Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 24
24 B
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986
Almennar
íhuganir um
báknið burt
Það vex og það dafnar, og rís og það rís
við roðann úr austri og fijómagn úr SÍS.
við jafnaðarblossa og einstaklings afl
þó allt sé á móti — þá vex þetta tafl.
Því segji ég báknið burt,
en svo er það bara kjurt.
Alls staðar sjáum við báknið við bákn
og báknið er kerfis og viðskiftatákn.
Þeim stofnunum flölgar og mannafli með
og merkilegt hvemig þetta allt getur skeð.
Því menn segja: báknið burt,
en svo er það bara kjurt.
Og úr því fá næringu nefndir og ráð
og nefndimar þjarka um vort ískalda láð.
Þetta er sú tölva sem ég ekki skil í
með allskonar net og menn flækjast i því.
Þessvegna: báknið burt,
en svo er það bara kjurt
Jafnvægi í byggðum er jafnað við jörð
í jafnvægiskerfinu er baráttan hörð
því jaftivægið kemst ekki jafnvægi í
því jafnan eykst báknið og sér fyrir því.
I staðinn burt fólkið fer,
en fastara báknið er — hér.
Árni Helgason.
Hugleiðingar um landsins kvóta
Árið er liðið og ailt er í kappi
í einlægu þrasi og sífelldu stappi.
Þó allt gangi ( haginn er vaninn í vanda
og varla neinn tími — svo hægt sé að anda.
í reikningum kaupgjaldsins rautt er nú strikið
allt roðnar og bólgnar og eykst fyrir vikið.
Útgerðin græðir og útgerðin tapar
og enginn veit neitt — hvað slíkt þjóðinni skapar.
Menn eygja vart leiðir sem eru til bóta.
Með armæðusvipinn og stagbættan kvóta
er lagt út á miðin, með lánin í stafni
og loforðum stjómar — í bankanna nafni.
V ang'aveltur um
prófkjör
Hér nem ég staðar enn um áramótin
og allavega stíg í hægri fótinn.
Lands og þjóðar pólitík er illt að botna í
og enginn skilur hjartað — mikil sannindi í því.
Við prófkjör fer einn upp og annar niður
allt á spani — þetta er enginn friður.
Allur skarinn hamast við að hringja á náungann
það er hann sem ræður — svo á eftir kemur uppskeran.
Eyðslunni fylgir samt ekki nein gifta.
Erfitt er verðmætum sjávar að skifta.
Taugamar spana og tftt er um þrætur
og tölvumar malandi daga og nætur.
Enginn vill í aftursæti gista
allir slást um fyrsta sæti á lista.
Eigin kosti og verðleika menn eru vissir í
svo ef þeir fara neðar — ég skii ekkert í þvi.
Búskaparháttanna breytt er nú sviðið
búmarkið — það hefir sveitunum riðið.
Framtíðarhugsun — það finnur hver bjáni
að fyrst er að skulda og taka að láni.
Kvóti á beljum og kvóti á sauði
kvótinn menn drepur — en safnar líka auði.
Framleiðsluráðið sem framleiðir vandann
í framleiðni storknar og dregur vart andann.
Landsbyggðaþróunin öfugt að aukast
menn eija og strita og tölvast og þraukast.
Arðvonir bænda með öfugan skóinn
svo allt stefnir vitaskuld suður á bóginn.
Búgreinar nýjar við bemm í munni,
sem best væri að efia og reisa frá gmnni.
Um þetta tölum við ýtumst og þrefum.
En — ekki er treystandi minkum og refum.
Á árinu næsta getur ástandið skánað.
í erlendum bönkum fær þjóðin mín lánað.
Af eyðslunnar brautum — aldrei að víkja.
Og ennþá má vonandi lofa og svíkja.
En kvótamir vaxa og kvótamir dafna
og kvótamir vonum og reynslunni safna.
Eg fer mér því hægt og ég fer ekki að blóta
ef faðmlög og hjónabönd lenda ekki í kvóta. Helgason
Á lista að komast — logandi er það gaman
og listaverk er lista að koma saman
þræða milliveginn svo listinn verði að list
og listaukandi þeim sem hafa af strætisvagni misst.
Stjómun öll og stefnumálin frjósa
nú stunda margir alla flokka að Igósa.
Það er mikill greiði að koma greiðamönnum að
greiði skapar greiða — ég held menn viti það.
{ prófkjörum með prýði snúast hjólin
því prófkjör ráða hveijir hreppa stólinn.
Þó margir æpi og segi að öll próflgör séu plat
eru prófkjör sniðugt apparat þó á þeim finnist gat.
Menn segja að prófkjör passi í nýja siðinn?
Með prófkjörum sé gamli tíminn liðinn?
Ég segi eins og Þorsteinn: Nú er kynslóð komin ný
sem kann að taka á máiunum — já eitthvað til í því.
En vandamál — vaxa ört og dafna
vandamál — og vandamál sem kafna
vandamál.
Arni Helgason
OPID FÖSTUPAGSKVÖLP
eftir stórkostlegar breytingar.
Söngkonan BERGLIND BJÖRK
ásamt hinni stórgóðu hljómsveit
HAFRÓT sem leikur dúndrandi
dansmúsík.
Opnunartímar:
Gamlaárskvöld - Lokað
Nýársdagur - Lokað
Föstudagur 2. jan. kl. 22.00 - 03.00
Laugardagur 3. jan. kl. 22.00 - 03.00
Snyrtilegur klæðnaður - aldurstakmark 20 ára.
GLEÐILEGT NÝTT ÁR!
iia
Frá Stykkishólmi
MorgunbtaAið/Ámi Helgason
Hvít jól í Stykkishólmi
Stykkishólmi.
HÉR urðu hvit jól. Sunnudag fyrir
jól voru snjóalög til fjalla og sæmi-
legur snjór á götum í Hólminum.
Svo á mánudag og þriðjudag gerði
rigningu og hálku og þá fór allur snjór
hér af láglendinu og var þvi búist við
auðum jólum. Eftir hádegi á aðfanga-
dag byijuðu él og útsynningur og um
leið varð allt hvítt. Sama var að segja
um jóladaginn. Það var hvassviðri og
eins snjóél, en ekki samfelld snjókoma.
Aðfaranótt 2. jóladags var afar
hvasst hér og rok út á sundum. Mik-
ill éljagangur og snjóaði eins um tíma,
en stytti upp eftir hádegi. Snjóinn
hafði skafið í skafia sumsstaðar og
var því ógreiðfærara fyrir smábíla.
Jólin voru bæði friðsæl og farsæl.
Á jólanótt var að venju heimsótt kaþ-
ólska kirkjan þar sem sóknarprestur-
inn sr. Jan Habets flutti jólamessu.
Er það orðinn gróinn og góður siður
að fara um miðnætti í messu þangað.
Friðrik Kristinsson sá um sönginn og
lék á orgelið.
Ekki er vitað um nein óhöpp hér
þessa daga og færð hefir verið þolan-
leg, í það minnsta kom rútan okkar
hingað á eðlilegum tíma en þeir eru
svo duglegir blessaðir bílstjóramir,
enda vanir á öllum vegum.
m Catarpillai Eigei Cate Látið s stra á nám m CATERPILLAR SALA S l=UÚ(SJUSTA r, C«t OQ CB «ru skráaott vörumartd idur og vélstjórar rpillar bátavéla >krá ykkur x í dag skeið 7.-9. janúar 1987.
IHEKLAHF | Laugavegi 170 -172