Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 Vinningstölurnar 27. desember 1986 4-19-23-30-32 1. vinningur var kr. 1.562.046.- Þar sem enginn fékk fyrsta vinning, flyst hann yfir á fyrsta vinning í næsta útdrætti. 2. vinningur var kr. 468.237,- og skiptist hann á milli 93ja vinningshafa, kr. 5.034,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.092.553,- og skiptist á milli 4858 vinningshafa, sem fá 224 krónur hver. Áætlað er að fyrsti vinningur næsta laugardag verði 3,5 til 4 milljónir króna. GlÆÐlULG'í Upplýsingasími: 685111 þau liðnu (OMI’WY ELDHÚSKRÓKURIIMN Eftirréttir í áramótaveizlurnar Mandarínu- draumur: Um 10 bollar laussoðin hrísgrjón, 3 pelar ijómi, 6 matsk. sykur, 2 tesk. vanillusykur, 200 gr. val- hnetukjamar, 10 mandarínur. Sjóðið góðan grjónagraut og kæl- ið. Setjið þá saman við sykur, vanillu og hnetukjamana. Geymið hluta hnetukjarnanna til skrauts. Þeytið V* lítra af ijóma og hrærið honum varlega saman við hrís- gijónabúðinginn. Afhýðið mand- arínumar og skiptið { rif. Látið */a af hrísgijónabúðingnum í botn á stórri gegnsærri skál. Þar ofan á helminginn af mandarínurifjun- um. Síðan aftur þriðjung af hrísgijónabúðingnum og svo megnið af mandarínunum sem eftir eru. Síðast það sem eftir er af búðingnum. Skreytið með mandarínurifjum og valhnetu- kjörnum. Þeytið 1 pela af ijóma og sprautíð í toppa og rendur á milli mandarínanna og hnetu- kjarnanna. Kaffibúðingur: 3 dl sterkt kaffi, 2 tesk. Nescafé, l'/2 dl.sykur, 2 matsk. koníak, aðeins salt, 6 dl ijómi, 8 blöð matarlím. Blandið saman kaffinu, kaffidufti, koníaki og sykri. Látið matarlímið í bleyti í kalt vatn, og bræðið það síðan í vatnsbaði, kælið aðeins og hellið því saman við kaffiblönd- una. Þeytið ijómann vel og bætið honum varlega saman við. Öllu hellt í stóra skál og sett á kaldan stað. Þegar búðingurinn er orðinn stífur, eftir svona 2—3 tíma, er hann skreyttur með vínbeijum og gróft rifnu súkkulaði. Apríkósu- pönnukökur: Pönnukökudeig: 4 egg, 5 dl mjólk, 250 gr hveiti, framan á hnífsoddi salt, 1 matsk. sykur, V2 tsk. matarsódi, smjör til að steikja úr. Kremið: 3 eggjarauður, 3 matsk. sykur, 2 blöð matarlím, 3 dl ijómi, apríkósumauk, möndluspænir, 3 matsk. líkjör eftir smekk. Pönnukökur: Hrærið saman eggin, hveitið og helminginn af mjólk- inni. Síðan afgangnum af mjólkinni, sykrinum og matarsódanum. Látið bíða í 15 mínútur. Bakið þunnar pönnukökur, um 18—20 úr þessari uppskrift. Kremið: Leggið matarlímið í bleyti í um 10 mínútur. Þeytið saman eggjarauðumar og sykurinn í þykka froðu. Bræðið matarlímið yfír vatnsbaði, og hellið því í mjórri bunu út í eggjamassann, og þeytið kröftuglega í á meðan. Þegar massinn byijar að stlfna er líkjömum hrært saman við ásamt ijómanum stífþeyttum. A hveija pönnuköku er sett full matskeið af eggjakreminu og sama magn af apríkósu- mauki. Ristið möndluspænina á heitri, þurri pönnu og stráið ofaná hveija köku. Berið ískaldan þeyttan ijóma með. Algjört lostæti. Að enduðu þessu ári vil ég þakka öllum þeim fjölmörgn sem hafa sent mér uppörvunar- og hvatningarorð á liðnu ári, bæði munnlega og skriflega, og vona að þessi góða samvinna megi haldast á því nýja. Svo óska ég ykkur öllum góðs og gleðilegs árs. Jórunn Karlsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.