Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986
B 7
herra hafa sýnt góð tilþrif
í verðlagsmálum.
c) Matthías hafði flutt tillögu á
Alþingi sem fói í sér að 10%
af söluskatti skyldi renna til
verkalýðshreyfingarinnar.
d) Matthías átti frumkvæðið að
þvi að kaupsigsbótalögin
voru barin í gegn á Alþingi.
^% Um 300 lögreglumenn
sögðu upp störfum í
byrjun apríl. Ástæðan var:
a) Þeir voru ósáttir við nýja
tilhögun varðandi skipan í
varðstjórastöður.
b) Þeir vildu mótmæla tillögum
sem fólu í sér viðamiklar
breytingar á yfirstjórn lög-
reglunnar.
c) Þeir gátu ekki sætt sig við
að hafa ekki komist að þegar
valið var í lögreglukórinn.
d) Óánægja með kaup og kjör.
^% JFk „Aðalatirðið er að
pínnóið sé rétt stillt"
sagði heimsfrægur listamaður
sem hingað kom tii tónleikahalds
um miðjan apríl. Sá sem þetta
mælti var:
a) Vladimir Askhenazy píanó-
leikari.
b) Kristján Jóhannsson stór-
söngvari.
c) Fats Domino rokksöngvari.
d) Victor Borge píanóleikari
og grínisti.
íslenska þjóðin varð
fyrir þungu áfalli í byij-
un maí:
a) Framlag þeirra til söngva-
keppni sjónvarpsstöðva í
Evrópu, lagið Gleðibankinn,
kolféll við atkvæðagreiðslu
í Bergen í Noregi.
Verðfall varð á helstu fisk-
mörkuðum erlendis.
c) íslendingar töpuðu í þýðing-
armiklum landsleik í knatt-
spyrnu gegn Sovétmönnum.
Gengi krónunnar seig í
stærri stökkum en gert hafði
verið ráð fyrir.
b)
d)
^% Matthías Á. Matthies-
en, utanríkisráðherra,
afþakkaði komu bandarískrar
sendinefndar undir forystu Ed-
ward Dervinskys, sem væntanleg
var hingað til lands á vordögum.
Ástæðan var:
a) Hann var önnum kafinn
vegna þinglausna.
Þessi mynd var tekin þegar:
a) Verið var a A prófa nýja sturtuklefann í Hval 9.
b) VeriA var að prófa nýja lýsingu við Reykjavíkurhöfn
að kvöldlagi.
c) Björgunarmenn voru að bjarga Hval 6 og Hval 7 af
hafsbotni í Reykjavíkurhöfn.
d) Verið var að bora eftir heitu vatni á Húsavík.
b) Hann taldi að Dervinsky
hefði ekkert nýtt til málanna
að leggja í Rainbow-málinu.
c) Hann vildi mótmæla nið-
randi ummælum Dervinskys
í garð íslendinga.
d) Hann var önnum kafinn í
sauðburði.
~1% ^9 Alþýðuflokkurinn vann
£ stórsigur í bæjar- og
sveitarstjórnarkosningunum
síðastliðið vor. Ástæðan var:
a) Hinir flokkarnir buðu ekki
fram.
b) Óskiijanleg.
c) Hrikaleg vinstrisveifla.
d) Svindl.
i Heimsþekktur leik-
__I stjóri kom hingað á
listahátið til að stjórna uppfærslu
á leikritinu „Fröken Júlía“. Hann
heitir:
a) Berthold Brecht.
b) Jón Laxdal.
c) Alfred Hitchcock.
d) Ingmar Bergman.
„Guð verndi mig fyrir
vinum mínum“, var
haft eftir þekktum stjórnmála-
manni. Það var:
a) Davíð Oddsson vegna stuðn-
ingsyfirlýsingar nokkurra
listamanna.
b) Jón Baldvin Hannibalsson,
formaður Alþýðuflokksins,
þegar þingmenn Bandalags
jafnaðarmanna gengu til liðs
við flokkinn.
c) Guðmundur J. Guðmundsson
eftir að upplýsingar um fjár-
stuðning AJberts Guðmunds-
sonar komust í hámæli
vegna rannsóknar Hafskips-
málsins.
Þorsteinn Pálsson, fjármála-
ráðherra, eftir að
Steingrímur Hermannsson
hafði lýst því yfir, að við-
stöddu miklu fjölmenni, að
samstaða stjórnarflokkanna
hefði aldrei verið betri.
d)
Á 200 ára afmælishátíð
Reykjavíkur bar það
helst til tíðinda að:
a) Boðið var upp á 200 metra
langa tertu, sem talin var
áfeng í þokkabót.
b) Borgarstjóraembættið fékk
borgina að gjöf með öllu
múr- og naglföstu.
c) Boðið var upp á ókeypis
strætisvagnaferðir það sem
eftir var ársins.
d) Fjölmenni var slíkt i mið-
bænum að Kvosin seig um
tæpa fjóra metra.
^% Þijú sérstæð sakamál
| komu upp á miðju
sumri og tengdust öll samskiptum
manna og katta. Eitt þeirra var:
a) Köttur í vesturbænum kærði
eiganda sinn fyrir slæma með-
ferð.
b) Kattareigandi í vesturbænum
kærði kött sinn fyrir skepnu-
skap og slæma hegðun.
c) Köttur hafði komist inn um
glugga í vesturbænum og gert
þarfir sínar í hjónarúm og
gluggatjöld húsráðenda.
d) Kattavinafélagið var í hús-
næðishraki og lagði Hagaskóla
undir sig.
^% Neysla á hvalkjöti inn-
fl^^^anlands þrefaldaðist í
ágúst. Astæðan var:
a) Fjallalömbin neituðu að
koma til byggða.
b) Skortur varð á kindakjöti
vegna verkfalls starfsfólks
í sláturhúsum.
c) Það spurðist út að hvalkjöt
væri uppáhaldsmatur Diönu
prinsessu.
d) Áróður fyrir neyslu hval-
kjöts var stórlega aukinn
þar sem höfðað var til sam-
stöðu þjóðarinnar í hval-
veiðideilunni við Banda-
ríkjamenn.
^% Menntamálaráðherra
skipaði í stöðu lektors
í rannsóknarsagnfræði við Há-
skóla íslands síðastliðið haust. Sá
sem stöðuna hlaut var:
a) Búinn að sækja um hana
tuttugu sinnum áður.
b) Ágúst Ingi Jónsson.
c) Búfræðingur að mennt.
d) Hannes Hólmsteinn Giss-
urarson.
MMikil tíðindi bárust frá
Akureyri um miðjan
september:
a) Ólafur Laufdal keypti Hótel
KEA.
b) Stórvirk bjórverksmiðja var
gerð upptæk.
c) Ingimar Eydal flutti búferl-
um til Los Angeles.
d) Rekstri Sjallans var hætt og
húsið tekið undir minjasafn
Akureyrar.
Samkomulag tóks um
lausn Rainbow-málsins
síðástliðið haust. Það fól m.a.
annars í sér:
a) Staðfestingu á gildi siglinga-
laganna frá 1904.
b) Að íslensk skipafélög hefðu
forgang um flutninga til
varnarliðsins.
c) Viðurkenningu á þeirri
kröfu Islendinga að íslensk
og bandarísk skipafélög
skuli njóta jafnræðis í flutn-
ingum fyrir varnarliðið.
d) Að varningur varnarliðs-
manna skyldi framvegis
fluttur með vélum Flugleiða.
Mikil óánægja kom upp
í haust meðal sjómanna
áloðnuskipum. Ástæðan var:
a) Ákvörðun Síldarverksmiðja
ríkisins um að breyta regl-
um um sýnatöku á loðnu.
b) Ákvörðun yfirvalda í nokkr-
um stærstu útgerðarbæjun-
um að meina loðnusjómönn-
um landgöngu á meðan á
löndun stóð.
c) Nýjar reglur um sóknar-
mark, sjálfsmark og afla-
mark.
d) Þeir vildu fá ný skip og betri
veiðarfæri.
^9 Engar fréttir voru
J sendar út hjá nýju sjón-
varpsstöðinni, Stöð 2, fyrsta
útsendingardaginn eins og fyrir-
hugað var. Ástæðan var:
a) Fréttamenn stöðvarinnar
gleymdu sér við að horfa á
beina útsendingu ríkissjón-
varpsins frá koma Reagans
Bandaríkjaforseta.
b) Bilun í tækjabúnaði.
c) Ávarp sjónvarpsstjórans
varð mun lengra en fyrir-
hugað var og komið að
öðrum dagskrárliðum þegar
hann hafði loksins lokið sér
af.
d) Það var ekkert markvert í
fréttum þennan dag.
*% m% Leiðtogafundurinn í
Reykjavík var eitt
helsta umræðuefni manna um all-
an heim í október. Eitt af því sem
vakti athygli og umtal er Banda-
ríkjaforseti heimsótti forseta
íslands á Bessastaði var:
a) Kæruleysislegt tal Banda-
ríkjaforseta um hvalveiði-
málið.
b) Ermasiddin á frakka Reag-
ans forseta.
c) Bandaríkjaforseti var með
barðastóran kúrekahatt á
höfðinu.
d) Engir lífverðir voru í fylgd-
arliði Reagans.
MÁ yfirreið Raisu
Gorbachevu um sveitir
landsins bar það meðal annars til
tíðinda að:
a) Sovéska leiðtogafrúin neit-
aði að bragða á íslenskum
kviðsviðum.
b) Einn lífvarða hennar faldi
sig í hlöðu og baðst síðan
hælis sem pólitískur flótta-
maður.
c) Raisa hringdi í eiginmenn
sinn á hveijum áningarstað
til að gefa honum upplýsing-
ar um ferðina.
d) Einn lífvarða hennar
„gleymdist" á einurn sveita-
bænum og fékk far með
íslenskum fréttamanni í bæ-
inn.
Okurmálið svonefnda
tók óvænta stefnu í lok
arsms:
a) Hermann Björgvinsson lagði
fram ný gögn sem sönnuðu
að hann hafði verið búsettur
erlendis á þvi tímabili sem
rannsóknin nær til.
b) Uppvíst varð að háttsettir
ráðamenn þjóðarinnar, sem
taldir voru hvað stórtækast-
ir í okrinu voru í raun
valinkunnir sæmdarmenn.
c) Hæstiréttur felldi þann dóm
í einu málanna, að ekkert
vaxtahámark hefði verið til
frá því í ágúst 1984.
d) Lögspekingar komust að
þeirri niðurstöðu að sam-
kvæmt Grágás væri okur á
Islandi ekki einungis löglegt
heldur beinlínis æskilegt.
Svör við inniendri
fréttagetraun eru
á bls. 27B.