Morgunblaðið - 18.12.1986, Page 82
82
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1986
Teg. Laser — nýr galli. f
46—56. Rauðurog blár.
Verð kr. 6.995,-
Matinbleu. Franskirtísku
gallar, 6 teg. Margir litir.
Nr. S—XL. Verð frá kr. 4.
533-7.557,-
Chalenger. Nr. 162—19
Litir: Dökkblátt,
grátt/blátt, svart, rautt,
hvítt/blátt. Verð kr.
5.345,-
Félagasett frá Adidas. Liv
erpool heima/úti, Manc-
hester Utd. heima/úti,
Arsenal — West Flam.
Sett kr. 1.756,- Peysur
kr. 995,-
Æfingagallar. Liverpool/
Manchester Utd. Nr.
150-180. Verðkr. 3.298,
Liverpool-gallar. Nr.
128-164. Verðkr. 2.468,
Nr. 3—9. Verð kr. 2.871,-
Blátt og rautt.
Júdógallar. Nr. 130—200
Verðkr. 1.512-3.424,-
Karate-gallar. Nr. 140—
200. Verð kr. 2.229-
3.424,-
Teg. Sheredan. Nr. 128
164. Dökkblár. Verð kr.
3.496,-
Adidas
Alabama-regngalli. Nr.
5—9. Rauðurm/bláum
buxum, Ijósblár m/dökk
bláum buxum. Verð kr.
2.956,-
Barnaskór
Teg. Palermo. Nr. 19—26
Verðkr. 1.485,-
Teg. Victoryglans. Nr.
140-176. Kr. 2.740,- Nr.
46-58 kr. 3.190,-
Teg. lowa. Stakurbolur,
Nr. 128-176 og 4-9.
Verðkr. 1.298,-
Teg. Ravenna. Nr. 19—26
m/bláum og bleikum rönd
um. Verðkr. 1.796,-
Skautar- leður. Nr. 30—
42, hvítir nr.40—43, svart-
ir. Verðkr. 2.850,-
Körfuknattleikur:
Tvö landslið
valin til keppni
erlendis
um áramótin
VALUR Ingimundarson hefur
tekift við fyrirliðastöðunni f
fslenska landsiiðinu f körfuknatt-
leik af Torfa Magnússyni, sem
gefur ekki kost á sér í liðið. Frá
þessu var greint á blaðamanna-
fundi, er KKÍ hélt í gœr og jafn-
framt voru tilkynnt tvö landslið,
sem taka þátt f alþjóðlegum mót-
um um áramótln. Annað liðið
keppir á Möltu en hitt f Svfþjóð.
„Breiddin í körfuknattleiknum
hefur aidrei verið eins mikil og ég
hef aldrei haft annan eins efnivið
í höndunum. Við ákváðum því að
senda tvö lið á mótin, en þess ber
að geta að utan við hópana að
þessu sinni eru strákar, sem eiga
eftir að koma inn, þó síðar verði,"
sagði Einar Bollason, landsliðs-
þjálfari, þegar liðin voru tilkynnt
og greint var frá gangi landsliðs-
mála.
Tveir leikmenn keppa á báðum
mótunum, þeir Pálmar Sigurðsson
og ívarWebster, og aðrirtveir leika
sína fyrstu landsleiki, Teitur Örl-
ygsson og Guðmundur Bragason.
Þá eru tvennir bræður í hópunum,
Hreinn og Gylfi Þorkelssynir og
Sturla og Teitur Örlygssynir. Þor-
Evrópukeppnin:
Tilboði
Víkings
tekið
í gær barst jákvætt svar frá
pólska liðinu Gdansk varðandi til-
boð Vfkings um að leika báða
leikina f Evrópukeppni meistara-
liða f handknattleik f Laugardals-
höll 9. og 10. janúar.
Gdansk er mjög sterkt lið, en
möguleikar Víkings á að komast
áfram í keppninni aukast til muna
við að leika báða leikina í Höllinni,
því heimavöllurinn hefur mikið að
segja.
valdur Geirsson gaf ekki kost á
sér, þar sem hann fékk ekki frí úr
vinnu vegna landsliðsæfinga. Torfi
Magnússon, fyrirliði landsliðsins
til margra ára, hefur ekki gefið
kost á sér í landsliðið síðan í vor,
og tekur Valur Ingimundarson við
fyrirliðastöðunni, en Hreinn Þor-
kelsson verður varafyrirliði.
Annað liðið heldur til Möltu 26.
desember og leikur gegn landslið-
um Möltu og Lúxemborgar og
úrvalsliði Sikileyjar. Jóhann Dagur
Björnsson dæmir á mótinu. Þessi
hópur kemur heim 30. desember.
Hitt liðið tekur þátt í alþjóðlegu
móti í Stokkhólmi í Svíþjóð 3.-7.
janúar og leikur gegn landsliöum
Svíþjóðar, ísrael og Grikklands. Á
því móti dæmir Kristbjörn Alberts-
son.
Að sögn Einars Bollasonarverð-
ur einum leikmanni bætt við
Möltuhópinn og kemur Birgir
Mikaelsson, sem stundar nám í
Bandaríkjunum, sterklega til
greina, en úr því fæst skorið annað
kvöld. Þá leikur Möltuliðið gegn
A-liðinu í Njarðvík og tekur Birgir
þátt í leiknum. Ekkert verður æft
á jóladag, en annars daglega fram
að keppni og mun Torfi Magnús-
son stjórna æfingum A-liðsins í
fjarveru landsliðsþjálfaranna, Ein-
ars Bollasonar og Gunnars Þor-
varðarsonar, meðan á Möltumót-
inu stendur.
Eftirtaldir leikmenn hafa verið
valdir í landsliðin, hæð og
landsleikjafjöldi til hægri:
A-liðið:
PálmarSigurðsson, Haukum, 187/41
Jón Kr. Gíslason, ÍBK, 188/42
(var Webster, Þór, 210/17
Jóhannes Kristbjörnsson, UMFN, 187/1
Henning Henningsson, Haukum, 183/3
Valur Ingimundarson, UMFN, 193/68
Guðni Guönason, KR, 190/27
Hreinn Þorkelsson, ÍBK, 192/26
Guðmundur Bragason, UMFG, 200/0
Helgi Rafnsson, UMFN, 198/1
Björn Björgvinsson, fararstjóri,
Sigurjón Sigurðsson, læknir.
B-liðið:
Pálmar Sigurðsson, Haukum, 187/41
(varWebster, Þór, 210/17
Isak Tómasson, UMFN, 179/1
Ólafur Rafnsson, Haukum, 190/5
TeiturÖrlygsson, UMFN, 188/0
Sturla Örlygsson, Val, 190/11
Björn Steffensen, ÍR, 193/4
Gylfi Þorkelsson, (BK, 195/11
Einar Ólafsson, Val, 183/1
Páll Kolbeinsson, 184/17
Helgi Helgason, fararstjóri.
Heimsbikarinn íalpagreinum:
Schneider skaust
í efsta sætið
VRENI Schneider frá Sviss sigr-
aði f svigkeppni heimsbikarnsins
f Courmayeur á ftalfu f gær. Með
sigri sfnum skaust hún f efsta
sæti heimsbikarsins. Tamara
Mckinney frá Bandarfkjunum
varð önnur aðeins fimm hundruð-
ustu úr sekúndu á eftir Schneid-
er.
„Ég er í mjög góðri æfingu núna
og vona að svo verði í allan vet-
ur,“ sagði hin 22 ára gamla
Schneider eftir sigurinn. Þetta var
annar sigur hennar í vetur og hef-
ur hún nú eins stig forystu í
heimsbikarnum samanlagt. Landa
hennar Maria Walliser er ( öðru
sæti með 85 stig.
Mckinney náði besta brautar-
tímanum í seinni ferð eftir að hafa
verið sjötta eftir fyrri ferð og það
dugði henni til að ná öðru sæti.
Brigitte Oertli, Sviss, varð þriðja
og landa hennar, Brigitte Gadient,
I fjórða sæti. Erika Hess varð í
níunda sæti og Maria Walliser var
ekki með.
Staðan í heimsbikarnum er nú
þessi:
Vrenl Schneider, Sviss 86
Maria Walliser, Svlss 85
Erika Hess, Sviss 58
Tamara Mckinney, Bandarikjunum 56
Catherine Quittet, Frakklandí 51
Mlchela Flglni, Sviss 49
Michaela Gerg, V-Þýskalandi 47
Brigitte Oertli, Sviss 44
Corinne Schmldhauser, Sviss 43
Metka Svet, Júgóelavfu 36
Laurie Graham, Kanada 36