Morgunblaðið - 08.03.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.03.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1987 t Konan mín, RAGNHILDUR BJÖRG METÚSALEMSDÓTTIR, Þingholtsstræti 21, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 10. mars kl. 15.00. Bjarni Konráðsson og fjölskylda. t Faðir minn, JÓHANN KR. ÞORSTEINSSON, Eggjavegi 3, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 10. mars kl. 13.30. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Þorstelnn Jóhannsson. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN K. SIGURÐSSON, Langholtsvegi 31, sem lést 1. mars 1987 veröur jarðsunginn frá Áskirkju mánudag- inn 9. mars 1987 kl. 13.30. Guðmundína Kristjánsdóttir, Sigurður Þorsteinsson, Þórdfs Brynjólfsdóttir, Kristján Þorsteinsson, Hrefna Jónsdóttir, Ragnar Þorsteinsson, Steinvör Bjarnadóttir, Hallgrfmur Þorsteinsson, Jónfna Friðfinnsdóttir, börn og barnabörn. Útför eiginkonu minn.ar, t móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁSLAUGAR ÓLAFSDÓTTUR, Álfaskeiði 82, Hafnarfirði, fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 10. mars kl. 15.00. Árni Bjarnason, Árni Össur Árnason, Rut Árnadóttir, Guðmundur Jónsson, Ása Árnadóttir, Gylfi Kjartansson, Guðný Árnadóttir, Guðleifur Guðmundsson, Haraldur Árnason, Valgerður Bjarnadóttir og barnabörn. t Eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA BÖÐVARSDÓTTIR, Sólheimum 23, er lést 1. mars sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudag- inn 9. mars kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Krabbameins- félagiö. Siggeir Blöndal Guðmundsson, Sigrún Þorláksdóttir, Garðar Siggeirsson, Erla Ólafsdóttir, Sigrún Siggeirsdóttir, Björgvin Björgvinsson, Ómar Bl. Siggeirsson, Sigurborg Sigurjónsdóttir, Kristfn Siggeirsdóttir, Ólafur Hafsteinsson, Snorri Bl. Siggeirsson, Guðbjörg Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þorsteinn Kr. Sig- urðsson - Minning Fæddur 2. ágúst 1904 Dáinn 1. marz 1987 Mig langar með nokkrum fátæk- legum orðum að minnast afa konunnar minnar og vinar míns, Þorsteins Kr. Sigurðssonar. Þegar ég hugsa til baka til þeirra ánægjuríku stunda, sem við áttum saman koma upp í huga minn ótal myndir. Það er einmitt á svona stundu sem maður verður var við hvað orð eru í raun fátækleg við hliðina á þeim myndum, sem maður geymir í minningu sinni af liðnum atburðum. Þorsteinn fæddist og ólst upp á Hellissandi á Snæfellsnesi. Hann var sonur hjónanna Steinunnar Magnúsdóttur og Sigurðar Þor- steinssonar skipstjóra og útgerðar- manns. Systkini Þorsteins voru Jónína, sem er elst, næst kom Sól- borg og yngst var Sigríður. Einnig áttu þau tvo hálfbræður, Jónas og Kjartan Lárussyni, frá fyrra hjóna- bandi Steinunnar. Sigurður faðir Þorsteins lést af veikindum, þegar Þorsteinn var á unglingsárum. Það segir sig sjálft að erfítt hefur verið t Eiginmaður minn og faðir okkar, BJARNI VILHJÁLMSSON, fyrrverandi þjóðskjalavörður, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriöjudaginn 10. mars kl. 13.30. Blóm eru afþökkuö með vinsemd en þeir sem vilja minnast hans láti Hjartavernd eða aðrar líknarstofnanir njóta þess. Kristfn Eirfksdóttir, Kristfn Bjarnadóttir, Elfsabet Bjarnadóttir, Eiríkur Bjarnason, Vilhjálmur Bjarnason. t Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim er auösýndu samúö og vináttu við fráfall og útför móður minnar, JÓNÍNU MAGNÚSDÓTTUR, Hátúni 10A, Viggó Pálsson. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim er vottuöu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, KOLBRÚNAR KARLSDÓTTUR, Dvergabakka 14, Reykjavfk. GunnarS. Karlsson, Karl E. Gunnarsson, Margrét Kolbeins, Helga Gunnarsdóttir, Jón Hermannsson, Kristjana Dögg Gunnarsdóttir og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa- langamma GUÐMUNDA VILHJÁLMSDÓTTIR, Hofsvallagötu 22, verður jarðsungin miðvikudaginn 11. mars frá Fossvogskirkju kl. 13.30. Hlöðver Guðmundsson, Ólafur Guðmundsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Guðmundsson, Gfsli Guðmundsson, Ellen Guðmundsdóttir, Ásta Guömundsdóttir, Jósep Guðmundsson, Sigriður Guðmundsdóttir, Dagbjört Guðmundsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn Esther Ingimundardóttir, Alma Hansen, Reynir Guðbjörnsson, Alda Guðbjörnsdóttir, Þóra Elfa Björnsson, Ólafur Stephensen, Baldur Skaftason, Ólöf Björg Karlsdóttir, Þorlákur Jóhannsson, Haraldur Slgurðsson, og barnabarnabarnabörn. Lokað Allar verslanir SS verða lokaðar á morgun, mánudag, frá kl. 13.00-16.00 vegna útfarar GÍSLA ANDRÉSSONAR, stjórnarformanns Sláturfélags Suðurlands. SS-búðirnar. Lokað vegna jarðarfarar HULDU BÖÐVARSDÓTTUR mánu- daginn 9. mars milli kl. 13.00 og 16.00. Herragarðurinn, Aðalstræti 9. Lokað Skrifstofur, sölu- og framleiðsludeildir fyrirtækisins verða lokaðar á morgun, mánudag, frá kl. 13.00 vegna útfarar GÍSLA ANDRESSONAR, stjórnarformanns Slátur- félags Suðurlands. Sláturfélag Suðurlands. Lokað Skrifstofur okkar verða lokaðar eftir hádegi mánudag vegna jarðarfarar Gísla Andréssonar bónda á Hálsi. Stéttarsamband bænda, framleiðsluráð landbúnaðarins, Búnaðarfélag íslands. fyrir Steinunni að framfleyta heim- ili við þessar aðstæður, en með aðstoð bama sinna og einstæðs dugnaðar og skapfestu gekk það vel og minntist Þorsteinn þessara ára með þakklæti. Þorsteinn varð eins og aðrir unglingar á þessum tíma að byrja að vinna um leið og hann gat vettlingi valdið og hefur það ásamt stórbrotnu umhverfí, sem hann elst upp í, átt sinn þátt í að móta hann. Náttúrufegurðin á Snæfellsnesi átti alla tíð sterk ítök í honum og hef ég fáa hitt, sem jafn mikla tilfínningu og næmni höfðu fyrir fegurð landsins og því ríkidæmi, sem móðir náttúra er, ef maður aðeins gefur sér tíma til að skynja umhverfí sitt. Fljótlega eftir lát föður síns fer Þorsteinn suður til að leita vinnu og fæst við ýmis störf í landi. Einnig dvaldist hann um stund í Vestmannaeyjum þar sem hann fékkst við sjósókn. í kringum 1928 er Þorsteinn í vinnu við fiskverkun í Viðey hjá Kárafélaginu, sem stundaði þar umfangsmikla útgerð. Býr hann þar ásamt móður sinni og systrum. Þar hittir hann eftirlifandi eiginkonu sína, Guðmundínu Kristjánsdóttur, sem var þar að aðstoða bróður sinn, Kristin við heimilishald í veikindum konu hans. Kristinn var netagerðar- meistari og sá um verkstæðið fyrir Kárafélagið. Gengu Þorsteinn og Guðmundína í hjónaband í október árið 1930 og er það eitt gæfurí- kasta spor sem Þorsteinn steig um ævina. Var hjónaband þeirra í alla staði óvenju farsælt. Fyrstu hjú- skaparárin áttu þau í Viðey, en er atvinna þar fór minnkandi, þegar halla fór undan fæti hjá Kárafélag- inu og útgerð lagðist niður neyddust þau eins og aðrir að flytja annað og fluttust þau árið 1933 í Hákot á Alftanesi þar sem þau bjuggu um eins árs skeið. Var Þorsteinn einn af síðustu starfsmönnum Kárafé- lagsins. Minntust þau hjónin oft tímanna í Viðey með söknuði og töldu það einn besta tíma ævinnar. Þar var margt ungt fólk á þessum tíma og því félagslíf mikið og blóm- legt og oft dansað og skemmtanir haldnar. Það var framandi að heyra, að aðeins fyrir fímmtíu árum hafí verið þar nokkur hundruð manna byggð, þar sem aðeins stnda örfá hús í dag og í eyði. Af Álftanesi fluttu þau í eitt ár á Akranes til æskustöðva Guðmundínu og svo þaðan til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu síðan. Guðmundína og Þorsteinn eign- uðust fjóra syni, elstur er Sigurður, vélstjóri að mennt, gifur Þórdísi Brynjólfsdóttur. Næstelstur er Kristján, vélstjóri, giftur Hrefnu Jónsdóttur. Þá kemur Ragnar, vél- virki, giftur Steinunni Bjamadóttur, og yngstur er Hallgrímur, endur- skoðandi í Reykjavík, giftur Jónínu Friðfínnsdóttur. Bamabömin em orðin 16 að tölu og bamabamaböm- in 21, allt hið vænlegasta fólk. Þegar Sólborg systir Þorsteins missir eiginmann sinn af slysfömm taka þau Guðmundína að sér eitt bama hennar, Sigurð Hallgrímsson, sem nú býr í Vík í Mýrdal og reynd- ist þeim sem besti sonur. Þorsteinn byggði fjölskyldu sinni Blömastofa Friöfinns Suöurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- elnnig um helgar. Skreytingar við ðll tilefni. Gjafavörur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.