Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 B 15 Hvers vegna var Jesús dæmdur tíl dauða? Var hann pólitískur byltingarmaður? eftirJón Habets Til þess að svara þessu er nauð- synlegt að greina ítarlega frá aðdraganda krossfestingarinnar. Inngangsathugasemdir: 1. Biðu Gyðingar eftir Messíasi, hinum smurða, sem myndi frelsa þá frá oki Rómverja, þ.e. pólitískum frelsara? Vér getum svarað því ját- andi. Þegar Jesús sagði (P. 1, 5.6): „Þér skulið skírðir verða með heil- ögum anda nú innan fárra daga.“ Þá spurðu postulamir: „Herra, _ætl- ar þú núna að endurreisa ísra- elsríki?“ Jóhannes segir (6, 14.15): Þegar menn sáu táknið sem hann gjörði (Jesús hafði mettað fimm þúsund manns), þá vissi Jesús, að þeir myndu koma og taka hann með valdi til að gjöra hann að kon- ungi og hann vék því aftur upp til fjallsins einn síns liðs. 2. Prédikaði Jesús byltingu á móti prestunum eða fariseunum? Nei. Jesús talaði til manníjöldans og lærisveina sinna (Mt. 23,1.2): „A stóli Móse sitja fræðimenn og farísear. Því skuluð þér gjöra og halda allt sem þeir segja yður, eftir breytni þeirra skuluð þér ekki fara, því þeir breyta ekki sem þeir bjóða." 3. Prédikaði Jesús byltingaráróð- ur gegn Rómveijum, gegn keisara? Nei. Lúkas segir okkur (20,12—26): „Fræðimennimir sendu njósnara. Þeir áttu að hafa á orðum hans, svo þeir mættu framselja hann í hendur og á vald landstjórans. Þeir spurðu hann: „Meistari. Leyfist oss að gjalda keisaranum skatt eða ekki?“ En Jesús merkti flærð þeirra og sagði: „Gjaldið keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er.“ Og þeir gátu ekki haft neitt á orðum hans, undruðust svar hans og þögðu." Hvenær og hvers vegna vildu æðstu prestanir lífláta Jesús? Því svarar Jóhannes (11,45—53): Margir Gyðingar, sem sáu það sem Jesús gjörði (Jesús var búinn að kalla Lasarus úr gröfinni), tóku að trúa á hann. Æðstu prestamir og fariseamir kölluðu þá saman ráðið og sögðu: „Hvað eigum vér að gjöra? Þessi maður gjörir mörg tákn. Ef vér leyfum honum að halda svona áfram munu allir trúa á hann og þá koma Rómveijar og taka bæði helgidóm vom og þjóð.“ En einn þeirra, æðsti prestur, sagði við þá: „Þér vitið ekkert ... það er betra að einn maður deyi fyrir lýð- inn, en að öll þjóðin tortímist ...“ Upp frá þeim degi vom þeir ráðnir í að taka hann af lífí. Vér sjáum hér að Jesús átti að deyja, ekki því að hann væri hættulegur fyrir Róm- veija, heldur af því að æðstu prestamir óttuðust, að allir myndu trúa á Jesúm. Vér megum líka minnast þess, hvar Matteus segir (27,18): Pílatus vissi, að þeir (æðstu prestamir og öldungamir) höfðu fyrir öfundar sakir framselt hann.“ Jesús fyrir Ráðinu (26,59—66/ Mk. 14,62—64). Æðstu prestamir og allt ráðið leituðu ljúgvitna gegn Jesú til að geta líflátið hann, en fundu engin, þótt margir Ijúgvottar kæmu ... Þá sagði æðsti presturinn við Jesúm: „Segðu oss: Ertu Krist- ur, sonur Guðs?“ Jesús svarar: „Þú sagðir það.“ Markús (14,62—54): „Ég er sá og þér munuð sjá Mann- soninn sitja til hægri handar máttarins og koma í skýjum him- ins.“ Þá reif æðsti presturinn klæði sín og sagði: „Hvað þurfum vér nú framar votta við? Þér heyrðuð guð- lastið. Hvað líst yður?“ og þeir dæmdu hann allir sekan og dauða verðan. Jesús fyrir Pílatusi. (Mt. 27/Mk. 15/ Lk. 23/Jh. 18,28). Nú fara æðstu prestamir með Jesúm til Pílatusar, til að fá leyfí til að taka Jesúm af lífi. (Jh. 18,23). Þeir skildu að ákæmr áttu nú að hafa pólitískan litblæ. Það var ekki svo erfítt. Þeir endurtaka lygina að Jesús banni að gjalda keisaranum skatt. En höfuðtrompið verður, að Jesús segist sjálfur vera Kristur, konungur. Við höfum þegar séð að það hafði pólitíska þýðingu fyrir gyðinga, að segjast vera Kristur eða hinn smurði. Það þýddi einnig „frelsari" frá oki Rómveija. Þá væri Jesús byltingarmaður og hættulegur Rómveijum. Það er ljóst að Pílatus átti að rannsaka það. „Ert þú konungur Gyðinga?" spyr hann ... Jesús svaraði: „Mitt ríki er ekki af þessum heimi. Væri ríki mitt af þessum heimi hefðu þjónar mínir barist svo ég yrði ekki fram- seldur gyðingum. En nú er ríki mitt ekki þaðan. Pílatus ítrekar ákveðið: „Þú ert þá konungur?" Jesús svaraði: „Rétt segir þú. Ég er konungur. Til þess er ég fæddur og til þess er ég kominn í heiminn að ég beri sannleikanum vitni. Hver Jón Habets „Mun fagnaðarerindið þá ekki bæta heiminn? Jú. Með valdbeitingn? Stéttabaráttu? Nei, með krafti kærleikans, sem Jesús kenndi og sem hann sýndi sérstaklega á krossinum.“ sem er af sannleikanum heyrir mína rödd.“ Pílatus veit nú nóg. Þessi maður er ekki byltingarmaður. Hann er saklaus. Hann á að bjarga þessum manni en hvemig? Hann segir við gyðinga: „Ég fínn enga sök hjá honum." En þeir urðu þvf ákafari og sögðu: „Hann æsir upp lýðinn með því, sem hann kennir í allri Júdeu, hann byijaði í Galíleu og er nú kominn hingað.“ (Lk. 23,5.) Pílatus er glaður að heyra það. Þá á konungur Galfleu að dæma hann og svo sendi Pílatus gyðinga með Jesúm til Heródesar. Æðstu prestamir og fræðimennim- ir ákærðu Jesúm harðlega og Heródes spurði Jesúm á marga vegu en Jesús svaraði honum engu. Hvað átti þá að gera? Hann sendi Jesúm aftur til Pflatusar. Pílatus er nú í vanda staddur. Hann lætur fólk velja á milli Jesú og Barrabas, sem var alræmdur bandingi í haldi. En það mistókst líka. Æðstu prest- amir og öldungamir fepgu múginn til að velja Barrabas. Nú lét Pflatus húðstrýkja Jesúm, leiddi hann út og sagði: „Sjáið manninn, ég fínn enga sök hjá honum.“ En æðstu prestamir æptu: „Krossfestu, krossfestu.“ Pflatus reyndi enn að láta hann lausan en gyðingar æptu: „Ef þú lætur hann lausan ertu þú ekki vin- ur keisarans. Hver sem gjörir sig sjálfan að konungi rís á móti keisar- anum.“ Þessi ákæra gat verið Pflatusi hættuleg í Róm. Það varð að koma í veg fyrir það. Nú sér Pflatus að hann fær ekkert að gjört en ólætin aukast. Hann tók vatn, þvoði hendur sínar frammi fyrir fólkinu en mælti: „Sýkn er ég af blóði þessa manns. Svarið þér sjálf- ir fyrir.“ Hann framseldi Jesúm til krossfestingar og hann lét setja sem yfirskrift á krossinn: „Jesús frá Nasaret, konungur gyðinga." Hafði Jesús æst lýðinn upp eins og gyðingar höfðu sagt? Nei, Jesús hafði sagt: „Lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillát- ur.“ „Sælir em þeir sem ofsóttir em fyrir réttlætis sakir, _því að þeirra er himnaríki" og „Ég segi yður: Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður, svo að þér reynist böm föður yðar á himnum." Mun fagnaðarerindið þá ekki bæta heiminn? Jú. Með vald- beitingu? Stéttarbaráttu? Nei, með krafti kærleikans, sem Jesús kenndi og sem hann sýndi sérstaklega á krossinum. Höfundur er prestur kaþólskra i Stykkishólmi. mw mmm UH10US0WNNI UiáfHfkMmW NÚ VERÐA ÞRENGSLIN ÚR SÖGUNNI FRAKTÞJONUSTUDEILDIN TOLLSKJALADEILDIN SKRIFSTOFUPJÓNUSTUDEILDIN HRA€)SENDINGADE1LDIN & 9 a mvriat \f 2jm. itm/ skipaafðreösla jes zimsen hf TRYGGVAGÖTU 17 2.h.VESTUR ENDA. P.O. BOX 1017. 121 REYKJAVÍK- SÍMAR-1$025-14025-20662.TELEX:3071 —4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.