Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 B 13 Efnahagsspá fyrir næsta ár: Hagfræðingar spá hægum hagvexti í Bandaríkjunum Washington, AP. SÉRFRÆÐINGAR í efnahap- málum spá hægum hagvexti í Bandaríkjunum á næsta ári. Að þeirra sögn verður þessi hag- vöxtur nægur til að draga lítil- lega úr atvinnu, en ekki til að stöðva lækkandi vexti. Búist er við að þessi hægfara efnahagsbati haldi áfram árið 1987 með sama hægagangi og undanfar- in tvö ár. Margir hagfræðingar segja að vextir, sem ekki hafa ver- ið lægri á þessum áratug, muni lækka meira, a.m.k. fyrstu sex mánuði ársins. Aftur á móti er þess vænst að verðbólga, sem var sú minnsta í tvo áratugi vegna verð- lækkunarinnar á olíu, aukist aftur og verði með svipuðu móti og fyrir olíulækkunina. Talið er að þær endurbætur, sem gerðar hafa verið á skattkerfinu í Bandaríkjunum, leiði til stöðnunar í efnahagsmálum í upphafi ársins 1987. Skattar einstaklinga lækka reyndar vegna nýju skattalaganna, sem taka gildi 1. janúar. En hag- fræðingar telja margir að þær skattaívilnanir, sem fyrirtæki munu ekki geta nýtt sér vegna nýju lag- anna, v.egi upp minni skattheimtu af einstaklingum og því muni draga stórlega úr íjárfestingum. Stjóm Ronalds Reagan forseta gerir ráð fyrir 3,2 prósenta hag- vexti á næsta ári. Sú spá er byggð á því að hægt verði að minnka við- skiptahallann, sem var um 170 milljarðar dollara á þessu ári, um 40 milljarða dollara árið 1987. Tal- ið er að hagvöxtur verði 2,6 prósent á þessu ári og er það svipað og í fyrra þegar hagvöxtur var 2,7 pró- sent. Skuldir þriðja heimsins: Niðurgreiðslur láiia valda sérfræðingnm áhyggjum Washington, AP. ÝMIS þriðja heims ríki eru nú farin að endurgreiða lán til banka í Bandaríkjunum og öðr- um iðnríkjum heims og hafa sérfræðingar um alþjóðleg fjár- mál áhyggjur af þessari þróun. Kim II Sung endurkos- inn forseti N-Kóreu Tókýó, AP. Löggjafarsamkoma Norður- Kóreu var kvödd saman á mánudag og hennar fyrsta verk var að endurkjósa Kim II Sung sem forseta landsins. Hann hefur verið leiðtogi Norður-Kóreu frá 1945. Útvarpið í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, skýrði frá endurkjöri Kim, sem er 74 ára, og sagði það „marka upphaf nýs framfara- skeiðs" í sögu landsins. Útvarpið sagði miðstjóm kom- múnistaflokks landsins hafa samþykkt skipan æðstu embætta landsins á fundi sínum sl. laugardag og hefði tillaga hennar verið ein- róma samþykkt á löggjafarsam- komunni. Kim II sung er formaður miðstjómarinnar. Hinn aldni forseti er jafnframt formaður stjómmálaráðsins og voru engar breytingar gerðar á skipan þriggja manna framkvæmdastjóm- ar þess. Auk Kim sitja í henni 45 ára gamall sonur hans og væntan- legur arftaki, Kim Jong II, og 0 Jin U varnarmálaráðherra. Hins vegar hlaut Hong Song Nam, vara- forsætisráðherra og formaður áætlunarnefndar ríkisstjómarinnar, stöðuhækkun er hann var tekinn inn í stjómmálaráðið. Þá hækkaði sól Kang Song San, forsætisráð- herra, því hann var útnefndur í hóp flokksritara, en þeir em 11 talsins. Á fundi miðstjórnar kommúnista- flokks Norður-Kóreu var gengið frá nýrri sjö ára efnahagsáætlun lands- ins, hinni þriðju í röðinni. Útvarpið í Pyongyang sagði að áætlunin „myndi leysa öll vandamál þjóðar- innar á sviði matvælaframleiðslu, fatnaðar og í húsnæðismálum og stórauka lífsgæði hennar. Að sjö árum liðnum getum við stært okkur af því að teljast til þeirra ríkja, sem fremst em komin á sviði efnahags- mála og framfara". Útvarpið skýrði ekki frá hvaða takmörk væm sett í áætluninni eða hver helztu við- fangsefni hennar væm. Sérfræð- ingar telja að þjóðartekjur á mann í Norður-Kóreu séu helmingi lægri en í Suður-Kóreu. Samkvæmt upplýsingum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins endurgreiddu þróunarríki alþjóðlegum bönkum 7,1 milljarð dollara á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Til saman- burðar tóku þróunarríki 2,3 millj- arða dollara í lán á sama tíma árið 1985. Sjóðurinn segir að lántökur hafi numið 9 milljörðum dollara árið 1985 og hefðu þróunarríki fengið 15 milljarða dollara lánaða 1984 og 35 milljarða 1983. Tölfræðiskrifstofa sjóðsins greindi frá því að 15 ríki, sem em vafín skuldum, hefðu greitt 3,4 milljarða dollara af lánum sínum. James A. Baker III, ijármálaráð- herra Bandaríkjanna, hafði aftur á móti gert ráð fyrir því að þessum ríkjum yrðu veitt aukin lán. Meðal þessara 15 ríkja era Bras- ilía, Argentína og Nígería. Robert Solomon, fyrram yfirmaður alþjóða fjármáladeildar bankaráðs banda- ríska seðlabankans, segir að niður- greiðslur skulda gætu virst benda til aukinnar hagsældar, en í raun væri því öfugt farið. „Þróunarríki ættu ekki að grynnka á heildar- skuldum sínum frekar en stór fyrirtæki. Þau eiga að borga ein- stakar skuldir og taka síðan fleiri lán.“ Tilgangflr þess að taka aukin lán er að framleiða fleiri vömr, skapa meiri atvinnu og bæta afkomu með því að nýta náttúmáuðlindir og reisa nýjar verksmiðjur. Þegar fé streymir frá þróunarríkjum til iðn- ríkja hafa hinir fátæku minna milli handanna til að auka velferð sína. „Þetta er merki um að eitthvað sé að,“ segir Solomon. Tölur um skuldir þriðja heimsins vom birtar í nýjasta hefti rits sjóðsins, IMF Survey. JOLAMYMDIR Syningar á nýársdag HETJA LAUGARÁSBIO 1986 A—salur: Hávarður er ósköp venjuleg önd sem býr á plánetunni Duckworld. Hann les Playduck, horfir á Dallas-duck og notar Euro-duck greiðslukort. Lífið er ósköp fábrotið þar til Hávarður lendir fyrir slysni á annarri plánetu, jörð- inni. Þar lendir hann í ótrúlegustu ævintýrum, er í slagtogi við kvennahljómsveit, brjál- aða vísindamenn, reynir að aðlagast borgarlífinu á vonlausan hátt og verður að endingu ástfanginn af kvenkyns jarð- arbúa. Til að kóróna allt saman er hann síðan fenginn til þess að bjarga jörðinni frá tor- tímingu. B-salur: Það er ótal margt sem lagt er á aumingja Hávarð, en hann gefst seint upp og því engin furða að hann hljóti viðurnefnið Hetjan Hávarður. Aðalleikendur: Lea Thompson (Back to the future). Jeffrey Jones (Amadeus) Tim Robbins (Sure Thing) Leikstjóri: Willard Huyck Framleiðandi: George Lucas (American Graffiti, Star Wars, Indiana Jones) Sýnd kl. 5 - 7,05 - 9, 10 og 11,15. Bönnuð innan 12 ára. C—salur: E.T. Sýnd hl. 5 — 7 — 9 og 11. DOLBY 5TEREO LAQAREFIR 5ýnd hl. 5 - 7 - 9,05 og 11,15. AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK Baltic 3. jan. '87 Bakkafoss 15. jan. '87 Baltic 29. jan. '87 Bakkafoss 10. feb. '87 NEWYORK Baltic 1. jan. '87 Bakkafoss 14. jan. '87 Baltic 28. jan. '87 Bakkafoss 9. feb. '87 HAUFAX Baltic 5.jan. '87 Baltic 1. feb. '87 BRETLAND/ MEGINLAND IMMINGHAM Eyrarfoss 4. jan. '87 Álafoss 11. jan. '87 Eyrarfoss 18. jan. '87 FEUXSTOWE Eyrarfoss 5. jan. '87 Álafoss 12.jan.'87 Eyrarfoss 19. jan. '87 ANTWERPEN Eyrarfoss 6. jan. '87 Álafoss 13. jan. '87 Eyrarfoss 20. jan. '87 ROTTERDAM Eyrarfoss 7. jan. '87 Álafoss 14. jan. '87 Eyrarfoss 21. jan. '87 HAMBORG Eyrarfoss 8.jan. '87 Álafoss 15. jan. '87 Eyrarfoss 22.jan.'87 IMMINGHAM Laxfoss 7. jan. '87 BREMERHAVEN Laxfoss 5. jan. '87 NORÐURLÖND/ EYSTRASALT FREDRIKSTAD Reykjafoss 6. jan. '87 Skógafoss 13. jan. '87 Reykjafoss 20. jan. '87 HORSENS Reykjafoss 9. jan. '87 Skógafoss 16. jan. '87 Reykjafoss 23. jan. '87 GAUTABORG Reykjafoss 7. jan. '87 Skógafoss 14. jan. '87 Reykjafoss 21. jan. '87 KAUPMANNAHÖFN Reykjafoss 8. jan. '87 Skógafoss 15. jan. '87 Reykjafoss 22. jan. '87 HELSINGBORG Reykjafoss 8. jan. '87 Skógafoss 15.jan. '87 Reykjafoss 22. jan. '87 ÞÖRSHÖFN Reykjafoss 12. jan. '87 Skógafoss 18.jan. '87 Reykjafoss 26. jan. '87 HELSINKI Dettifoss 2. jan. '87 LENINGRAD Dettifoss 4.jan. '87 Áætlun innanland*. Vikulega: Reykjavík, Isa- fjöröur, Akureyri. Hálfsmánaöarlega: Húsa- vík, Siglufjöröur, Sauöár- krókur, Þatreksfjöröur og Reyöarfjörður. EIMSKIP Pósthússtræti 2. Sfmi: 27100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.