Morgunblaðið - 18.12.1986, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 18.12.1986, Qupperneq 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1986 Þekking Reynsia Þjónusta FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Sigurður Olafs- son - Minning Fæddur 26. janúar 1920 Dáinn 12. desember 1986 Þegar ég sest niður til að skrifa þessi kveðjuorð, þá verður mér orð- fátt — minningin um afa minn Sigurð er meiri en hægt er að skrifa á blað. En mig langar þó til að kveðja hann hinstu kveðtju með nokkrum orðum. Mín minning af afa er af hressum, kátum og hlæjandi manni. Síðast kom hann okkur til að veltast um af hlátri I afmælinu hennar ömmu, þann 2. desember sl. Það er sárt til þess að hugsa að nú sé hann horfinn, að sam- vgrustundimar verði ekki fleiri í bili. Helsta áhugamál afa og stolt hans var sumarbústaðurinn þeirra, Þverár- bakki í Borgarfirði. Þar eyddi hann öllum frístundum á sumrin og hafði fulla ástæðu til að vera stoltur af, því þar hefur hann'ræktað landið upp svo ótrúlegt er á svo skömmum tíma. Þangað fór ég oft með afa og ömmu þegar ég var yngri og á góðar minn- ingar frá þeim tíma. Einnig hafði hann mikla unun af fallegum munum og bera heimili þeirra og sumarbú- staður þess glögg merki. Man ég vel eftir öllum jólunum sem við eyddum hjá þeim, þegar afi sat og hjálpaði mér að fínna nöfn á dúkkulísumar mínar, þegar hann leiddi mig um bæinn til að versla og skoða í búðarglugga og svona mætti lengi telja. Eg vil þakka fyrir þann tíma sem ég átti með afa og bið Guð að styrkja ömmu mína, Þórunni og aðra ástvini í söknuði sínum. Brynja Það er erfitt að trúa því að hann afi á Lokó, eins og við kölluðum hann, sé dáinn. Hann sem var alltaf svo hress og gantaðist oft við okkur þeg- ar við komum í heimsókn til hans og ömmu niðrá Lokastíg. Við viljum minnast hans hér með nokkrum orð- um. Afi hafði mörg áhugamál og má þar á meðal nefna áhuga hans á sum- arbústaðnum sínum í Borgarfírði. Þar eyddi hann flestum sínum frístundum í ræktun og umönnun gróðursins, og hann hafði oft gaman af því að labba með okkur um garðinn og sýna okk- ur hvað plöntumar hefðu vaxið síðan í fyrra. Og það var meira í garðinum en fallegar plöntur, því innan um þær voru hin ýmsu listaverk, styttur og steinar. Við gátum líka farið á hest- bak hjá afa, því að hann var ætíð með tvo eða þrjá hesta í hesthúsinu sínu, sem er snyrtilegasta hesthús sem við höfum komið inn í. En afí hafði alltaf nóg fyrir stafni þó ekki væri hann í sumarbústaðnum. Hann safnaði alls konar gömlum munum og hafði mikinn áhuga á öllu því sem gamalt var og eyddi hann oft miklum tíma í það áhugamál. Núna stendur jólaundirbúningur sem hæst hjá fólki og ekki lét afi það fram hjá sér fara. Hann var alltaf tímanlega með allan jólaundirbúning, jólagjafimar voru tilbúnar upp á skáp og hans síðasta verk var að skrifa á jólakortin, en það gerði hann kvöldið áður en hann lést. Minningin um afa lifir og kveðjum við hann með sökn- uði. Við viljum votta ömmu okkar og öðrum aðstandendum okkar innileg- ustu samúðarkveðju og biðjum Guð að styrkja þau á sorgarstund. Eygló, Þóra og Siggi Óli. Sigurður Ólafsson andaðist á heim- ili sínu 12. desember sl. Við hjónin komum í heimsókn til þeirra hjóna Sigurðar og Sigríðar ekki alls fyrir löngu, og þá var Sigurður kátur og hress eins og hann var alltaf. En þó sá ég það þegar að var gáð, að hann gekk ekki heill til skógar þó hann léti ekki á því bera. Og það vissum við sem til þekktum að síðastliðið eitt og hálft ár hefur Sigurður verið HEKLAHF Laugavegi 170-172 Siml 695550 Raftækja- og heimilisdeild Kenwood „Blenders". Handhægt og notadrjúgt tæki til að blanda drykki, súpur og deig, mylja súkkulaði, möndlur og hnetur, útbúa rasp og siðast en ekki slst til að útbúa eigin ungbarnamat. Verð frá kr. 2.420. Viðgerða- og varahlutaþjónus ta. Kenwood Mini. Kraftmikil en fyrirferðalltil, borð- og handhrærivél, sem léttir eldhússtörfin ótrúlega. Borðhrærivél verð kr. 2.630. Handhrærivél verð kr. 1.985. ^KENWOOD ÞAÐ VERÐUR ENGINN FYRIR VONBRIGÐUM MEÐ KENWOOD HEIMILISTÆKIN Kenwood Chef-inn — síungi og ósigrandi, er nú kominn i nýjan búning. Hjálparkokkurinn ómissandi hefur aldrei verið betri né glæsilegri. Verð kr. 11.400. með skál, þeytara, hnoðara, hrærara, loki og mæliskeiö. Fáanlegir fylgihlutir: Hakkavél, sitrus safapressa, grænmetis- og ávaxtakvörn, ávaxtapressa, grænmetis- og ávaxtarifjárn, pastadeigs- formari, kartöfluafhýðari, þrýsti- sigti, kaffikvörn, pylsufyllir, dósahnífur, o.fl. Kenwood Gourmet fyrir sælkerana. Hún sker, raspar, rffur, blandar, hnoðar, hrærir og þeytir. Gourmet hefur frábært nota- gildi og er skemmtileg I notkun, hvort sem þú ert að framreiða smárétti eða flnar stórmáltíöir. Verð frá kr. 5.300.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.