Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 31
rjr MORGUNBLAÐIÍ), MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 B r 31 1 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 17-18 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS U.n, II MRÐUR !±IRS1NS Börn eru líka mann- eskjur Ert þú búinn að gleyma því þeg- ar þú varst 10 ára og varst sendur út í búð að kaupa t.d. rúgbrauð. Ekki er ég búin að gleyma því. Ég man þegar ég stóð við búðarborðið lengi, lengi og hugsaði um órétt- lætið sem mér var sýnt með biðinni, bara af því að ég var ekki há í loft- inu og þorði ekki að hafa mig í frammi. Loksins tók Palli eftir mér. Jú, ég átti að kaupa rúgbrauð. Þeg- ar ég kom með brauðið heim til mömmu sagði hún: „Sjáðu bam, þú hefur fengið brenndan enda. Farðu með brauðið aftur og fáðu annað“. Þetta var mér næstum of- raun en ég lét mig hafa það. Þetta atvik hefur oft komið upp í huga minn þegar dóttir mín hefiir verið að rökræða við mig og lýsa tilfinningum sínum varðandi fram- komu hinna fullorðnu. Hún segir að hún og hennar jafnaldrar séu þess fullkomlega meðvitandi að þau séu manneskjur en hún efist oft um að sumir fullorðnir geri sér grein fyrir því. Hún heldur því fram að ef bam situr í hópi fullorðinna, t.d. við sjón- varpið og þig vanti gleraugun, þá er ætlast til að bamið fari og sæki þau þó að það langi líka til að fylgj- ast með. Annað dæmi; fullorðnir em að tala saman og bamið reynir að taka þátt í umræðunni, þá er það undir hælinn lagt hvort það fær tækifæri til að tjá sig og verða virkt í umræð- unni. Aftur á móti ef fullorðinn tekur til máls þá er sjálfsagt að allir hlusti, líka bamið. Ef við spjöllum við bamið okkar, veitum því athygli og komum fram við það eins og það sé líka mann- eskja, þá emm við að leggja góðan gmnn að uppeldi þess einstaklings, því lengi býr að fyrstu gerð. Flest okkar eiga eftir að verða gömul. Þá er gott að hafa innrætt baminu þann skilning og umburð- arlindi sem það þráir og vonast eftir í dag. Kristín Hjaltadóttir HEILRÆÐI SVFÍ hvetur jafnt unga sem aldna til að sýna fyllstu varúð í meðferð flugelda, stjörnuljósa og blysa. Sérstaklega em foreldrar hvattir til að hafa vakandi auga með bömum og unglingum og vara þau við hættum þeim, sem fylgja ógætilegri meðferð þessara hluta. Höldum gleðileg áramót með slysalausum dögum. Innilegt þakklœti sendi ég frœndum og vinum sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og kyeðjum á 85 ára afmælinu 22. desember. Óska ykkur öllum allrar guðs blessunar. Friðfinnur Finnsson, frá Oddgeirshólum. fFélagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Fósturheimili óskast í Reykjavík eða nágrenni fyrir tvo 13 ára drengi. Upplýsingar veitir Áslaug Ólafs- dóttir félagsráðgjafi í síma 685911 milli kl. 9 og 16 alla virka daga. Þjóðhátíðar- sjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 1987. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361 30. september 1977 er tilgangur sjóðsins „að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til Friðlýsingarsjóðs til náttúruverndar á vegum Náttúruvernd- arráðs. b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til varðveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menn- ingarverðmæta á vegum Þjóðminjasafns. Að öðru leyti úthlutar stórn sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni í samræmi við megintilgang hans, og komi þar einnig til álita viðbótarstyrkir til þarfa, sem getið er í liðum a) og b). Við það skal miða, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlag til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau.“ Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs. Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar 1987. Eldri um- sóknir ber að endurnýja. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Flafnarstræti 10, Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur ritari sjóðsstjórnar, Sveinbjörn Haf- liðason, í síma (91)20500. Reykjavík, 29. desember 1986 ÞJÓÐHÁTÍÐ ARSJÓÐU R. Sturtuvagn sturtar á 3 hliðar. Verð kr. 180.000 Bílflutningavagn. Verð kr. 134.000, Gísli Jónsson og co. hf Sundaborg 11, sími 686644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.