Morgunblaðið - 07.01.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.01.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. Snorri Hjartarson kvaadur Eg held ég verði aldrei pop- úlert skáld, sagði Snorri Hjartarson í samtali við Morg- unblaðið fyrir 30 árum. Og hann bætti við: Ég verð senni- lega alltaf mest lesinn af skáldum. Þegar þetta var skrifað hafði Snorri Hjartarson gefíð út tvær ljóðabækur, Kvæði árið 1944 og Á Gnita- heiði árið 1952. I Morgun- blaðssamtalinu kemur fram, að þær eru báðar ófáanlegar. Af hógværð eða til afsökunar segir skáldið, að það komi sér mjög á óvart. Snorri Hjartarson var lesinn af fleirum en skáldum. Hann er í hópi ástsælustu skálda þessarar aldar — ekki aðeins virtur af skáldbræðrum heldur einnig af allri þjóðinni. Há- skóli íslands staðfesti þá virðingu, sem Snorri nýtur, með því að útnefna hann sem heiðursdoktor á 75 ára afmæli skólans síðastliðið haust. Al- þingi sýndi honum virðingu með því að skipa honum í hóp þeirra manna, er hljóta heið- urslaun á fjárlögum. Honum hlotnaðist sá heiður að fá bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs 1981 fyrir ljóðabókina Hauströkkrið yfir mér. Snorri Hjartarson kunni að sjálfsögðu að meta þá viður- kenningu, sem hann hlaut. Ljóð hans bera það á hinn bóginn með sér, að honum var mest í mun að þjóna skáldgyðj- unni. Virðing hans fyrir við- fangsefninu, ljóðinu og tungunni var ofar öðru. Hann- es Pétursson skáld komst þannig að orði, að ljóð Snorra glitruðu í hljómi og lit. Hann unni náttúrunni og leitaði fanga í litbrigðum hennar. í einu kvæða sinna segir hann, að landið, þjóðin og tungan séu óijúfandi heild og dýrð þessar- ar þrenningar hafí skinið um sig á „dimmum vegi“ útlegðar og fjarvistar frá fósturjörðinni. Þar fann hann, að hann var sjálfur aðeins til í þessari sönnu og einu þrenningu. Þú átt mig, éger aðeins til í þér... í ræðunni, sem Snorri Hjart- arson flutti í Kaupmannahöfn, þegar honum voru afhent bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs, ræddi hann um hlutverk skálda. Hann sagði það annað nú en á nítjándu öld, þegar þau voru víða í fylkingar- brjósti þar sem barist var fyrir frelsi, auknum lýðréttindum og þjóðlegri endurreisn, „voru í einu þjóðskáld og þjóðhetj- ur“, eins og hann orðaði það og sagði síðan orðrétt: „En þó nú sé öldin önnur og kvæði geti fáu breytt, hafa skáld ærið hlutverk að leysa af hendi: vekja samkennd og samúð, opna augu fólks fyrir því sem fagurt er og gott, og þá vissulega einnig hinu sem illt er og rangsnúið, túlka til- fínningar sínar og viðhorf á þann hátt sem ljóðið eitt fær gert. 0g það getur verið styrk- ur í baráttunni fyrir rótgróinni menningu hinna smærri þjóða, sem nú á í vök að veijast gegn innrás alþjóðlegra íjölmiðla." Snorri Hjartarson brást ekki í hlutverki sínu sem skáld, hann lét ekki undan síga í baráttunni fyrir landið, þjóðina og tunguna. Um ljóðlist hans sagði Hannes Pétursson meðal annars 1960: „Bækur Snorra eru því í eðli sínu symfónísk verk, fjöldi hljóðfæra ber Ijóð- list hans uppi. Þetta markar stöðu hans í íslenskri nútíma- ljóðagerð, hann er klassískur, nýtískulegur og þjóðlegur í senn, og skáldskapur hans er beint framhald íslenskrar ljóð- hefðar, hann auðgar hana og samræmir kröfum tímans, eins og öll meiriháttar skáld á und- an honum höfðu gert, en þó er mikilvægast af öllu: hann gengur aldrei að list sinni með kæruleysi, heldur með alvöru og óskiptur, því hann veit að skáldskapur er alvörumál, ekki til að gamria sér við, heldur dýrmætt tæki til að tjá á var- anlegan hátt það, sem mönnum býr dýpst í huga, og hann hefur aldrei ort fyrir aðra en hina vandlátustu og kröfu- hörðustu lesendur og ber því hátt merki hins sanna Iista- manns.“ Snorri Hjartarson taldi sig verða mest lesinn af skáldum. Hann orti sig á hinn bóginn inn í þjóðarsöguna og hann er kvaddur með virðingu af þjóð- inni allri sem sannur listamað- ur. Morgunblaðið þakkar honum samfylgdina og vottar ástvinum hans samúð. Bryndís Pálsdóttir, Auður Hafsteinsdóttir og Svava Bemharðsdóttir (Morgunbiaðið/Árni Sæberg) „Förum í jólafrí eftír þessa tónleika“ ÞRÍR ungir strengjaleikarar, Auður Hafsteinsdóttir, Bryndís Pálsdóttir og Svava Bemharðsdóttir, efna til tón- leika í Áskirkju í Reylgavík í kvöld, miðvikudagskvöld, 7. janúar kl. 20.30. A tónleikun- um leika þær dúetta eftir Mozart og Martinú og tríó eft- ir Dvorak og Kodaly. Þær Auður og Bryn dís leika á fiðlu, en Svava á lágfiðlu. Þær era allar við tónlistarnám í Bandaríkjunum og fyrsta spurningin var hvort þær hefðu spilað mikið saman þar. „Nei, ekki mikið. En s.l. sumar vorum við allar styrkþegar sum- arskólans í Aspen í Colorado. Þetta er mjög góður skóli, og stór, það voru um 1100 nemend- ur þama. Við vorum þó einu íslendingamir, og ákváðum að spila saman þar sem við bjuggum að samspilsreynslu frá því fyrr. Við fengum leiðsögn hjá kennur- um og þetta gekk vel, þessvegna ákváðum við að spila hér heima fyrir fólkið sem við þekkjum í jólafríinu. Meðal leiðbenenda okkar í Aspen var Lilian Fuchs. Hún hefur, ásamt bróður sínum, getið sér gott orð fyrir flutning strengjadúetta. Einu sinn heyrði tónskáldið Marinu þau systkin leika strengjadúett eftir Mózart og hreifst svo af leik þeirra að hann skrifaði dúett sérstaklega fyrir þau. Við æfðum þessa tvo dúetta undir leiðsögn Lillian og þeir verða á efnisskránni hjá okkur í kvöld. Aður en við fómm út vomm við allar í Tónlistarskólanum í Reylqavík. Þar vomm við í strengjasveit skólans. Þetta var ca. 12 manna hópur. Við æfðum mikið saman í mörg ár, undir stjóm Mark Reedman. Það náðist upp mjög gott samspil. Hópurinn fór saman í ferðalög, t. d. til Júgóslavíu og Skotlands. Eftir að við útskrifuðumst úr Tónlist- arskólanum fómm við þrjár í framhaldsnám til Bandaríkjanna, Bryndís og Svava em í Juilliard skólanum í New York og Auður við New England Conservatory í Boston. Síðan hittumst við allar í Aspen í sumar og fómm þá að spila saman. Emð þið við nám allan ársins hring? Já, og höfum verið það alveg frá því við fómm héðan, það má eiginlega segja lengur, því það er mjög algengt að fara út á sumamámskeið. Þessi námskeið em miklu „intensivari" en venju- legt tónlistamám. Á þeim er mússík allan sólarhringinn. Fólk kemur alls staðar að úr heiminum og maður fær tækifæri til að fylgjast mikið betur með því sem er að gerast annars staðar. Flest þessara námskeiða hafa mjög góða styrki þannig að þau koma út eins og sumarvinna. Þessi sumamámskeið em yfirleitt 6—8 vikur í Bandaríkjunum, styttri í Evrópu, en námskeiðið í Áspen í sumar var í 9 vikur. Stundum fer maður líka á fleiri en eitt námskeið yfir sumarið." Hver er munurinn á tónlist- arlífinur hér heima og í Banda- ríkjunum „Það er miklu fjölbreyttara í Bandaríkjunum," segir Svava, „þar er lengri tónlistarhefð, skól- amir em stærri og skipulagðari. Það segir sig sjálft að þar em miklu fleiri tóniistarmenn, þann- ig að samkeppnin er enn harðari. Og þá er ég ekki að tala um samkeppni í neikvæðri merkingu, heldur líka jákvæðri, því það era fleiri til að læra af. Síðan er auð- vitað miklu meira framboð af tónleikum. Við Biyndís emm t.d. í New York, og þar koma á fræg nöfn. Það er hægt að fara á tón- leika á hveiju kvöldi hjá fóiki sem kemur hingað aðeins á Lista- hátíð. Það er ekki sísti skólinn í því að fara á slíka tónleika." Nú erað þið við nám á háskóla- stigi, hvaða undirbúningsmennt- un þurftuð þið að hafa? „Það er rétt, Auður og Brjmdís em að ljúka BM prófi í vor, en sjálf er ég í doktorsnámi," svarar Svava, en þetta með aðfaramám er mikið áhyggjuefni gagnvart Lánasjóði íslenskra námsmanna. Efsta próf sem maður getur tek- ið héðan, er einleikarapróf, en í Bandaríkjunum er það ekki metið lengra en á 2. eð 3. ár á „bachel- or“ stigi. LÍN vill helst ekki lána námsmönnum fyrr en eftir það stig. Þessar reglur ganga ekki alveg upp að því er tónlistamám varðar. Þær geta tafíð fyrir fólki, eða jafnvel eyðilagt algerlega alla möguleika til frekara tónlist- amáms. Það er soiglegt því það þarf endumýjun í tónlistinni eins og annars staðar En það þarf ekki stúdentspróf eða eitthvað hliðstætt, til að kom- ast inn í þessa skóla. Það em rejmdar mjög skiptar skoðanir um þessa hluti í þeim skólum sem við emm . Til dæmis í Juilliard er nýr skólastjóri, sem aðhyllist þá kenningu að ekki sé nóg að kenna fólki að spila á hljóðfæri, það verði að hafa alhliða þekk- ingu, kunna að vera manneskjur. Gamlir kennarar við skólann era þessu ekki sammála, telja það vera eina hlutverk skólans að útskrifa fyrsta flokks hljóðfæra- leikara, ef fólk vilji alhliða menntun líka verði það að afla hennar annars staðar.“ Hvað tekur svo við eftir námið? „Við höldum kannski áfram, fömm í aðra skóla, til annars kennara í 1—2 ár í viðbót. Maður hugsar ekki lengra. Það er nú líka svo að maður hættir aldrei að læra. En eftir útskrift kemur oft millibilsástand. Fólk fer í „free—lance" vinnu í hinum og þessum stórborgum, sækir mikið tónleika og með tíð og tíma reyn- ir það að koma sér í fasta vinnu. Við stefnum allar heim, á endan um.“ Hvað er svo á efnisskránni hjá ykkur í kvöld? „Þessir tónleikar em afrakstur af því sem við vomm að gera í Aspen í sumar,“ segir Svava. „Eftir það hélduml við Biyndís áfram hjá Lilian Fuchs og eins og við sögðum áðan þá æfðum við tvo dúetta hjá henni, annan eftir Mozart, hinn efgtir Martinu. Við spilum þá í kvöld. Síðan emm við með tvö tríó, annað eftir Dvorak og hitt eftir Kódali. Við emm með mjög sérkennilega strengjasamsetningu. Ef við hefðum tvær fiðlur og celló væri þetta ekkert mál. Það er til nóg af verkum fyrir þá samsetningu, en ekki fyrir tvær fiðlur og eina lágfiðlu. Þannig verk em mjög sjaldgæf. En við fundum þessi verk, þurftum að sérpanta þau, því þau em of sjaldgæf til að vera til á bókasöfnum. Síðan höfum við verið að æfa saman. Við höldum aðeins þessa einu tónleika hér heima núna, eftir það ætlum við að fara í jólafrí. Við höfum nefnilega verið að æfa öll jólin. Síðan fömm við aftur út til Bandaríkjanna um miðjan janúar."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.