Morgunblaðið - 08.03.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.03.1987, Blaðsíða 30
Tgólfsf. 30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1987 L Sýnum 1 ekta stafaparket í fjölda viöartegunda frá Öt Svíþjóð og H0RNING Danmörku í DAG FRÁ KL. 14-18 á Suðurlandsbraut 20. Sagan segir að Cecil B. De Mille hafi sagt við Jimmy Rushing að hann værí stysti, feitasti maður sem hann hefði augtun litið. Jimmy svaraði vel fyrir sig og þeir urðu perluvinir. James Andrew Rushing Blús Árni Matthíasson Þeir sem sungu blús með stórsveitum þurftu að hafa sterka rödd til þess að áheyr- endur gætu heyrt að í hljóm- sveitinni væri söngvarí og heyrt hvað hann værí að syngja. Þeir söngvarar sem þannig gátu sungið voru gjaman kallaðir blús „shouters" og lýsir það því nokkuð vel hvemig rödd þeir þurftu að hafa. Einna fremstur þeirra sem sungu á þann hátt var James Andrew Rushing, betur þekktur sem Jimmy Rushing. Jimmy Rushing fæddist 1903 í Oklahoma. Hann lærði hljóð- færaleik sem bam, kominn af hljómlistarfólki. Hann byijaði á fiðlu en fékk sfðan að skipta yfir í píanóið. Það var aftur litið hom- auga að drengurinn skyldi sýna því einna mestan áhuga að leika og syngja blús og jass. Jimmy flutti að heiman um tvítugt og fluttist til Califomíu. Þar hóf hann sinn söngferil í jass- hljómsveit, enda ekki skýr mörk milli jass og blús á þeim árum, a.m.k. ekki hvað varðaði stórborg- arblúsinn. 1927 gekk hann í hljómsveit Walter Page og kynnt- ist þar ungum píanóleikara sem hét Bill Basie. Þeir urðu miklir vinir og fylgdust að í hljómsveit Bennie Moten. Er Bennie lést héldu þeir félagar til Kansas City og þar stofnaði Basie, sem allir þekkja undir nafninu Count Basie, hljómsveit með Buster Smith. Jimmy var söngvari sveitarinnar og hann söng með Basie allt til ársins 1948, þegar hann hóf að koma fram á eigin spýtur. Jimmy söng með ýmsum sveit- um upp frá því og ferðaðist víða, þ. á m. til Evrópu. Hann reyndi sig einnig við kvikmyndimar og 1969 lék hann hlutverk í kvik- myndinni The Leaming Tree (þess má geta að Taj Mahal samdi ein- mitt tónlistina við þá mynd). Jimmy átti við nokkur veikindi að stríða seinni árin og hann iést úr hvítblæði árið 1972, innan við mánuði áður en hann varð 69 ára. Upptökur með tónlist Jimmy Rushing má finna víða, enda söng hann inn á plötur með mörgum framúrskarandi jassleikumm. Charly hljómplötufyrirtækið hefur gert Jimmy einkar góð skil. 1985 gaf Charly út plötu sem ber heit- ið Good Momin’ Blues, þar sem fínna má úrval af bestu lögunum sem Jimmy tók upp með hljóm- sveit Count Basies. Lögin em tekin upp á ámnum frá 1937 til 1939 og em á meðal bestu jass- laga sem upp vom tekin á þeim ámm. Hljómsveitin hans Basies var fimagóð og Jimmy er í af- bragðs formi. Bestu lögin em Good Moming Blues, Blues in the Dark, Evil Blues og Don’t You Miss Your Baby. 1986 gaf Charly síðan út tvö- falt umslag sem inniheldur upptökur frá ámnum 1967 og 1968 á tveimur plötum, sem upp voru teknar á vegum Bluesway. Á fyrri plötunni hefur Jimmy sér til aðstoðar ekki ómerkari mann en Oliver Nelson og stórsveit hans. Þar var að finna ýmsar stjömur, en bestan leik aðstoðar- manna á plötunni á þó Dicky Wells í góðum einleiksköflum. Besta lag á fyrri plötunni er Ber- keley Campus Blues, en það er einnig gaman að heyra Jimmy takast á við Evil Blues og Blues in the Dark, sem maður hefði þó ætlað að væri ekki hægt að syngja betur en hann söng með Count Basie á sínum tíma. Seinni platan í þessu tvöfalda umslagi sýnir þó að Jimmy kunni ekki síður við sig með smásveit á bak við sig en stóra. Hann var greinilega í miklu stuði þegar platan var tekin upp, enda em meðleikaramir ekki af verri end- anum. Þar fremstan meðal jafn- ingja held ég verði að telja Dicky Wells og George „Buddy" Tate, sem leika á trombónu og tenór- saxofón, án þess þó að framlagi Hugh McCracken sé gleymt, en hann á góða spretti á gítar. Bestu lög em Undecided Blues, Crying Blues og Take Me Back Babe. Ekki má gleyma stórgóðum jass sem heitir einfaldlega We Remem- ber Pres og er þar vísað til saxofónsnillingsins Lester Young, forseta saxofónleikaranna. Allur frágangur á Charlyplöt- unum er til fyrirmyndar og ýtarlegur texti sem fylgir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.