Morgunblaðið - 08.03.1987, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1987
43
hús á Langholtsvegi 31 á krepp-
utímum og hygg ég að mörgum
húsbyggjandanum þættu vandamál
húsbyggjenda í dag smávægileg ef
þeir þyrftu að horfast í augu við
brot af þeim vandamálum, sem
Þorsteinn þurfti að yfirstíga á þeim
tíma. Þá var ekki um lán að ræða
né úrval byggingarefna og innrétt-
inga heldur skortur og kreppa í
algleymingi og kassi, sem hægt var
að nota fjalir úr gulls ígildi. Þótt
ekki hafí verið hátt, til lofts og vítt
til veggja á Langboltsvegi var það
sannkölluð höll. Höll þar sem sam-
hent fjölskylda bjó og gladdist í
sameiningu yfir hverjum áfanga
sem náðist, þar var áfangi hvers
og eins fram á við, sigur allra. Á
Langholtsveg var gott að koma og
þar var alltaf nægur tími, þægilegt
og hlýlegt andrúmsloft og ekki síst,
þegar horfið var aftur til fyrri tíma
með skemmtilegum og lifandi sög-
um þeirra hjóna.
Þorsteinn var hagleiksmaður í
höndum og mátti sér aldrei una
nema að hafa eitthvað fyrir stafni.
Var hann eftirsóttur starfskraftur
eins og sést á því að þrátt fyrir
krepputíma hafði hann ávallt vinnu,
enda vann hann sín störf af sam-
viskusemi og trúnaði. Eftir að til
Reykjavíkur kom hóf hann störf hjá
Kol og salt hf. og starfaði þar í um
25 ár,.lengst af sem bifreiðastjóri.
Eftir að Kol og salt er lagt niður
hefur hann störf hjá Eimskipafélagi
Islands, þar sem hann starfaði til
ársins 1977 og hætti störfum, sjötíu
og tveggja ára gamall. Þorsteinn
eignaðist marga góða vini og kunn-
ingja meðal vinnufélaga og minntist
hann ætíð vinnufélaga sinna og
stjórnenda með virðingu og hlýhug.
Þorsteinn hafði mikla ánægju af
veiði og útiveru. Eru þeir ófáir
veiðitúrarnir, sem hann fór með
vinum og kunningjum og kom þá
oft í ljós þessi einstaka næmni hans
fyrir náttúrunni. Hann virtist
skynja lífríkið í kringum sig og rat-
aði því ósjaldan í bestu veiðistaðina
en magnið var honum ekki kapps-
mál, heldur sportið. Þessi næmni
hans fyrir umhverfinu kom ekki
síst í Ijós í garðinum á Langholts-
vegi, þar sem þau hjónin bytjuðu
með beran melinn, sáðu fræjum og
í dag gnæfa þar trén við himin.
Var Guðmundína enginn eftirbátur
hans í þessum efnum og virtist allt
þar sem hönd þeirra snerti verða
að hinum fegursta gróðri. Er það
eini garðurinn þar sem ég hef séð
stórar rósir skarta sínu fegursta á
kafi í snjó. Á efri árum byggðu þau
sér sumarbústað við Þingvallavatn,
og dvöldust þar löngum á sumrin
sér til mikillar ánægju og yndis-
auka. Ferðalög voru þeim mikið
áhugamál og leið nánast ekkert
sumar án þess að ekki væri lagt
land undir fót og keyrt hvert á land
sem er og gist í tjöldum og sæluhús-
um.
Eg minnist Þorsteins, sem hæg-
láts og hógværs manns, ríkan af
hlýju og góðvild, nægjusamur og
þakklátur út í tilveruna.
Það eru stórkostlegir breyting-
artímar, sem hans kynslóð hefur
upplifað og okkur nútímabömunum
hættir til að gleyma að við eigum
þessari kynslóð að þakka þá vel-
sæld og velferð, sem við búum við
í dag. Sá grunnur, sem við byggjum
á í dag, var byggður af þeim, með
berum höndunum, svita og tárum,
í kreppu og farsóttum. Mér fannst
Þorsteinn alltaf svo ríkur, hann
hafði svo mikið að gefa. Verðmæti,
sem við nútímabömin erum alltof
fátæk af, mitt í allri auðlegðinni
og lífsgæðakapphlaupinu. Verð-
mæti, sem ekki verða lögð inn á
bankabók með hæstu lögleyfðu
vöxtum, heldur verðmæti, sem
koma frá einlægu og hlýju hjarta-
lagi, kærleik og þakklæti til h'fsins.
Ég veit að við eigum eftir að hitt-
ast aftur og þakka fyrir þær
stundir, sem við hjónin áttum með
afa Þorsteini.
Elsku Guðmundína, ég votta þér
innilegustu samúð mína, missir þinn
er mikill, en um leið mikils að
þakka. Sonum Þorsteins og fjöl-
skyldum þeirra votta ég samúð
mína svo og eftirlifandi systmm og
öðrum nánum ættingjum.
Guðmundur Guðmundsson
Birting af-
mælis og
minningar-
greina
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar frumort ljóð
um hinn látna. Leyfilegt er að
birta Ijóð eftir þekkt skáld, 1—3
erindi og skal þá höfundar get-
ið. Sama gildir ef sálmur er
birtur. Meginregla er sú, að
minningargreinar birtist undir
fullu nafni höfundar.
t
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát móður okkar,
tengdamóöur, ömmu og langömmu,
SNJÓLAUGAR SIGURÐARDÓTTUR,
Snjólaug Bruun,
Knútur Bruun,
tengdabörn, börn og barnabörn.
Legsteinar
Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum.
Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf
_______um gerð og val legsteina.
SB S.HELGASON HF
ISTEINSMIÐJA
■ ....■
SKEMMUVEGI48 SlMI 76677
ÚRUALS
FILNUR
Kvnninaarverd
,, Drerfing:
TOLVUSPIIHF.
simi: 68-72-70
MALLORKA
VIÐ BJÓDUM YKKIIR
„KIASSV HÖTEL"
SEIVI GERA FERÐINA ÁIMÆGJELEGRI
Royal Magaluf Royal Torrenova Royal Playa
dePalma
Royal Jardln
del Mar
Ohætt er að fullyrða að Atlantik býður upp á bestu gisti-
og dvalaraðstöðu á MALLORKA sem völ er á.
Það eru (búðarhótelin góðkunnu í Royal hótelhringnum.
Tvö þeirra eru f Magaluf og annað þeirra, Royal Magaluf,
býðst íslendingum nú aftur eftir nokkurra ára hlé. Eitt
er í Santa Ponsa og eitt á Playa de Palma.
Reynslan hefur sýnt okkur að fólk vill aðeins það besta.
Við viljum að farþegum Atlantik Ifði vel f frfinu.
LÁTTUÞÉR LÍÐA VEL
BROTTFARARDAGAR:
Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október
15 23 1 4 3 5 5
29 13 13 15 14
22 25 24 26
4TC44VTMC
Ferðaskrifstofa, Iðnaðarhúsinu, Hallveigarstíg 1 símar 28388 og 28580
INTERNATIONAl