Morgunblaðið - 18.12.1986, Page 70

Morgunblaðið - 18.12.1986, Page 70
88ei aaaMaaaa .81 HUOAauTMMia .aiaAjauuonoM MORGUNBLÁÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1986 ÍY 70---- r------ Minning: Stefán H. Guðmundsson frá Fáskrúðsfirði Fæddur 29. nóvember 1916 Dáinn 10. desember 1986 Sigð dauðans hefur lostið góðan vin svo óvænt og skyndilega. Hugur minn hvarflar til baka um rúm 30 ár austur til ættarslóða Stefáns á Fáskrúðsfirði, þar sem hann þá bjó með fjölskyldu sinni. Þar eystra_ bar fundum okkar fyrst saman. Á heimili hans átti ég margar ánægjulegar stundir, þar sem alúð og höfðingslund húsráð- enda beggja réði ríkjum. Þar ' myndaðist sú vinátta sem haldist hefur æ síðan. Stefán var einlægt prúðmenni, sannur drengskaparmaður, er hafði að vegamesti í lífi sínu heita og staðfasta trúarsannfæringu, sem veitti honum lífsfyllingu, en hann naut einnig hamingju f sínu einka- lífi og var gæfumaður, sem gekk þannig um meðal samferðafólks, að hann ávann sér vináttu og traust allra er honum fengu að kynnast. Hann var hins vegar dulur maður og flíkaði lítt sínum tilfínningum, en hann var vinur vina sinna, hlýtt og traust var handtakið, sem lýsti skaphöfn hans vel. Hann var maður ærinnar alvöru, en átti létt með að slá á gleðinnar strengi, ekki sízt þegar hann gaf sig söngnum á vald, en hann var hinn ágætasti söng- maður, hafði hreimfagra og sterka rödd, sem hann kunni að beita af æmu listfengi. Stefán var starfsins maður alla tíð, ungur fór hann að stunda sjó- mennsku, fór í verið vetur eftir vetur svo sem títt var um Aust- firðinga á þeim árum, en hér syðra annaðist hann lengst af húsvörzlu af stakri samvizkusemi og trú- mennsku þess, sem f engu vildi vamm sitt vita. En hann var líka maður heimilisins, þar undi hann bezt í faðmi fjölskyldu sinnar, sann- ur veitandi umhyggju og alúðar. Stefán var greindur maður og gott við hann að ræða, hann fylgd- ist með öllum þjóðmálum og var einlægur sósíalisti að lífsskoðun alla tíð. Lítilmagninn átti hug hans, samúð hans var með hinum kúguðu og undirokuðu, hann þekkti krepp- una í austfirzku sjávarþorpi, þar sem fátæktin blasti hvarvetna við. í þeim eldi verkalýðsbaráttu þeirra ára skfrðist hugsjón hans og mót- aði lífsviðhorf hans og allt fór þetta ágæta vel saman við ákveðna trúar- skoðun, sem honum var heilög. Stefán var ævinlega sjálfum sér samkvæmur, heill og óskiptur í hveiju því sem hugur eða hönd vann að. Stefán var fæddur 29. nóv. 1916 á Fáskrúðsfirði og var því nýorðinn sjötíu ára, er hann lézt. I góðra vina hópi hélt fjölskyldan afmæli hans hátíðlegt og engan óraði þá fyrir slíkum umskiptum. Feginn hefði ég viljað vera þar til að sam- fagna honum með árin liðnu. Foreldrar Stefáns voru hjónin ií \ I Litli ljosalfurinn slær birtuá næturlífið. Elskan Litli ljosalfurinn kemur víðar að góðum notum. Hvert sem leið liggur, hafðu þennan upplýsta félaga með í för. Litli ljós- álfurinn getur líka notast við rafhlöður og þannig varpað Ijósi sínu — hvar sem er. við hliðina svífur ótruflúð á vit ljúfra drauma. Á með- an festir þú litla ljósálfinn á bókina góðu. Þín bíður langur næturlestur í frá- bærum félagsskap. HILDU, Borgartúni 22. Einnig getur pu 9 og fengið hann sendan um hæl í póstkröfu liILDA Borgartúni 22, Reykjavik Björg Pétursdóttir og Guðmundur Erlendsson er bjuggu á Fáskrúðs- firði. Árið 1937 gengu þau í hjónaband Aldfs Kristjánsdóttir og Stefán og þar fólst lífsgæfa hans mest að eiga þessa glaðbeittu og geislandi hlýju konu að lífsföru- naut. Dætur þeirra urðu tvær, Elsa og Fjóla, báðar búsettar hér í borg. Þær voru nemendur mínir vetrar- langt á Fáskrúðsfírði og urðu mér einkar kærar. Bamabömin em orð- in 9 og bamabamabömin 6. Þar er stór hópur sem sárlega saknar í dag. Farsælum lífsferli er lokið og komið að kveðjustund. Veitula vináttu og kær kjmni um langan veg hlýt ég að þakka heilum huga. Órofatryggð við sameiginleg- an málstað má ég til með að þakka sérstaklega. Um leið og ég sendi Aldísi, Eisu og Fjólu og öðmm ást- vinum einlægar samúðarkveðjur veit ég að minning um sannan dreng mun milda tregann og varpa birtu fram á veginn í gegnum myrk- urmóðu þessara desemberdaga. Sú mæta minning um vammlausan hal og góðan vin er blessuð í dag. Megi Stefáni verða vistin góð á þeim ódáinsakri eilífðarinnar, sem hann trúði á af svo mikilli einlægni og vissu. Helgi Seljan Neytendasamtökin; Mótmæla málflutningi forsætis- ráðherra um fram- leiðslu stjórnun MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Neytendasam- tökunum: „Neytendasamtökin mótmæla málflutningi forsætisráðherra, um framleiðslustjómun í alifuglafram- leiðslu, sem hafður er eftir honum í frétt í Morgunblaðinu, þann 12. desember sl. Ráðherrann gefur Stéttarsam- bandi bænda undir fótinn með það, að hægt sé með endurgreiðslu fóð- urgjalds að ná fram framleiðslu- stjómun fuglaafurða. Þetta gerir hann þrátt fyrir loforð ríkisstjómar- innar í tengslum við kjarasamning- ana, að framleiðslustjómun verði ekki komið á í þessari grein. Neytendasamtökin vekja athygli á því að beiting endurgreiðslu kjamfóðurgjalds til þess að stjóma framleiðslunni em svik við forsend- ur kjarasamningana og í raun furðuleg tilraun til útúrsnúnings, enda hreinræktuð opinber fram- leiðslustjómun í reynd. Neytendasamtökin munu leita eftir samvinnu við aðila vinnumark- aðarins til þess áð þvinga stjómvöld til að standa við loforð sín, ef þeim dettur í alvöm í hug að bijóta þau.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.