Morgunblaðið - 07.01.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.01.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987 fclk í fréttum IMýársheit stjarnanna Ekki sárfættnr þessi! Menn gera sér ýmislegt til skemmtunar og enn fleira til viðurværis. Það sannast á með- fylgjandi myndum, því að söguhetj- an, Trinidad-búinn Periy Hemandez, hefur það að atvinnu að stökkva berfættur af herðum aðstoðarmanns síns ofan á gler- brotahrúgu. Á einhvern hátt tekst honum þetta án þess að fá svo mikið sem eina skrámu. - óttast að missa röddina Poppstjaman Elton John hefur þegar hætt við hljómleikaför sína til Bandaríkjanna, eftir að í ljós kom að ekki var allt sem skyldi með raddbönd hans. Læknar skip- uðu honum að taka sér algera hvíld frá söngnum í nokkum tíma, vildi hann á annað borð geta' sungið nokkru sinni framar. „Elton er dauðskelfdur", segir vinur hans. „Hann veit sem er að hann tók óþarfa áhættu og að nú kann að vera komið að skuldadög- um. Það sem hann óttast mest, og Elton John hafði reyndar verið varaður oft við þvf að hann hugs- aði ekki nóg um rödd sína, en hann lét það alltaf sem vind um eyru þjóta. Það var ekki fyrr en kona hans, Renata, og Andrés Bretaprins lögðu mjög fast að honum, sem hann lét loks undan. Þá kom sann- leikurinn í ljós og óttast Elton það mjög að síðustu tónleikar hans í Ástralíu, muni reynast hinir síðustu fyrr og síðar. „Að sögn kunningja er hann mjög skelkaður um þessar mundir og hefur haft eilífðarmálin mjög á heilanum. Nú ásakar hann sig mjög fyrir að hafa ekki hlýtt konu sinni, sem hann segir hafa verið sem rödd skynseminnar, þegar hún varaði hann við. Ekki síst eftir að hann örmagnaðist á sviði í Bandaríkjun- um í september. Umboðsmaður Eltons, John Reid, segir: „Við vorum búnir að vara hann margoft við og grátbændum hann um að fara í skoðun og háls- myndatöku, en allt kom fyrir ekki. Jafnvel þegar hann var að sálast úr hálsbólgu og guð veit hveiju, og það á miðju hljómleikaferðalagi, þá harðneitaði hann að leita til læknis. Hann sagðist bara þurfa eins dags hvfld og þá myndi röddin jafna sig. Eg vona bara að nú sé ekki um seinan." Að sögn kunnugra var það ekki síst fyrir afskipti Andrésar, hertoga af Jórvík, sem Elton John lét loks tilleiðast, en sem getið hefur verið í dálkum þessum, er mikill sam- gangur milli Eltons og Renötu og hertogahjónanna. Elton John ákvað þvert á ráð lækna að ljúka hkljómleikaferðalagi sínu um Ástralíu. „Hvemig get ég hætt? Hver ætlar að útskýra það fyrir krökkunum, sem eru búnir að kaupa sig inn á tónleikana? Ekki ég-“ Eftir síðasta konsertinn í Ástralíu fór Elton John loks að ráðum lækna sinna og hætti að syngja. Læknar hafa líka bent á að hann sé orðinn 39 ára gamall, svo að jafnvel þó komast megi fyrir meinið, sé ljóst að hann mun aldrei verða samur á Renata með mannl sínum, Elton John. Michael J. Fox: „Það er draumur hvers leikai að vera að vinna og atvinnuleysi er martröð. Þess vegna vona ég a mér muni ganga jafnvel á nýja árin og því sem er að líða." Olivia Newton John: „Ég ætla að byija í „bransanum aftur í ár, en að undanfömu hef éj verið upptekin af baminu mini Chloé. Eg strengi þess heit að slá gegm“ þorir varla að ræða við Renötu, er að skaðinn sé óbætanlegur og að hann muni aldrei geta sungið fram- ar. Fyrir Elton er það hálfur dauðdagi". Flöskur brotnar, svo aö nóg sé aff glerbrotunum. Margir hafa þann ávana að strengja alls kyns nýársheit í kampavínsvímu um hver áramót, en að sjálfsöðu er misjafnlega vel við lof- orðin staðið. Helstu stórstimi heims eiga þetta líka til og hér á eftir fara heit þeirra og óskir fyrir nýtt ár. Kemur þá í ljós sem marga hefur vafalaust gmnað, að ekki em stjömurnar í miklu frábmgðnar okkur hin- um. Brooke Shields: „Ég ætla mér að útskrifast úr Princeton með láði. Ég hef gengið í gegn um margt bæði í skólanum og á tilfinningasviðinu, svo að ég vona að mér taklist þetta.“ Morten í A-HA: „Ég strengdi þess heit að fai heim til Noregs að gera mér c fjölskyldunni glaðan dag. Það < allt of auðvelt að verða svo upptel inn af sjálfum sér að maður gleyn þeim sem hjálpuðu manni upp á vi og studdu í raunum.“ Ralph Macchio: „Ég vildi óska þess að ég geti gert fjölskyldu mína ánægða og stolta af mér.“ Kathleen Turner: Ég strengi þess heit að vera aldr- ei aftur í fjarvistum við mann minn, Jay, jafnlengi og þegar ég var að vinna við tökur myndarinnar Peggy Sue Got Married. Ekkert er slíks aðskilnaðar virði.“ Don Johnson: „Ég hef allt sem ég þarf og ég er hæstánægður með lífið og tilver- una, svo ég efa að ég vilji eða þurfi að breyta nokkru. Verði maður hins vegar að strengja heit, þá heiti ég hér og nú að njóta lífsins meðan ég get og láta mér leiðast ella.“ Svanasöngur Elton Johns? ný-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.