómvalda, eins og hún kemur fram
í frumvarpi til lánsfjárlaga 1987j
hvað varðar erlendar lántökur. I
þessu sambandi er rétt að benda á,
að hvorki er sjálfgefið að lánsfjár-
þörf Landsvirkjunar sé eingöngu
sinnt með erlendum lántökum né að
framkvæmdaáform hennar séu
óhagganleg. Ennfremur má minna
á, að í athugasemdum með fjárlaga-
frumvarpi fyrir árið 1987 segir
meðal annars um fiárhag ríkisfyrir-
tækja:
„I greinargerð frumvarpsins felst
sú nýjung að gerð er grein fyrir
fjárhag ríkisfyrirtækja með fyllri
hætti en áður. í ríkisstjóminni
hefur verið rætt um að fyrir af-
greiðslu fjárlaga verði sérstaklega
fjallað um fiármál þessara fyrir-
tækja, fiárfestingu þeirra, rekstr-
arumsvif og verðlagningu á næsta
ári. Þannig er ríkisstjómin reiðu-
búin að leggja sitt af mörkum til
þess að verðbreytingar á árinu
1987 verði innan viðunandi
marka.“
2. Umsögn Þjóðhagsstofnunar
byggist fyrst og fremst á 13. gr.
laga nr. 42/1983, um Landsvirkjun,
þar sem segir meðal annars:
„Stjóm Landsvirkjunar setur, að
fenginni tillögu Þjóðhagsstofn-
unar, gjaldskrá fyrir Landsvirkj-
un. 1 gjaldskrá skal raforkuverðið
við það miðað að eðlilegur af-
rakstur fáist af því fjármagni sem
á hveijum tíma er bundið í rekstri
fyrirtækisins. Einnig skal að því
stefnt að fyrirtækið skili nægileg-
um greiðsluafgangi til þess að það
geti jafnan með eigin fármagni
og hæfilegum lántökum tryggt
notendum sínum næga raforku."
í umsögn Þjóðhagsstofnunar, sem
fylgir hér á eftir, kemur fram, að
mat á hækkunarþörf Landsvirkjunar
sé fyrst og fremst háð því, hversu
ört eigi að byggja upp eiginfjárstöðu
hennar. Landsvirkjun gefur sér þá
forsendu, að langtímalán skuli end-
urgreiða á 20 árum. Óumdeilt er,
að þessi endurgreiðslutími er mun
skemmri en endingartími orkumann-
virkja. Gjaldskrárstefna af þessu
tagi leiðir til verulegrar eiginflár-
myndunar, en ræður jafnframt
úrslitum við mat á hækkunarþörf
hveiju sinni.
3. í frétt Morgunblaðsins koma
einnig fram ýmsar fullyrðingar um
umsögn Þjóðhagsstofnunar, sem
hafðar eru eftir löggiltum endur-
skoðanda Landsvirkjunar, Stefáni
Svavarssyni. Þessar athugasemdir
— séu þær rétt eftir Stefáni hafðar
— virðast slitnar úr samhengi og eru
um leið villandi. Þjóðhagsstofnun
hefur óskað eftir því, að Stefán geri
opinberlega grein fyrir sjónarmiðum
sínum.
Rétt er að taka fram, að á einum
stað í umsögn Þjóðhagsstofnunar
stendur fyrir pennaglöp orðið
greiðsluafkoma í stað rekstraraf-
komu. Talsmenn Landsvirkjunar
virðast byggja málflutning sinn að
verulegu leyti á þessari misritun,
sem leiðréttist hér með. Þessi misrit-
un breytir alls ekki ályktunum eða
niðurstöðum, eins og glögglega má
sjá af samhenginu:
Landsvirkjun,
b.t. Halldórs Jónatanssonar,
forstjóra
Háaleitisbraut 68,
108 Reykjavík.
Með bréfi, dags. 30. október 1986,
óskið þér eftir umsögn Þjóðhags-
stofnunar um þörf Landsvirkjunar
fyrir hækkun á gjaldskrá til almenn-
ingsrafveitna með hliðsjón af þeim
sjónarmiðum, er virða ber við
koma i 13. gr. laga nr. 42/1983 um
Landsvirkjun. Jafnframt kemur þar
fram, að stjóm Landsvirkjunar tel-
ur, að gjaldskrá þurfí að hækka um
16,4% frá 1. janúar næstkomandi
til þess að ná greiðslujöfnuði á næsta
ári.
Þjóðhagsstofnun hefur kynnt sér
rekstraráætlun Landsvirkjunar fyrir
árið 1987 og helstu forsendur henn-
ar, meðal annars með hliðsjón af
ársreikningi fyrir árið 1985 og áætl-
uðum rekstrar- og efnahagsreikn-
ingi fyrir árið 1986. Hér á eftir er
gerð grein fyrir helstu niðurstöðum
þessarar athugunar.
1. í rekstraráætlun Landsvirkj-
unar fyrir næsta ár er reiknað með
því, að innlent verðlag hækki um
5% frá upphafi til loka ársins, en
um 12% að meðaltali milli áranna
1986 og 1987. Þetta er í samræmi
við þjóðhagsáætlun ríkisstjómarinn-
ar, síðarí talan þó í efri mörkunum.
Hins vegar er rétt að vekja athygli
á því, að í áætlun Landsvirkjunar
er gert ráð fyrir 50 milljónum króna
til að mæta ófyrirséðum olíukostn-
aði, ef bilun verður á raforkukerfí
hennar. Þessi liður veldur því, að
rekstrar- og viðhaldskostnaður
Landsvirkjunar hækkar mjög mikið
milli 1986 og 1987, eða um 20%,
en að honum frátöldum nemur
hækkunin 12%. Þetta er vitaskuld
óviss þáttur og verður að telja eðli-
legra, að hann komi ekki fram í
hærra raforkuverði fyrr en slíkur
kostnaður fellur til. Að teknu tilliti
til þessa má segja, að gjaldskrá
þyrfti aðeins að hækka óverulega
til þess að ná rekstraijöfnuði, eða
innan við 1%.
2. í áætlun Landsvirkjunar um
greiðslujöfnuð á árinu 1987 er gert
ráð fyrir þvi, að reksturinn standi
undir endurgreiðslu á 5% af skuldum
fyrirtækisins. í því felst, að Lands-
virkjun hyggst greiða langtímalán
sín á 20 árum, sem er mun skemmri
tími en líklegur endingartími þeirra
eigna, sem fiármagnaðar hafa verið
með þessum lánum. Gjaldskrár-
stefna, sem byggir á þessari for-
sendu, bætir því eiginfiárstöðu
fyrirtækisins verulega á komandi
árum. Til marks um áhrif þess á
hækkunarþörf fyrirtækisins má
nefna, að unnt er að ná greiðslujöfn-
uði á árinu 1987, án hækkunar á
gjaldskrá, með því að fresta nálægt
300 milljóna króna afborgunum af
lánum frá þvi sem gert er ráð fyrir
í áætlun Landsvirkjunar. Þrátt fyrir
þetta stæði reksturinn undir endur-
greiðslu á tæplega 4% af skuldum
fyrirtækisins, sem þýddi að endur-
greiðslutími langtímalána yrði 26
ár. Þjóðhagsstofnun telur rétt að
vekja athygli á þessu atriði, sem
snertir fyrst og fremst greiðslustöðu
fyrirtækisins á næsta ári, þar sem
þetta hlýtur að koma til álita, þegar
hækkunarþörfín er metin hveiju
sinni.
3. Áætlun Landsvirkjunar fyrir
árið 1987 gerir ráð fyrir 67,7 millj-
óna króna rekstrarhalla, miðað við
óbreytta gjaldskrá, eða sem svarar
til 2,1% af áætluðum rekstrartekj-
um. f hliðstæðri umsögn Þjóðhags-
stofnunar frá því í fyrra er meðal
annars vakin athygli á tveimur álita-
málum, sem tengjast gjaldfærslu
afskrifta og vaxta, en þessir tveir
rekstrarliðir nema nálægt 80% af
heildargjöldum í rekstraráætlun
Landsvirkjunar fyrir árið 1987. Þar
sem gjaldfærsla þessara þátta skipt-
ir sköpum við mat á rekstrar-
greiðsluafkomu fyrirtækisins — og
þar af leiðandi við mat á gjaldskrá
— er rétt að ítreka fyrri ábendingar.
í rekstraráætlunum sínum leitast
Landsvirkjun við að gjaldfæra raun-
vexti með því að færa fyrst til gjalda
alla nafnvexti af lánum, sem tengj-
ast rekstri. Sú fjárhæð er áætluð
1.618 m. kr. á næsta ári, en það
felur í sér tæplega 8% vexti af um-
sömdum lánum í árslok 1986. Á
móti þessum vöxtum stendur tekju-
færsla vegna verðbreytinga, þótt
hún sé ekki færð í rekstraryfírlit,
gjöld eru því 1.268 m. kr. I reynd
felur þessi aðferð í sér, að gjald-
færðir eru 6% raunvextir af lánum,
auk afskrifta að fjárhæð 1.230 m.
kr. Alls er gjaldfærður fiármagns-
kostnaður því 2.498 m. kr.
En fjármagnskostnað má einnig
færa með öðrum hætti eins og Þjóð-
hagsstofnun hefur raunar gert um
nokkurt skeið í rekstraráætlunum
sjávarútvegsfyrirtækja með því að
reikna svonefnda árgreiðslu vaxta
og afborgana. Árgreiðslan er þannig
reiknuð, að fyrst er fundið verð-
mæti allra óafskrifaðra eigna í
rekstri. Á grundvelli gefinna for-
sendna um endingartíma þessara
eigna er árgreiðslan reiknuð sem sú
fiárhæð, sem reksturinn þyrfti að
skila árlega til þess að standa undir
endumýjun þeirra miðað við tiltekna
ávöxtunarkröfu fjármagns. Sé þess-
ari aðferð beitt, kemur í ljós, að
gjaldfærðar afskriftir og vextir sam-
kvæmt rekstraráætlun Landsvirkj-
unar standa að óbreyttri gjaldskrá
undir endumýjun eignanna miðað
við 4% ávöxtun fjármagns og 40 ára
endingartima. Enda þótt það sé
álitamál, hvað telst eðlileg ávöxtun
fjármagns, þegar til lengri tíma er
litið, getur þessi ávöxtun varla talist
óviðunandi.
Af þessu tilefni er fróðlegt að
skoða eignamyndun og afkomu fyr-
irtækisins yfír lengra tímabil. Frá
árinu 1971 hefur eigið fé Landsvirkj-
unar samkvæmt efnahagsreikningi
vaxið úr 900 milljónum króna á verð-
lagi ársins 1985 upp í 11 milljarða
1985. Á sama tímabili nemur upp-
safnað bókfært tap fyrirtækisins
samkvæmt rekstrarreikningi 157
milljónum króna og framlag eigenda
1.022 milljónum króna, hvort
tveggja á verðlagi ársins 1985.
Þannig hefiir eigið fé fyrirtækisins
aukist á þessu tímabili um nálægt
10 milljarða króna umfram hagnað
og framlag eigenda. Skýringar á
þessari aukningu eru margþættar. í
fyrsta lagi þarf ekki að vera beint
samband milli endurmetinna eigna
og skulda. Endurmat eigna umfram
uppfærðar skuldir leiðir beinlfnis til
aukins eigin fiár, án þess að það
hafí nokkru sinni komið fram f
rekstrarreikningi sem hagnaður. í
öðru lagi má nefna, að hátt metinn
rekstrarkostnaður getur einnig skýrt
meiri eignaaukningu að raungildi en
nemur uppsöfnuðum hagnaði að við-
bættum framlögum eigenda. Hér er
sérstaklega haft í huga hátt mat á
afskriftum og vöxtum eins og nefnt
var hér að framan, þar sem hátt
mat afskrifta felst í styttri afskrift-
atíma en nemur 'raunverulegum
endingartíma fiármuna, en hátt mat
vaxta felst í því að gjaldfæra nafn-
vexti að fullu. Þessa hefur gætt í
rekstraráætlunum Landsvirkjunar
en hefur þó nú síðustu árin að ein-
hveiju leyti verið leiðrétt í ársreikn-
ingum með tekjufærslu vegna
verðbreytinga. Líklega má rekja
aukið fé umfram hagnað og framlög
eigenda að mestu til þessa háa mats,
sérstaklega þegar þess er gætt, að
á umræddu tímabili voru raunvextir
af erlendum lánum lágir og hverf-.
andi á fyrri hluta þess.
4. Niðurstaða Þjóðhagsstofnunar
er sú, að áætluð rekstrarafkoma
Landsvirkjunar á næsta ári gefi að
svo stöddu aðeins tilefni til óveru-
legrar hækkunar á gjaldskrá til
almenningsrafveitna. Jafnframt
virðist ljóst af framansögðu, að mat
á hækkunarþörf nú tengist fyrst og
fremst þeirri spumingu, hversu hratt
eigi að byggja upp eiginfjárstöðu
fyrirtækisins, svo það geti staðið
undir frekari uppbyggingu orku-
veitna. Loks má nefna, að eðlilegt
virðist að bíða með ákvörðun um
hugsanlegar breytingar á gjaldskrá
fram á næsta ár, þegar launa-, verð-
lags- og gengisþróun hefur skýrst.
Virðingarfyllst,
Þjóðhagsstofnun,
Bolli Þór Bollason,
aðstoðarforstjóri.