Morgunblaðið - 07.01.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.01.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987 Peking: Stúdentar hlægja að viðbrögðum dagblaða Peking, Reuter. STÚDENTAR í Peking gerðu í gær grín að opinberu dagblaði, sem sakaði þá um að vera barna- legir og hræddir við sannleikann. Námsennirnir brenndu á mánu- dag eintök af Dagblaðinu í Peking til að mótmæla umfjöllun blaðsins um aðgerðir stúdenta um allt landið fyrir auknu frelsi og lýðræði. Harðorður leiðari birtist í blaðinu í dag: „Stúdentarnir þola ekki einu sinni gagnrýni. Þeir munu roðna Gengi gjaldmiðla London, AP. BANDARÍKJADOLLAR lækkaði í gær gagnvart sumum helztu gjaldmiðlum heims en hækkaði gagnvart öðrum. Síðdegis kost- aði brezka pundið 1,4760 dollara (1,4725), en annars var gengi dollarans þannig, að fyrir hann fengust 1,9230 vestur-þýzk mörk (1,9315), 1,61525 svissneskir frankar (1,6280), 6,4050 franskir frankar (6,3900), 2,1725 hollenzk gyllini (2,1815), 1.340,50 ítalskar lírur (1.345,00), 1,37375 kanadí- skir dollarar (1,3773) og 158,95 jen (158,65). Gullverð hækkaði og var 401,40 dollarar únsan (399,00). Námsmaður í Peking les hér texta um lýðræði af vegg- spjaldi inn á segulband til að dreifa til annarra námsmanna. Af ótta við lögreglu gefur hann sér tima til að líta um öxl. Þessi texti og fleiri, þ. á m. einn undirritaður með blóði, hafa verið límdir á veggi á töflur víða um háskólann. af skömm þegar þeir gera sér grein fyrir hversu barnalegar aðgerðir þeirra eru.“ „Roðna? Við erum stoltir af því sem við gerðum og við myndum gera það aftur,“ sagði stúdent, sem stóð ásamt félögum sínum fyrir framan vegg, sem límd höfðu verið á ólögleg veggspjöld með skömmum um blaðið. „Dagblaðið birtir fullt af lygum," sagði hann. „Allur leiðarinn er upp- fullur af lygum utan ein lína. Þar segir að maður eigi ekki að óttast sannleikann." A veggspjöldunum höfðu náms- menn í háði skrifað tíu tilskipanir frá borgaryfirvöldum um viðurlög við að birta rangar fréttir. Þar var gert grín að samskonar reglur, sem borgaryfírvöld settu í síðasta mán- uði um mótmælafundi. „Áður en rangar fréttir eru birtar þurfa hlutaðeigandi aðiljar að sækja um leyfi hjá skrifstofu almannaör- yggis með fimm daga fyrirvara. ERLENT UTSALA Dúnúlpur, stærðir 8—16. Verð áður 5.320,- Nú 3.100,- Fiberúlpur, stærðir 12—14 Verð áður 2.995,- Nú 1.995,- Adidas æfingaskór nr. 36—41 Verð áður 995,- Nú 750.- Moon Boots nr. 25—38 Verðáður 1.146,-Nú 800,- Háskólapeysur S-M-L Verð áður 995,- Nú 490,- Skokk æfingagallar S-M-L Verð áður 3.150,- Nú 1.950,- Adidas æfingagallar á börn Verðáður 1.585,-Nú 1.150,- Nike æfingaskór á börn Verð áður 990,- Nú 690,- Reiðbuxur á börn Verð áður 2.495,- Nú 1.750,- Útsalan hefst í dag Komið og gerið góð kaup Póstsendum samdægurs Þar þarf að taka fram nafn blaðs, stað og dagsetningu útgáfu sem og innihald lygafréttarinnar," sdagði í einni tilskipun námsmann- anna. Mótmæli námsmanna hófust fyr- ir um mánuði síðan og hafa þeir helst krafist prentfrelsis og aukins líðræðis. Námsmenn kváðust í gær efast um að til frekari mótmæla kæmi. „Við höfum náð því markmiði að ýta við stjómvöldum. Nú taka við próf og mánaðar frí,“ sagði einn námsmanna. „Enn kvað okkar aðal- markmiði viðvíkur - hver veit?“ sagði hann brosandi ogyppti öxlum. Annar námsmaður sagði að stúd- entar hefðu viljað koma til liðs við endurbótasinna í kommúnista- flókknum: „En nú eru allir aftur- haldmennimir komnir á kreik," sagði hann og benti á leiðara Dag- blaðsins í Peking. Vestrænn stjómarerindreki sagði að lögregla hefði bmgðist við mót- mælum stúdenta af skynsemi og þolinmæði. Skrif dagblaða bentu því til þess að stjómvöld væru klof- in í afstöðu sinni til aðgerða stúdenta. AP/Símamynd Sovétríkin: Eiturlyfj aney sla mikið vandamál Moskvu, Reuter, AP. VANDAMAL vegna neyslu eitur- lyfja, sem hingað til hafa verið sögð fylgifiskar vestrænna þjóð- félaga, eru mun viðameiri í Sovétríkjunum en yfirvöld þar hafa hingað til viljað viðurkenna. Kom þetta fram í viðtali við inn- anríkisráðherra Sovétríkjanna, Alexander Vlasov, er birt var í dagblaði sovéska kommúnista- flokksins Pravda í gær. Sagði hann að skráðir eiturlyfjaneyt- endur i landinu væru 46.000, en hingað til hefur þvi verið haldið fram að þeir væru um 2.500. Vlasov sagði að baráttan gegn eiturlyfjaneyslu og glæpum þeim tengdum væri eitt brýnasta verk- efni ráðuneytis síns. Á síðasta ári hefði verið hafín sérstök herferð í þessu skyni, 4.000 eiturlyfjasalar hefðu verið handteknir og miklu magni eiturlyija eytt. Ráðherrann gagnrýndi ómarkvissar aðgerðir lögreglunnar og sinnuleysi yfir- valda, sem gert hefðu lítið úr vandanum og þar með óbeinlínis orðið til þess að auka eiturlyfja- neyslu. Vlasov sagði neysluna hafa vaxið mjög síðustu fimm árin og að 80% skráðra eiturlyfjaneytenda væru yngri en 30 ára. Á síðasta ári hefði einkum verið lögð áhersla á að koma í veg fyrir dreifingu efnanna og ræktun jurta sem eiturefnin væru unnin úr. Nútíma tækni væri í vaxandi mæli notuð í þessu skyni og sérstakar lögreglusveitir hefðu verið þjálfað- ar, er m.a. hefðu yfir að ráða hundum er þefa ættu uppi eitur- efni. Innanríkisráðherrann sagði að tugþúsundir glæpa er tengdust eit- urlyfjanotkun hefðu verið framdir á síðasta ári og væru eiturlyfjaneyt- endur greinilega mun líklegri til glæpaverka en þeir sem neyttu áfengis. Í síðasta mánuði var sagt frá því í fréttum sovéska sjónvarpsins, að tollverðir í Moskvu hefðu fundið eitt tonn af hassi í gámi er innihélt rúsínur. Er álitið að sú frétt sé liður í baráttu yfirvalda við eiturlyfja- vandamálið. Vilja Sovétmenn frið í Afganistan? Laugavegi 62, sími 13508 Islamabad, Reuter. FÖR Eduards Shevardnadze, ut- anríkisráðherra Sovétrílg'anna til Afganistan er talin sýna vilja ráðamanna i Moskvu til þess að fylgja eftir áformum Najibullah, leiðtoga Kabúlstjórnarinnar, um að koma á friði í landinu. Var þetta haft eftir vestrænum stjómmálafræðingum í gær.. í för með Shevardnadze eru m. a. Anatoly Dobrynin, einn helzti sef- fræðingur Sovétstjómarinnar í utanríkismálum. Þeir komu til Kab- úl á mánudag og áttu þá strax fund með helztu leiðtogum afganskra kommúnista. Heimsókn þessi, sem ekki var kunngerð fyrirfram, á sér stað, er ekki eru liðnar fjórar vikur frá því að Najibullah og nær allt stjómmálaráð afganska kommúni- staflokksins fór til Moskvu til viðræðna við Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna. Þá em ekki nema fjórir dagar síðan Najibullah hófst handa um nýja friðarviðleitni með tilkynningu um vopnahlé frá og með 15. janúar og áskorun til frelsissveitanna um að hætta 8 ára baráttu þeirra. Sumir vestrænir stjómmálasér- fræðingar telja að hér sé aðeins um áróðursbragð að ræða hjá sovézk- um ráðamönnum í því skyni að styrkja stöðu Kabúlstjómarinnar, áður en friðarviðræður þær, sem Sameinuðu þjóðarinar hafa gengizt fyrir, hefjast á ný 11. febrúar nk. Er því haldið fram, að tillögur Sov- étmanna nú, enda þótt þær gangi lengra en fyrri tillögur þeirra, séu augljóslega óaðgengilegar fyrir ffelsissveitimar. Aðrir halda því fram, að Gorbac- hev sé staðráðinn í því að binda endi á þátttöku Sovétmanna í stríðinu í Afganistan,, en hún valdi þeim feiknarlegum álitshnekki víða um heim. Aðgerðir Sovétmanna nú sé fyrsta skrefið í þá átt að vinna nógu marga skæruliða á sitt band til þess að binda enda á stríðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.