Morgunblaðið - 07.01.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.01.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987 37 Vakmál — vakómur eftirSvein Guðmundsson Kæri Helgi J. Halldórsson, Rafvarpstalsími, ha, hvað er það?... Ég þakka þér fyrir tilskrif í Morgunblaðinu hinn 9. desember 1986. Þar sagðir þú sum orð mín mis- góð. Má vera. Engin þeirra orða, er þú talaðir um og sagðir misgóð, fínnast þó í því bréfí, sem þú svar- aðir. Er því ekki umræðu vert, hvort þau eru góð eða ekki. Utan orðsins tjávaks, um það má met- ast, þótt aukaatriði sé. Mér fínnst orðið vel nothæft til þess að lýsa dálítið víðtækara hugtaki en orðið útvarp gerir. A ensku er talað um radio communications, en útvarp er broadcast á þeirri tungu. Víst má segja, að margar hliðar séu á þessu öllu. Finni þá einhver annað orð til þess að lýsa þessum athöfn- um, ekki bara með „almenna orðinu", eins og mætur meistari kenndi okkur í lærðum skóla læra, heldur líka íslensku orði. Þú ert einu ári á eftir tímanum. Á þessum mánuðum hefur fram farið málþróun. Meðal annars hefi ég hlýtt á ráð ykkar málfræðinga. Breytt hefí ég veki í vaka, svo samrýmast megi reglum um beyg- ingu orða, og þá vaka í vekil. Til þess að aka þarf altént ekil. Fleira hefur verið gert. Tungl heitir nú tyngill, sé það gervihnöttur. Allir þeir fjarskiptagervihnettir, sem ég hefi heyrt talað um, eru vaktyngl- ar. Tyngill er reyndar ekki mín uppfinning. Betra þykir mér mikl- um orð þetta en gervihnöttur. Beiti ég því í mínu máli. Mér fannst svolítið niðurdrep- andi að lesa endurtekningu þess, sem þú last í útvarpi fyrir ári und- ir augljósum áhrifum orðanefndar rafmagnsverkfræðinga, að ég léti hugarflugið hlaupa með mig í gön- ur. Meiri vitleysu gæti maður þó gert!... Morgunblaðið sá við þér í þess- um efnum, því þeir í ritstjóm drógu út aðalatriðið úr greininni, sem var niðurlagið. „Það gerir ekki til þó við látum okkur detta í hug ýmis orð og komum þeim á framfæri við aðra", og ég segi, — þótt við vinnum úr verkefninu og könnum, hvort orðið fer vel í samsetningum. Af þessum ástæðum var nýyrð- um skeytt inn í ritað og mælandi mál. Sumt hefði vissulega mátt strika út, en jafnvel Don Giovanni endar í antiklimaxi. Sumum kunna að þykja ritsmíð- ar mínar hástemmdar, og eigi kann ég skýra, hvers vegna, er ég sat við þessar skriftir, sonur minn setti á sófann opna opnu Morgunblaðs- ins frá fjórtánda nóvember sl. þá dr. Hallgrímur Helgason sagði um sína heimsmynd „í upphafi var ómurinn". Víst er, að vakómur mun vísa mönnum veginn, sem og bergmál Músíkar megin. Eg hefí stílað þessi bréf mín til þín, kæri Helgi J. Halldórsson. Þú ert í málinu eins konar þolandi þess, að hafa séð um málfarsþætti í útvarpi fyrir ári. Nú birtist þú sem vaksýn á öðrum vettvangi tjá- vaks. Þar eð við erum nærri því nágrannar, áttum við heimleið saman af stórfundi orðanefndar rafmagnsverkfræðinga um vaka- mál. Attum við þar vinsamlegar viðræður, og hvattir þú mig til þess að fá birt, hvað ég hafði skrif- að þér. Ég er pínulítið hvass í svörum við þér og vini vorum Bergi, formanni orðanefndar. Þetta er allt með vinsemd og virð- ingu. Vænt þætti mér mega fá einhver viðbrögð, hvort væru til lofs eða lasts. Þeir sem lasta vilja orð og athafnir fínnst mér þá þurfi að koma fram með eitthvað betra eða þá segja, að þeim sé skítsama um tunguna okkar. sjálfur hefí ég verið radíóamatör í þrjátíuogsex ár. Ef til vill má segja, að sem slíkur sé ég að færa fóm með því að taka upp ný orð, málletin er slík. Samt fannst mér sem ég end- umærðist, þegar ég mátti breyta kallmerkinu frá TF3SG í TF3T, og ég fæ loft í lungun, er ég get nú kallað mig vakhuga. Hugleiðingar vakhuga Gekk ég dag einn fyrir jól niður Laugaveginn. Gall þá í glymjanda rödd, og keypti ég kver úr höndu skálds, er sjálft afhenti um bílglugga, áritað. í því stendur þetta ágæta Lasarusarljóð, sem höfðar til mín á þessari stundu: Ljósfælnar útvarpsbylgjumar flýa í ofboði viðtækið þegar fer að elda af degi skilja eftir sig nístandi suð utanúr tóminu suð úr martröð. Draumvakningarvísa Kjartan Árnason Ekkert gerir til, þótt maður Mývatnssveit: Steingfrímur Jóhann- essonjarðsunffinn Biðrk. MVvatnssveit. ^ Björk, Mývatnssveit. ÚTFÖR Steingríms Jóhannes- sonar, Grimsstöðum, var gerð frá Reykjahlíðarkirkju síðastlið- inn laugardag að viðstöddu gölmenni. Sóknarpresturinn, sr. m Friðriksson prófastur á Skútustöðum, flutti útfararræðu og jarðsöng. Baldvin Kr. Bald- vinsson frá Rangá söng einsöng í kirkjunni. Steingrímur Jóhannesson fædd- ist á Grímsstöðum í Mývatnssveit 29. febrúar 1921. Foreldrar hans voru Elín Kristjánsdóttir og Jóhann- es Sigfínnsson. Þegar farið var að byggja Kísiliðjuna réðst Steingrím- ur í vinnu þar. Vann hann sfðan hjá því fyrirtæki til dauðadags, 23. desember síðastliðinn. Steingrímur var mjög virkur og ágætur liðsmað- ur í ýmsum félagasamtökum hér í sveitinni. Ungur gekk hann í ung- mennafélagið Mývetning. Þá gekk hann einnig í íþróttafélagið Eilíf. Hann stundaði íslenska glímu og knattspymu um langan tíma með freistist til þess, eins og margur íslendingurinn, að leika skáldhuga og reyni að raða hortittum sínum í nýíslensk vísuorð! Geimur er fullur vakorku allra aldna. Vaköldur merli meiri viði fær ei numið er elda fer nóttu því brýtur þá Sunna bylgju orðs °g upp hafs. Vekill æva vaka þúsunda tíðna riðlar vaks. Hvít er sú suða hver í eynim glymur. Vakróf frá lamma til gamma ærir og angrar sem auga sólar bjarta birta ljóshvít hugar svarta vaki lokar verður víðsýn vond. Handvak P.S. Sumt af því sem að ofan er skrif- að telst tæknimannamál. Slíkt er torskilið. Þeir vakmenn, sem mál- vöku vilja halda, geta flett upp í hinni upprunalegu grein minni í Morgunblaðinu hinn 2. desember 1986. Sú grein er orðabók þessara fræða. Verður það, sem hér er skrifað, varla lesið vel nema í sam- hengi við þá ritsmíð. Til þess að þeir, sem ekki nenna að leggja á sig að finna og lesa þá grein, en vilja skilja ofurlítið í áður sögðu, læt ég fylgja lítið vasa-vakorðasafn: Vak=radíó, Vakhugi=radóamatör, glymj- andi=málmtrektarlaga hátalara- gellir eins og var á torgum í Reykjavík áður en menn fengu græjumar og má setja á bílþak. Vaki=loftnet, vekill=radíósendir, viði=útvarpsmóttakari, vakalda= radíóbylgja, vaksýn=hvað blasir við sjónvarpsáhorfanda. Sinnuleysis gætir hjá mörgum í þeim efíium að skálda og nota ný orð, sem reynslan ein sker úr um, hvort lifa. Sumir okkar leikmann- anna sýna viðleitni, halda í ein- feldni að hún sé jákvæð, sleppa fram af sér virðuleika, sem samt ekki er til. Vonandi eru málfars- fræðingamir sama sinnis og taka þátt í leiknum. Mættum vér ef til vill vona mega frá þeim heyra bofs. Höfundur er verkfræðingur. ágætum árangri og af miklum áhuga. Þá var hann og traustur félagi í björgunarsveitinni Stefáni. Steingrímur var einn af stofnend- um Kiwanisklúbbsins Herðubreiðar og forseti eitt starfsár. Hann studdi vel og dyggilega leikstarfsemi hér í sveitinni um langa hríð og kom fram í ýmsum hlutverkum, einkum af léttara taginu, sem hann túlkaði oft á skoplegan og skemmtilegan hátt. Hann átti létt með að túlka gamanmál á mannamótum og þá oft frumsamið. Óefað myndi hann hafa náð langt á því sviði ef hann hefði haft tíma og tækifæri til. Ætíð var gott að leita til Steingríms, hann var mjög greið- vikinn og hjálpsamur og vildi hvers manns vandræði leysa. Eiginkona hans, Þorgerður Egilsdóttir «ffá Húsavík, lifír mann sinn. Þau eign- uðust átta böm sem öll eru á lífi og uppkomin. Bamaböm þeirra em tuttugu. Kristján ■■■■IH1T¥ MJL BÍÓHÚSID Sími: 13800 frumsýnir stórmyndina „UndurShanghai ái ví ....... ...— .........——-...... . •r-y.'.xxxsxsv ■ Splunkuný og þrælskemmtileg ævintýramynd með heimsins fræg- ustu hjónakornum þeim Madonnu og Sean Penn, en þetta er fyrsta myndin sem þau leika í saman. Sean Penn sem hinn harðduglegi sölumaður og Madonna sem hinn saklausi trúboði fara hér á kostum í þessari umtöluðu mynd. Aðalhlutverk: Sean Penn, Madonna, Paul Freeman, Richard Griffiths. Tónlist samin og leikin af: George Harrison. Lelkstjórl: Jim Goddard. Myndin er sýnd í nnröÖLBYSTEREO i Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Hækkað verð. nm ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.