Morgunblaðið - 07.01.1987, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987
ÚTVARP / SJÓNVARP
í hring
Þegar litið er til jóla- og áramóta-
dagskrár ljósvakamiðlanna
staðnæmist bendillinn við endursýn-
ingafargan ríkissjónvarpsins. Njörður
P. Njarðvík fyrrverandi formaður út-
varpsráðs hlaut á dögunum viðurkenn-
ingu úr rithöfundasjóði ríkisútvarpsins
og lét þess getið þá hann tók við aur-
unum að það væri vart sæmandi að
hafa svokallað „innlent efni“ innan
við 50% af dagskrárefni sjónvarps.
Yfirmenn ríkissjónvarpsins virðast á
sama máli og þeir kunna ráð við vand-
anum: Sjónvarpsefni fyrri ára af
íslenskum toga skal í landann.
Ég tek fram að vissulega er ekkert
við því að segja þótt íslenskt efiii sé
endursýnt svona stöku sinnum í sjón-
varpinu. En þá kröfu verður að gera
til dagskrárstjóra sjónvarps að slíkar
endursýningar séu fremur viðauki við
fullbúna dagskrá en kjami dagskrár-
innar og að slíkar endursýningar beri
ekki fyrir augu sjónvarpsáhorfenda
nema við lok kvölddagskrár. Ég nenni
vart að endurprenta hér endursýning-
ardagskrá ríkissjónvarpsins en svona
til gamans vil ég benda hér á nokkur
endursýnd dagskráratriði er vöktu
sérstaka athygli mína: 26. desember
var endureýnd kvikmyndin Jón Oddur
og Jón Bjami en einsog sagði í dag-
skrárkynningu var hún áður sýnd 29.
desember 1985. Það var svo sem allt
í lagi að horfa aftur á þessa ágætu
mynd er skartaði þekktum andlitum
þeirra Egils Ólafssonar, Steinunnar
Jóhannesdóttur, Herdísar Þorvalds-
dóttur og Gísla Halldórssonar svo
einhverjir séu taldir, en alvöru sjón-
varpsstöð sýnir ekki í tvígang á annan
í jólum sömu myndina. Nú og svo má
ekki gleyma því að slíkar endureýning-
ar eru ekki alveg fríar, þannig skilst
mér að aðalleikaramir gætu fengið
25 þúsund kall fyrir snúðinn. Hér er
því um töluverða peninga að ræða og
ættu sjónvarpsáhorfendur að gefa
gaum að því hvemig endureýningum
ríkissjónvarpsins er háttað. En áfram
með smérið. Á nýáredag var Jóla-
stundin okkar endureýnd klukkan
18:00. Skömmu síðar á besta sýning-
artíma bútar úr þættinum Á líðandi
stundu, svo lauk sjónvarpsdagskránni
þann daginn á því að rifjuð vom upp
minnisverð atriði síðustu Listahátíðar.
Já, hann Hrafn er iðinn við að fletta
Qölskyldualbúminu.
Stöö 2
Á Stöð 2 er endureýningum hagað
með nokkuð öðmm hætti en hjá ríkis-
sjónvarpinu. Dagskráretjórar Stöðvar
2 velja einkum kvikmyndir til endur-
sýningar og raða þeim gjaman aftast
í dagskrá. Virðast dagskrárstjóramir
líta á þessar endureýningar sem upp-
bót fyrir þá sjónvarpsáhorfendur er
komast ekki yfir að innbyrða alla dag-
skrá sjónvarpsstöðvanna. Ég segi fyrir
mig að ég nýti þessar endureýningar
Stöðvar 2 á þann veg að ég safna á
myndbönd svo til allri dagskrá beggja
stöðvanna og er svo önnum kafinn
langt fram á nótt við að skoða sem
allra mest af efninu. Auðvitað missi
ég af mörgu enda bara 24 tímar í
sólarhringnum en oft næ ég í skottið
á kvikmyndum Stöðvar 2 þá þær em
endursýndar. Ég hef hins vegar næsta
lítinn áhuga á að skoða gamalkunnugt
efni þótt það sé íslenskt. Flestir eiga
jú orðið myndbandstæki og geyma á
lagemum athyglisverð myndbrot.
Hvað varðar innlenda dagskrárgerð
Stöðvar 2 þá er hún nú vart skriðin
úr egginu en ég vara þá Stöðvarmenn
við að fylla dagskrána á nýju ári af
endureýndu innlendu efni. Fólk vill
nýtt og nýtt efni jaftit af innlendum
sem erlendum toga og þar gildir fjöl-
breytnin og nýbreytnin en einnig kann
ég því vel er dagskráretjóramir reyna
að koma efninu til áhorfenda til dæm-
is með endureýningum á slðkveldi. En
hér verður náttúrlega að gæta hófs.
Dagskráretjórar Stöðvar 2 mega held-
ur ekki bregðast þeim er hafa fest
kaup á mypdlyklum með því að sýna
læstar myndir á almennum sýning-
artíma, enda held ég nú að slíkar
endureýningar séu ekki í sjónmáli.
Ólafur M.
Jóhannesson
Stöð tvö:
Nálaraugað
2322
Á læstri dag-
skrá Stöðvar tvö
í kvöld er mynd-
in Nálaraugað, með Donald
Sutherland, Ian Bannen,
Kate Neliigan og Christop-
r'fe, 'i,. "|
Donald Sutherland.
her Casonove í aðalhlut-
verkum. Richard
Marquand leikstýrir.
Myndin er gerð eftir
spennusögu Kens Follet,
sem komið hefur út á
íslensku. Hún gerist á
Bretlandi á stríðsárunum
og fjallar um njósnara naz-
ista, sem komist hefur að
mikilvægum upplýsingum
um áætlanir Bandamanna.
Hann verður þó fyrir þeim
skakkaföllum að upp um
hann kemst, svo hann
neyðist til þess að farga
leigusala sínum og flýja.
Hann fær inni hjá ungum
hjónum, sem gegna vit-
varðarstöðu á afskekktum
stað á ströndinni, en mað-
urinn er bæklaður eftir
bílslys, sem þau lentu í á
brúðkaupsdaginn og kon-
unni til lítils gagns. Er ekki
að orðlengja það að vin-
skapur tekst með njósnar-
anum og eiginkonunni
ungu, en húsbóndann tekur
að gruna að ekki sé allt
með felldu.
í bók vorri fær myndin
þijár og hálfa Stjömu af
fímm og er leik Suther-
lands sérstaklega hrósað,
en tekið er fram að bókin
sé betri.
Rás 2:
Hádegisútvarp rásarinnar
■■■■ í dag sem endra-
1900 nær er á dag-
" skrá Rásar tvö
hádegisútvarp hennar, en
því stýrir Margrét Biöndal.
Þar er leikin létt tónlist frá
ýmsum tímum auk frétta-
flutnings af veðri og færð.
Hádegisútvarpið er nú
fastur liður aila daga nema
sunnudaga og stendur í
klukkustund. Inn í dag-
skrána fléttast svo hádeg-
isfréttir Rásar eitt, en þá
em rásimar samtengdar.
Umsjónarmaður hádeg-
isútvarps Rásar tvö á móti
Margréti er Gunnlaugur
Sigfússon.
UTVARP
MIÐVIKUDAGUR
7. janúar
6.45 Veðurfregnir. Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 Morgunvaktin
— Jón Baldvin Halldórsson,
Sturla Sigurjónsson og
Guðmundur Benediktsson.
Fréttir eru sagðar kl. 7.30
og 8.00 og veðurfregnir kl.
8.15. Tilkynningar eru lesn-
ar kl. 7.25, 7.55 og 8.25.
9.00 Fréttir.
9.03 Morgunstund barn-
anna: „Hanna Dóra" eftir
StefárrJónsson. Ragnheiður
Gyða Jónsdóttir les (3).
9.20 Morguntrimm — Til-
kynningar.
9.36 Lesiðúrforustugreinum
dagblaðanna. Tónleikar.
10.00 Fréttir
10.10 Veðurfregnir
10.30 Ur fórum fyrri tíðar.
Umsjón: Ragnheiöur Viggós-
dóttir.
11.00 Fréttir.
11.03 (slenskt mál. Endurtek-
inn þáttur frá laugardegi
sem Jón Aöalsteinn Jónsson
flytur.
11.18 Morguntónleikar.
a. Kamival op. 9 eftir Ro-
bert Schumann. Oleg
Maisenberg leikur á píanó.
b. Peter Schreier syngur lög
eftir eftir Richard Strauss.
Norman Shetler leikur á
pianó.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.46 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 ( dagsins önn — Böm
og skóli. Umsjón: Sverrir
Guðjónsson.
14.00 Miðdegissagan:
„Menningarvitarnir" eftir
Fritz Leiter. Þorsteinn Ant-
onsson les þýðingu sína (4).
14.30 Noröurlandanótur.
Finnland.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
15.20 Landpósturinn. Á Vest-
fjörðum. Umsjón: Finnbogi
Hermannsson.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veöurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið. Stjórn-
endur: Kristín Helgadóttir
og Sigurlaug M. Jónasdóttir.
17.00 Fréttir.
17.03 Siödegistónleikar.
a. Spönsk svíta eftir Manuel
de Falla. Maria Kliegel og
Ludger Maxsein leika á
selló og píanó.
b. Strengjakvartett í g-moll
op. 10 eftir Claude De-
bussy. Melos-kvartettinn
leikur.
17.40 Torgið — Samfélags-
mál. Umsjón: Bjarni Sig-
tryggsson og Anna G.
Magnúsdóttir.
Tilkynningar.
18.46 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.30 Tilkynningar. Tónleikar.
19.60 Fjölmiðlarabb. Ólafur Þ.
Harðarson flytur.
20.00 Ekkert mál.
Jónsdóttir og
Blöndal sjá um þátt fyrir
ungt fólk.
20.40 Mál mála.
Jónsson og Sigurður Kon-
ráðsson fjalla um íslenskt
mál frá ýmsum hliöum.
21.00 Gömul tónlist
Bryndís
Sigurður
Sigurður
SJÓNVARP
jCfc
Tf
MIÐVIKUDAGUR
7. janúar
18.00 Úr myndabókirini
36. þáttur. Barnaþáttur með
innlendu og erlendu efni.
Umsjón: Agnes Johansen.
Kynnir Anna Marfa Péturs-
dóttir.
18.50 Skjáauglýsingarogdag-
skrá
19.00 Göfgir gæðingar
(Coombe Farm.)
Bresk heimildamynd um
arabiska gæðinga á
Coombe-búgarði í Englandi.
Þýðandi Guðni Kolbeins-
son.
19.25 Fréttaágrip á táknmáli
19.30 Prúðuleikararnir
Valdir þættir. 13. Með Edg-
ar Bergen. Brúöumynda-
syrpa með bestu þáttunum
frá gullöld prúðuleikara Jim
Hensons og samstarfs-
manna hans. Þýöandi
Þrándur Thoroddsen. *
20.00 Fréttir og veöur
20.30 Auglýsingar
20.35 ( takt við tfmann
Blandaöur þáttur um fólk
og fréttnæmt efni. Umsjón-
armenn: Elísabet Sveins-
dóttir, ’ Jón Hákon
Magnússon og Ólafur
Hauksson.
21.25 Sjúkrahúsið í Svarta-
skógi — (Die Schwarzwald-
klinik.) Sextándi þáttur.
Þýskur myndaflokkur sém
gerist meðal lækna og sjúkl-
inga i sjúkrahúsi i fögru
héraði. Aöalhlutverk: Klaus-
jurgen Wussow, Gaby
Dohm, Sascha Hehn, llona
Grubel, Angelika Reissner
og Karin Hardt. Þýðandi Jó-
hanna Þráinsdóttir.
22.10 Flugmálaþáttur
Um flugmálastjórn. Flug-
málastjórn (slands varð 40
ára á nýliönu ári. I þessum
þætti er margháttuð starf-
semi stofnunarinnar kynnt.
Umsjón Rafn Jónsson.
22.40 Fréttir f dagskrárlok.
STÖDTVÖ
MIÐVIKUDAGUR
7. janúar
17.00 Jólakraftaverkiö f kola-
námunni (The Christmas
Coal Mine Miracle.)
Bandarísk kvikmynd meö
Kurt Russel, Mitch Ryan,
John Carradine, Melissa Gil-
bert og Barbara Babock í
aðalhlutverkum.
Myndin fjallar um Sullivan-
fjölskylduna, hvernig hún
sigraðist á harmleikum á
jólunum 1951 með ást og
umhyggju sem þau báru
hvert fyrir öðru.
18.35 Myndrokk. Þungarokk.
Stjórnendur eru Amanda og
Danté.
19.00 Teiknimynd. Glæfra-
músin (Dangermouse.)
19.30 Fréttir.
19.55 Dallas. Bandarískur
framhaldsþáttur.
20.45 Hardcastle og
McCormic. Bandarískur
sakamálaþáttur.
21.35 Hetjan. Bresk sjón-
varpsmynd frá Channel 4,
með Derek McGuire, Carol-
ine Kenneil og Alistair
Kenneil í aöalhlutverkum.
Myndin gerist í keltneskum
goðsagnaheimi og er allt tal
í myndinni á gaelfsku. Sag-
an greinir frá gömlu minni:
Tveir menn verða óaðskilj-
anlegir vinir eftir svaðilfarir,
en þegar þeir koma heim f
heiðardalinn vandast málið
því kona annars veröur
• burðarásinn í hinum eilífa
þríhyrningi þeirra á meðal.
23.30 Auga Nálarinnar (Eye
Of The Needle.) Bresk
njósnamynd frá 1981 með
Donald Sutherland og Kate
Nelligan í aðalhlutverkum.
Endursýning.
01.20 Dagskrárlok.
21.20 A fjölunum. Þáttur um
starf áhugaleikfélaga. Um-
sjón: Haukur Ágústsson.
(Frá Akureyri.)
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir. Tónleikar.
22.35 Hljóð-varp. Ævar Kjart-
ansson sér um þátt f
samvinnu við hlustendur.
| 23.10 Djassþáttur — Jón Múli
Árnason.
| 24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
MIÐVIKUDAGUR
7. janúar
9.00 Morgunþáttur í umsjá
Kolbrúnar Halldórsdóttur og
Kristjáns Sigurjónssonar.
Meöal efnis: Barnadagbók
í umsjá Guðríðar Haralds-
dóttur að loknum fréttum
kl. 10.00, gestaplötusnúður
og getraun.
12.00 Hádegisútvarp með
fréttum og léttri tónlist f
umsjá Margrétar Blöndal.
13.00 Kliður. Þáttur f umsjá
Gunnars Svanbergssonar.
16.00 Nú er lag. Gunnar Salv-
arssonar kynnir gömul og
ný úrvalslög.
16.00 Taktar. Stjórnandi:
Heiðbjört Jóhannsdóttir.
17.00 Erill og ferill. Erna Arnar-
dóttir sér um tónlistarþátt
blandaðan spjalli við gesti
og hlustendur.
18.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagðar kl. 9.00,
10.00, 11.00, 12.20, 15.00,
16.00 og 17.00.
SVÆÐISÚTVARP
AKUREYRI
SVÆÐISÚTVARP VIRKA
DAGA VIKUNNAR
17.30-18.30 Svæöisútvarp
fyrir Reykjavík og nágrenni
- FM 90,1
18.00-19.00 Svæöisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni —
FM 96,5
Héðan og þaöan. Umsjón:
Gísli Sigurgeirsson. Fjallað
er um sveitarstjórnarmál og
önnur stjórnmál.
989
MIÐVIKUDAGUR
7. janúar
07.00—09.00 Á fætur með
Sigurði G. Tómassyni. Létt
tónlist með morgunkaffinu.
Siguröur lítur yfir blööin og
spjallar við hlustendur og
gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00
og 9.00.
09.00—12.00 Páll Þorsteins-
son á léttum nótum. Palli
leikur öll uppáhaldslögin
ykkar, gömul og ný. Opin
lína til hlustenda, matarupp-
skrift og sitthvað fleira.
Fréttir kl. 10.00. 11.00 og
12.00.
12.00—14.00 Á hádegismark-
aði með Jóhönnu Haröar-
dóttur. Fréttapakkinn,
Jóhanna og fréttamenn
Bylgjunnar fylgjast með því
sem er helst f fréttum, segja
frá og spjalla við fólk. Frétt-
ir kl. 13.00 og 14.00.
14.00—17.00 Pétur Steinn á
réttri bylgjulengd. Pétursþil-
ar síðdegispoppið og spjall-
ar við hlustendur og
tónlistarmenn. - Fréttir kl.
15.00, 16.00 og 17.00.
17.00—19.00 Hallgrímur
Thorsteinsson í Reykjavík
síðdegis. Hallgrfmur leikur
tónlist, lítur yfir fréttirnar og
spjallar við fólk sem kemur
við sögu.
19.00—21.00 Þorsteinn J. Vil-
hjálmsson leikur tónlist og
lítur á helstu atburði í
íþróttalífinu.
21.00-23.00 Vilborg Hall-
dórsdóttir sníður dagskrána
við hæfi unglinga á öllum
aldri, tónlist og gestir í góðu
lagi.
23.00-24.00 Vökulok. Frétta-
menn Bylgjunnar Ijúka
dagskránni með frétta-
tengdu efni og Ijúfri tónlist.
24.00—07.00 Næturdagskrá
Bylgjunnar. Tónlist og upp-
lýsingar um veður.
AIFA
Krlstlleg ótvarpsstéð.
FM 102,9
MIÐVIKUDAGUR
7. janúar
13.00—16.00 Hitt og þetta í
umsjón John Hansen.
20.00—21.00 „Poppmais"
unglingaþáttur í umsjón
þeirra Magnúsár Jónssonar
fog (vars Halldórssonar.