Morgunblaðið - 07.01.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.01.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987 Snjó-hvað? Snjór er mjög vinsæll af börnum. Úr honum má gjarnan búa til ýmislegt s.s. karla, hús og snjóbolta. Menn fara á skíði, sleða, þotur og allt annað sem fólki dettur í hug að renna sér á. Einnig eru skautarnir teknir upp á þessum árstíma. í snjónum er hægt að fara í sporleik. Þá er það einn sem á að fela sig og hinir reyna að finna hann með því að rekja sporin hans. Þetta getur verið erfitt þar sem mörg önnur spor geta verið í snjónum. Krakkamir hérna á myndinni eru á góðri leið með að búa til heilan snjókarlakór. Hjá snjókarlakórnum sínum hafa þau einnig búið til smá ljós. Þau hafa raðað saman snjóboltum í hrúgu, þannig að autt er inni í hrúgunni og svolítið op á hliðinni þannig að þau geta sett kerti þar í og nú eru þama „upplýstir" snjókarl- ar. Það er margt skemmtilegt hægt að gera úr snjó og ykkar að nota hann til að búa til allt mögulegt. Ég held að allir krakk- ar brosi út að eyrum þegar snjórinn fellur líka þau sem ekki geta sagt snjór en þau tákna hann á ákveðinn hátt. Nýtt ár, árið 1987, er hafið. Gleðilegt ár krakk- ar og hjartans þakkir fyrir liðið ár. Sérstakar þakkir flyt ég öllum þeim sem hafa skrifað Barnasíðunni, komið í viðtal, eða aðstoðað á annan hátt. Vonandi eigum við eftir að eiga gott samstarf á þessu nýbyijaða ári. Okkar tímatal miðast við fæðingu Jesú Krists. 1 hverju ári eru 12 mánuðir eða 52 vikur. Menn 1987 hafa ekki alltaf talið þetta eins en það er mikið hagræði að því að hafa ákveðið tímatal og milli landa getum við talað um ákveðna daga og ver- ið að meina það sama. Stundum áður fyrr urðu menn að miða við gang himintungla og fleira þess liáttar. A nýju ári væri gaman að fá bréf frá ykkur með hugmyndum og tillögum að efni á síðuna. ELDSPYTNA- VANDAMÁL Eldspýtur hafa verið mikið notaðar upp á síðkastið. Kveikt hefur verið í flugeldum, brenn- um og á stjörnuljósum fyrir utan öll kertin sem við höfum kveikt á. Hérna eru sex heilar eldspýt- ur og fjórar hálfar. Það er hægt að búa til fimm ferninga úr þeim. Getur þú gert það? MYNDAGATAN 19 12 3 4 5 6 7 8 9 1$7 XI ja ram L- i_ Myndagátan í dag er svolítiið öðruvfsi en oftast. Hérna sjáið þið teiknaða mynd. Búið er að taka fimm ferninga út úr mynd- inni. Getið þið fundið hvaðan þeir eru? í skíðabrekkunni Margir eru í skíðabrekkunni í dag. Ekki eru þó allir jafn flínkir á skíðum, og detta hver um annan. Tvö bamanna eru systkin. Þau eru í svipuðum fötum. Getur þú fundið hver þau eru? Gettu betur Nú reynum við að hressa og vekja hugann eins og við getum eftir hátiðina. Hérna eru nokkrar laufléttar gátur sem þið eigið auðvelt með að leysa. 1. Hver hefur auga, en ekki höfuð? 2. Hver hefur fjóra fætur, en getur þó ekki gengið? 3. Hver hefur höfuð en hvorki nef né augu? 4. Hvað stækkar því meira sem meira er rifið af því? 5. Þvottur gerir það óhreint. Það er hreinna, ef það hefur ekki verið í þvotti. Hvað er það? Ef þið vitið svörin sendið. okkur þá línu. Heimilis- fangið er: Barnasíðan, Morgunblaðinu, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. 7 — X -8 4- X fH X M + —- =8 — §§ — 11 + H + — =9 ^8 M --Q M -9 (H TALNA- KROSSGÁTA Um leið og skólaleyfinu um jólin lýkurtekur alvaran viö. Hérna er smá talnakrossgáta eða reiknisþraut sem þú getur æft þig á. Er þetta nokkuð voða flók- ið?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.