Morgunblaðið - 07.01.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.01.1987, Blaðsíða 5
1 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987 5 Utgerðarfélag Norður-Þingeyinga: Breytingiim á Stakfellinu frestað - gegn 6.550 þús. kr. styrk SAMKOMULAG hefur náðst eft- ir mikið samningaþóf á milli Utgerðarfélags Norður-Þingey- inga og Þórshafnarhrepps um frestun á fyrirhuguðum breyt- ingum á togaranum Stakfelli um þrjá mánuði, en því átti að breyta í frystiskip nú eftir áramótin. Samkomulagið gerir ráð fyrir að skipið fái 6.550.000 kr. styrk til útgerðarinnar frá fjórum aðil- um í þessa þtjá mánuði og er þá miðað við að skipið fái 800 tonna afla á tímabilinu. Eftir er að bera samkomulagið undir stjórn Hraðfrystistöðvarinnar og stjórn Jökuls á Raufarhöfn, sem er annar fiskkaupandinn. Samkvæmt samkomulaginu mun Hraðfrystistöð Þórshafnar greiða 3.5 milljónir, Kaupfélag Langnes- inga og Þórshafnarhreppur 925.000 krónur hvor aðili og gert er ráð fyrir að frystihúsið Jökull á Raufarhöfn greiði 1.2 milljónir vilji það fá fisk til vinnslu úr togaran- um. Miðað við 800 tonna afla þýðir styrkurinn rúmlega 8 krónur á hvert kg ofan á gildandi fiskverð. Styrkurinn er nálægt því að vera greiðslubyrðin af skipinu, en hún er á ári um 25 millj. kr. Skuldir á skipinu nema nú 220 milljónum króna og sagði Óli Þorsteinsson, stjómarmaður í Hraðfrystistöðinni, í samtali við Morgunblaðið að Stak- fellið væri búið að tapa 74 millj. kr. frá því það kom á miðju ári 1982 til ársloka 1985. Reksturinn hefur hinsvegar gengið vel á síðasta ári, að sögn Óla. Upphaflega var Stakfellið í eigu Jökuls á Raufarhöfn sem átti 40%, Kaupfélags Langnesinga átti 12%, Þórshafnarhrepps og Hraðfrysti- stöðvar Þórshafnar sem áttu saman 46% af eignarhlut skipsins_ og Sval- barðshrepps, sem átti 2%. Ákvörðun um að breyta Stakfellinu alfarið í frystiskip var tekin á fundi útgerð- arfélagsins þann 4. júní sl. og mynduðu Raufarhafnarbúar meiri- hluta með Kaupfélagsmönnum um ákvörðunina þá. Hinsvegar gerðist það í haust að Kaupfélagið keypti eignarhlut Jökuls í skipinu og á í því nú 52%. „Menn héldu að eftir að kaup- félagið hefði eignast meirihluta í skipinu og það komið alfarið til Þórshafnar, yrði hætt við breyting- amar, en svo reyndist ekki. Til- kynnt var í nóvember að skipið færi í breytingamar 5. janúar í Slippstöðina á Akureyri. Haldinn var fjölmennur borgarafundur nú strax eftir áramótin og vom allar tillögur í þá átt að hætt yrði við breytingamar þar sem þær myndu þýða algjört atvinnuleysi hjá fisk- vinnslufólki, 50 til 60 manns. Mikil samstaða ríkti á fundinum á meðal hinna almennu borgara um að hætta við breytingamar. Hinsvegar sá kaupfélagsstjórinn, Þórólfur Gíslason, sér ekki fært um að mæta á fundinn, en hann er jafn- framt stjómarformaður í Útgeraðr- félagi Norður-Þingeyinga," sagði Óli Þorsteinsson. GLEÐILEGT NÝTT ÁR! Skólinn tekur til starfa 12. janúar í Bolholti allir aldurshópar frá 12 ára aldri. Framhald - byrjendur. Tími 2 sinnum og 3 sinnum í viku. Þriðji tíminn frjálst val. Jazz eða ballett. Opnir tímar á laugardögum. Ath. nemendur sem eru 3 sinnum í viku fá fría tíma á laugardögum. Gestakennari Jack Gunn frá London. Kemur 12. janúar. Ps. Ekki missa af fyrsta tíma. Pps. Framhaldsnemendur mæti á sömu tímum og áður. í Suðurueri: Barnaskóli 5—12 ára. Byrjendaflokkar - framhaldsflokkar. Tímar 1 sinnum og 2 sinnum í viku. * Avöxtun hefur sölu á ávöxtunarbréfum Stjórn Verðbréfasjóðs Ávöxtunar hf., f.v.: Ármann Reynisson for- stjóri, dr. Páll Sigurðsson dósent og Pétur Björnsson forstjóri. ÁVÖXTUN sf. hefur stofnað verðbréfasjóð og hefur nú ve- rið hafin opinber sala ávöxtun- arbréfa sjóðsins. Sjóðurinn ber nafnið Verðbréfasjóður Ávöxt- unar hf. Ármann Reynisson forstjóri Ávöxtunar sf. sagði að á undanf- ömum mánuðum hefði fyrirtækið verið endurskipulagt, meðal ann- ars til að forðast árekstra við bankaeftirlitið sem hefði haft fyr- irtækið undir smásjánni. Verð- bréfasjóðurinn hefði verið stofnaður til að taka við þjónustu fyrirtækisins við sparifjáreigend- ur og væri hann þó að öllu leyti rekinn af Ávöxtun sf. Ávöxtunarbréfin sem Verð- bréfasjóðurinn selur eru í þremur verðflokkum, 1.000 krónur, 10.000 krónur og 50.000 krónur. Sagði Ármann að markmiðið væri að bréfin hefðu hæstu ávöxt- un á hveijum tíma. Enginn aukakostnaður væri dreginn frá andvirði bréfanna við innlausn. Þá væri engin bindiskylda á þeim, og ætti að vera hægt að leysa þau út hvernær sem er. Ávöxtun- arbréfin væru því fjárfesting til lengri og skemmri tíma. Ávöxtun- arbréfin verða fyrst um sinn eingöngu til sölu á skrifstofu Ávöxtunar sf. Á síðasta ári náðu fjármunir á fjárvörslusamningum Ávöxtunar sf. yfir 31% ávöxtun, að sögn Ármanns, og samsvaraði það rúmlega 14% ávöxtun umfram verðbólgu. I stjórn Verðbréfasjóðs Ávöxt- unar hf. eru: Dr. Páll Sigurðsson dósent, sem er formaður; Pétur Björnsson forstjóri og Ármann Reynisson forstjóri. Nýtt - nýtt: Nemendur teknir frá 5 ára aldri. í Hraunbergi - Nýr skóli. Byrjendaflokkar — framhaldsflokkar. Ath. nú einnig tímar 2 sinnum í viku. Innritun hefst í alla flokka 5. janúar. Kennarar skólans: Bára, Anna, Margrét A., Sigríður, Margrét Ó., Agnes og Arndís. IMemendasýning í apríl. Dansarapróf tekin í maí. Skólanum slitið 24. maí með veglegri veislu og afhendingu prófskírteina. Nú geta allir komið og kynnt sér tímana hjá JSB. Opnir tímar á laugardögum. Jazz - þol - og teygjutímar. Gjald 250 kr. per tíma. Flugleiðir: Veruleg’ur hagnaður í fyrra Slæm afkoma hjá Arnarflugi ALLT útlit er fyrir að hagnaður Flugleiða á árinu 1986 verði meiri en árið á undan en þá var hann tæplega 200 milljónir að sögn Sigurðar Helgasonar for- stjóra Flugleiða. Sigurður sagði að endanlegar tölur um afkomu félagsins lægju ekki fyrir, fyrr en viku fyrir aðal- fund félagsins sem haldinn verður 20. mars næstkomandi. Hann sagði að hagnaðinn mætti meðal annars rekja til verðlækkunar á eldsneyti, miklum flutningum og góðri nýt- ingu á flugvélum, hótelum og bílaleigu. Þá varð mikill hagnaður af verkefni, sem félagið tók að sér í Alsír og sölu á hlut félagsins í Cargolux auk sölu á einni af Fok- ker Friendship vélum félagsins. Um horfur á þessu ári sagði Sigurður að ágætt útlit væri með flutninga en verð á eldsneyti, gengi dollars og efnahagsástandið hér á landi gæfi ekki tilefni til mikillar bjart- sýni. Að sögn Kristins Sigtryggssonar, forstjóra Arnarflugs, er gert ráð fyrir að afkoma félagsins á árinu 1986 verði slæm og jafnvel verri en búist var við. Endanlegar tölur liggja ekki fýrir og er ekki að vænta fyrr en síðar. ff J azzballettskólí Báru Bolholt, Suðurver, Hraunberg, 36645. 83730. 79988. Þökkum nemendum okkar góðar samveru- stundir á liðnu ári. FÍD Fólag ísl. danskonnara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.