Morgunblaðið - 08.03.1987, Síða 50

Morgunblaðið - 08.03.1987, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1987 atvirma — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna IAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVIKURBORG 1. Staða forstöðumanns við skóladagheimil- ið Hólakot v/Suðurhóla er laus til umsóknar. Fóstrumenntun áskilin. Um- sóknarfrestur er til 20. mars. 2. Fóstrur óskast við dagh. Bakkaborg v/ Blöndubakka, dagh./leiksk. Hálsaseli 27, dagh./leiksk. Hraunborg Hraunbergi 10, leiksk. Leikfelli Æsufelli 4 og leiksk. Brá- karborg v/Brákarsund. Upplýsingar gefa umsjónarfóstrur á skrif- stofu Dagvistar barna, í síma 27277 og forstöðumenn viðkomandi heimila. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. PÓST- OG SlMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða Svæðisumsjónar- mann á Suðurnesjum Viðkomandi þarf að vera: Símvirki/símavirkja- meistari eða rafeindavirki/rafeindavirkja- meistari. Laun skv. launakjörum ofan- greindra stéttarfélaga. Nánari upplýsingar veitir stöðvarstjórinn í Keflavík, sími 92-1000. Kjötiðnaðarmaður Kjötiðnaðarmaður óskast sem fyrst til að veita kjötvinnslu Kaupfélags Vestur-Hún- vetninga forstöðu. Húsnæði til staðar. Uppl. hjá kaupfélagsstjóra í síma 95-1370. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Hvammstanga. PÓST- OG SiMAMÁLASTOFNUNIN óskar eftir að ráða starfsfólk við vaktavinnu eða dagvinnu hjá böggladeild Póststofunnar í Reykjavík. Upplýsingar hjá skrifstofu póstmeistara Ár- múla 25. Hárgreiðslusveinn óskast á hárgreiðslustofu í miðbænum. Upplýsingar í símum 12274 og 36574. _,3^’ fjArmálarAouneytið C; ríkisbokhald Lausar stöður Hjá Ríkisbókhaldi eru eftirfarandi störf laus til umsóknar: 1. Staða fulltrúa til ýmissa verkefna í tekju- bókhaldsdeild stofunarinnar. Æskilegt er að umsækjendur hafi stúdentspróf, Sam- vinnuskólapróf eða Verslunarskóla- menntun. 2. Staða skrifstofumanns í skráningardeild, við tölvuskráningu bókhaldsgagna auk ýmissa annarra verkefna. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf um nk. mánaðamót. Laun skv. kjarasamningum BSRB og ríkisins. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist ríkisbókara, c/o Ríkis- bókhald, Laugavegi 13, 101 Reykjavík fyrir 13. mars nk. RIKISSPITALAR LAUSARSTÖÐUR Aðstoðarlæknar óskast í ársstöður við lyflækningadeild Landspítalans. Um er að ræða fjórar stöður sem veitast frá 1. júní nk. þar af ein sem tengist göngudeild sykursjúkra og blóðskil- unardeild. Ennfremur veitist ein staða frá 1. ágúst nk. Umsóknir á umsóknareyðublöðum fyrir lækna sendist skrifstofu ríkisspítala fyrir 7. apríl nk. Upplýsingar veita yfirlæknar lyflækninga- deildar í síma 29000. Meinatæknir óskast í hálft starf á rannsóknastofu Vífils- staðaspítala. Upplýsingar veitir deildarmeinatæknir í síma 42800. Matráðsmaður með hússtjórnarkennarapróf óskast við eld- hús Landspítalans. Matartæknar óskast við eldhús Landspítalans. Starfsmenn vanir eldhússtörfum óskast til starfa við eld- hús Landspítalans bæði í fullt og 75% starf. Upplýsingar um ofangreind störf veitir yfir- matráðsmaður Landspítalans í síma 29000. Fulltrúi félagsráðgjafa óskast við geðdeild Landspít- alans til tímabundinna starfa. Um er að ræða fjölbreytilegt starf sem krefst góðrar íslensku- og vélritunarkunnáttu. Umsóknir sendist yfirfélagsráðgjafa geð- deildar Landspítalans sem veitir nánari upplýsingar í síma 29000-631. Starfsmaður óskast nú þegar við dagheimili ríkisspítal- anna að Kleppi. Vaktavinna. Einnig óskast starfsmaður í u.þ.b. 2 mánuði á sama stað. Upplýsingar veitir forstöðumaður dagheimil- isins í síma 38160. Reykjavík 8. mars 1987. Lauststarf til umsóknar — bankastofnun — Bankastofnun auglýsir eftir viðskiptafræðingi til starfa á fjármálasviði. Megin verkefni eru störf við áætlanagerðir og uppgjör bankans. Umsóknum sé skilað til auglýsingadeildar Mbl. merktar: „Bankastofnun — 813“. Starfsfólk óskast til starfa í eldhúsi. Upplýsingar veittar á staðnum mánudaginn 9. mars kl. 14.00-17.00. Veitingahúsið Naust, Vesturgötu 6, Reykjavik. Kynningarstörf Öflug bankastofnun, staðsett í miðbænum, vill ráða starfsfólk til kynningarstarfa næstu 2-3 mánuði, í nokkra tíma á viku, eftir sam- komulagi. Leitað er að fólki með góða almenna mennt- un, aðlaðandi og örugga framkomu. Starfsþjálfun í upphafi starfs. Nánari upplýsingar á skrifstofu. (rtTÐNT TÚNSSON RÁÐCJÖF & RÁÐNI NCARÞJÓN LISTA TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322 Byggingarverk- fræðingur óskast Byggingarverkfræðingur með nokkra starfs- reynslu óskast til starfa við útibú okkar á Reyðarfirði. Starfið er fjölbreytt og felur í sér bæði hönn- un, eftirlit með framkvæmdum svo og gerð tilboða og aðra verktakaþjónustu. Við leitum að röskum manni, sem getur unn- ið sjálfstætt og er reiðubúinn að takast á við margvísleg verkefni. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu okkar í Reykjavík. hönnun hf Ráðgjafarverkfræðingar FRV Síðumúla 1-108 Reykjavík • Sími (91) 84311 Þýðir ekki að auglýsa? Við viljum ráða áhugasamar Ijósmæður og sjúkraliða til sumarafleysinga a.m.k. til að byrja með (getum rætt framhald seinna). Bjóðum góða starfsaðstöðu og húsnæði. Frábær tilbreyting — ótæmandi möguieikar á stuttum eða löngum skoðunarferðum um sumarfallegan Borgarfjörð. Nánari upplýsingar um laun og annað hjá yfirljósmóður og Sigríði Lister hjúkrunarfor- stjóra, sími 93-2311. Heilsuhæli NLFÍ Hjúkrunarfræðingar/sjúkraliðar Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til sumarafleysinga. Sex stöðugildi hjúkrunarfræðinga og átta stöðugildi sjúkra- liða eru setin. Hálft stöðugildi sjúkraliða verður laust frá 1. apríl 1987. Húsnæði og frábært hollustufæði á staðnum. Hveragerði með hreint loft, gróðurhúsastemningu og útisundlaugum, er stutt frá Reykjavík (42 km) en þó mátulega langt frá skarkala höfuð- borgarinnar. Sjón er sögu ríkari, komið á staðinn eða hringið og fáið nánari uppl. hjá Hrönn Jóns- dóttur, hjúkrunarforstjóra, í síma 99-4201, þriðjudaga-föstudaga kl. 9.00-19.00, eða heima í síma 91-33324. Heilsuhæli NLFÍ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.