Morgunblaðið - 07.01.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.01.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987 Minning: Stefán Haralds- son járnsmiður Fæddur 21. apríl 1955 Dáinn 26. desember 1986 Það er annar dagur jóla. Klukkan er um kl. 11.00. Það er ekki enn orðið fullbjart. Síminn hringir. Það er Magnús Pálsson, segist þurfa að tilkynna mér þá sorgarfregn að Stefán svili hans hafi orðið bráð- kvaddur þá um morguninn. Mér varð víst orðfall. Á flestu öðru átti ég von. Stefán, hress og kátur, þannig var hann venjulega. Þannig hafði ég hitt hann og Guð- rúnu, konu hans, skömmu áður í sundlaug Seltjamamess, þar sem Stefán reyndi að fá bót gamalla bakmeiðsla í hlýju vatninu. Þegar mesta undranin er yfír- staðin leita ýmsar spumingar á hugann: Hvers uegna Stefán, svona ungur og að því er virtist hraustur, aðeins 31 árs, í.blóma lífsins. Veg- ir Guðs era órannsakanlegir. Þó að ýmsu væri lokið, var svo margt óunnið, sem ég veit að hugurinn stóð til. Stefán var ásamt Guðrúnu og bömum þeirra tveimur nýbúinn að koma sér upp íbúð í ijölbýlishúsi á Skeljagranda. Hann var í vinnu við öryggisgæslu í Seðlabanka íslands, sem hentaði honum vel, og Guðrún var að ljúka fóstranámi. Framtíðin blasti við með fögram fyrirheitum. Hvílíkt reiðarslag fyrir unga og samhenta fjölskyldu. Hér er ekki ætlunin að rekja æviferil Stefáns Haraldssonar. Til þess era aðrir hæfari mér og munu vafalaust gera. Samvera okkar Stefáns hér á jörð var stutt en eftir- minnileg. Við kynntumst fyrst sumarið 1981 á heimili svila hans og mág- konu, Magnúsar Pálssonar og Lára Sigurðardóttur, sem þá bjuggu í kjallaranum hjá foreldrum Lára og Guðrúnar, konu Stefáns, í húsi þeirra í Skeijafirði. Mér líkaði strax vel við Stefán og það hispursleysi og tilgerðar- leysi sem ávallt einkenndi hann. Hann var ákaflega hreinn og beinn og sagði sínar meiningar umbúða- laust og var ekki að skafa utan af hlutunum væri honum misboðið. Enda hafði hann efni á því, þar sem traustari mann var vart hægt að hugsa sér. Stefán var lærður rafsuðumaður og mér er sagt að betri verkmaður í þeirri vandasömu grein hafí verið vandfundinn hér á landi. Mun hann oft hafa verið fenginn til að taka upp suður sem ekki stóðust próf- anir og til annarra vandasamra verka þegar mikið lá við. Sjálfur hef ég notið góðs af af- burðahæfileikum Stefáns á tækni- sviðinu, einkum þegar hann aðstoðaði mig ómælt í verki við bílaviðgerðir fyrir tveimur áram. Var þá hvorki sparaður tími né fyr- irhöfii svo að verkinu yrði lokið. Enda var það svo eftir þá reynslu, að fátt reyndi ég í þeim efnum, sem ég var ekki fullkomlega öraggur með, nema ráðfæra mig fyrst við Stefán. Hygg ég að þannig hafi verið með ýmsa aðra. Var þá oft svo, að hann kom og gerði hlutina sjálfur í stað þess að láta fúskara um verkið. Þó svo að Stefán væri afskaplega tæknilega sinnaður var hann ekki innilokaður í sinni grein, eins og oft vill verða. Sjóndeildarhringur hans var mun víðari en svo. Áhuga- svið hans var Ijölbreytilegt svo sem títt er um marga íslendinga, meðal annars hafði hann ánægju af lestri góðra bóka, einkum ferða- og nátt- úrafræðilýsingum. Einnig hafði hann áhuga á félagsmálum ýmiss konar og þá ekki síst verkalýðsmál- um og málum sem snerta kjarabar- áttu. Við ræddum sjaldan pólitík, en af orðum Stefáns mátti ætla að hann hafi verið eindreginn stuðn- ingsmaður þeirra sem minna máttu sín í þjóðfélaginu. Stefán var gamall skáti og starf- aði innan skátahreyfingarinnar með sjóskátaflokknum „Hrúðurkarlar" um árabil. Þannig var hann mikill náttúraunnandi og ágætur ferða- maður. Það var því sjálfgefið þegar undirritaður þurfti á traustum mönnum að halda til undirbúnings og síðar framkvæmda á ,fyalla- maraþon“-keppnum Landssam- bands Hjálparsveita skáta var meðal annarra leitað til Stefáns, sem ekki brást fremur venju. Mér er hann ákaflega minnis- stæður sumarið 1983 við undirbún- ing „Fjallamaraþons" á Mosfells- heiði og Hengilssvæðinu, þegar hann flengdist um Hengilinn þveran og endilangan í könnunarskyni með svöðusár á fæti eftir vinnuslys. Ekkert skyldi gefið eftir fyrr en í t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaöir og afi, GUÐJÓN GÍSLASON, prentari, Ásgarði 135, lést í Borgarspítalanum 5. janúar. Hanne Gfslason, Pia Guðjónsson, Þorbjörn Guðmundsson, Hanna Ragnarsdóttir, Jóhanna Garöarsdóttir, Sólveig Guðjónsdóttir, Börkur Jóhannesson og barnabörn. - Oddur Guðjónsson, Lísa Guðjónsdóttir, Gfsli Guðjónsson, Axel Guðjónsson, t Faðir okkar, tengdafaöir og afi, HELGIJÓNASSON, Seljalandsseli, V-Eyjafjallahreppi, andaöist á heimili sinu 4. janúar sl. Aðstandendur. t Eiginkona mín og móðir okkar, INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, verður jarðsungin fró Fossvogskirkju föstudaginn 9. janúar kl. 10.30. Ingvl Matthfas Árnason og börn. fulla hnefana. Það sem búið var að lofa skyldi efna. Hér var engin kveif á ferðinni, heldur kárlmenni. Margar ferðir fóram við síðan saman bæði vetur og sumar, af hinum ýmsu tilefnum og ávallt ánægjulegar. Stefán var virkur fé- lagi í Ferðafélagi íslands og fól FÍ honum fararstjóm í einni af árviss- um ferðum félagsins á Homstrand- ir, sumarið 1982. Bauð Stefán mér með sér í þessa ferð, sem ég þáði. Við hrepptum hið versta illviðri á sjó og var um tíma tvísýnt að við kæmumst í Homvík, sökum brims og veðurhæðar. Það tókst þó, en vora þá ýmsir í hópnum illa á sig komnir vegna sjóveiki. Stefán reyndist traustsins verður og leysti fararstjórahlutverk sitt óaðfinnan- lega í þessari ferð og sá til þess að þátttakendur hefðu ávallt nóg fyrir stafni enda var hann vel undir- búinn og lesinn í sögu hinnar horfnu byggðar áður en lagt var af stað, svo sem góðum fararstjóra sæmir. Stefán var gæfumaður í sínu einkalífi. Hann kvæntist æskuvin- konu sinni Guðrúnu Sigurðardóttur 1. vetrardag 1974 og eignuðust þau tvö mannvænleg böm, Þóra, fædda 9. desember 1975 og Harald Am- ar, fæddan 6. september 1979. Þau Stefán og Guðrún vora ein- staklega samrýmd og máttu allir sjá að þau bára gagnkvæma virð- ingu hvort fyrir öðra. Aldraður faðir Stefáns og systk- ini hans sjá nú á eftir yngsta bami og bróður og tengdaforeldrar á eft- ir tengdasyni sem ég veit að var þeim eins og besti sonur. En mest- ur er missir Guðrúnar og bamanna, sem sjá á eftir besta vini sínum, eiginmanni og foður, langt fyrir aldur fram. Megi góður Guð styrkja ykkur og styðja í sorg ykkar. Ég vil ljúka þessari fátæklegu tölu um látinn vin með því að vitna í síðasta ávarp stofnanda skáta- hreyfingarinnar Roberts Baden- Powell: „Reynið að skilja svo við þennan heim að hann sé einhveija vitund betri en hann var; og þegar dauðinn sækir ykkur heim getið þið dáið í þeirri trú að þið hafið að minnsta kosti ekki eytt tíma ykkar í óþarfa, heldur lagt ykkur alla fram til að láta sem best af ykkur leiða. „Ver- ið viðbúnir" á þennan hátt að lifa hamingjusömu lífi og deyja ánægð- ir. — Haldið jafnan skátaheitið engu síður á fullorðinsáram en í æsku, megi Guð styrkja ykkur til þess.“ Stefán Haraldsson er „farinn heirn", farinn yfír á æðra tilvera- stig þar sem ég veit að honum verður vel tekið. Ég hygg að hann hafí lifað sínu lífi samkvæmt ofanskráðum orðum Baden-Powells og „verið viðbúinn" þegar kallið kom. Guð blessi minningu Stefáns Haraldssonar. — Þökk fyrir sam- fylgdina. Eggert Lárusson í dag kveðjum við góðan dreng, vin okkar Stefán Haraldsson, jám- smið. Við hjónin kynntumst honum fyrst fyrir þremur árum er við flutt- umst í sama hús. Þrátt fyrir stutt kynni fannst manni maður alltaf hafa þekkt hann. Betri og heiðar- legri dreng var ekki hægt að hugsa sér, rétt er rétt vora hans aðals- 43 merki. Minnisstætt var hans góða skap og alltaf var stutt í brosið. En það var engin lognmolla í kring- um hann, hann var skapmikill er við átti. Stefán var sérstakur. Ein- hvemveginn var aldrei hægt að nefna Stefán án þess að nefna Guðrúnu konu hans í leiðinni. Svo einstaklega samrýnd vora þau ungu hjón, betri eiginmann og föður var vart hægt að hugsa sér. Við eram ríkari að hafa kynnst Stefáni. Guð styrki ungu eiginkonu hans og bömin þeirra tvö. Guð hef- ur þurft á Stefáni að halda. Þessum góða dreng, hrifinn burt í blóma lífsins. Blessuð sé minning hans. Sævar Þ. Guðmundsson Það var okkur mikið áfall, að morgni 26. desember sl., þegar við voram látin vita, að Stefán Haralds- son hefði andast skyndilega þá um morguninn. Fyrstu viðbrögðin verða ætíð að spyija: til hvers? Hvers vegna, hann Stebbi okkar, sem ekki hafði kennt sér alvarlegs meins um dagana og virtist fullur af þreki og áhuga fyr- ir verkefnum dagsins. Spumingunni um hvort slíkir at- burðir hafi tilgang eða ekki verður áfram ósvarað, en við sem þekktum Stefán, sitjum eftir fátækari og full saknaðar. Stefán Haraldsson fæddist í Reykjavík 21. apríl 1955, yngstur fjögurra systkina. Stefán var sonur Haraldar Sigurðssonar, forstjóra Vélsmiðjunnar Tækni hf., og konu hans, Ragnheiðar Amftn'ðar In- gólfsdóttur, sem lést fyrir 13 árum. Stefán ólst upp í Vogahverfínu í Reykjavík, í nábýli við vélsmiðju föður síns. Átti Stefán margar æskuminningar tengdar þeim tíma og virtist áhugi hans á öllu því sem að málmsmíði laut hafa síast inn í uppvextinum. Hann fór ungur að vinna í vélsmiðjunni og tók síðar sveinspróf í rafsuðu við Iðnskólann í Reykjavík. Stefán lagði fyrir sig ýmis störf á stuttri ævi, en ætíð fór hann aft- ur að starfa við jámsmíði. Stefán var virkur í skátahreyf- ingunni áram saman og ætíð síðan hafði hann mikinn áhuga á útiveru og ferðalögum. Fór hann ófáar ferð- imar með Qölskyldunni eða góðum félögum til fjalla, á skíði eða til að skoða lífríkið í fjöranni. Stefán var. mikill fjölskyldumaður og var óspar á að kenna bömum sínum að njóta þess með sér sem honum fannst skemmtilegast og áhugaverðast. Hafa þau fengið frá honum gott veganesti, þó samfylgdin hafi orðið allt of stutt. Stefán kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Guðrúnu Sigurðard- óttur, haustið 1974. Þau eiga saman tvö böm, Þóra, fædda 9. desember 1975, og Harald Arnar, fæddan 6. september 1979. Hjónaband þeirra Guðrúnar og Stefáns var farsælt, en langt frá því að vera litlaust. Tókst þeim með samstöðu og dugnaði að sigla gegn- um þann skeijagarð fjárhagsvanda og erfíðleika sem ungu fólki, sem ætlar að eignast húsnæði, er búinn í þjóðfélaginu í dag. Fleytan tók að vísu víða niðri og hrikti í bönd- um, en nú þegar rofaði til og bjartara var framundan kom þetta reiðarslag, sem erfiðast verður að sætta sig við. Við sem eftir stöndum eigum okkur minningar um mann sem var, sem betur fer, ekki gallalaus, en heldur ekki skoðanalaus, enda aldrei leiðinlegur. Stefán vinur okk- ar var glaðsinna maður, en ákveð- inn og fastur fyrir, hjálpsamur og ætíð reiðubúinn að taka málstað þeirra sem minna máttu sín. Hann hafði lag á því að bjóða og veita aðstoð sína með þeim hætti að aldr- ei var erfitt að þiggja. Guðrúnu, Haraldi og Þóra send- um við okkar innilegustu samúðar- kveðju, einnig Haraldi föður Stefáns, systkinum og öðram þeim sem eiga um sárt að binda við frá- fall hans. Tengdafólk Kynningarfundur Kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 8. janúar kl. 20.30 á Sogavegi 69. Gengiö inn að norðanverðu. Aliir velkomnir. ★ Námskeiðið getur hjálpað þér að: ★ Öðlast HUGREKKI og meira SJÁLFSTRAUST. ★ Láta í Ijósi SKOÐANIR þínar af meiri sann- færingarkrafti í samræðum og á fundum. ★ Stækka VINAHÓP þinn, ávinna þér VIRÐINGU og VIÐURKENNINGU. ★ Talið er að 85% af VELGENGNI þinni séu komin undir því, hvernig þér tekst að um- gangast aðra. ★ Starfa af meiri LÍFSKRAFTI — heima og á vinnustað. ★ Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga úr kvíða. Fjárfesting í menntun gefur þér arð ævilangt. Innritun og upplýsingar í síma: 82411 Q STJQRI\IUI\IARSKÓLII\II\I c/<j Konráð Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegie namskeiðm “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.