Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 Snæfellsnes: Sími og rafmagn fóru úr sambandi Borg, Miklaholtshreppi. HÉR voru hvít jól og á jóladag gekk á með dimmum suðvestan éljum. Símasambandslaust var hér á jóladagskvöld og kom ekki samband aftur fyrr en eftir hádegi á annan í jólum. Þá varð einnig bilun á raf- magni. Þrír bæir í Eyjahreppi urðu rafmagnslausir á jóladag. Tókst að laga þá bUun fljót- lega. Skotvopn- um stolið UM helgina var haglabyssu og riffli stolið úr einstaklingsher- bergi í húsi við Ránargötu. Brotist var inn í herbergið þar sem skotvopnin voru og auk þeirra var stolið símtæki. Málið er óupp- lýst en Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur að rannsókn þess. Á meðan símasambandsiaust var veiktist gamall maður lífhættulega í Kolbeinsstaða- hreppi. Læknishjálp náðist þó með talstöðvarsambandi. Sá sjúki var fluttur á sjúkrahúsið á Akra- nesi. Sóknarprestur okkar, séra Hreinn Hákonarson, messaði klukkan tvö á Fáskrúðarbakka og klukkan fjögur á Rauðamel. Góð kirkjusókn var á báðum kirkjunum. Rangt heimilisfang í FRÉTT Morgunblaðsins á sunnudag, þar sem sagt var frá nöfnum þeirra er létust þegar m/s Suðurland fórst, var rangt farið með heimilisfang eins mannanna. Sagt var að Sigurður L. Þorgeirs- son 2. stýrimaður hefði verið til heimilis að Grenilundi 33. Hið rétta er að Sigurður bjó að Grenilundi 3 á Akureyri. Sigrún Steinsdóttir og Haukur Harðarson, Slysavarnafélags íslands. börn þeirra og tengdabörn ásamt fulltrúum Minningargjöf til SVFÍ HINN 4. desember sl. afhentu hjónin Sigrún Steinsdóttir og Haukur Harðarson, börn þeirra og nánustu ættingjar Slysavarna- félagi íslands kr. 500.000,- að gjöf til minningar um son þeirra og bróður, Hafþór Má. Hafþór Már hefði orðið tvítugur þennan dag, en hvarf af heimili sínu 20. janúar 1985 en fannst siðan í Sundahöfn 30. mars 1986. Var gjöfin afhent sem þakklætisvott- Harðir árekstrar á Reykjanesbraut I Bíll á hliðinni og annar dreginn af slysstað. Morgunblaðið/Kr.Ben. TVEIR harðir árekstrar urðu á Reykjanesbraut á sunnudag. Eft- ir annan áreksturinn voru tveir farþegar annars bílsins fluttir á slysadeild, annar alvarlega slas- aður. Um klukkan 9.20 á sunnudags- morgun lentu tveir bílar saman við Kúagerði. Bíll á suðurleið snerist á veginum vegna hálku og lenti fram- an á bíl sem kom á móti. Tveir farþegar úr öðrum bílnum voru fluttir á slysadeild, annar alvarlega slasaður að sögn lögreglunnar í Keflavík. Báðir bílamir vom óöku- færir eftir áreksturinn og vom þeir dregnir í burtu með kranabíl. Annar harður árekstur varð á Strandaheiði, um 2 km vestan við Kúagerði, upp úr klukkan 16 á sunnudag. Varð áreksturinn með svipuðum hætti og hinn, en þó ekki eins harður. Önnur bifreiðin kastað- ist út af veginum. Hinn reyndist óökufær og þurfti að draga hann í burtu með kranabíl. Ekki urðu slys á fólki. ur til allra þeirra er tóku þátt í leit að honum. I gjafabréfinu stendur að gjöfinni skuli varið óskiptri til kaupa á köf- unarsímakerfum, ljósabúnaði fyrir kafara og nætursjónauka, en þessi búnaður á það sameiginlegt að auð- velda og flýta fyrir leitar- og björgunarstörfum og auka öryggi þeirra, sem fást við þau. Jafnframt er gjöfínni ætlað að árétta mikil- vægi þess að sinnt sé öryggisþætt- inum við frágang hafnarmann- virkja. Slysavamafélag íslands metur mikils þessa höfðinglegu gjöf, sem auðveldar björgunarsveitum erfið leitarstörf og eykur öryggi við þau. Mun umræddur búnaður verða í vörslu félagsins og tiltækur til notk- unar þegar þörf krefur. (Fréttatilkynning'.) Nýr aöalræðis- maður Italíu HINN 15. desember sl. var Ragn- ari Borg veitt viðurkenning utanrík- isráðherra, Matthíasar Á. Mathiesen, sem kjörræðismaður Italíu með aðalræðisstig. Ragnar Borg hefir verið vara- ræðismaður Ítalíu frá því í maí Fjörtíu hljóðvarps og sjón- varpsleyfi veitt á einu ári FJÖRTÍU umsóknir um leyfi til hljóðvarps- eða sjónvarpssendinga hafa verið samþykktar hér á landi á þessu ári, en útvarpsréttarnefnd, sem veitir leyfin, tók til starfa 1. janúar s.l. Að sögn Kjartans Gunnarssonar, formanns nefndarinnar, voru 29 þessara umsókna vegna tækifæris- og skólasendinga en 11 til frambúðar. Hann telur, að eðlisbreyting hafi orðið á tjáningarfrelsi í landinu með þessum nýju stöðvum. Á næsta ári hyggst útvarpsréttarnefnd kanna hvort ákvæðum útvarpslaga um afmörkun auglýsinga frá öðru efni sé fylgt. Þeir aðilar, sem segja má að fengið hafi leyfi til frambúðar (þótt formlega sé um tímabundin leyfi að ræða), og hafa tekið til starfa eru Islenska sjón- varpsfélagið, sem rekur sjónvarpsstöð á Reykjavíkursvæðinu, Islenska út- varpssfélagið, sem rekur hljóðvarps- stöðina Bylgjuna á Reykjavíkursvæð- inu og nú nýlega á Akureyri, Fijáls kristileg fjölmiðlun, sem rekur hljóð- varpsstöð á Reykjavíkursvæðinu, og Eyfirska sjónvarpsfélagið, sem rekur sjónvarpsstöð á Akureyri í náinni sam- vinnu við íslenska sjónvarpsfélagið. Þá er búið að gefa út leyfi fyrir hljóð- varpsstöð í Vestmannaeyjum, hljóð- varpsstöð og sjónvarpsstöð á Ólafsvík, hljóðvarpsstöð í Hafnarfirði, hljóð- varpsstöð Sambands ungra jafnaðar- manna í Reykjavík og hljóðvarpsstöð á Hellisandi. Á einu ári hafa því kom- ið til sögu 6 nýjar hljóðvarps- eða sjónvarpsstöðvar á suðvesturhomi landsins, þar sem gróskan í þessum efnum er mest. Tækifærisleyfin, sem eru 15 að tölu, hafa verið veitt í sam- bandi við framboðsfundi stjómmála- flokka, prestkosningar, afmælishátíðir sveitarfélaga o.fl. og skólaleyfln, sem eru 14 að tölu, hafa verið veitt fram- haldsskólunum til tímabundinna sendinga. Að sögn Kjartans Gunnarssonar hafa allar samþykktir útvarpsréttar- nefndar verið gerðar samhljóða og taldi hann það sérstakt fagnaðarefni. I nefndinni eiga sæti, auk Kjartans, Ingvar Gíslason, sem er varaformað- ur, Bessí Jóhannsdóttir, Sigurbjöm Magnússon, Helgi Pétursson, Helgi Guðmundsson og Ámi Gunnarsson. Starfsmaður nefndarinnar er Þórunn Hafstein. Kjartan Gunnarsson sagði, að út- varpsréttamefnd hefði markað þá stefnu að heimila útvarpsstöðvum að reka endurvarpsstöðvar, eins og t.d. Bylgjunni í Reykjavík hefur verið leyft á Akureyri. Nefndin teldi m.ö.o. ekk- ert því til fyrirstöðu, að leyfishafar gætu útvarpað á mörgum stöðum á landinu sama efninu og þar með tengt saman dagskrái’ sínar og látið þær jafnvel ná um land allt. í útvarpslögum Kjartan Gunnarsson, formaður útvarpsr éttarnef ndar, er að vísu talað um einkaútvarpsrekst- ur á „afmörkuðum svæðum“ en þar er einnig heimilað að reka endurvarps- stöðvar. „Það sem við munum helst þurfa að taka á á næsta ári, fyrir utan af- greiðslu umsókna um útvarpsleyfi, geri ég ráð fyrir, að verði mál varð- andi auglýsingar," sagði Kjartan. „í útvarpslögunum er ákvæði um að aug- lýsingar skuli afmarkaðar frá öðru dagskrárefni og við munum athuga það í byijun næsta árs hvemig að því hefur verið staðið hjá þeim sem reka útvarp. Hins vegar er þess að geta, að engar formlegar kærur hafa komið til nefndarinnar. Það hefur enginn talið misgert við sig í dagskrám þess- ara stöðva." „Þetta ár sem nú er að líða hefur verið mjög viðburðarríkt í útvarpsmál- um á íslandi," sagði Kjartan Gunnars- son. „Það hefur orðið eðlisbreyting á fjölmiðlun og raunar á tjáningarfrels- inu, því breytingin, sem orðið hefur með því að hverfa frá einokun ríkisins á þessum farvegi, er svo gífurlega mikil. Menn segja svo sem eitt og annað um dagskrár þessara nýju fjöl- miðla, en skoðanir voru sannarlega líka skiptar um dagskrár ríkisfjölmiðl- anna áður en einokuninni var aflétt. Þar sýndist sitt hveijum. En sú heild- armynd, sem mér finnst ég fá af því að hlusta á og fylgjast með þessu, er ósköp lík því sem ég átti von á. Og menn ættu að hafa í huga, að þessar nýju stöðvar hafa starfað í mjög skam- man tíma. Bylgjan hefurt.d. ekki verið rekin nema í nokkrar vikur. Við skyld- um líka hafa það í huga, að það eru mjög skiptar skoðanir um efni blaða og bóka, en samt dettur engum nú á dögum í hug að leggja til að útgáfa þeirra verði eingöngu í höndum ríkis- ins,“ sagði Kjartan Gunnarsson. Ragnar Borg 1981, en tekur nú við sem aðalræð- ismaður að Thor R. Thors fyrrum aðalræðismanni látnum. Heydala- prestakall: Prestskosning á sunnudag EFNT verður til prestskosningar í hinum tveimur sóknum Heydala- prestakalls, Stöðvarfjarðarsókn og Heydalasókn, sunnudaginn 4. jan. 1987. Þar hefur ekki farið fram prestskosning í tæp 40 ár, eða síðan sr. Kristinn Hóseasson var kjörinn þar sóknarprestur, en hann hefur þjónað þar æ síðan, verið prófastur síðustu árin en hefur nú fengið lausn frá embætti vegna aldurs. Umsækjandi um prestakallið er einn: Gunnlaugur Stefánsson cand. theol. Gunnlaugur er Hafnfirðing- ur, 34 ára að aldri. Hann lauk guðfræðiprófí frá Hásóla Islands vorið 1982 og gerðist sama ár starfsmaður Hjálparstofnunar kirkjunnar og hefur unnið þar síðan. Kona hans er Sjöfn Jóhannesdóttir sem lýkur guðfræðiprófi í vor. Eiga þau einn son, Stefán Má.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.