Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 Afmæliskveðja; Hulda Á. Stefáns- dóttir - Níræð Á fyrsta degi nýja ársins verður níræð Hulda Árdís Stefánsdóttir sem margir kannast við. Er hún nú komin í þann áfanga, sem ein- ungis fáum öðlast að ná að tiltölu. Hulda fæddist 1: janúar 1897 á hinu sögufræga höfuðbóli, Möðru- völlum í Hörgárdal, þar sem fæddust meðal annarra fyrr á öld- inni, pater Jón Sveinsson og Hannes Hafstein. Eins og mörgum mun vera kunnugt, var faðir hennar hinn gagnmerki vísinda- og skólamaður Stefán Stefánsson, skólameistari, höfundur Flóru íslands, afburða- kennari og mikill framfaramaður í skóla-, héraðs- og landsmálum. Ættgeng orðgáfa og smekkvísi var honum í blóð borin. Móðir Huldu var Steinunn Frímannsdóttir frá Helgavatni í Vatnsdal, annáluð at- orkukona, hagsýn og verkhyggin og hafði til að bera óbilandi kjark og þrek. Stjómaði hún lengi stóru búi og lengur stóm heimili. Svo sagði Sigurður Nordal prófessor, frændi hennar um hana, að hún hefði tvímælalaust verið ein mesta búkona landsins um sína daga, en Jóhannes Nordal, faðir Sigurðar, og Steinunn voru bræðraböm. Hulda kveðst hafa verið past- urslítil í bemsku en þeim mun fremur var hún bráðþroska and- lega. Hún lauk gagnfræðaprófí með frábærum árangri tveimur árum yngri en almennt gerðist á þeim árum. Frá bæjardyrum nútíma- manna séð virðist sjálfgefíð, að leið hennar hefði legið í menntaskóla og háskóla. En svo varð eigi. Tíðar- andinn var annar þá en nú og réði miklu meira um örlög kvenna en karla. Hún lærði píanóleik frá bamsaldri, fyrst hjá einkakennara á Akureyri, síðar í tónlistarskóla í Kaupmannahöfn. í Danmörku stundaði hún einnig nám við hús- mæðraskóla. Dönsku kenndi hún við Gagnfræðaskólann á Akureyri 1921—1923 og annaðist þá skrif- stofustörf og reikningshald fyrir skólameistara endurgjaldslaust. Kenndi hún þá jafnframt píanóleik á Akureyri. Árið 1923 giftist hún Jóni Pálma- syni, bónda á stórbýlinu Þingeyrum í Þingi, Húnavatnssýslu, en hann lést árið 1976, 87 ára að aldri. Eina dóttur bama eignuðust þau hjón, Guðrúnu arkitekt. Hulda var hús- freyja á Þingeyrum um langt skeið. Síðar var hún forstöðukona Kvennaskólans á Blönduósi, um tíma Húsmæðraskólans í Reykjvík og svo aftur Kvennaskólans á Blönduósi, alls í 31 ár eða uns hún lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1967. Síðan hefír hún aðstoðað dóttur sína við heimilisstörf og fóstrað dótturböm sín. Þá hefír hún ritað fjölda greina um konur, menn og málefni í blöð og tímarit. Á síðustu tveimur árum hefír hún rit- að minningar sínar, sem út hafa komið í tveimur bókum á síðasta ári og þessu ári. Meginþátturinn í ævistarfi Huldu hefír því verið bundinn menntun húsmæðra. Þær breytingar sem orðið hafa í þeim efnum, síðan Hulda lét af störfum, verða ekki raktar hér. En það er í samræmi við aðalstarf hennar, að hún hefir borið mjög fyrir brjósti hag heimil- anna í landinu, heimilisiðju, fjöl- skyldulíf, ummönnun bama og aldraðra á heimilum. Ætla má, að hún taki undir þá skoðun margra, að ijölskyldan sé homsteinn sam- félagsins og auk annarra hluta brýn nauðsyn og frumskilyrði í vemd og uppfóstmn bama. Breytir þar vart miklu um, þó að heyrst hafí upp á síðkastið raddir um miður heppileg áhrif fjölskyldunnar á suma ein- staklinga. Má óhætt fullyrða, að Hulda vann merkilegt og gagnlegt starf í menntunarmálum kvenna til hagsbóta og velfarnaðar heimilum í landinu. Orækur vitnisburður um starf hennar er sú mikla aðsókn sem var að skólum hennar á hennar skólastjómarárum. Verður þess háttar verk seint of metið eða þakk- að til fulls. Vel kann Hulda að meta hina merkilegu og einstæðu íslensku sveitamenningu, sem hér hélt velli frá upphafí, og þreifst þrátt fyrir harðræði, örbirgð og mannfelíi á köflum, „ömurleik hungurs og sorg- ar“ og birtist meðal annars í góðum siðum, heimilisiðju, ást á fróðleik, kveðskap og orðlist. Svo sagði út- lendur ferðamaður snemma á þessari öld, að hvergi hefði farið saman jafn mikil fátækt og bók- menning og á íslandi á liðnum öldum. Víðast hvar dafnar menning ekki nema í skjóli velmegunar og jafnvel nokkurrar rányrkju. Hulda telur að ennþá haldi gildi sínu fomar dyggðir, sem hafi treyst sig í sessi með áhrifum kristninnar og tímans. Líklega hafi mennimir lítið breyst síðustu tvö þúsund árin, þó að vísindi og tækni hafí ger- breytt og umbylt samfélögum nútímans. Enn er grunnt á erfða- syndinni, frummanninum og óargadýrinu í manneðlinu. Hefðir hefir Hulda haft í háveg- um. Segja má, að þær séu byggðar á reynslu kynslóðanna í mannlegum samskiptum og við höfum enn mik- ið að læra af sögunni. Þær em sumpart sá grunnur, sem við byggj- um á og eru stefnuvitar okkar í lífínu. Hefðir eru vamir okkar gegn glundroða og upplausn á umbrota- tímum og treysta stöðugleika í samfélaginu, þegar blikur eru á lofti og veður öll válynd. Svo sem foreldrar hennar voru, er Hulda kona fríð sýnum, vel eyg og skín henni bjart ljós úr augum. Viðmótshlý er hún, háttvís, eðlis- kurteis og næm á kenndir annarra. Þó að hún hafí næmt skopskyn og kunni vafalítið vel að beita vopni andans, tungunni, er hún ekki hæð- in eða kerskin og meiðir ógjarnan tilfinningar annarra. Hún er manna glöðust, skemmtileg, fræðandi og veitandi í viðræðum, jafnframt góð- ur hlustandi, gagnorð, talar oft en stutt í einu. Starfskona er hún mikil, fellur sjaldan verk úr hendi, þá er hún er frísk, skipuleg í vinnu, og vinnst vel það sem hún fæst við hveiju sinni. Hulda er hæfileikakona, merk kona og merkileg. Hún hefír trútt minni, virðist minnugri en margur tvítugur og heldur minni sínu óskertu fram eftir háum aldri. Orðgáfu hefír hún góða. Hún er fædd mælskukona, heldur þó sjald- an ræður, talar þá blaðalaust, hrífur áheyrendur með máli sínu og flutn- ingi svo að unun er á að hlýða og fær svo gott hljóð, að heyra má saumnál detta. Þá er hún ritfær kona, hefír næma málkennd, skrifar lipran og léttan stfl, látlaust mál og góða íslensku. Frásagnarlist er hún gædd í ríkum mæli. Hún kann að draga upp mynd af persónum og örlögum með fáum dráttum, í stuttu máli, svo að eftirminnilegt er. Eins og sagt hefir verið um Sig- urð Nordal, frænda hennar, má segja um Huldu að hún hafi yngst í anda með aldri og á vissan hátt náð hápunkti á ferli sínum á tveim- ur síðustu árum með ritun minn- ingabóka sinna. Orðið blífur. Með þeim bókum hefir hún bjargað frá gleymsku og glötun verðmætum hlutum varðandi fólk, atvinnuháttu, aldaranda og menningu á Norður- landi á áratugunum næst á undan og eftir síðustu aldamót. Ekki hafa margir látið okkur í té jafn lifandi lýsingu á bæjarbrag, heimilum, konum og körlum á Akureyri á fyrstu tveimur áratugum þessarar aldar, eins og Hulda hefír gert. Hún hefír ekki sest í helgan stein, eftir að hún lét af skólastörf- um sínum. Það hefir eftir sem áður verið þörf fyrir hana, og hún hefir haft hlutverki að gegna á heimili dóttur sinnar. Þar hafa þrjár kyn- slóðir dvalist og búið saman um langt árabil. Hulda á sér víðtæk og lifandi áhugamál og hugðarefni, hugur hennar er vakandi og sjón- deildarhringur víður. Ekki hefír hún farið varhluta af vonbrigðum og mótgangi í lífinu en „harma nokkra flestir biðu“. Ekki hefír hún beðið tjón á sálu sinni við það, sem á móti hefír blásið, því að beiskju er ekki að fínna í hennar sinni. Eins og þegar hefir komið fram, er Hulda mannkostakona. Hún hef- ir látið sér annt um óvenju marga menn og konur um sína daga og hefír haldið á lofti minningu þeirra, sem gengnir eru. Er hún mjög rækt- arleg, vinmörg, vinur í raun og hefir gert vinum sínum margan greiðann. Ekki hafa hæfileikar hennar stigið henni til höfuðs. Hana prýðir hógværð og hæverska, sem ávallt er hið fegursta blóm. Á þess- um tímamótum í ævi Huldu er henni þökkuð vinátta og órofa tryggð frá fystu kynnum, ekki síst við foreldra þess, sem þetta ritar, og henni ósk- að allra heilla á komandi tíð. Ólafur Sigurðsson Spánn: Sprengju tilræði í 200 metra fjarlægð frá bústað konungs Baqueira-Beret, Spáni. AP. AÐSKILNAÐARHREYFING Baska, ETA, stóð fyrir sprengju- tilræði á hóteli nálægt vetrarað- setursstað spænsku konungsfjöl- skyldunnar á mánudag. Minni háttar skemmdir urðu á hótelinu, en enginn slasaðist. Þetta var fjórða sprengjutilræði ETA á einni viku. Talsmaður yfirvalda í Lerida- héraði sagði, að hringt hefði verið í slökkvistöðina og sjúkrahúsið í Baqueira kl. 6.15 þennan sama dag og tilkynnt, að sprengju hefði verið komið fyrir í Montarto-hótelinu. Sagðist sá sem hringdi vera fulltrúi ETA. Sprengjan sprakk kl. 6.15 að staðartíma og olli minni háttar skemmdum á þriðju hæð hótelsins. Vetraraðsetursstaður Juans Car- losar konungs og fjölskyldu hans - þar sem þau dveljast samkvæmt venju yfir áramótin - er í u.þ.b. 200 metra fjarlægð frá hótelinu. ETA hefur lýst öllum fjórum sprengitilræðunum í liðinni viku á hendur sér, en þijú þeirra hafa beinst gegn frönskum aðilum á Spáni. Segir ETA það vera í hefnd- arskyni fyrir þá ráðstöfun frönsku stjómarinnar að reka grunaða ETA-félaga úr landi. Hljómsveilin KASKÓ. A nýárskvöld er opið til kl. 01:00. Fögnum nýju ári oV' á Skálafelli. Kaskó-tr með góðri tónlist. Gleðilegt nýtt ár! #HDraL# a| l—Í^JllllU n LITGREINING: MYNDRÓF-BRAUTARHOLTI8. LJÖSMYNDARINN í MJODDINNI ||| V I sendír víðskíptavínum sínum bestu nýárskveðjur og þakkar víðskíptín á árínu sem er að líða. Gulli, Snaefrfður, Beggi og Molí biðja að heilsa .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.