Morgunblaðið - 07.01.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.01.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987 Minning: Friðgerður Frímannsdótt- ir hjúkrunarfræðingur Fædd 4. maí 1943 Dáin 24. desember 1986 A hendur fel þú honum, sem himna stýrir borg það allt, er áttu í vonum og allt er veldur sorg. Hann bylgjur getur bundið og bugað storma her, hann fótstig getur fundið, sem fær sé handa þér. (Þýð. B. Halld.) Mig langar að minnast Fríðu, vinkonu minnar, með fáeinum orð- um, nú, er leiðir okkar skiljast um sinn, og þakka henni allar ánægju- stundimar á síðastliðnum árum. Mér er í fersku minni, er ég sá hana fyrst, vorið ’83. Ég var ný- komin hingað til Vanersborgar í Svíþjóð, til nokkurra ára dvalar, ásamt manni mínum og bömum. Þá hafði Fríða búið hér í 7 ár, með Sigurði Jónssyni, manni sínum og synimir vom 4: Bjami Heiðar, Bald- ur Heiðar, Bárður Heiðar og Börkur Heiðar, allt tápmiklir og efnilegir strákar. Þegar þau Fríða og Siggi fréttu af komu okkar buðu þau okkur strax í heimsókn á sitt hlýlega og snyrtilega heimili á Hovslagargöt- unni og aðstoðuðu okkur við ýmislegt í sambandi við flutning- ana, því margt var okkur framandi á ókunnum stað. Æ síðan höfum við átt hjá þeim vinum að mæta. Margt hefur hún Fríða kennt mér á þessum ámm og miðlað af sinni rejmslu, því hún var með af- brigðum náttúmgreind, útsjónar- söm og hagsýn. Maður kom aldrei að tómum kofunum hjá henni og hún var ávallt veitandinn í okkar samskiptum. Þótt Fríða hefði fremur alvarlegt yfirbragð var þó alltaf stutt í glettn- ina og brosið og hún sagði einkar skemmtilega frá. Undanfarin haust höfum við farið saman í margar skógarferðir, í sveppa- og beijaleit. Báðar kunnum við vel við okkur úti í náttúmnni og í þessum ferðum bar margt á góma. „Alltaf flýgur hugur heim, hvar sem gerist saga landans", mælti Einar Ben. og er það orð að sönnu. Hugur Fríðu flaug oft heim á Frón og hún rifj- aði gjaman upp skemmtilegar minningar þaðan, t.d. frá skólaár- unum á Akureyri. Hún var hjúkmnarfræðingur að mennt, en eftir að ég kynntist henni vann hún ekki utan heimilisins. Þar hafði hún líka ærinn starfa og oft langan vinnudag. Ef nokkurt tóm gafst vom pijónamir gripnir eða vefurinn sleginn. Þeir vom ófáir, t Systir mín, INGVELDUR ÞORSTEINSDÓTTIR, Sóltúni 1, Keflavfk, andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur 5. janúar. Fyrir hönd fjarstaddrar dóttur og systkina, Steinunn Þorsteinsdóttir. t Faöir minn, JÓN HELGASON, Sólvangi, áður til heimilisá Hverfisgötu 21 b, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 8. janúar kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Magnús Jónsson. t Móðir mín, SIGRÍÐUR D. KARLSDÓTTIR, Þórsgötu 19, Reykjavík, veröur jarðsungin frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 8. janúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á Hallgrímskirkju. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Karl H. Pótursson. t Útför móður okkar, ÞÓREYJAR HELGADÓTTUR, Æsufelli 2, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 8. janúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Sigurjón Arnlaugsson, Teitur Arnlaugsson, Helgi Arnlaugsson. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför, SIGURBJARGAR S. SIGURVALDADÓTTUR, Fjölnisvegi 20. Reykjavík. Dætur, tengdasonur, barnbörn og barnabarnabörn. hér um slóðir, sem klæða af sér kuldann með lopapeysum, sem hún hefur pijónað og það var enginn svikinn á viðskiptunum við hana. Allt, sem hún vann bar merki vand- virkni og listfengi. Hún óf feiki fallegar myndir í vefstólnum sínum, nokkrar þeirra voru sýndar á list- sýningu, sem haldin var hér í Vánersborg í fyrravetur. Fríða var afar bamgóð og hjarta- hlý, enda var yfírleitt fullt hús af smáfólki hjá henni: drengimir henn- ar, þeirra vinir og svo á síðustu misserum „dagbörn“, er hún tók í pössun. Fríða var glöð á góðri stund og hafði t.d. mjög gaman af að taka lagið. Mér er sérstaklega minnis- stætt þorrablótið okkar sl. vetur. Þar kyijuðum við ættjarðarlögin og er sungin höfðu verið öll þekktustu erindi kvæðanna kunni Fríða oftast nokkur til viðbótar. Fyrir tveimur og hálfu ári varð fyrst vart alvarlegs sjúkdóms hjá Fríðu. Það var að vonum, mikið áfall ungri konu og móður. Þá kom þó best í ljós hennar undraverði andlegi styrkur. Honum hélt hún alveg fram í andlátið. Hún skrapp heim til íslands í nóvember sl. og hafði mikla ánægju af þeirri ferð. En stuttu eftir að hún kom hingað út aftur fór heilsu henn- ar að hraka. Þó hélt hún veislu í tilefni 5 ára afmælis yngsta sonar- ins, aðeins mánuði áður en hún dó. Fríða lést aðfaranótt aðfanga- dags jóla, eftir stutta legu. Hún varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að liggja heima, umvafín ástúð og hlýju eiginmannsins og kunnátta hans í hjúkrunarfræðum kom þar að góðum notum. Hun gat brosað hughreystandi til drengjanna sinna hinsta kvöldið. Þeirra er huggunin sú að nú er hún á meðal ástvina í æðri heimum. Þeir höfðu útbúið fallegar jólagjafir handa mömmu sinni, en þeir gera sér ljóst að hún þarf ekki gjafanna með, þar sem hún er nú, því þar hefur hún allt, sem hún þarfnast. Við, landar Fríðu hér í Váners- borg og Trollháttan, sem vorum svo lánsamir að kynnast henni, þökkum henni ánægjulega en alltof stutta samleið og biðjum henni blessunar Guðs. Sigurði og drengjunum, svo og systkinum hennar heima, sam- hryggjumst við innilega. Er vinir kveéja verður stirt um mál og vetrarmyrkur grúfir yfir sál. Hann, er á jólum sendi oss sinn son mun sárin græða og kveikja nýja von. Gunnþóra Gunnarsdóttir Okkur setti hljóðar við andláts- fregn Friðgerðar, vinkonu okkar og skólasystur. í haust voru liðin 20 ár frá því að við lukum námi. Alls vorum við 23 skólasystur, sem voru braut- skráðar frá Hjúkrunarskóla íslands og litum björtum augum til framtíð- arinnar og þeirra verkefna, sem biðu okkar í lífínu. Mér verður hugsað til námsár- anna, þegar kynni okkar hófust. Sú vinátta, sem tókst með okkur, hefur verið mér ómetanleg og gæð- ir minningu þessara ára svo björtum ljóma í huga mínum. A þessum tíma má segja, að við værum óaðskiljanlegar, lásum sam- an námsefnið og studdum hvor aðra jafnt í gleði sem andstreymi. Minnisstætt er mér sumarleyfi, sem við áttum saman norður í Garðshorni á Þelamörk, æskuheim- ili Fríðu. Á heimilinu ríkti gleði og ánægja, og þar naut ég frábærrar gestrisni. Af kynnum mínum við foreldra hennar varð mér Ijóst sann- leiksgildi þeirra orða, „að svo læra börn, sem á bæ er títt“. Friðgerður var skemmtilegur fé- iagi, dagfarsprúð og hæglát í fasi, en bjó yfír leiftrandi kimni, sem oft Þráinn Haralds- son Kveðjuorð Fæddur 22. febrúar 1940 Dáinn 2. nóvember 1986 Þráinn Haraldsson er nú allur. Hann, sem stóð af sér ólgusjó og storma lífsins eins og klettur. Það var hjartað sem gaf sig. Hann var í þann mund að leggja síðustu hönd á hús þeirra hjóna í Sandnesi, þeg- ar dauðann bar að garði. Það er alltaf sárt fyrir þá nán- ustu þegar dauðinn kallar á brott manneskju í blóma lífs síns með svo snöggum hætti. Missirinn er nú sárari vegna þess að Þráinn hafði brotið blað og byijað nýtt líf, einu sumri fyrir andlát sitt. Hann hætti að drekka. Viðhorf hans urðu önnur og hann lagði sig meira fram við að rækta sinn garð og að sinna lífsblómunum en áður. Þráinn var fæddur í Vestmannaeyjum, sonur hjónanna Vigdísar Hannesdóttur og Haraldar Haraldssonar, en hann lést fyrir rúmum tveimur árum. Þráinn va.r elstur systkina sinna, Hannesar, Ómars og Ásu, sem öll lifa. Hann byijaði snemma að vinna fyrir sér við ýmis störf til lands og sjávar. Hafið kallaði á hann og hann lauk prófí úr Stýrimannaskól- anum í Reykjavík árið 1966. Sjómannseðlið og ósérhlífni voru honum í blóð borin. Ifyrir um það bil tuttugu árum fluttist Þráinn af landi brott og settist að í Noregi. Hann var fyrst við störf í norska flotanum víða um höf og dýpstu fírði, en síðar upp um fjöll sem línumaður. Síðustu 10 árin var hann í olíunni og var einn af „landnemum" í olíuævintýri Norðmanna. Hann flakkaði um á milli borpalla í þyrlu og tók sýni. Hann hafði skroppið til Salt Lake City til að nema jarðlagafræði og fann sig þá í sporum Steinars und- ir Steinahlíðum. Starfíð hafði í för með sér krefjandi ferðalög og verk- efni og fjarvistir að heiman í ýmsum bæjum fylgdu með. Á borpöllunum gekk sú saga að hann svæfi aldrei, þessi íslendingur, því að alltaf þeg- ar aðrir sofnuðu, var hann að lesa og þegar þeir vöknuðu var hann enn að lesa. Hann svaf nefnilega með bókina. Honum fannst lítið til þess koma hve sumir starfsmenn hans virtust fírrtir ábyrgðartilfinn- ingu og gerðu aðeins það sem þeim var sagt að gera, í stað þess að gera það sem aðstæður krefjast hveiju sinni eins og honum var eig- inlegt. Þráinn var bókhneigður og þótti vænt um íslenskar sögur og aðrar góðbókmenntir. Hann talaði kjam- góða íslensku, þrátt fyrir langdvalir hjá útlenskum. Hann var mikill ís- lendingur í sér og víkingur í lund og fasi. Skraut í klæðum og háttum féll honum í geð. Áður en Þráinn fór utan eignað- ist hann dótturina Maríu. Hann var maður þrígiftur, fyrstu tvær kon- lífgaði upp á tilvemna. Hún var það, sem sagt er, drengur góður. í skólanum var hún jafnan í fremstu röð, því að henni var létt um að læra, og ávalit reiðubúin að liðsinna þeim skólasystmm við námið, sem þurftu á aðstoð að halda. í þvf, sem svo mörgu öðm, birtist drenglyndi hennar og félagshyggja. Svo fór að leiðir okkar Fríðu skildu að námi loknu og lágu ekki saman að nýju, fyrr en síðastliðið haust að við áttum saman fáeinar dagstundir, þegar við skólasyst- umar héldum upp á 20 ára hjúkr- unarafmæiið. Við vissum þá allar, að Fríða hafði átt við alvarlegan sjúkdóm að stríða um nokkurt skeið, en enga okkar mun hafa gmnað, að hún ætti svo skammt ólifað, enda var hún vonglöð og hughraust og ákveðin í að sigrast á sjúkdómi sínum. Hún var hetja til hinstu stundar. Síðastliðin 10 ár var Fríða búsett í Svíþjóð. Þar lætur hún eftir sig eiginmann og 4 unga syni. Megi góður Guð veita ástvinum hennar huggun og styrk í harmi. Við skólasystumar sendum þeim innilegar samúðarkveðjur og þökk- um Friðgerði samfylgdina. Blessuð veri minning hennar. Sýnist mér fyrir handan haf, hátignarskær og fagur, brotnuðum sorgaröldum af upprenna vonardagur. (Bólu-Hjálmar). Hollsystur, Þóra Ásdís Arnf innsdóttir í desember, þegar sólargangur er skemmstur, virðist myrkrið hafa náð yfírtökuin yfír deginum. Á þessum tíma em menn í óðaönn að undirbúa jólahaldið, en jólin hafa alltaf verið kölluð hátíð ljóssins, ljós trúarinnar, og ljós þeirrar vonar sem þá kviknar um nýjar vomætur og nýtt sumar þegar ljósið sigrast aftur á myrkrinu. I þessum hugleið- inum á aðfangadag jóla barst okkur nú sú harmafregn frá Svíþjóð að vinkona okkar, Friðgerður Frí- mannsdóttir, hefði látist eftir erfíða baráttu við sjúkdóm sinn. Við kynntumst fyrir tíu ámm, sumarið 1976 í Vánersborg-Troll- háttan í Svíþjóð, en þá hafði hópur íslendinga flutzt þangað til náms. Fríða var þar með manni sínum, umar vom norskar, en sú þriðja, Guðný Guðjónsdóttir íslensk. Með fyrstu konu sinni Reidun í Förde eignaðist hann tvö böm, þau heita Haraldur og Sólrún. Hann gekk bömum sinnar eftirlifandi eigin- konu, þeim Sæmundi og Önnu Jónu, í föðurstað. Þau hjónin Guðný og Þráinn vom nágrannar okkar hjóna í Sandnesi nú síðustu árin og urðu góðir vinir okkar þennan stutta tíma. Þráinn var jarðsettur í Sóma þann 7. nóv. 1986. Við sendum eftirlifandi eiginkonu hans, bömum og öllum aðstandendum samúðar- kveðju. „Deyr fé, deyja frændur deyr sjálfur it sama en orðstír deyr aldrigi hveim ér sér góðan getur.“ Sæmi og Adda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.