Morgunblaðið - 07.01.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.01.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987 41 Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson í dag ætla ég að fjalla um Steingeitina (22. des. — 21. jan.) út frá kynjaskiptingu. Flestallar lýsingar á merkjun- um taka lítið sem ekkert mið af því að til er karl- og kven- kyn, ein almenn lýsing er látin nægja fyrir aila. Þó nafa við- horf í þjóðfélaginu og uppeldi þau áhrif að karlar virðast þroska aðra eiginleika en kon- ur. Eins og alltaf eru lesendur minntir á að aðrir þættir en sólarmerkið hafa áhrif og að eftirfarandi verður fyrst og fremst að teljast lýsing á því dæmigerða. MetnaÖur Mikið er talað um metnað í sambandi við Steingeitur. Við sem lesum lýsinguna sjáum fyrir okkur ungan mann í jakkafötum með bindi, stresstösku, samanbitnar var- ir og þennan alvörugefna og ábyrga svip sem virðist hálf- hlægilegur á ungum mönnum. Það eru reyndar Plútóar og Sporðdrekar sem þykjast sjá í gegnum gervið og telja það hlægilegt, öðrum finnst við- komandi efnilegur. Hvað um konur Hvemig á hins vegar kona, sem ekki getur sett sig í gervi unga mannsins með stress- töskuna, að taka þessari lýsingu. Á hún við? Ja, konan getur hugsað sem svo: „Ef ég væri maður og ung, þá er ekki ólíklegt að svona gæti þetta verið. í draumum mínum gæti ég hugsað mér að stjóma stóru fyrirtæki." Þó slíkt sé mögulegt, með góðum vilja, er gagnlegra að draga upp lýsingu sem á við um veruleika konunnar og karlsins? íhaldssemi Án þess að ætla að móðga kvenréttindakonur í Stein- geitarmerkinu er rétt að segja að Steingeitin er að upplagi íhaldssamt merki. Hin dæmi- gerða Steingeit gerir ekki uppreisn gegn einu eða neinu. Hún vill byggja upp innan þess ramma sem fyrir er. Því eru konur í Steingeit oft ofur- konur, þ.e. þær gangast upp í kvenhlutverkinu, em stoltar af því að vera mæður og leggja metnað sinn í böm sín, mann og heimili. Önnur málefni Það síðast talda, að leggja metnað sinn í heimili, segir margt. Það segir að metnað- urinn, ábyrgðarkenndin og viljinn til að gera vel em fyr- ir hendi, ekki síður en hjá körlum, en beinist að öðmm málefnum. Það er kjami máls- ins. Á sama hátt og karlmaður í Steingeitinni sefur ekki vegna óleystra verkefna á skrifstofunni sefur konan ekki vegna áhyggja af barninu. Þær Steingeitarkonur sem fara út á vinnumarkaðinn finna síðan oft sérstaklega mikið fyrir togstreitu milli heimilis og starfs. Samviskusemi Bæði karl og kona í Steingeit- armerkinu em með afbrigðum samviskusköm og vandvirk. Sennilega á konan þó erfiðar með þessa eiginleika. Margar Steingeitarkonur halda sér niðri, vanmeta eigin hæfileika og gera á allan hátt of lítið úr sjálfum sér. Orsökina er að finna í viðhorfum þjóð- félagsins til kvenna og í eigin fullkomnunarþörf. Upplagog umhverji Boðskapur sögunnar er þessi: Að upplagi hafa konur og karlar í Steingeitinni sömu hæfileika, em skipulögð, jarð- bundin, raunsæ, alvömgefin og ábyrg. Umhverfið og upp- eldi gera hins vegar að verkum að hæfíleikunum er oft beint inn á ólík svið. GARPUR LnFTsraMN fl-Vguk HÁrr ypn? konungs- HÖLUMWI 'A ETERNÍU, EN ÞOTAM ELTIR. VOPNI 06 APAM PRIMS VITA EKKI UM IjDFTSTEININN, EN FyLGJASTMEÐ HALA STUÖRNUNNI. mE 5PENQING i FJAKSKA hristir höll- X-9 JACQUES 06 'W fie-fip,______________ (xL\NKA SAKA" \ /)& Æ&fMAt '» uurfu ? ? ] sew&í/ Ff$4"77M'/"-M4/ys Jí © Fealures Syrtdicale. Irw. World riflhls reserved. TOMMI OG JENNI !!!!!!!???!??!?!!!!!!!!!!l!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!i!!!!!!!!!!!!!!!!!!ii!!!!!!!!!l!l.!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!i!!;n!!?!!?!?!f!!!!!!!!!!!!!il!!!!!!! ::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: UOSKA BORDFDNTUNIN, I HR. 6LÓMSTURBERG^\ HÓST HÓST »HÖST HÓGTl'C VIPÐlST J '■ EKKI VET?A HÉR ,— \ >í- Hósr HÓST 'SJ þÚÆTTII? AE> A&G EFAHONUM ElTTHVAB '.'■- Hósr HÓST>‘/ pu ERT HEPPINN, AÐ E<S I SKULI EIGA ÞE5SAR HÓSTA ) pill.uk.____ , f I FERDINAND ???!f!!.l!!!!!!!!!!!!!!!!!!!f!!!!!!!!!!!{!i;i!!;iil!ii;i;i;;; SMAFOLK I KNOU) r 5AW TMEIK AD MERE 50MEPLACE. ------- AM, HERE IT IS... "PI7 7A FOR RENT'v Ég veit að ég sá auglýs- „Pizza með heim,“ „Pizza inguna frá þeim einhvers eftir pöntun“ ... staðar hérna ... „Pizza send heim“ . Já, hérna er hún... „Pizza til leigu.“ BRIDS Phillip Alder, fyrrnm ritstjóri breska tímaritsins Bridge Magazine, býr nú i New York og spilar þar við mann að nafni Seligeman. í keppni fyrir skömmu keyrðu þeir félagar í býsna hörð þijú grönd, sem Ald- er stýrði úr suðri. Norður ♦ ÁG6 V62 ♦ ÁK1054 ♦ G94 Suður ÍDG1094 ♦ G82 ♦ ÁK3 Vestur Norður Austur Suður Vestur Norður Austur Suður Vestur K9542 ♦ Á5 D63 ♦ 1072 Austur ♦ D107 ♦ K873 ♦ 97 ♦ D865 Pass Pass Pass 2 tíglar Pass 3 spaðar Pass Pass Pass 1 hjarta 3 tíglar 3 grönd Vestur spilaði út spaðafjarka og Alder reyndi gosann í blind- um í þeirri veiku von að útspilið væri frá hjónunum. En austur drap á drottningu og hélt áfram spaðasókninni. Alder dúkkaði einu sinni, en átti þriðja slaginn á ásinn. Tígullinn varð að gefa fimm slagi, svo Alder tók ásinn, fór heim á laufás og svínaði fyrir- ■ tíguldrottningu. Þegar það gekk vom átta slagir til reiðu og gmndvöllur kominn til að galdra fram þann níunda. Þegar Alder átti eftir að taka einn tígul var staðan þessi: Vestur ♦ 92 ♦ Á ♦ - ♦ 107 Norður ♦ - ¥62 ♦ 4 ♦ G9 Austur ♦ - ¥ K87 ♦ - ♦ D8 Suður ♦ - ¥ DG9 ♦ - ♦ K3 Austur og suður hentu hjarta í tígulfjarkann en vestur mátti ekkert spil missa. Hann valdi að kasta spaða, en þá var honum spilað inn á hjartaás, svo hann neyddist til að hreyfa laufíð í lokin. Alder hitti á að setja níuna og fékk því úrslitaslaginn á lauf- gosa. SKAK Umsjón Margeir Pétursson í haust fór fram alþjóðlegt mót í Hollandi, sem var merki- legt fyrir þá sök að þátttakendur fengu ekki að ráða hvaða byijan- ir þeir tefldu. Þessi staða kom upp á mótinu. Enski stórmeist- arinn Toni Miles lenti í því að þurfa að tefla gegn sínu eigin uppáhaldsafbrigði, drekaaf- brigðinu 5 Sikileyjarvörn. Hann hefur hér hvítt og á leik gegn Hollendingnum Veerman. í fljótu bragði virðast öll spjót standa á hviti, en Miles tókst að fínna rakta vinningsleið: 27. Rf6+! - Bxf6, 28. He8+ - Kh7, 29. Df8! (Nú fær svartur að anda, en Miles hefur reiknað rétt, hann sleppur út úr skákum svarts) 29. — Bb2+, 30. Kdl — Bxc2+, 31. Kel - Da5+, 32. Kfl — Bd3+, 33. Kgl og svart- ur gafst upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.