Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 Aramótamessumar DÓMKIRKJAN: Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 18.00. Guð- mundur Jónsson óperusöngvari syngur stólvers „Lofsöng Beet- hovens. Sr. Þórir Stephensen. Nýársdagur: Hátífiarmessa kl. 11. Biskup íslands hr. Pétur Sig- urgeirsson prédikar. Sr. Hjalti Guðmundsson þjónar fyrir altari. Sr. Hjalti Guðmundsson. Hátíð- armessa kl. 14. Sr. Þórir Step- hensen. Elín Sigurvinsdóttir syngur einsöng í báðum messun- um. HAFNARBÚÐIR: Gamlársdagur: Áramótaguðsþjónusta kl. 15. Organleikari Birgir Ás Guð- mundsson. Sr. Hjalti Guðmunds- son. LANDAKOTSSPÍTALI: Nýárs- dagur: Áramótaguðsþjónusta kl. 13. Organleikari Birgir Ás Guð- mundsson. Sr. Hjalti Guðmunds- son. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Gaml- ársdagur: Aftansöngur í safnað- arheimili Árbæjarsóknar kl. 18. Nýársdagur: Guðsþjónusta í safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 14. Sr. Guðmundur Þorsteins- son. ÁSKIRKJA: Gamlársdagur: Aft- ansöngur kl. 18. Einsöng syngur Ingveldur Vr Jónsdóttir. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 18.00 í Breiðholtsskóla. Organ- isti Daníel Jónasson. Sr. Gísli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Gamlárs- dagur: Aftansöngur kl. 18.00. Nýársdagur: Áramótaguðsþjón- usta kl. 14. Frú Áslaug Friðriks- dóttir skólastjóri flytur stólræð- una. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Ólafur Skúla- son. DIGRANESPRESTAKALL: Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 18. Sr. Þorbergur Kristjánsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Gaml- ársdagur: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Jón Kr. ísfeld. Nýársdagur: Guðsþjónusta kl. 14. Hr. Pétur Sigurgeirsson biskup prédikar. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Gaml- ársdagur: Aftansöngur kl. 18.00. Nýársdagur: Hátíðarguðsþjón- usta kl. 14. Esra Pétursson læknir prédikar. Hátíðarsöngvar Bjarna Þorsteinssonar sungnir báða dagana. Tónið annast Guð- mundur Gíslason. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Sr. Hreinn Hjartarson. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Gaml- ársdagur: Aftansöngur kl. 18.00. Ræðuefni: Skínandi Ijós eða rjúk- andi skar? Frú Ágústa Ágústs- dóttir, sópransöngkona, syngur stólvers, „Sem stormur hreki skörðótt ský“ eftir Jan Sibelíus við sálm síra Sigurjóns Guðjóns- sonar, fyrrum prófasts í Saurbæ. Hátíðasöngvar síra Bjarna Þor- steinssonar fluttir af Fríkirkju- kórnum undir stjórn organistans Pavels Smíd. Safnaðarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Nýársdagur: Hátíðarguðsþjón- usta kl. 14.00. Ræðuefni: Áfram enn — í nafni hvers? Símon Vaughan, óperusöngvari, syngur stólvers. Fríkirkjukórinn flytur hátíðasöngva síra Bjarna Þor- steinssonar í Siglufirði. Safnað- arprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Við orgelið Pavel Smíd. Sr. Gunnar Björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Gamlárs- dagur: Aftansöngur kl. 18.00. Nýársdagur: Hátíðarmessa kl. 14. Einsöngur: Viðar Gunnars- son. Organisti Árni Arinbjarnar- son. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Gamlárs- dagur: Aftansöngur kl. 18. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Nýársdag- ur: Hátíðarmessa kl. 14. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. LANDSPITALINN: Messa kl. 17.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárus- son. HÁTEIGSKIRKJA: Gamlársdag- ur: Aftansöngur kl. 18.00. Sr. Tómas Sveinsson. Nýársdagur: Messa kl. 14.00. Sr. Arngrímur Jónsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Nýárs- dagur: Hátíðarguðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Skóla- hljómsveit Kópavogs leikur, stjórnandi Björn Guðjónsson. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Gamlárs- dagur: Þakkarguðsþjónusta kl. 18.00. Einsöngur: Signý Sæ- mundsdóttir, sópran. Garðar Cortes og kór Langholtskirkju flytja helgisöngva síra Bjarna Þorsteinssonar. Prestur: Sig. Haukur Guðjónsson. Organisti: Jón Stefánsson. Nýársdagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. í stól: Þórður B. Sigurðsson, for- stjóri Reiknistofu bankanna. Garðar Cortes og kór Langholts- kirkju flytja helgisöngva síra Bjarna Þorsteinssonar. Prestur: Sig. Haukur Guðjónsson. Organ- isti: Jón Stefánsson. Safnaðar- stjórn. LAUGARNESKIRKJA: Nýárs- dagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Gamlársdagur: Aft- ansöngur kl. 18.00. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Nýársdagur: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson. SELJASÓKN: Gamlársdagur: Aftansöngur í Ölduselsskólanum kl. 18.00. Sönghópur ungs fólks syngur. Sóknarprestur prédikar. Nýársdagur: Guðsþjónusta í Ölduselsskólanum ki. 14. Altaris- ganga. Gísli H. Árnason sóknar- nefndarformaður prédikar. Sóknarprestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 18.00. Organisti Sighvatur Jón- asson. Prestur Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Nýársdagur: Hátíðarguðsþjón- usta kl. 14.00. Guðmundur Einarsson prédikar. Organisti Sighvatur Jónasson. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. KIRKJA ÓHÁÐA SAFNAÐAR- INS: Gamlársdagur: Hátíðar- guðsþjónusta kl. 18.00. Organisti Heiðmar Jónsson. Sr. Þórsteinn Ragnarsson. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíla- delfía: Nýársdagur: Hátíðar- guðsþjónusta kl. 16.30. Ræðumaður Daniel Glad. DÓMKIRKJA Krists konungs Landakoti: Gamlársdagur: Lág- messa kl. 18. Nýársdagur: Hámessa kl. 14. MARÍUKIRKJA: Nýársdagur: Há- messa kl. 11. HJÁLPRÆÐISHERINN: Nýárs- dagur: Jóla- og nýársfagnaður. Anne Marie og Harold Reinholdt- sen flokksforingjar stjórna og tala. Nk. föstudag: Norrænn jóla- fagnaður. Aðalræðumaður sr. Jónas Gíslason dósent. Hátíðin fer fram á skandinavísku. MOSFELLSPREST AKALL: Gamlársdagur: Aftansöngur á Mosfelli kl. 18. BESSASTAÐAKIRKJA: Gamlárs- dagur: Aftansöngur kl. 18. Arnfríður Guðmundsdóttir cand. theol. prédikar. Dr. Einar Sigur- björnsson þjónar fyrir altari. Sr. Bragi Friðriksson. GARÐAKIRKJA: Nýársdagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson prédikar. Sóknarpresturinn þjón- ar fyrir altari. KAPELLA St. Jósefssystra Garðabæ: Gamlárskvöld: Há- messa kl. 18. Nýársdagur: Hámessa kl. 14. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 18. Nýársdagur: Hátíðarguðs- þjónusta kl. 14. Stólræðu flytur Jóna Ósk Guðjónsdóttir forseti bæjarstjórnar. Organisti Helgi Bragason. Sr. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði: Gaml- ársdagur: Aftansöngur kl. 18. Sr. Einar Eyjólfsson. KAPELLÁN St. Jósefsspítala: Gamlársdagur: Hámessa kl. 18. Nýársdagur: Hámessa kl. 14. KARMELKLAUSTUR: gamlárs- dagur: Hámessa kl. 24. Nýárs- dagur: Hámessa kl. 11. KÁLFATJARNARKIRKJA: Gaml- ársdagur: Aftansöngur kl. 18. Sr. öragi Friðriksson. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 17. Sóknarprestur. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Ný- ársdagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. KEFLAVÍKURKIRKJA: Gamlárs- dagur: Aftansöngur kl. 18. Nýársdagur: Hátíðarmessa kl. 14. Vilhjálmur Ketilsson bæjar- stjóri flytur hátiðarræðuna. Sóknarprestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Gaml- ársdagur: Aftansöngur kl. 18. Nýársdagur: Hátíðarguðsþjón- usta kl. 14. Sr. Örn Bárður Jónsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Gamlársdag- ur: Aftansöngur kl. 18. Nýárs- dagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 17. Sr. Hjörtur Magni Jóhanns- son. HVALSNESKIRKJA: Gamlárs- dagur: Aftansöngur kl. 20. Nýársdagur: Hátíðarguðsþjón- usta kl. 14. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Gaml- ársdagur: Aftansöngur kl. 18. Sr. Tómas Guðmundsson. AKRANESKIRKJA: Gamlárs- dagur: Aftansöngur kl. 18. Einsöngur Guðrún Ellertsdóttir. Flautuleikur Bryndís Bragadóttir. Nýársdagur: Hátíðarguðsþjón- usta kl. 14. Organisti og söng- stjóri Jón Ól. Sigurðsson. Sr. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Gaml- ársdagur: Aftansöngur í Borgar- neskirkju kl. 18. Sóknarprestur. Sjóprófin vegna strands Syneta: Ollu mannleg mistök strandinu eða fóru skipverjar fjarðavillt? Eskifirði.^ EKKI TÓKST að upplýsa um orsakir strands brezka tankskipsins Syneta, sem fórst aðfaranótt annan dag-s jóla við Skrúð, við sjó- próf, sem lauk á Eskifirði í fyrrakvöld. Þó voru leiddar að því líkur fyrir dómnum að orsakir strandsins kynnu fyrst og fremst að vera vegna mannlegra mistaka, enda kom ekki fram annað en að sigl- inga- og stjórntæki skipsins virtust í eðlilegu lagi. Sem dæmi um hugsanleg mistök er kynnu að hafa leitt til slyssins var nefnt að skipverjar kynnu að hafa tekið feil á Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði og talið Skrúð því vera Seley, en hún er 6 mílum norðar en Skrúður. Fram kom við sjóprófin að hugsan- að hafa sofnað eða á einhvern ann- leg vélarbilun, sem minnst var á bréfi er einn skipverji hafði á sér, er kynni að hafa leitt til minni gang- hraða en ella, gæti ekki hafa orsakað slysið. Þá kom einnig fram að eitthvað kynni að hafa hent þann er á vakt var í brú umrædda nótt. Hann kynni an hátt misst meðvitund, en þess ber að geta að sú vinnuregla gilti um borð í Syneta að aðeins var einn skipverji á vakt í brúnni hvetju sinni og því enginn til að gera viðeigandi ráðstafanir ef sá maður varð fyrir einhveiju skyndilegu áfalli. Sjóprófin vegna strands Syneta hófust strax á sunnudagskvöld og mættu þá fyrir dóminn sem vitni James Anthony Nightingale, sem verið hefur skipstjóri á Syneta frá því í janúar sl. og allt fram að síðustu ferð skipsins, en hann fór í frí þann 19., desember sl. Skip- stjórinn veitti upplýsingar um búnað skipsins og ásigkomulag sigl- ingatækja áður en hann fór í land. Að hans sögn störfuðu þá öll tæki eðlilega. Einnig mætti fyrir dómnum John Taylor, sem er tæknilegur fram- kvæmdastjóri útgerðar skipsins og mætti sem fulltrúi eigenda skipsins og tryggingafélags þess, The Brit- ish Marine Mutual Insurance Association Ltd. Taylor var nokkuð spurður um gúmbjörgunarbát skipsins, sem aðeins var gerður fyrir sex menn þrátt fyrir að á Syneta væri 12 manna áhöfn. Að sögn hans var þetta samkvæmt reglum SOLAS (Safety og Life at Sea), sem væri alþjóðleg stofnun er fjallaði um öryggi sjómanna á hafinu, en samkvæmt þeim væri nægilegt að hafa um borð gúm- björgunarbát fyrir helming áhafnar. Þess ber þó að geta í þessu sam- bandi að auk framangreinds gúmbjörgunarbáts voru í skipinu tveir aðrir lífbátar, hvor fyrir tólf menn. Meðal vitna voru skipstjórar skipa er á slysstað komu um nótt- ina. Að þeirra sögn var klæðnaður þeirra manna er til náðist af áhöfn Syneta mjög ábótavant, og að reyndar væru svonefndir flotbún- ingar sá eini klæðnaður, sem að einhveiju gagni hefði komið við þær aðstæður er voru á strandstað. Þá kom fram í skýrslu Valdimars Aðal- steinssonar skipstjóra á Eskfirðingi SU-9 að skipbrotsmennimir hafi ekki haft þekkingu til að festa á sig björgunarvesti. Allavega hafi þau verið það laus á þeim að vestin hafi runnið niður eftir líkamanum þannig að mörg líkanna, sem fund- ust, sneru af þessum orsökum öfugt í sjónum, þ.e.a.s. með höfuðið niður. James Anthony Nightingale hélt því hins vegar fram að björgunar- æfingar hefðu farið reglulega fram um borð og a.m.k. einu sinni í mánuði. Hefðu því skipveijar átt að vera þaulkunnugir björgunar- búnaði skipsins. Stjómandi sjódómsins var Sig- urður Eiríksson.bæjarfógeti á Eskifirði, og meðdómendur voru þeir Aðalsteinn Valdimarsson og Garðar Eðvarðsson skipstjórar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.