Morgunblaðið - 18.12.1986, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1986
61
Hvað er „línu-
leg bestun“?
Utbreidd aðferð sem leysir mörg vandamál
SJÁLFSAGT hefur einhveijum lesendum komið fyrirsögn í blaðinu
siðastliöinn fimmtudag spánskt fyrir sjónir en þar var boðuð ráð-
stefna í „línulegri bestun". Frétt þessi greindi frá því að Aðgerðar-
rannsóknarfélag íslands myndi halda ráðstefnu um notkun
„línulegrar bestunar“, yrði þar boðið upp á hraðnámskeið í títtnefndri
„bestun“ og fjallað um hvernig nýta megi hana í íslensku atvinnu-
lífi. „Þetta hugtak er notað í tengslum við svokallaða aðgerðar-
gp-einingpi og á við aðferð til að finna bestu lausn á tilteknu
vandamáli," sagði Snjólfur Ólafsson, formaður félagsins, í samtali
við blaðamann.
Snjólfur sagði að þegar leyst
væru vandamál með aðferðum
stærðfræðinnar eða hagfræðinnar
litu vísindamenn svo á að leysa
mætti sum vandamál á ótal vegu,
en ein lausnanna reyndist þó best
miðað við gefnar forsendur. „Þá
tölum við um það að við séum að
besta vandamálið. Betra orð yfír
þetta hugtak hefur ekki fundist, en
það er þýðing á enska hugtakinu
„optimization," sagði Snjólfur.
Til glöggvunar nefndi Snjólfur
dæmi um vandamál sem þægilegt
væri að „besta": Við gerð fóður-
blöndu fyrir hænsnarækt þarf að
taka tillit til þess hvemig uppfylla
megi kröfur um næringargildi
hennar með minnstum tilkostnaði.
Ur mörgum hráefnum er að velja.
Hvert þeirra inniheldur ákveðin
næringarefni og er selt við ákveðnu
verði. Til þess að leysa vandamálið
væri hægt að prófa allar hugsanleg-
ar blöndur úr þessum efnum og
fínna þannig hina einu réttu, en á
þeirri aðferð er sá galli að blöndum-
ar em óteljandi og verkið myndi
sækjast seint. Vísindamenn hafa
fundið leið til að komast hjá til-
raunastarfseminni með reikniregl-
um sem kallaðar em „bestunarað-
ferðir". Þannig má með einföldum
reikningi fínna einu réttu blönduna.
Ástæðu þess að talað er um „línu-
lega bestun" sagði Snjólfur þá að
„línulegt" samband væri á milli
stærða í fóðurblöndunni. Tvö
kílógrömm af loðnumjöli kosta til
dæmis tvisvar sinnum meira en eitt
kg af loðnumjöli. Hið sama má segja
um aðrar stærðir sem tekið er tillit
til.
Á ráðstefnunni fengu þátttak-
endur að spreyta sig á léttum
æfíngum í „línulegri bestun" undir
handleiðslu Þorkels Helgasonar
stærðfræðings. Þá var kynntur sá
hugbúnaður sem til er á markaðn-
um fyrir tölvur til að leysa vanda-
mál með „línulegri bestun". Einnig
var fjallað um hagnýtingu „línu-
legrar bestunar" í atvinnulífínu.
Ásgeir Harðarson kynnti dæmi um
notkun hennar hjá Mjólkurfélagi
Reykjavíkur, og Pétur Maack
kynnti tölvukerfi sem notað er í
ftystihúsum. Með aðstoð „línulegr-
ar bestunar" geta verkstjórar í
frystihúsum nú ákvarðað í hvaða
pakkningar fiskur er unninn á
hveijum degi þannig að vinnuaflið
nýtist best og mestur arður hljótist
af hráefninu.
Mót hjá
vottum Jehóva
TVEGGJA daga mót votta Je-
hóva á íslandi hefst í Reykjavík
laugardaginn 20. desember og
fer það fram í húsakynnum Fjöl-
brautarskólans i Breiðholti við
Austurberg.
Mót þetta er liður í alþjóðlegri
biblíufraeðslu votta Jehóva og er á
dagskrá fjöldi erinda um hagnýta
notkun biblíuþekkingar, auk um-
ræðna og viðtala. Aðalræðu mótsins
flytur Jóhann Sigurðsson á sunnu-
dag kl. 14.00 og nefnist hún Verk
af hendi Guðs — hver eru þau?
Mótið er opið öllu áhugafólki.
(Fréttatilkynning)
Kodak
myndavélar
á einstaklega
hagstœðu
(fyrir 35 mm íilmur)
irá
kr. 2.950.
5áraábyzgö
HflNS PETERSEN HF
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT!
Gott grænmeti og ódýrt. Hentugt að
eiga í frystinum og taka úr pokanum það
sem þarf, geyma svo afganginn.
Engin rotvarnarefni! Ekkert salt! Ekkert
óþarfa vatn! Aðeins hreint, hollt og girni
legt grænmeti fyrir alla fjölskylduna.
SOLHF
Þverholti 17, Reykjavík
Úrvalsvörur á lágmarksverði
<50