Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 nfimm „ bú bar-Pb h/n númsr hjr]r tveimur hjörum." Þessir hringdu . . . Gleraugu týndust á að- fangadag Margréí hnngdi: Eg varð fyrir því ólani að týna gleraugunum mínum á aðfanga- dag og kemur það sér mjög illa fyrir mig. Þau voru í dökkbrúnu hörðu hulstri og týndust líklega hjá Fossvogskirkjugarði, Klepp- spítala eða á Blómvallagötu. Finnandi vinsanlegast hafí sam- band í síma 12123. Fékk ekki að skipta rispaðri plötu Linda hringdi: Nýverið keypti ég plötu í Plötu- búðinni sf. Laugavegi 20. Platan var rispuð en ég varð þess ekki vör fyrr ég var komjn heim í;j mín. Ég reyndi að skipta henni f búðinni og fá aðra eins en af- greiðslumaðurinn sagði að þetta væri mín sök og neitaði að skipta henni. Hvað á maður að gera þegar svona kemur fyrir? Ur tapaðist Guðmunda Magnúsdóttir hringdi: Úr tapaðist á Réttarholtsvegi eða við Réttarholtsskóla 12. des- ember sl. Þetta var Casio-stálúr með reiknivél. F'undarlaunum heitið. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 30053. Hjóli stolið Rauðu hjóli af Gritter-gerð var Stu'íð Irá iserstaðarstræti fyrr í mánuðinum. Ef einhver hefur orð- ið þess var er hann beðinn um að hafa samband við Svan i síma 21279. Sýnist þér hún vera stór þessi. — Þú ættir að sjá sankti Bemhardshund- inn? Með morgunkaffimi Er Jón Páll lítil- látur? íslendingur skrifar: Kæri Velvakandi. Ég skrifa þér í tilefni greinar sem birtist í þínum ágæta dálki laugar- daginn 29. nóvember undir fyrir- sögninni „Ferfalt húrra fyrir Jóni Pál“. Víst er það satt að hann er góður íþróttamaður, en að hann sé „látlaus"!? Þegar birt var sjónvarpsviðtal við hann hér í Bandaríkjunum í tilefhi leiðtogafundarins sagði hann um íslendinga: „We are the greatest!" (við erum bestir!). íslendingar eru fínt fólk en mér fínnst það ekki hans að dæma um það og minnk- aði álit mitt á honum stórlega eftir íslendingur í Bandaríkjunum er ekki sammála því að Jón Páll sé þessa yfirlýsingu hans. maður lítillátur eftir yfirlýsingu hans í bandarisku sjónvarpi um að Lítillátur? Ja, ekki held ég það nú. íslendingar séu bestir. Víkveiji skrifar HÖGNI HREKKVÍSI Hvemig ætli standi á þessum aragrúa snjótittlinga sem nú gistir bæinn okkar? Hinir mestu aufúsugestir vitanlega, en hvers- vegna gera þau sig svona heima- komin í ár, þessi fíðruðu fíðrildi, en sáust aftur á móti varla í fyrra- vetur. Þá var það þrösturinn og starrinn sem sótti í gjafakomið, að minnsta kosti á þeim slóðum þar sem Víkveiji stundarinnar á sitt hreiður. Viðburður ef þar sást snjó- tittlingur í fyrra og var þá tíðast einn að flækjast í kuldanum, en nú sk ipta þeir hundruðum sem dengja sér niður á hjamið og taka til mat- ar síns. Kostgangarar Víkveija eru samt ósköp styggir, greyin. Þeir virðast ganga út frá því sem vísu að sér- hver bíll sem fer um götuna sé kominn þar í þeim eina tilgangi að éta þá. Á einum stað þar sem Víkveiji þekkir til em þeir þó ólíkt veraldarvanari. Famir að haga sér eins og mannfólkið, satt best að segja. Gæðakona í fjölbýlishúsi þama í hverfinu hefur gefíð þeim á svalimar hjá sér í vetur. Og nú koma þeir á gluggann hjá henni og ragast í henni með tísti og frekju- gangi ef hún er eitthvað seint á ferð með krásimar. Víkveiji rakst á kyndugt nýyrði í blaði um daginn, glænýtt stöðuheiti. Þar var frétt höfð eftir „kynningarmálafulltrúa" tiltekins fyrirtækis. Hér er vísast átt við það sem við köllum í daglegu tali „blaðafulltrúa“, sem er hinn sæmi- legasti titill sýnist manni og engum til vansa. „Kynningarmálafulltrúi" er hinsvegar enn eitt dæmið um þá áráttu manna að hnoða saman löngum og óhijálegum orðum til höfuðs þeim stuttu og einföldu. Að þessu sinni er samsetningurinn raunar ekki einungis óttalegur óskapnaður heldur þar að auki markleysa. Skjótið snöggvast hal- anum á þessu samsulli framfyrir upphafið. „Fulltrúi kynningar- mála“? Fulltrúi mála? Hvað í veröldinni er það? xxx Nú munu hrökkva orður að vanda á margan manninn á nýársdag, og margan verðugan manninn eflaust eins og vera ber úr því við erum á annað borð að útdeila þessum merkjum. Stundum fínnst manni samt sem afreksmenn- imir okkar komi úr dálítið þröngum hópi og að forsendumar fyrir vali þeirra séu sömuleiðis dálítið ein- strengingslegar, dálítið úreltar eiginlega. Maður saknar til dæmis langtum of oft hversdagsmannsins sem svo mætti kalla, litlu Gunnu og litla Jóns, sem unnu eða vinna störf sín til sjós og lands í kyrrþey og án þess að vera nokkum skapað- an hlut að beija sér, en einatt af svo mikilli elju og þrautseigju að undrum sætir. Eina slíka manneskju rak á fjör- ur Víkveija núna undir hátíðimar í vikublaðinu „Fiskifréttir", sem var helgað síldinni forðum að þessu sinni, því mikla og stórbrotna og á stundum ótrúlega ævintýri. Þar er meðal annars viðtal við Sigurlaugu Davíðsdóttur, sem nú er búsett hér í Reykjavík og varð áttræð í vor. Hún ér hin knáasta enn, broshýr og hress, eftir myndinni að dæma. Sigurlaug er fædd á Hvamms- tanga og fór til Siglufjarðar í síldina þegar hún var fjórtán ára. Og þeg- ar upp var staðið og planið kvatt í hinsta skipti var þessi landi okkar búinn að standa við bjóðið sitt og salta síld í fjörutíu og tvö sumur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.