Morgunblaðið - 08.03.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.03.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1987 fittfgtt! Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Stj ór nmálaflokkar og fjölmiðlar Aundanförnum árum hef- ur þess gætt töluvert í umræðum innan Sjálfstæðis- flokksins, að flokksmönnum hefur þótt aðstaða flokksins í fjölmiðlum lakari en áður. Þessar áhyggjur hafa m.a. komið fram vegna þeirrar stefnu Morgunblaðsins, að blaðið skuli vera opinn vett- vangur fyrir skoðanaskipti fólksins í landinu, hvar í flokki, sem það kann að standa. Kjartan Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins fjallaði um þróun fjölmiðlunar á íslandi og að- stöðu sjálfstæðismanna í þeim efnum í ræðu á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins í fyrradag á mjög athyglis- verðan hátt. Kjartan Gunn- arsson sagði m.a.: „Það er oft haft á orði, að of lítið efni sjáist frá sjálf- stæðismönnum í blöðum og erfitt sé að fá þá til að skrifa greinar og láta álit sitt í ljós. Eg skal ekki dæma um, hvort það sé rétt eða ekki, en hins vegar get ég fullyrt, að nú á tímum annast enginn út í bæ stjórnmálaáróðurinn fyrir stjórnmálaflokkinn. Stjórnmálaflokkurinn og það fólk, . sem hann skipar verður sjálft að hafa frum- kvæði, það verður að láta heyra til sín, það verður að skrifa um hugðarefni sín, það verður að vera óþreytandi við að koma skoðunum sínum á framfæri. Ég geri ekki ráð fyrir, að nýir ljósvakafjölmiðlar muni hafa í för með sér neina bylt- ingu í stjómmálaumræðunni á Islandi, en þeir munu áreið- anlega breyta ýmsu. Umfjöll- unin í þeim verður vonandi hvort tveggja í senn frjálsleg og hlutlæg. Ef svo fer þá eiga sjónarmið þess stjómmála- flokks þar greiðastan að- gang, sem er heiðarlegur í málflutningi sínum, sem reynir ekki að blekkja, en segir sannleikann. Það er Sjálfstæðisflokknum auðvelt. En sjálfstæðismenn verða að skilja og skynja að með þeim breytingum, sem orðið hafa á fjölmiðlun er ekki lengur til nein sjálfkrafa vernd fyrir viðhorf, fyrir flokka og menn. Menn verða dæmdir af verk- um sínum, verða að standa eða falla með verkum sínum og málstað. Vond mál verða sem betur fer ekki þöguð í hel, en því miður munu lítilfjörleg og ómerkileg mál oft verða blás- in upp, úlfaldi verður gerður úr mýflugu. Ég er þeirrar skoðunar, að sjálfstæðismenn og forystusveit Sjálfstæðis- flokksins eigi að eiga auðvelt með að laga sig að þessum breyttu aðstæðum. Við börð- umst fyrir þessu frelsi og við verðum að kunna að lifa með því.“ Þetta eru orð í tíma töluð á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins. Það er sérstakt fagnaðarefni, að þau skuli koma frá framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Á tímum opinnar fjölmiðlunar er nákvæmlega ekkert vandamál fyrir stjórnmála- menn og stjómmálaflokka að koma skoðunum sínum á framfæri. Én vissulega þurfa þeir að hafa fyrir því, og kunna að notfæra sér þá nýju stöðu, sem upp er komin í fjölmiðlun. Það er meira vit í því að beina orkunni að því viðfangsefni en að harma það, að Iiðinn tími kemur ekki á ný. Nýir tímar gera kröfur til þess að stjómmálamaðurinn vandi sig í opinberum umræð- um, að hann leggi vinnu í ræður, sem fluttar eru á opin- bemm vettvangi, en kasti ekki til þess höndum, að hann hugsi á þann veg, að ræða á opinberum fundi eða blaða- grein sé vettvangur til þess að koma á framfæri nýjum upplýsingum, sem hann einn kann að búa yfir. í þeirri hörðu samkeppni, sem nú er á fjölmiðlamarkaðnum, er allt að því óhugsandi að slík um- fjöllun dragi ekki að sér athygli fjölmiðla og komist þar með á framfæri við þjóð- ina. En þetta verk verður stjórnmálamaðurinn að vinna sjálfur. Sá tími er liðinn, að aðrir geri það fyrir hann. Pétur Ólafsson Pétur Ólafsson var fæddur inn í umhverfi Ísafoldar og Morgunblaðsins, son- ur annars stofnanda þess, Ólafs Björnssonar, og sonarsonur Björns Jónssonar ritstjóra og ráðherra sem gerði ísafold að einhvetju áhrifamesta blaði landsins upp úr aldamót- um. Morgunblaðið fæddist í ísafoldarprent- smiðju, ef svo mætti að orði komast, en hún var einnig æskuumhverfi Péturs og fylgdi honum ávallt. Það var ómetanlegt veganesti að drekka af þeim mennta- brunni sem var forsenda þeirrar útgáfu sem þeir ísafoldarfeðgar urðu hvað þekkt- astir fyrir, auk þess sem Pétur tileinkaði sér áhuga á stjórnmálum í foreldrahúsum. Þessi áhugi og sú bókmenning sem var aðalsmerki þeirra ísafoldarmanna fylgdi Pétri Ólafssyni inn í lífið og kom að góðu gagni þegar hann hóf störf hjá fyrirtækinu og ekki síður þegar leiðir hans og Morgun- blaðsins lágu saman á ritstjórnarskrifstof- um blaðsins. Sem blaðamaður við Morgunblaðið var Pétur áhugasamur í starfí og sýndi að arfurinn úr föðurhúsum var endingargóður og dugði vel á þessum nýja, kalsama vettvangi. Áhugi Péturs Ólafssonar á blaða- mennsku fylgdi honum alla tíð. Hann bar Morgunblaðið ávallt fyrir bijósti, fylgdist rækilega með því dag hvem, kom oft nið- ur á blað fyrr á árum og stundum í seinni tíð og þá var hagur Morgunblaðsins einatt til umræðu. Sjálfur skrifaði Pétur Ólafsson margt í blaðið fyrr á árum og síðar greinar í minn- inga skyni og að þeim mikill fengur. Bréfritari átti því láni að fagna að starfa með Pétri á Gamlamogga í Austurstræti upp úr miðri öldinni. Hann var þá á erlend- um vöktum eins og sagt er og fróðlegt að kynnast ljúfmennsku hans og fæmi. Var hann þá kominn á miðjan aldur og hafði áhuga á að taka aftur um stund til við sitt gamla starf. Hann hafði margt fram að færa og var góður leiðbeinandi ungu fólki. Pétur hafði ávallt mestan áhuga á er- lendum málefnum og skrifaði löngum erlendar fréttir í blaðið. Hann var alla tíð vel að sér á þessu sviði blaðamennsku og þjóðmála og fylgdist með erlendum við- burðum af eldlegum áhuga þar til yfír lauk. Pétur Ólafson var dagfarsprúður maður og tillitssamur við vinnufélaga. Hann bar ætt sinni og uppmna fagurt vitni, sótti ræktað viðhorf í menningarlegan jarðveg foreldra sinna og jók við þekkingu sína og menntun með námi í Þýzkalandi sem hann hélt ávallt tryggð við og sýndi það ekki sízt í verki í störfum fyrir Germaníu. Samstarf íslands og Þýzkalands var hon- um í senn gleðiauki og áhugaefni. Hann átti dijúgan þátt í vináttutengslum þess- ara tveggja þjóða sem stóðu hjarta hans næst og eiga svo margt sameiginlegt, þeg- ar germanskur arfur er annars vegar. Pétur Ólafsson var hlýr maður og um- gengnisgóður. Honum kippti ekki sízt í kynið að því leyti. Bréfritari kynntist Borg- hildi, móður hans, þeirri höfðinglegu og hugljúfu konu sem syrgði Ólaf mann sinn áratugum saman, en hann lézt í blóma lífsins, þegar framtíðin blasti við þeim. Ekkert þótti henni vænna um, gömlu kon- unni, en þegar minnzt var á Ólaf í samtölum, ekki sízt í tengslum við ísafold og Morgunblaðið. Það var þessi áhugi sem Pétur Ólafsson erfði í svo ríkum mæli. Með nokkrum rétti má segja að Morgunblaðið sé framhald af ísafold og árum saman var þetta gamla málgagn þeirra ísafoldarfeðga e.k. fylgirit Morgunblaðsins, síðustu árin með vikuleg- um skammti af efni blaðsins. Þegar tímar breyttust, samgöngur bötnuðu og lands- byggðarfólk gat fengið Morgunblaðið með betri skilum en áður var ísafold lögð nið- ur. En andi hennar lifir í Morgunblaðinu sem var áratugum saman prentað í prent- smiðju ísafoldar. Spáð10% fiskhækkun á Bandaríkjamarkaði Þeir sem vinna við fískframleiðslu í Bandaríkjunum segja að þar hafi nú um skeið verið þó nokkur skortur á fiski, m.a. vegna slæmrar tíðar og gæftaleysis við austurströndina. Sjómenn hafa ekki við að metta markaðinn og innflutningur full- nægir ekki eftirspurninni. Af þeim sökum er því nú spáð að 10% hækkun verði á fiski í Bandaríkjunum á þessu ári. Það eru góð tíðindi fyrir innflytjendur, ekki sízt vegna þess að dollarinn heldur áfram að lækka og nú er því spáð, að hann muni enn lækka á þessu og næsta ári um 15—30% frá því sem er gagnvart helztu gjaldmiðlum eins og þýzku marki og japönsku jeni. Þannig fá innflytjendur mun minna verðmæti fyrir hráefnið, en 10% hækkun á fiski gæti vegið þar verulega á móti. Ef af þessari verðhækkun yrði gæti hún orðið aðalútflutningsvegi okkar til styrktar og gert Bandaríkjamarkað eftirsóknar- verðari en ella mundi, ekki sízt ef verð á Evrópumarkaði lækkaði eitthvað. Bandarískir neyt- endur með hugann við heilsurækt Bandarískir neytendur hugsa mikið um fítu og hitaeiningar í matvælum og eru meira en áður famir að velja fæðutegund- ir eftir innihaldinu. Þá er rík áherzla á það lögð í öllum umræðum um matvæli að þau auki ekki kólestról eða blóðfituna og því er staðnæmzt við fæðutegundir sem talið er að auki ekki hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum af hennar völdum. Neytendur staðnæmast því mjög við fisk- afurðir. 20% aukning frá 1982 Fisksala hefur stóraukizt í Bandaríkjun- um síðasta áratuginn, eða um 20% frá 1982. Ekki er talið að úr henni dragi þótt bandarísk heilbrigðisyfirvöld leggi blessun sína yfír nýtt lyf, lovastatin, sem draga á úr blóðfítu og þykir hafa gefízt frábærlega vel, jafnvel svo að það muni fækka dauðs- föllum af völdum hjarta- og æðasjúkdóma um tugi þúsunda á ári í Bandaríkjunum. En það kemur ekki í staðinn fyrir holla fæðu. íslenzkur fiskur vinsæll Verzlunarstjóri í einni stærstu kjörbúða- keðju Bandaríkjanna, Publix, hefur sagt fréttaritara Morgunblaðsins, að fískneyzla hafí aukizt jafnt og þétt í Bandaríkjunum og íslenzkur fískur sé vinsæll og seljist vel í búðunum. Skortur sé á nýjum físki og afar erfítt að fá ferskan físk til sölu, því að hann hverfí eins og dögg fyrir sólu á bryggjunum. Flökin misjöfn að gæðum Brauðmylsnuflökin, einnig þau sem koma frá íslenzkum framleiðendum, eru misjöfn að dómi íslendinga vestra, stund- um þurr og ólystileg, með of mikilli mylsnu. Nú hefur verið settur á markað fískur unninn með japönskum aðferðum og þykir hann bragðast vel. Hann er frá Gorton’s og er með færri hitaeiningum, minni olíu og þynnra raspi en venja er og þykir þoma síður í vinnslu og geymslu. Af honum er því ferskara bragð en öðrum sambærileg- um físki, s.s. íslenzkum. Islenzkir námsmenn, sem fréttaritari Morgunblaðsins hitti að máli í Flórída, telja að umbúðir um íslenzku framleiðsl- una, a.m.k. þá sem fæst í Flórída, séu ekki nógu aðlaðandi. Inn á plastið yfír bökkunum vilji falla móða, það skorti upp- lýsingar um hvar fiskurinn sé veiddur, hitaeiningar og annað sem væri heppilegt að egna fyrir vandláta neytendur, þótt skýrt sé frá efnasamsetningu. Mörg fyrir- tæki hafa góðar upplýsingar um slík atriði á sínum pakkningum, ásamt uppskriftum að fískréttum, sem markaðssérfræðingar MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1987 33 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 7. marz telja mikilvægar vegna ókunnugleika bandarískra húsmæðra á framreiðslu físk- rétta. Sá fískur Coldwaters sem bezt nýtur sín í kæliklefum verzlananna er íslenzki skelfiskurinn sem er gæðavara og heldur vel bragði, þótt á honum sé þessi brauð- mylsna sem bandarískir neytendur hafa vanizt. Hann heldur betur bragði en þorsk- og ýsuflökin og er sannkallað lostæti. Stenst þó ekki samanburð við svipaða rétti í veitingahúsum Sizzler. Skelfiskurinn er bragðbetri en bæði ýsan og þorskurinn sem vilja þoma á leiðinni til neytenda, eins og raunar fleiri físktegundir. Salan á íslenzkum fiski er samt góð, segja þeir í Publix, og heldur auðvelt að fá íslenzkan fisk þar og í Superx-sam- steypunni og raunar víðar í smásölu. En fískurinn er dýr í smásölu í Bandaríkjun- um, raunar mun dýrari en heima. Mest beint í veitingahús En minnst af íslenzku framleiðslunni fer þannig beint til neytenda, heldur til veit- ingakeðja eins og Long John Silver’s, sem selur einungis fískmeti, og annarra aðila sem koma fískinum á markað. Red Lobst- er kaupir talsvert af litlum humar að heiman og bragðast hann heldur vel, en þetta er þó ekki sú gæðavara sem stór, fyrsta flokks humar er og því ekki nógu góð landkynning. Bandarískir neytendur telja að þetta séu stórar klettarækjur, en þær eru heldur bragðgóðar, þótt þær standi íslenzkum rækjum ekki á sporði, hvað þá góðum humar. Þetta er eigin reynsla fréttamanns Morgunblaðsins, auk þess sem hann fékk upplýsingar hjá þjóni á Red Lobster, sem sagt beint frá aðila sem ber fæðuna fyrir vandfysna neytendur og á engra hags- muna að gæta nema þeirra sem auka ánægju neytenda og drýgja drykkjupen- inga hans. Humarinn er borinn fram í skelinni og heldur vel matreiddur. Hann er skorinn eftir endilangri skelinni og kem- ur íslenzkum neytendum þannig spánskt fyrir sjónir. Góður fískur þykir eftirsóknarverð vara á Bandaríkjamarkaði, ekki sízt vegna þess að talsvert hefur verið skrifað um, að helzti keppinauturinn, fuglakjöt, sé æ mengaðra af salmonellu-bakteríum og því mikilvægt að matreiða fuglana vel. Nú er talið að 4 af hveijum 10 kjúklingum sem á markað fara séu með þessum sýklum og hafí ekki verið ráðið við útbreiðslu þeirra. Þeir geta valdið matareitrun á ýmsu stigi, jafnvel verið banvænir. Kalkún- ar eru einnig taldir æ viðsjárverðari vegna mengunar. Heldur stöðugt verðlag á þorski Þess má enn fremur geta að hugsanlegt er að fyrr nefnd 10% hækkun yrði minni á íslenzka þorskinum en öðrum fiski vegna þess hve helstu kaupendumir eins og Long John Silver’s, eru viðkvæmir gagnvart verði. Litlar verðsveiflur urðu á þorski í 5-punda pakkningum frá júní 1981, þegar verðið á þessari beinlausu gæðavöru var um $1,80, fram til ’86, samkvæmt upplýs- ingum Seafood Business Report, sem er helzta og áreiðanlegasta tímarit í Banda- ríkjunum um físk og fískmarkað, en meiri sveiflur virðast hafa orðið á þessu tíma- bili samkvæmt upplýsingum frá Cold- water, einkum 1983 og 1986. Þessi fiskur var kominn upp í $2,45 nú í febrúar. Skýrslur Coldwaters sýna sáralitlar verð- sveiflur á ýsu frá 1981-1985, en þá rauk verðið upp eins og á þorskblokkinni, ufsan- um og karfanum. Móta þarf skýrari markaðsstef nu Sveinn V. Guðmundsson, rekstrarfræð- ingur, hefur gert könnun á fískmarkaðnum vestra með tilliti til íslenzka fisksins og skrifað ritgerð um stefnumótun í markaðs- málum þessa helzta útflutningsvegar íslendinga. Fréttamaður Morgunblaðsins Morgunblaðið/RAX hitti hann að máli í Melboume, Flórída, og fékk leyfí hans til að vitna í ritgerðina. Sveinn sagði, að ekki væri víst að verð- hækkun, sem spáð er á Bandaríkjamark- aði, skilaði sér vegna þess að helztu viðskiptaaðilar íslenzku físksölufyrirtækj- anna era skyndibitastaðir sem era mjög viðkvæmir gagnvart verði og þykir verð á íslenzkum físki nú þegar í hæsta lagi, en þó þolanlegt vegna mikilla gæða hráefnis- ins. í ritgerðinni bendir Sveinn á, að vart sé hægt að hækka íslenzka fískinn mikið til skyndibitastaða eins og Long John Sil- ver’s sem eiga allt sitt undir lágu verði á fiski og hann sé samkeppnisfær við önnur matvæli eins og hamborgarakjöt. Yrði verðhækkun meiri en þessi bandarísku fyrirtæki teldu sig þola, gæti svo farið að þau snera sér að öðram ódýrari físki eða öðra hráefni eins og súrími sem er físk- massi búinn til úr mjög ódýram fisktegund- um, en úr honum má gera eftirlíkingar af rækjum og krabbakjöti, svo að eitthvað sé nefíit. íslenzki þorskurinn hjá Long John Silver’s (nafnið sótt í söguhetju R.L. Stevenson í Gulleyjunni) er frábær, vin- sæll og vel matreiddur, enda segir af- greiðslufólkið að fískur sé æ vinsælli vestra og skæður keppinautur nautakjöts og hafí framleiðendurþess áhyggjur af þróuninni. Súrími í grein um súrími í Seafood Business Report segir frá því, hvað hráefnið er ódýrt í súrími-massann og sem dæmi er nefnt að auðvelt sé að hagnýta físk eins og Ai- aska-ufsa sem áður hafí að mestu verið ónýttur á Bandaríkjamarkaði vegna þess hvernig efnasamsetning hans er. Nauðsyn- legt er að vinna fiskinn um leið og hann er veiddur til að hann skemmist ekki. Verðið sem verksmiðjurnar greiða fyrir þessar áður ónýttu físktegundir er allt niður í 4 sent á pundið. í könnun á súrími kemur fram að 41% spurðra segist vera ánægður með bragð- gæði, 53% með útlit og 76% með verð. í nýútkomnu Newsweek er einnig fjallað um súrími og með heldur neikvæðum hætti. Þetta sé blanda af alls konar efnum og minnst af fiskmeti, enda bragðist það ekki sem slíkt. Blanda þessi hafi fyrst verið kynnt á Bandaríkjamarkaði fyrir áratug og nú hafí stórmarkaðir á boðstól- um skelfisks-, humar- og rækjulíki í súrími. En bragðið sé heldur ókræsilegt. Það sé aðallega saltbragð, en 800 milligrömm af natríum sé í 4urra únsa skammti, svo að notuð sé mælieining bandarískra neyt- enda. Það sé hvorki meira né minna en helmingur þess magns sem næringarfræð- ingar mæli með sem dagskammti. Bréfrit- ari er sammála Newsweek um það, að súrími er enginn fyrirmyndar fískréttur, síður en svo. En það er þó fremur bragðlítið en að það sé beinlínis vont á bragðið. Fólki fínnst súrími halda gæðum, ef dæma má af skoðanakönnun, og framleiðendur eiga áreiðanlega eftir að stórbæta bragðið og gera súrími skeinuhætta samkeppnis- vöra. Sumir halda því fram að hér sé einung- is um eftirlíkingu af físki að ræða og ætti að setja það á pakkana, en framleið- endur virðast hafa sannfært bandarísk heilbrigðisyfírvöld um, að þessi fullyrðing standist ekki. Þetta sé nýr sjávarréttur og ekkert annað. En Newsweek segir að fisk- ur sé betri kostur. Súrími-krabbalíki kosti á Manhattan $6,99 pundið, þ.e. amerískt pund, en stórmarkaðir á svæðinu selji nýjar rækjur, skelfisk, lúðu og þorsk fyrir sama verð eða lægra. Súrími hefur minna eggjahvítuinnihald en fískur og miklu minna næringargildi. Það er, enn að minnsta kosti, einungis Maine-fylki sem krefst þess að framleiðsla eins og súrími sé merkt sem eftirlíking, þegar það er selt í veitingahúsum. En hvað sem þessu líður fer súrími eins og eidur í sinu um markaðinn og ástæða fyrir íslendinga að fylgjast rækilega með þróuninni. Færeyingar eru þegar byijaðir að framleiða súrími úr kolmunna, en þeir hjá Coldwater óttast ekki þessa nýju vöra, segja hún sé einungis viðbót við markað- inn. Coldwater seldi 36.244 lestir af físki til Bandaríkjanna á sl. ári, en það er 3.634 lestum minna en árið áður. Verðmæti þessa útflutnings var þó 9,1% meira en árið áður, þrátt fyrir 7,5% samdrátt. Sala á súrími hefur aftur á móti stór- aukizt, eða úr 6 millj. punda 1981 í 90 millj. punda nú og ekkert lát á henni. „Bandaríkjamenn era augsýnilega veikir fyrir súrími," segir Newsweek. Þeir borð- uðu það fyrir $400 millj. á sl. ári — og skelfiskslíki er einungis upphafið, segir blaðið(!) Talsmaður veitingahúsakeðjunnar Denny’s segir að þeir hafí fengið góð við- brögð við þremur nýjum súrími-réttum í 30 veitingahúsum í Fönix og Cleveland og muni því senn hafa þá á boðstólum í öllum veitingahúsum sínum í Bandaríkjun- um, en þau era 1100 talsins. Auk Denny’s selja Long John Silver’s, Skipper’s sem einnig eru miklir viðskiptavinir Coldwat- ers, Taco Bell og West Coast chain súrími-rétti af ýmsum tegundum. Markmiðið f ínni veitingahús og stórmarkaðir Þá bendir Sveinn V. Guðmundsson á, að augljóst sé, að ef íslendingar vilja fá hærra verð fyrir fískafurðir sínar á Banda- ríkjamarkaði þá sé nauðsynlegt að stefna æ meir að því að selja afurðina til fínni veitingastaða en nú eða beint til neytenda um smásöluverzlanir eins og Publix og aðrar slíkar verzlunarkeðjur sem fínna má í flestum borgum Bandaríkjanna. Til að svo geti orðið sé nauðsynlegt að auka rann- sóknir viðkomandi markaðnum og vöra- þróun, en það er könnun á því, hvemig bezt er að framleiða fiskinn svo að hann sé sem gæðamestur og álitlegastur fyrir kaupendur. Þá má enn benda á, að í Seafood Busi- ness Report, sem fyrr er nefnt, er tekið fram að verð á íslenzkum karfa hafí einn- ig verið nokkuð stöðugt, ef undan er skilin verðlækkun í maí 1983, en þá fór verðið niður fyrir verð Kanadamanna, og verð- hækkun í desember 1984, en þá fór íslenzki karfínn upp fyrir verðið á hráefni Kanada- manna, sem era helztu keppinautar okkar á markaðnum. Viðvíkjandi fískverðshækkunum á Bandaríkjamarkaði má enn geta þess, að 1970 hækkaði verð á lúðu til Long John Silver’s. Það var þá aðalhráefni fyrirtækis- ins. En vegna þessarar hækkunar hætti skyndibitastaðurinn að nota lúðu í físk- rétti sína og sneri sér að þorski. 1983 segja talsmenn fyrirtækisins að þorskverð- ið hafí hækkað svo mikið, að Long John Silver’s hafi neyðzt til að leggja meiri áherzlu á annað hráefni sem er á lægra verði og nefna súrími sem fyrr er nefnt. Þá lögðu þeir einnig áherzlu á skelfisk og rækjurétti. Enn fremur má geta þess, að þeir hófu að vinna með Kanadamönnum að gæðaeftirliti sem varð til þess að þeir keyptu meira hráefni af þeim en áður. Svo að aftur séu nefndar athugasemdir Sveins V. Guðmundssonar má geta þess, að samkeppnisfyrirtæki eins og Fishery Products hafa sett físk á Bandaríkjamark- að með minni olíu og brauðmylsnu en venja er og aukið fískiinnihaldið upp í 65%. Dótturfyrirtæki Sambandsins, Iceland Seafood, hefur nú sett á markaðinn fískaf- urð sérstaklega ætlaða fínni veitingastöð- um og þannig farið inn á þennan kröfuharða markað. í ritgerðinni bendir Sveinn á, að vart sé hægt að hækka íslenzka f iskinn mikið til skyndi- bitastaða eins og Long John Sil- ver’s sem eiga allt sitt undir lágu verði á fiski og hann sé'sam- keppnisfær við önnur matvæli eins og hamborg- arakjöt. Yrði verðhækkun meiri en þessi bandarísku fyrir- tæki teldu sig þola, gæti svo far- ið að þau sneru sér að öðrum ódýrari fiski eða öðru hráefni eins og súrími sem er fiskmassi búinn til úr mjög ódýr- um f isktegund- um, en úr honum má gera eftirlík- ingar af rækjum og krabbakjöti, svo að eitthvað sé nefnt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.