Morgunblaðið - 18.12.1986, Síða 45

Morgunblaðið - 18.12.1986, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1986 45 Áætlun Lufthansa enn ekki staðfest ÞÝSKA flugfélagið Lufthansa hefur ekki sent íslenskum flug- málayfirvöldum staðfestingu á fyrirhuguðu áætlunarflugi þess frá Milnchen um Diisseldorf til Keflavíkur næsta sumar. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins gerir bráðabirgðaáætlun Lufthansa ráð fyrir því að flogið verði á þessari leið einu sinni í viku, á sunnudögum, frá því í maí þar til í lok ágúst. Til flugs- ins yrðu notaðar þotur af gerð- inni Boeing 737. Heildar sætarframboð á leiðinni yrði samkvæmt þessu aðeins um 1600 sæti. Flugfélagið þarf að til- kynna um áætlunarflugið með mánaðar fyrirvara. Með áætlunarfluginu nýtir Luft- hansa gagnkvæman loftferðar- samning ríkjanna sem gildir um flug íslensku flugfélaganna til Þýskalands. ísland hefur gert slíka samninga við ellefu lönd, Banda- ríkin, Norðurlöndin öll, Bretland, Luxemborg, Þýskaland, Holland, Spán ög Thailand. í Bretlandi hefiir flugféiagið British Midland falast eftir ónotuð- um rétti British Airways til að fljúga hingað til lands en að sögri Birgis Guðjónssonar, skrifstofii- stjóra í samgöngumálaráðuneytinu, er umsókninn enn á leið í gegnum breska ríkiskerfíð. Aðspurður um hvemig samningur um áaétlunar- flug til Thailands sé til kominn sagði Birgir hann eiga rót sína að rekja til hugdettu forráðamanna Loftleiða á sjötta áratug aldarinnar. Náttúrufræði- kynning í anddyri Háskólabíós KYNNING á nýútkominni bók Ara Trausta Guðmundssonar, Islandseldar, verður á náttúru- fræðikynningu i Háskólabíói í dag, fimmtudag. Sett hefur verið upp sýning á bergtegundum og útskýring á því hvemig bókin varð unnin stig af stigi. Ari Trausti kynnir bókina og sýnir litskyggnur kl. 16.30 og kl. 20.30 í dag. 80 krónur fyrir þorsk úr gámum GOTT verð hefur verið á fiskmnrk- uðunum { Bretlandi og Þýzkalandi undanfama daga. Verð á þorski úr gámum fór á þriðjudag upp i 79,41 krónu að meðaltali á kíló og fiskiskipin fengu einnig gott verð fyrir afla sinn. Á þriðjudag seldi Hegranes SK 183,7 lestir, mest karfa i Cuxhaven. Heildarverð var 11.604.200 krónur, meðalverð 63,17. Höfrungur 11 GK seldi 55,2 lestir, mest ufsa í Bremer- haven. Heildarverð var 3.251.100 krónur, meðalverð 58,95. Loks seldi Albert Ólafsson KE 59,3 lestir, mest þorsk í Grimsby. Heildarverð var 4.060.500 krónur, meðalverð 68,51. Á þriðjudaginn voru seldar í Hull og Grimsby 311,6 lestir af fiski úr gámum héðan. Heildarverð var 23. 450.000 krónur, meðalverð 75,26. 147,5 lestir vora af þorski að meðal- tali á 79,41 krónur hvert kíló. Af kola vora 85,3 lestir á 64,16 og 51,3 lestir af ýsu á 81,58 krónur á kíló. Isafjörður: Hólmadrangnr á flot fyrir eigin vélarafli taafirði. FRYSTITOGARINN Hólma- drangur frá Hólmavik komst á flot fyrir eigin vélarafli á morg- unflóðinu i gærmorgun. Tilraun- ir skuttogarans _ Júlíusar Geirmundssonar frá ísafirði við að draga togarann á flot í fyrri- nótt mistókust, enda orðið mjög lágsjávað. Skipveijar notuðu nóttina til að dæla olíu og vatni úr stefnistönkum í skuttanka og rétt fyrir klukkan 8 rann skipið af sandrifinu og hélt til hafnar á Isafirði. Kafari skoðaði botn skipsins í gær og kom í ljós að engar skemmd- ir höfðu orðið. í fyrrakvöld, þegar óhappið varð, var Hólmadrangur á leið til ísafjarðar til að taka olíu, en aflinn er fullunninn um borð fyrir Ameríkumarkað. Að sögn skipstjórans, Gests Sig- urðssonar, hefur hann marg oft siglt þama inn og gjörþekkir sigl- ingarleiðina. En nú var stormur á og mikið misvindi. Lendi harður vindhvirfíll á bakborðssíðu skipsins í miðri rennunni og sneri því á stjómborða og þótt þegar væri sett á fulla verð afturábak varð ekki við neitt ráðið vegna þrengslanna þama í Sundunum og rann stefni skipsins upp á sandrifíð, Eyrarmeg- in. Torgarinn fer til veiða strax og veður lægir. Úlfar. Höfundar „Hjúlpum þeim“ vilja lagið út úr áramótaskaupinu BRÉF hefur borist fram- kvæmdastjórn sjónvarpsins frá Eiríki Tómassyni, lögfræðingi, þar sem höfundur lagsins „Hjálp- um þeim“, Axel Einarsson, og höfundur texta, Jóhann G. Jó- hannsson, óska eftir þvi að lagið verði fellt út úr áramótaskaupi sjónvarpsins þar sem texta þess hefur verið breytt og skerði þar með „óyggjandi hætti höfundar- heiður þeirra beggja", eins og segir í bréfinu. Að öðrum kosti verði farið fram á lögbann á þessum hluta skaupsins. „Það er kannski komið að þvi Grindavík: Samningarnir samþykktir Grindavik. Á FUNDI hjá Verkalýðsfélagi Griundavíkur síðastliðið mánudags- kvöld vora nýgerðir kjarasamningar samþykktir. Að sögn formanns félags- ins, Benónýs Benediktssonar, mættu 18 manns á fundinn af um 230 félags- mönnum. 11 samþykktu, 2 vora á móti en 5 sátu hjá. „Fólk var ekkert yfir sig ánægt með þessa samninga," sagði Benóný, „premían hjá fókinu i rækjunni lækkar til dæmis um 40% frá siðustu samningum." . Kr. Ben. að dómstólar fjalli um áramóta- skaupið og ég vona svo sannarlega að það verði einhver til að hjálpa þeim í sambandi við höfundarheið- ur,“ sagði Hrafn Gunnlaugsson, dagskrárstjóri innlendrar dagskrár- gerðar, í samtali við Morgunblaðið. Hrafn sagði að það yrði ákaflega erfitt í framtíðinni að búa til svona skemmtiþætti ef beita ætti lögbanni sem einskonar ritskoðun. Menn yrðu einfaldlega að hafa „húmor" fyrir sjálfum sér þegar verið væri að sprella með hlutina. Hrafn sagð- ist ekki búast við að lagið yrði fellt út úr skaupinu, en hann bætti því við að vissulega yrði reynt að hjálpa þeim svo að höfíindarheiður þeirra særðist ekki umfram almennt vel- sæmi þetta kvöld. Eiríkur Tómasson lögfræðingur sagðist búast við að mál þetta leyst- ist án þess að til lögbanns þyrfti að koma. „Verið er að ræða við forráðamenn sjónvarpsins um mál- ið. Höfundar telja að flutningur „Hjálpum þeim“ í áramótaskaupinu gangi þvert á markmið lags þess og texta og að verið sé að misnota verkið með því að gera grín að máiefnum Hjálparstofnunar kirkj- unnar. Það hefði hinsvegar ekkert verið sagt við því ef textinn hefði ekki verið úr lagi færður og tel ég sjálfsagða kurteisi af Ríkisútvarp- inu að leita til höfunda ef nota á verk þeirra í tilgangi sem þessum," sagði Eiríkur. ASEA Cylinda uppþvottavélar ★ sænskar og sérstakar Taka 14 manna borðbúnað og fá hæstu neytendaeinkunnir fyrir þvott, þurrkun, hljóð- leika og orkusparnað. Efnisgæði og öryggi einkenna ASEA. Þú færð ekki betri vélar! /FQniX HATUNI 6A SlMI (91)24420 „BIONDAU WILKEIMS (y9)SILFURBÚÐ1N XXJ LAUGAVEG 55 SÍMI 11066 SÉRVERSLUN MEÐ BORÐBÚNAÐ129 AR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.