Morgunblaðið - 07.01.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.01.1987, Blaðsíða 39
einhvers staðar hafa einhverjir út- sjónarsamir áhrifamenn látið sér detta í hug að þynna út áhrifastyrk íslenskra bænda í SÍS-samsteyp- unni, samvinnufyrirtækjum bænda. Eins og öllum ætti að vera kunnugt geta einstaklingar ekki orðið aðilar að SÍS. Bændur eru ekki einstakl- ingar heldur einstaklingar í at- vinnurekstri. Hér á vel við orðatiltæki heimsvaldasinna, „að deila og drottna11. Stórhuga bændur og mikilmenni hafa því sofnað dá- svefni á aðalfundi einhvers staðar, einhvem tímann, þegar SÍS-stjórn- in gerði kaupfélögum kleift að gera einstaklinga að fullgildum, at- kvæðabærum meðlimum í rekstri kaupfélaga til jafns við atkvæði bænda í kaupfélagabákninu. Þessi dásvefn íslenskra bænda er að verða bændum og þjóðinni örlaga- ríkur í dag, 1986. Hlutaféiög bænda Það er mikill munur á samvinnu- fyrirtæki sem miðlar arði af land- búnaðarrekstri til félagsmanna sinna (43 þúsund í SÍS) eða hlutafé- lags sem einnig í góðæri greiðir hluthöfum sínum arð í hlutfalli við hlutafjárupphæð bréfanna en um þessar arðgreiðslur vita fæstir nema hluthafamir og því síður ut- anaðkomandi félagsmenn og aðilar í SÍS. Það er því í hæsta máta dular- full ábyrgðartilfinning stjómar SÍS gagvart samfélagsmönnum sínum, 43 þúsundum, er stjómin stofnar hlutafélög með gróðapeningum samlagsmanna sambandsins. Hlutafélagið Reginn hf. sem stofn- að var 1953 af stjóm SÍS til að selja íslenskar landbúnaðarafurðir til vamarliðsins á Keflavíkurflug- velli er gott dæmi. Þegar gróði Regins var orðinn óhóflega mikill stofnaði Reginn hf. annað brask- hlutafélag með peningum samlags- manna í félagi SÍS til að þjóna vamarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Það hlutafélag SÍS heitir íslenskir aðalverktakar hf. Verkefni þessa hlutafélags samlagsmanna í Sam- bandi íslenskra samvinnufélaga er ekki að selja íslenskar landbúnaðar- afurðir heldur byggingabrask, skotfærageymslur og flugskýli fyrir drápsvélar. Áhrif félagsmanna í Sambandi íslenskra samvinnufé- laga þar era engin því að fulltrúi stjómar SÍS í Regin hf. er nær ein- ráður í félaginu ásamt öðrurn stjómarmönnum sem stjóm SIS velur. Samlagsmenn (bændur) í SÍS hafa hér engin áhrif frekar en ég og aðrir íslendingar og því síður 43 þúsund félagsmenn SÍS á ís- lenska aðalverktaka hf. Þegar svo hlutafélög SÍS fara að stofna önnur hlutafélög með peningum samlags- manna SIS þá er Samband íslenskra samvinnufélaga komið langt út fyr- ir grundvallarhugmyndir stór- bænda frá árinu 1882. Hlutafélög hlutafélaga SÍS og hlutafé hlutafélaga hlutafélaga SÍS skipta hundruðum milljóna króna sem betur hefði verið varið til að lækka afurðaverð landbúnaðaraf- urða til einstæðra mæðra, verka- manna og opinberra starfsmanna. A Abyrgð Eitt sinn í opinberu viðtali sagði forstjóri SÍS að Sambandið mótaði ekki stefnur í landbúnaði, það gerði Stéttarsamband bænda. Nú vill svo til að f hvert sinn sem bændur senda landbúnaðarráðuneytinu erindis- bréf þá kemur svarið frá Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Það kæmi mér ekki á óvart að tillögur bændaþings færu sömu leið. Staða íslenskra bænda og al- mennings í þessu samfélagi er í hæsta máta varhugaverð. Bændum er kennt um hátt verðlag afurða en þeir svara fyrir sig og kenna um afætum, milliliðum og versiun- arbraski í Reykjavík. Bændur virðast ekki sjá stöðu sína, vandann og hættumar sem framundan eru (offramleiðsla) eða sölutregðu land- búnaðarafurða bænda er mætt með niðurgreiðslum íslenskra skatt- greiðenda og kjósenda. Þessar niðurgreiðslur renna nær undan- tekningarlaust til samvinnufyrir- tækja bænda í samsteypu 'Sambands íslenskra samvinnufé- MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JANUAR 1987 laga, draumafyrirtækis bænda, sem þeir hafa enga stjóm á eða í leng- ur. Á meðan SIS fær peninga skattgreiðenda þegjandi og hljóða- laust að kröfu bænda segir enginn neitt. Nú á að mæta sölutregðu íslenskra landbúnaðarafurða með niðurskurði á stofni sauða- og kúa- bænda og mun þessi hugmynd runnin undan riijum óánægðra neytenda og kjósenda sem kvarta undan háu búvöruverði þrátt fyrir niðurgreiðslur til landbúnaðarfram- leiðslunnar sem em ákaflega óvinsælar af kjósendum. En hver er staða bænda nú 1986. Meðaltekjur 3.600 sauðfjárbænda eru 725.000.- kr. á ári á bú. Meðal- tekjur 1.900 kúabænda era 1.732.000,- kr. á bú, en meðaltekj- ur blandaðra búa era 1.228.000.- kr. á bú. Varla gefa þessar meðal- talstölur tilefni til að ætla að hér séu um annað að ræða en kot- búskap miðað við rekstrarverðlag í dag en rekstur kúabúa er veralega hærri en sauðfjárbúa. Það er skoðun mín að þessi klaufalega samdráttarstefna í land- búnaði geti haft alvarlegar, ófyrir- sjáanlegar afleiðingar fyrir verð á afurðum og kjöram bænda og þar með neysluvöraverð til neytenda auk þess að hækka ýmsa þjónustu- þætti í dreifbýli nú og í næstu framtíð. Veralegur samdráttur í sauða- og kúabúskap vegna sölu- tregðu gerir fátæka bændur gjald- þrota auk þess að grafa undan rekstraröryggi stærri býla og gerir þau að kotbýlum. Ef þúsundir bænda verða að flosna upp á ver- gang og hætta búrekstri er ég hræddur um að það eigi eftir að hafa keðjuverkandi áhrif á dreif- býlið. Rekstur kaupfélaga út um landið dregst saman og þau fækka fólki og það aftur kemur niður á ýmsum þjónustuþáttum. Þetta allt hefur síðan þau áhrif að rekstur þeirra búa sem eftir era verður margfalt dýrari og ekki lækkar af- urðaverð við það. Nei, lausnina á vanda íslenskra bænda er að finna í því skipulagi eða ofskipulagi sem hefur þróast út frá hugmyndum stórbænda frá árinu 1882. Upplausn Ef einhver fyrirtæki hafa brask- að í afætu- og milliliðastarfsemi á Islandi þá era það samvinnufyrir- tæki bændanna og Samband íslenskra samvinnufélaga. Hjá SÍS og öðram samvinnufyrirtækjum bænda störfuðu 1984 8.918 starfs- menn á ársgrandvelli þar af 7.392 í afurða- og söludreifingu kaup- félaga íslenskra landbúnaðarafurða frá rúmlega 5.500 bændum í sauða- og kúabúskap. Heildarvelta sam- vinnufyrirtækja bænda óg SÍS- fyrirtækjanna var 1984, kr. 32.119.- milljónir á árinu. Ef heild- arveltan er sú sama fyrir 1985 og 1986, en verðlag hækkar að meðal- tali um 20% fyrir hvert árið, þá má gera ráð fyrir að heildarvelta samvinnufyrirtækja bænda og SÍS í árslok 1986 verði um 44.966.- milljónir. Þáttur bænda í þeim rekstri er 1986 7,6% en verður ef svo fer sem horfír 5% 1987 og 3% 1988 og allt niður í D/2% árið 1989. Samvinnufyrirtæki bænda og Sam- band íslenskra samvinnufélaga era með líf og limi bænda og þjóðarinn- ar á sinni könnu í gegnum verslun- arhefðir og rekstrarábyrgðir frá árinu 1882. Fjárfestinga- klúður bænda Á móti 44.966.- milljóna rekstri samvinnufyrirtækja koma svo heildarrekstrartekjur kúa- og sauð- fjárbænda upp á ca. 5.900.- milljón- ir 1986. Það er skoðun mín að lausn á vanda íslenskra bænda og al- mennings sé að fínna í afætu-, milliliða og verslunarbraski Sam- bands íslenskra samvinnufélaga og samvinnufyrirtækja bænda. Það var upphaflegi tilgangur sambands- ins frá 1882 að miðla tekjuafgangi af rekstrarsölu samvinnufyrirtækja til bænda til að auka hagkvæmni í rekstri landbúnaðar á íslandi. Hefur það skeð? Hver hefur byggt kaup- félögin í Reykjavík? Hver hefur byggt verslanir Sláturfélags Suður- lands í Reykjavík? Hver hefur byggt nýja mjólkurstöð í Reykjavík? Hver hefur byggt nýja Osta- og smjör- sölu í Reykjavík? Hver byggði Miklagarð? Hver byggði aðstöðu SÍS í Sundahöfn í Reykjavík? Hver er að byggja afurðasölu í Laugar- nesi í Reylqavík? Hver hefur borgað fyrir uppbyggingu Sambands íslenskra Samvinnufélaga á íslandi og hverjir hafa orðið þar grófast útundan ef ekki bændur sem grann- inn lögðu að sambandinu? Hver er Hervætt atvinnulíf undir væng stórveldis eftír Jóhann Björnsson Ekki er það að ástæðulausu að árið 1986 sem senn er á enda hafí orðið fyrir valinu sem alþjóðlegt friðarár. Með þessu ári friðarins era aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sem og aðrir sem láta friðarmál til sín taka hvattir til að leggja sitt af mörkum til að vinna að friði í heiminum. Á meðan þessi hvatning um frið er borin á torg af Sameinuðu þjóð- unum er ekki hægt annað en að hryggjast yfir slæmum móttökum þessarar tillögu. Hér á landi hefur ekkert gerst af hálfu stjómvalda til handa friðar- málum, enda ófriðarstjómvöld hin mestu. Þvert á móti virðist allt reynt að gera til þess að vera sem mest undirgefin erlendu herveldi, hvort sem það er á alþjóðavettvangi eða hér innanlands. Hér eram við komin að aivarleg- um kjama íslenskrar stjómar- stefnu, það er að segja atvinnulífi á Suðumesjum og áhrif hervæðing- ar á það. Hér á áram áður vora Suðumes- in öflugur útgerðarstaður þar sem sjórinn var sóttur af miklum móð. Svo er ekki lengur. Atvinnurústir frá fyrri áram sem bera með sér merki um að innlent atvinnulíf hafi einhvem tímann átt fífíl sinn fegri má finna víðsvegar. í Keflavík til dæmis hefur fjöldi fiskvinnslufyrirtækja lagt upp laup- ana og lítið sem ekkert er gert til þess að bjarga því sem bjargað verður. Lausnin á þessum vanda atvinnu- lífsins er einhæf, auknir róðrar á mið dollarans á Miðnesheiði. Þessi dollarafíkn, þjónusta og undirgefni við herinn er stærsta vandamál atvinnulífsins á Suður- nesjum. Hvers vegna? Fáum við ekki næga atvinnu hjá hemum? Og er það ekki bara gott og gilt? Vissulega viljum við öll hafa næga atvinnu, en heimurinn er stærri en gaddavírsgirðing her- mangsins og vigbúnaðarins nær til. Herinn hefur þau áhrif á innlent atvinnulíf að í samkeppninni um vinnuafl standa innlendir atvinnu- vegir höllum fæti og kemur ekki á óvart að þeir geti ekki blómstrað sem skyldi í návígi hermangsins. Á vellinum er atvinna stöðugri og reglubundnari en mörg önnur á þessu svæði, þannig að fólk telur það fysilegra að vera í vinnu við erlenda hernaðarappbyggingu. Forsvarsmenn vamarmáladeild- ar á Keflavíkurflugvelli hafa m.a. þakkað það tilkomu Fjölbrautaskóla Suðumesja hve auðveldara hefur verið að fá betur menntað fólk en áður var, en þess era fjölmörg dæmi að iðnnemar yfírgefí sinn vinnustað og fari í fang hersins strax að loknu námi. Ekki getur það kallast ýkja góð nýting á vinnu- afli til innlendra atvinnuvega. Vígbúnaður og hemaðarfram- kvæmdir á Suðumesjum hafa nú þegar gengið svo langt að þær era komnar fram úr öllu hófí. Atvinn- ulífíð er orðið svo samofíð hemaðar- framkvæmdunum að hvað gerist þegar sprengiheldu flugskýlin, olíu- stöðin í Helgúvík og fleira er tilbúið? Er ekki svo að mikið vill meira? Verður ekki hrópað á enn frekari hemaðarframkvæmdir og stóraukin umsvif til að komast hjá atvinnu- leysi? Stjómvöld hafa ekki markað neina stefnu um hve langt skuli ganga í hervæðingu landsins, hve- nær skuli segja hingað og ekki lengra. Þeir félagar Steingrímur Hermannsson og Þorsteinn Pálsson og flokksbræður þeirra hafa engan áhuga á því að setja eitthvert„þak“ yfír umsvif erlends hers hér á landi. Það er auðséð að á bakvið þá standa gróðapungamir sem hagn- ast hve mest á hemaðaruppbygg- ingunni. Sömu sögu er að segja um Jón Baldvin Hannibalsson sem lýgur því leynt og ljóst að hann sé jafnaðar- maður vinstra megin við miðju. Um Kvennalistann þarf vart að fjölyrða, hann þorir ekki að taka skýra afstöðu í þessu máli. Herjað á Norðurland Ekki er hemaðarappbyggingin á Suðumesjum nægjanleg til að svala vígbúnaðarþorsta valdhafa. Nú skal Jóhann Björnsson heijað á Norðurland með byggingu „varaflugvallar" á Sauðárkróki fyr- ir Keflavíkurflugvöll. Okkur er að sjálfsögðu sagt að þetta sé til að bæta flugöryggi íslands en svo er þó ekki í raun. Það sem NATO ætlar að byggja er ekkert annað en herflugvöllur, enda ekki að undra þar sem NATO er lítið annað en alræmt bandalag herskárra herfor- ingja og auðugra hergagnafram- leiðenda svo og þeirra sem á annan hátt hljóta þann vafasama heiður að hagnast á hemaðarappbyggingu og vígbúnaðarkapphlaupi. Það þarf engan að undra að stjómarflokkamir gangi erinda er- lendra afla hér á landi, þeir eiga ekki til minnsta vott af félags- hyggju og láta gróðahyggjuna stjóma sér. í slíkum herbúðum er ekki spurt hvaðan peningamir koma. Þetta mannvirki sem og öll þau mannvirki sem fá ijárveitingu úr sjóðum NATO lúta stjóm hemaðar- bandalagsins á ófriðartímum. En það er misjafnt hvemig menn svo skilgreina ófriðartíma. Eins og alþjóð er kunnugt um skilgreinir NATO ófriðartíma á þann hátt að það hafa ríkt nægjanlegir ófrið- artímar til að herinn sé hér enn frá því 1951 og auki sífellt umsvif sín og ítök í íslensku atvinnu- og efna- hagslífí. 39 að stofna alls konar hlutafélög út um allt land? Ég fæ ekki séð að vöraverð til bænda sé nokkuð lægra en til okk- ar allra hinna hér í Reykjavík enda koma bændur orðið suður til að versla. Ef SÍS og samvinnufyrir- tæki bænda endurskoðuðu stöðu sína og rekstur fyrir 1987 og 1988 — og leggðu fram 5% spamaðaráætl- un þá myndi það geta þýtt um það bil 2.248,- milljónir króna í lægra vöraverði til neytenda íslenskra landbúnaðarafurða eða sem sam- svarar allri þeirri tekjupphæð sem sauðfjárbændur fá fyrir þrældóm sinn í þjónustu fyrir SÍS og sam- vinnufyrirtæki bænda. Sögulok Vandamál íslenskra bænda og almennings er hátt vöraverð á land- búnaðarvöram sem skapar sölu- tregðu varanna. Hátt vöraverð landbúnaðarvara má rekja til offjár- festinga og fyrirtækjabrasks Sambands íslenskra samvinnufé- laga og samvinnufyrirtækja bænda sem notar arðinn af rekstri og við- skiptum við láglaunafólk til stein- steypu, brasks og glingurinnflutn- ings til Reykjavíkur og nágrennis í stað þess að koma upp aukinni hagræðingu í rekstri og þjónustu þeirri sem hugsuð var árið 1882 almenningi til heilla. Sauðkindin jarmar í síðasta sinn í sláturhúsinu. Höfundar er ungur Reykvíkingur. Nú má búast við því að atvinnu- líf á Norðurlandi lendi í sömu klónum á stórveldinu og atvinnulíf á Suðumesjum er í ef ekkert verður að gert. Herinn heim? Sá möguleiki að herinn verði kallaður heim viðvöranarlaust er fyrir hendi. Okkur kann að þykja það ijarlægt og fáránlegt að Banda- ríkjamenn sjálfír færa að draga í land í Evrópu og kalla eitthvað af herafla sínum heim. En þetta er staðreynd sem getur gerst, því á ýmsum stöðum í valda- kerfí Bandaríkjanna hafa komið fram þær raddir að útgjöld til her- mála í Evrópu séu of mikil og nær væri að nota eitthvað af þessu fjár- magni á heimaslóðum. Ef í slíkt færi stæðu stjómvöld hér á landi svo sannarlega með allt niður um sig. Þau stjómvöld sem ekki hafa áhuga né getu til að hafa afskipti af atvinnulífí á Suðumesj- um, heldur hafa í gegnum tíðina látið bandaríska herveldið sjá um atvinnulífíð. Hvar stæðum við Suðumesja- menn atvinnulega séð ef herinn færi af landi brott á skömmum tíma? Ætli við þyrftum ekki að leggjast í sömu förin og „Varið land“ gerði á sínum tíma og grát- biðja stórveldið um áframhaldandi hemám. Slíkt framferði getur varla talist heillavænlegt fyrir þjóð sem telur sig sjálfstæða. í slíkum grátkór lægi ekki á liði þeirra stjómmálamanna sem hnepptir era í hagsmunahramm hemámsins með forystumennina Steingrím, Þorstein og Jón Baldvin í broddi fylkingar. Þetta er það ástand sem fólk hefur kosið yfír sig, hemámsandi svo fjöldi fólks er reiðubúinn til að stofna sjálfum sér, þjóð sinni og umhverfí í þá hættu að verða tortímt fyrir fjárhagslegan stundar- hag. Sagan hefur sýnt okkur að vígbúnaðarkapphlaup og hemaðar- uppbygging hefur aðeins endað á einn veg: Með stríði. Eitt mikilvægasta verkefnið nú í íslensku þjóðfélagi er að losa at- vinulíf á Suðumesjum úr hrammi hersins og fara strax að nýta þá innlendu möguleika sem fyrir hendi era til farsælli og nytsamari at- vinnuuppbyggingar. Höfundur er fjölbrautaskólanemi íKeflavik og varaformaður í stfóm Alþýðubandalagsfélags Kefla víkur og Njarðvíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.