Morgunblaðið - 07.01.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.01.1987, Blaðsíða 1
56 SIÐUR STOFNAÐ 1913 4. tbl. 75. árg. MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins AP/Símamynd Nikolai Ryzkhov, forsætisráðherra Sovétríkjanna (til hægri), ásamt Mauno Koivisto Finnlandsforseta við mót- tökuathöfn á Helsinki-flugvelli í gær. 30 stiga frost var er Ryzkhov kom þangað og klæddist þessi finnski her- maður, sem stóð heiðursvörð, lambhúshettu til að verjast kuldanum. Reagan út- skrifaður síðar í þessari viku Washington, AP, Reuter. TALSMAÐUR Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta sagði í gær að vefjasýni sem tekin voru úr blöðruhálskirtli forsetans hefðu reynst góðkynja og að hann væri óðum að hressast. Sagðist hann búast við því að forsetinn gæti tekið aftur til starfa síðar í þess- ariviku. Á sunnudag gekkst Reagan und- ir skurðaðgerð á blöðruhálskirtli og voru fjórir separ jafnframt fjar- lægðir af ristli hans. Larry Speakes, talsmaður forsetans, sagði að’vefja- sýni úr ristlinum hefðu verið rannsökuð og að ekkert hefði kom- ið fram sem benti til illkynja frumuvaxtar. Speakes kvaðst vænta þess að forsetinn yrði út- skrifaður af sjúkrahúsi flotans í Bethesda síðar í þessari viku. Reag- an átti í gær fund með þeim Donald Regan, yfirmanni starfsliðs Hvíta hússins, og Frank Carlucci örygg- isráðgjafa. ‘ Fyrir rúmum 18 mánuðum gekkst Reagan undir skurðaðgerð og var krabbameinsæxli þá fjarlægt úr ristli hans. Frá þeim tíma hefur hann farið í krabbameinsskoðun tvisvar á ári. Ronald Reagan verður 76 ára í næsta mánuði og er hann elsti forsetinn í sögu Banda- ríkjanna. Mikhail Shirman: Aðgerðin var síð- asta hálmstráið Ryzhkov forsætisráðherra Sovétríkjanna í Finnlandi: Afnám vöruskipta og samvinna fyrirtækja Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. NIKOLAI RYZHKOV, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, kom í gær í heimsókn til Finnlands. Heimsókn hans markar þáttaskil í viðskiptum ríkjanna tveggja því samkomulag hefur náðst um að binda ekki öll viðskipti við gagn- kvæm vöruskipti. í dag, miðviku- dag, munu þeir Ryzhkov og Kalevi Sorsa, forsætisráðherra Finnlands, ræða hugsanlega stofnun finnsk-sovéskra sam- eignarfyrirtækja og fleiri nýj- ungar á sviði efnahagsmála. Frá því í haust hafa viðskipti landanna gengið erfiðlega vegna þess hve lítið Sovétmenn hafa getað flutt út til Finnlands. Nú er gert ráð fyrir að viðskiptin verði ekki eingöngu bundin við gagnkvæm vöruskipti og munu Sovétmenn greiða fyrir finnskar útflutnings- vörur með vestrænum gjaldeyri. Æðstaráð Sovétríkjanna sam- þykkti fyrir skömmu að heimila sovéskum fyrirtækjum að stofna hlutafélög í samvinnu við erlenda aðila. Almennt er talið að stefnu- breyting þessi sé runnin undan rifjum Ryzhkovs og mun hann ræða um stofnun finnsk-sovéskra fyrir- tækja við ráðamenn í Finnlandi. í hófi sem Mauno Koivisto Finn- landsforseti hélt Ryzhkov til heiðurs í gær sagði Ryzkhov að Reykjavík- urfundur þeirra Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhails S. Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna, hefði verið „sögulegt skref í átt til afvopnunar". Sagði hann Sovét- stjómina vera reiðubúna til að ganga þegar til samningaviðræðna um hefðbundinn herafla allt frá Atlantshafi til Úralfjalla og að vest- rænir ráðamenn þyrftu því ekki að óttast að öryggi ríkja þeirra yrði ógnað þótt samið yrði um fækkun kjarnorkuvopna. Þetta er fyrsta heimsókn Ryzh- kovs til vestræns ríkis. Hann er 57 ára gamall og tók við embætti for- sætisráðherra í september árið 1985. Frami hans hefur verið skjót- ur og er almennt talið að Gorbachev Sovétleiðtogi treysti á að hann geti hrint fyrirhuguðum efnahagsum- bótum Sovétstjórnarinnar í fram- kvæmd. GYÐINGURINN Mikhail Shir- man, sem þjáist af hvítblæði, gekkst í fyrradag undir bein- mergsaðgerð í Hassadah-sjúkra- húsinu í Jerúsalem. Talsmaður sjúkrahússins, Ruth Mekel, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að Shirman hefði ákveðið að gangast undir aðgerðina, þrátt fyrir litlar líkur á að hún tækist. Shirman kom til Reykjavíkur meðan á leiðtogafundinum stóð til að beijast fyrir brottfararleyfi syst- ur sinnar, Inessu Fleurovu, vegna þess að hans eina von var að fá úr henni beinmerg. Þegar Fleurova fékk að fara frá Sovétríkjunum skömmu eftir fund- inn sögðu læknar að of seint væri að framkvæma aðgerðina, sjúk- dómurinn hefði ágerst. „Læknar sögðu að Shirman væru Mikhail Shirman á blaðamanna- fundi í Reykjavik. flestar bjargir bannaðar, en ekki væri útilokað að beinmergsaðgerð bæri árangur," sagði Ruth Mekel. „Shirman var sammála læknunum um þetta og því var ákveðið að framkvæma aðgerðina. Ég get ekki sagt hvernig aðgerðin tókst. Það væri brot á siðareglum lækna að vera með slíkar vangaveltur á þess- ari stundu.“ Ovenjulegt ökutæki Sydney, Rcuter. KÍNVERJAR hyggjast, í sam- vinnu við ástralskt fyrirtæki, hefja framleiðslu á bifreiðum sem munu m.a. geta gengið fyrir soyaolíu. Vélarhlutamir verða framleiddir í Ástralíu en yfirbyggingin í Kína. Stjómvöld eystra vonast til þess að almenningur allur komi til með að geta eignast bifreiðina, sem mun kosta um 80.000 ísl. krónur. Til- raunasmíði lýkur innan sex mánaða og munu kínverskir ökuþórar því innan skamms geta fest kaup á soyabifreiðinni en hámarkshraði hennar verður 80 kílómetrar á klukkustund. Tékkóslóvakía: • / Stjórnvöld reyna að af- stýra mannréttindafundi Prag, AP, Reuter. TÍU ár voru í gær llðin frá stofnun samtakanna „Mann- réttindi 77“ (Charta 77) í Tékkóslóvakíu. Af þessu tilefni héldu samtökin blaðamanna- fund í íbúð í Prag en í miðjum klíðum var rafmagnið tekið af húsinu. í gær sendu „Mannrétt- indi 77“ frá sér yfirlýsingu þar sem ahnenningur i Tekkóslóv- akíu er hvattur til þess að krefjast aukins lýðræðis og frelsis. Nokkrir helstu talsmenn sam- takanna fengu ekki að sitja fréttamannafundinn sem tíu vest- rænir blaðamenn sóttu. Lögreglu- menn stöðvuðu meðal annarra leikritaskáldið Vaclav Havel er hann hugðist sækja fundinn og sögðu honum að halda sig heima. Að minnsta kosti átta aðrir and- ófsmenn voru stöðvaðir. Upphaf- lega hafði verið boðað til fundarins á veitingastað í Prag en yfirvöld létu loka honum í gær. Samtökin „Mannréttindi 77“ hafa starfað lengst allra mann- réttindasamtaka austan jám- tjalds. Fyrsta yfirlýsingin í nafni þeirra leit dagsins ljós þann 6. janúar 1976. Allt frá stofnuninni hafa yfirvöld í Tékkóslóvakíu reynt að hefta starfsemi þeirra. Meðlimir samtakanna eru um það bil 2000 og hefur flestum þeirra verið vikið úr starfi vegna mann- réttindabaráttu sinnar auk þess sem nokkrir hafa verið fangelsað- ir. Undanfarin ár hefur starfssvið samtakanna orðið víðtækara og hafa þau sent frá sér yfírlýsingar um nauðsyn endurskipulagningar efnahagslífsins, afvopnunarmál og umhverfísvemdun. Yfírlýsingin, sem birt var í gær, er sex síður að lengd. í henni segir að almenningur í Tékkóslóv- akíu verði að sýna það hugrekki að krefjast frelsis og mannrétt- inda. Þá er fólk varað við því að bíða breytinga og hvatt til þess að knýja sjálft fram breytingar á þjóðskipulaginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.