Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 20
ro rr 20 B MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 Hvað segja stjörnur Hrúturinn 21. marz-20. apríl Tvlburinn 21. maí-20. júní. 21. júlí-21. ágúst. Þegar hrútnum er lýst er veiyulega byijað á að vekja athygli á hversu sterkur persónuleiki hann er, fjálgur og framkvæmdasamur. Þessi eiginieiki kemur i góðar þarfir á árinu, sem senn gengur i garð. Þótt stðku sinnum muni blása á móti, vex hrútnum ásmegin við erfiðleika. Hrúturinn er fljótur að hugsa og er iagið að sjá kjarn- ann i hveijum hiut. Honum þykir ekki verra, að margir telja hann til forystu fallinn, hvort sem er i bókstafiegum skilningi eða óeigin- legri merkingu. Hrúturinn ris undir þeim krðfum, sem eru gerðar til hans, en ákveðinn hópur manna i þessu merki, væri mun ánægju- iegri i viðkynningu, að ekki sé talað um í almennum samskiptum, ef hann sýndi meiri skilning á tilfinningum náunga síns. Ekki er þó beinlinis svo að skilja, að hrúturinn sé hugsunarlaus; honum finnst málin mðrg svo einfðid og lausnirnar iiggja svo i augum uppi, að ekki þurfi að vera að fjasa um það öiiu meira. Tilfinningasemi fer ekki í taugamar á honum, oft fjarri þvi, en hann á erfitt með að skilja hana. Hrúturinn þarf að temja sér meiri skapstillingu í samstarfi við aðra og á það reynir einatt á árinu. Hrúturinn hefur þann veikleika að gangast stundum upp við skjall, sem hann heldur að sé vottur um vináttu og aðdáun. Æskilegt væri að hann greindi á milli. . Fjármálin eiga ekki að vera hagsýnum hrút og dæmigerðum vanda- mál. Hins vegar verður hrúturinn að gæta hófs og sýna vinnusemi, enda liður honum bezt þannig. Ástamál hrútsins verða með ýmsu móti, og sakar ekki að benda hrútum á, að þótt grasið sé stundum grænna hinum megin, er þó affarasælast, þegar til lengri tima er iitið að rækta garðinn sinn. Þar sem ótryggð eða framhjáhöld geng- ur á skjön við hrútspersónuleikann, ættu menn ekki að hætta sér út á hálli is en svo að þeir séu vissir um að allir standi keikir eftir. Ferðalög á síðari hluta ársins gætu orðið hin fýsilegustu, en betra að undirbúa ferðir af kostgæfni og flana þar ekki að neinu. Nautið 21. apríl-20. maí Nautið hefur allra merkja mesta einbeitingarhæfni. Það er jarð- bundið og ástrfðufullt þó að það hljómi þversagnakennt. Auk þess er nautið orðið hundleitt á að stöðugt er hamrað á að það sé jarð- bundið og ástriðufullt. Nautin eru forsjál í peningamálum, það er kunnara en frá þurfi að segja og þau eru ákaflega þijósk. Þar með eru taldir þeir eiginleikar sem löngum hafa verið taldir einkenna naut sérstaklega. En naut eru líka blíðlynd, hafa næmt og stundum ókyrrt taugakerfi, eru gjafmild - þótt þau séu oft sökuð um nízku. f þeim mörgum búa listrænir hæfileikar. Naut eiga á stundum erfitt í umgengni við aðra, vegna þess þau eru tortryggin og draga heilindi annarra í efa. Aftur á móti telja þau sig sjálf einkar heiðarleg, eru það oft, en vantrúin í annarra garð gerir þau stundum óvinsæl. Þau segjast vera skapstór, en ekki þijózk og viðurkenna ekki þvermóðsku sína, nema þau sjái eitthvað jákvætt eða sjarmerandi við hana. Það þarf töluverða iagni og mik- ið umburðarlyndi til að búa með nauti og þarf samstarfsfólk nauts oftar en ekki að sýna mikla þolinraæði. Naut eru að vísu ekki með jafn mikla nákvæmnisdellu og jómfrúin, en þau geta veríð ótrúlega selnvirk. Sjálf kalla þau það að vísu vandvirkni og má stundum færa það til sanns vegar. Nautin eiga tiltölulega gott ár í vændum, það getur komið til nokk- urra átaka í sálinni og nautum er betra að átta sig á að aðrír leysa ekki málin. Naut guma af sjálfstæði og seiglu á góðum stundum og þau fá mörg tækifærí til að sanna að þau séu gædd góðu úthaldi á árinu. í starfi gengur á ýmsu, en í sumum tilvikum geta nautin búizt við að ná meirí árangrí en áður og það gæti komið fjármálunum í betra lag. Fyrír sönn naut þurfa slik mál endilega að vera í sæmiiegu lagi. Það er útlit fyrír að helztu atburðir verði i einkalifinu og þar getur margt gerzt, sem nautum finnst ekki alltaf þægilegt að horfast i augu við. Vegna tvískiptingar merkisins er býsna flókið að ætla sér að al- hæfa um tvíbura. Þó eru ákveðin einkenni rikjandi meðal flestra tvíbura. Tvíburar eru fljótir að hugsa og eru oft orðheppnir. Mörg- um er lagið að fást nánast við margt samtimis að þvi er virðist fyrírhafnarlaust. Tvíburar eru opnir fyrir nýjum hugmyndum, ætíð áfjáðir í að læra eitthvað nýtt, hvort sem það er hagnýtt eða bara skemmtilegt. Tviburum finnst mörgum gaman að skoða og skil- greina og þeir hafa unun af því að að nota guðsgáfur sinar til hins ítrasta. Sumir halda fram, að tvíburi láti fremur stjórnast af skyn- semi en hjarta og tiifinningum. En þetta á við i fæstum tilvikum þótt mörgum tvíburum finnist ákjósaniegt að fólk standi i þessari trú. Margir tvíburar hafa óvenjulega viðkvæmt sálarlif og eru auð- særðir. Þeir taka nærrí sér margt smálegt sem ýms önnur merki, svo sem hrúturínn léti sér i léttu rúmi liggja og tekur naumast eft- ir.Viðkvæmni af svo mikilli dýpt getur einatt verið tviburum sár og þeim sem næstir eru, býsna óskiljanleg. Víðsýni og sveigjanleiki tvíbura er oft nefndur. Margir mistúlka þessa eiginleika og halda, að auðvelt sé að telja tvíburum hughvarf, en það er nú eitthvað annað. Þessar vingjarnlegu manneskjur geta veríð þijóskarí en nautið sjálft, þegar þeim býður svo við að horfa. Næsta ár gæti orðið mörgum tvíburum viðburðaríkt í góðum skiln- ingi. Velgengni verður I starfi og einkalifið ekki jafn rysjótt og hefur viljað brenna við á gamla árinu. Þar með er ekki sagt að tviburar þurfi ekki að halda vöku sinni, það er auðvitað fjarska mikið undir þeim komið, hvernig framvindan verður á hinum ýmsu vígstöðvum. En almennt er bjartara yfir og nú er að nýta byrinn. Peningamál virðast ekki í eins góðu Iagi og æskilegt hefði veríð, en úr þvi má væntanlega bæta með meira aðhaldi og skipulagningu. Krabbinn 21. júní-20. júlí. Krabbinn getur veríð bjartsýnn hvað varðar nýtt ár. Nú tekst honum að koma ýmsu áleiðis, sem hann hefur lagt drög að og unnið að ötullega. Það verður líflegt og hressilegt i kríngum hann og mik- il umsvif af ýmsum toga. Fjármálin fara að skána hjá mörgum, sem hafa veríð i basli á gamla árínu. Þeir sem fást við viðskipti eiga í vændum sérstaklega ábatasamt ár. En krabbinn veit, að lánið kemur ekki upp í hendurnar á honum fyrírhafnarlaust og þvi verður hann að leggja sitt af mörkum. Margir vilja og veita krabbanum stuðning í þvi að koma góðum og gegnum hugmyndum í framkvæmd og krabb- inn á ekki að hika við að hafa sig i frammi, ef hann er sannfærður um kosti hugmynda sinna. Þetta verður annasamt ár, en krabbinn ætti að ráða við það, svo fremi hann fari ekki of geyst og ætli sér ekki um of. Ástamálin virðast í blóma. Hjá giftu fólki, sem hefur veríð á báðum áttum um, hvort ástæða sé til að halda sambúðinni áfram, virðast nú blasa við lausnir. Ungt fólk og óbundið í krabbamerkinu, getur búizt við að til rómantískra tiðinda dragi, og þeir ættu að hugsa sig tvisvar, ef ekki þrisvar um, áður en þeir vísa góðum og skemmtilegum félögum frá. Krabbinn er sagður og með réttu ákaflega viðkvæmur. Hann er skilningsríkur og hefur elskulega framkomu. En menn skyldu ekki láta þessa fáguðu og stilltu framkomu villa sér sýn. Skelin er ekki þykk. Að minnsta kosti ekki framan af. Verði krabbi fyrír mótlæti og ósanngimi, hættir honum til að láta eins og ekkert sé. En í einr- úmi liður honum mjög illa, og honum finnst sem öll heimsins mæða og óréttlæti hafi verið á sig lögð. Svo þurrkar hann tárín og gengur ótrauður út í birtuna ..sannfærður um, að hann muni ekki láta bug- ast. Og það gerír hann ekki, þvi að seiglan í þessari ofurviðkvæmu manneskju er meirí en flest merki, sem kalla sig sterkarí, halda. Krabbinn vill alltaf hjálpa og verður að gæta þess að láta ekki misnota sig. Hann hefur alla burði til að krefjast af öðmm því að hann gefur mikið sjálfur og ef honum tekst að virkja alla góðu strau- mana, sem leika um hann, á næsta árí, er líklegt að það verði eftirminnilegra mörgum fyrrí ámm. Nýja árið gefur ljóninu fyrirheit um kærkomnar breytingar og fjölbreytni. Þetta á bæði við um einkalíf og störf. Og þar sem fáir hafa meiri nautn af hreyfingu hvers konar ætti ljónið að vera í ess- inu sínu á komandi árí. Ljónið verður að gæta sín að fara ekki of mikinn, þvi að oftast ræður úrslitum gætni og heppni, að ekki sé nú talað um vit, en ekki gauragangur og flýtir. Ljónum er ráðlagt að huga betur að heilsufari sínu og bent á, að mörg hver þurfi sér- staklega að sinna útivist og fþróttum i ríkara mæli. Ástarævintýri Ijóna geta orðið hin ánægjulegasti og ung Ijón og óbundin munu sum hver kynnast elskunni sinni einu og sönnu. Skyldi þá Ijónið sýna á sér betrí hliðamar og dulítið meirí tillitssemi við aðra ætti ekki að saka. Þótt margt gangi jjónum, einkum i fyrrí hluta merkisins í hag geta þau ekki lagzt fram á lappir sér og beðið eftir að lukkan komi fyrirhafnarlaust upp i hendur þeirra. Þau verða að leggja sig i líma, en uppskera eftir þvi. Ferðalög jjónsins gætu orðið óvenjuleg eins og fleira i Ijónslífinu á árínu. Aðgát skyldi höfð, ng hvatt er til að menn skipuleggi vel og vandlega ferðir sfnar. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Ijónsfólk telur sig af- bragðs vel til forystu fallið. Með nokkmm rétti. En ljón em oft of fljóthuga, fljótfær og sýna ekki nægilega sjálfsgagnrýni. Það er prýðilegt að vera hrífnæmur og duglegur, en nægir ekki eitt sér. Til verður að koma meiri ögun og virðing fyrir þvi sem aðrir hugsa og gera. Það skortir stundum á að jjónið sýni á sér þá hlið. Aftur á móti skortir ekki á örlæti og rausn, f eiginlegum skilningi. Ljónið skyldi hins vegar huga að þvf að maðurinn lifir ekki á brauðinu einu saman. Lika þarf að koma til örlæti hjartans. Lagt er að lokum til, að ljón sem em að hugsa um að skipta um vinnu eða þurfa að skólagöngu lokinni að ákveða nám, flani ekki að neinu og leiti ráða sér viturri manna. Almennt getur áríð sem sagt orðið hið þekkilegasta og varla þarf ljónid að kvarta undan doða og viðburðaleysi. Jómfrúin 22. ágúst-22. september. Jómfrúin er kannski það merki innan stjörnuhringsins, sem erfiö- ast er að spá í. Jómfrúr njóta sjaldan sannmælis, og menn eru fljótir aö afgreiða þær með þvi að þær séu smámunasamar, nöldrunargjarn- ar, einum of hirðusamar og sjái helzt aldrei nema neikvæðu hliðarnar. Þetta er hið mesta óréttlæti. Jómfrúr eru að sönnu ákaflega skipu- lagðar manneskjur og rómantíkin ekki þeirra sterkasta hlið. Þær vilja hafa röð og reglu á sínum heimilum og vinnustöðum. En þær eru flóknari en mörg önnur merki. Jómfrúr eru yfirleitt skarp- greindar, orðheppnar og athugular og njóta sín vel við hvers kyns vísinda og rannsóknarstörf, enda geta þær náð langt þar. I viðskipt- um getur varla áreiðanlegri aðila en sanna jómfrú. Ymsar jómfrúr, einkum um miðbik merkisins eru ágætir listamenn á og almennt eru jómfrúr listrænar í sér og kunna vel að meta listarinnar lystisemd- ir. Jómfrúin þarf yfirleitt langan tíma til að kynnast fólki og verður yfirleitt ekki ástfangin fyrr en hún hefur sannfært sig um, að viðkom- andi sé jafningi hennar á hinu andlega sviði. Þetta stafar ekki af hroka heldur ræður þarna eðlislægt raunsæi hennar. Aftur á móti geta jómfrúr öldungis orðið gagnteknar af ástinni, þegar hún verð- ur loks á vegi þeirra og þeim hefur tekizt að losa um tilfinningahöml- umar. Jómfrúin er glögg og framsýn , skyldurækin og vill fylgjast með þróun mála og kappkostar að skilja nýjungar. Jómfrúin er íhaldssöm á lífsháttu sína og bregst sjaldan vanhugsað við nokkrum hlut. Þó getur hún haft fjörugt ímyndunarafl og þeir jem á annað borð fá að kynnast jómfrúnni munu flestir meta kosti hennar að verðleikum. Jómfrúin mætti sleppa meira fram af sér beizlinu á árinu sem er að hefjast. Hún mun komast að því, að það er þess virði. Merkúr stjórnar jómfrúnni og árið virðist ætla að verða gott og gæfulegt. Miklar annir fylgja en það er jómfrúnni yfirleitt vel að skapi. Jóm- frúin mun þurfa að taka ákvarðanir varðandi breytingu á einkahögum og það gæti vafizt fyrir henni um hríð. En rétt ákvörðun í máli, sem skiptir jómfrúna miklu tilfinningalega, verður til gæfu. Jómfrúin vill búa við friðsælt heimilislíf og kvæntar jómfrúr eru yfirleitt trú- ar og tryggar sínum. Fari þær út af sporinu gæti það bent til að sambandið væri alvarlegra en leit út fyrir í fyrstu og verður ekki aftur snúið. Fjármálin eru í klúðri hjá sumum, oftast vegna ein- hverra utanaðkomandi aðstæðna eða aðgerða, sem jómfrúin átti ekki von á. Flest á þó að geta færzt til betri vegar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.