Morgunblaðið - 08.03.1987, Page 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1987
Hulda Böðvars-
dóttir - Minning
Fædd 24. ágúst 1924
Dáin I.mars 1987
Ég minnist ömmu Huldu fyrir
hennar breiða og hlýlega bros, þó
sérstaklega fyrir hversu vel hún
ilmaði. Við skildum svo vel hvor
aðra, án margra orða. Hún var
ávallt verndari minn, traustur vin-
ur, en þó alltaf fyrst og fremst
amma Hulda á Islandi. Hún er horf-
in okkur núna, en ég finn nálægð
hennar nú og ávallt. Eg mun sakna
4%tiu leyndarmálanna okkar, sem við
einar áttum saman. Ég mun geyma
minninguna um ömmu Huldu í
hjarta mér og ég er þess fullviss
að hún vakir yfir velferð minni. Ég
mun reyna að vera verðugur arf-
taki nafns hennar.
Blessuð sé minning ömmu
minnar. Guð styrki afa Geira í sorg
hans.
Hulda
Á morgun, mánudag, fer fram
jarðarför Huldu Böðvarsdóttur, Sól-
heimum 23. Strax í æsku var ég
svo lánsöm að kynnast Huldu og
heímilisfólki hennar, en á þeim tíma
fcyó hún ásamt eiginmanni sínum,
Siggeir Blöndal Guðmundssyni, og
bömum sínum á Bókhlöðustíg 6b í
Reykjavík.
Ég kynntist Huldu í gegnum
dóttur hennar, Sigrúnu, sem var
bekkjarsystir mín í Miðbæjarskól-
anum og mín besta vinkona í yfir
30 ár, þrátt fyrir að hún hafi búið
í Bandaríkjunum sl. 18 ár.
Sem bami fannst mér Hulda
vekja hjá mér óttablandna virðingu.
Við nánari kynni hvarf óttinn, en
jyrðingin hélst. Hulda var glæsileg
~ kbna, ekki eingöngu í útliti, heldur
einnig hennar innri maður. Mér
fannst ávallt birta yfir þegar hún
brosti, en oft var ákaflega stutt í
glettni og hlátur í okkar langa vin-
skap. í mörg ár var heimili Huldu
mér sem mitt annað heimili, fullt
af hlýju, snyrtilegt og þar var
ávallt allt í röð og reglu.
Skömmu eftir 1960 fluttu Hulda
og Geiri ásamt bömum sínum fimm,
Garðari, Sigrúnu, Ómari, Kristínu
og Snorra, í nýja, glæsilega íbúð í
Sólheimum 23 og þar var heimili
hennar þar til yfir lauk. Úr Sól-
heimum á ég einnig ótal yndislegar
minningar, sem nú koma upp í
huga mér.
Hulda var alltaf til staðar, og
með opnu, jákvæðu hugarfari,
hvatningum og áhuga tók hún þátt
í mörgu, sem við vinkonumar tók-
um okkur fyrir hendur. Hún deildi
með okkur vonum okkar og þrám
og því myndaðist sérstakur vin-
skapur milli okkar, en ég tel það
til forréttinda að hafa fengið að
eiga hana að vini í yfír 30 ár.
Eftir 45 ára hjónaband, hjá sér-
lega samrýndum hjónum, eins og
Hulda og Geiri voru, hlýtur missir-
inn að vera ákaflega sár fyrir hann.
Ég vil votta Geira, eiginmanni
Huldu, bömum þeirra, aldraðri
móður hennar og barnabömum
mína dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Huldu Böðv-
arsdóttur.
Lára Kjartansdóttir
Hún Hulda, amma mín, er dáin.
Á ég erfítt með að skilja af
hveiju hún amma mín er tekin frá
mér, hún amma sem ég elskaði svo
mikið.
Amma átti svo mikið að gefa,
hún studdi við bakið á mér í öllu
sem ég tók mér fyrir hendur.
Aldrei skorti faðmlög og kossa
þegar við hittumst, hún átti alltaf
nóg af hlýju í minn garð. Ef mig
skorti sjálfstraust þá hafði ég bara
samband við ömmu og allt varð
gott á ný.
Veit ég að ekki voru öll böm eins
heppin og ég að eiga svona yndis-
lega ömmu og hafa vinkonur mínar
oft haft orð á því hve lánsöm ég
væri.
En eitt er þó gott að ég hef þó
hann afa minn og hann heldur
áfram að vera besti vinur minn eins
og hann er vanur og getum við
verið saman í sorg og gleði, því að
hann veit að ég elska hann mest
af öllum.
Ég kveð elsku bestu ömmu mína
og þakka henni fyrir hennar hluta
af uppeldi mínu. Minningamar um
hana geymast margar og góðar og
verða aldrei frá mér teknar. _
Rúna íris
Mánudaginn 9. mars kveðjum við
hinstu kveðju elskulega konu,
Huldu Böðvarsdóttur, Sólheimum
23, sem kölluð var burt frá okkur
1. mars sl. eftir aðeins 5 vikna
sjúkralegu. Hulda fæddist 24. ágúst
1924 og ól mestan aldur sinn hér
í Reykjavík. Hún var mjög glæsileg
kona og bar sín 62 ár með reisn.
Eftirlifandi eiginmaður hennar
er Siggeir Blöndal Guðmundsson
og eignuðust þau 5 böm.
Á heimili Huldu var snyrti-
mennskan ávallt í fyrirrúmi og naut
hún þess að halda heimili fyrir sinn
stóra bamahóp, en án efa hefur
verið erilsamt á stundum.
Eftir að böm hennar fluttust eitt
af öðru að heiman hóf hún að starfa
við hlið manns síns í verslun þeirra
hjóna og gat hún þá veitt sér
frístundir án skuldbindinga við
heimili og böm, skuldbindingar sem
við húsmæður einar þekkjum.
Hún ferðaðist með eiginmanni
sínum bæði hér heima og erlendis
og voru famar ófáar ferðimar til
dóttur hennar, sem búsett er í New
York.
Hulda var dul á eigin hagi, en
lét sér því meira annt um eigin-
mann sinn, böm og bamaböm, en
ömmubömin voru henni eitt og allt.
Er ég fyrst kynntist ömmu
Huldu, eins og hún var oftast köll-
uð, þá sem verðandi tengdadóttir
hennar fyrir liðlega 20 árum, fann
ég fljótlega þann hlýhug og ástúð
sem hún ávallt sýndi mér og síðar
þeim er áttu eftir að mynda hennar
stóru fjölskyldu.
Þegar ung hjón stofna heimili er
notalegt að fínna trausta og styrka
hönd, sem leiðbeinir án yfirgangs
og kemur hljóðlega færandi henni
með nytsama hluti, sem óreynd
húsmóðir hefði jafnvel ekki talið
nauðsynlega í búskap. En slík var
tengdamóðir mín. Hljóðlega gaf hún
góð ráð sem ávallt voru gefín frá
góðu hjarta og með breiðu brosi.
Dætur mínar minnast ömmu
Huldu með sámm söknuði, því þær
hafa misst góðan vin sem vafði þær
ást og umhyggju. Hjá henni áttu
þær góðar stundir í Sólheimunum,
þar sem þær geymdu sín leyndar-
mál sem amma ein vissi um.
Mikil var tilhlökkun ömmubams-
ins, þegar amma og hún voru að
ráðgera fyrirhugaða ferð til frænku
í Ameríku á komandi sumri. Ferð
sem hún eit átti eftir að fara með
ömmu Huldu, því stóru frænkumar
höfðu farið slíkar ferðir á liðnum
ámm. Þær voru fullvissar um að
með hækkandi sól mundi amma
Hulda ná fullri heilsu á ný.
Við biðjum góðan Guð að styrkja
afa Geira og aldraða móður, sem
nú sér á eftir öðm bami sínu á
aðeins tveim mánuðum, en bróðir
Huldu, Hafsteinn, fórst með ms.
Suðurlandi á jóladag.
Ég kveð tengdamóður mína með
þakklæti fyrir allt sem hún hefur
verið mér og fjölskyldu minni og
við munum geyma bjarta minningu
um hana í hugum okkar.
Guð blessi minningu Huldu Böðv-
arsdóttur.
Tengdadóttir
Reuter
Frakkar heiðra
Connery ogHepburn
PHILIPPE de Villiers, aðstoðarmenningarmálaráðherra Frakka,
heiðraði á föstudag kvikmyndastjörnurnar Sean Connery og
Audrey Hepburn fyrir framlag sitt til bókmennta og lista. Þetta
er ein helsta viðurkenning, sem Frakkar veita fyrir framúrskar-
andi starf í þágu lista. De Villiers óskaði Hepburn og Connery
til hamingju með að hafa komist hjá því að festast í sama far-
inu, þrátt fyrir heimsfrægð.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
fundir
— mannfagnaðir
Seyðfirðingar í Reykjavík
Leikritið „Síldin kemur og síldin fer“ eftir
Iðunni og Kristínu Steinsdætur verður frum-
sýnt 13. mars nk. í félagsheimilinu Herðu-
breið á Seyðisfirði. Farin verður helgarferð
með Flugleiðum síðdegis á föstudag ef næg
þátttaka fæst.
Upplýsingar gefnar í þessum símum: 38760,
43075, 36217, 41153, 71882, 611147 og
92-7125.
Stjórnin.
Krani óskast
Góður bílkrani eða stór hjólakrani 35-40 tonn
óskast til kaups.
Uppl. í síma 91-687787.
Aðalfundur
Hávöxtunarfélagsins hf.
verður haldinn þriðjudaginn 17. mars 1987
kl. 17.30.
Fundasrstaður: Litla-Brekka við Bankastræti
(bakvið veitingahúsið Lækjarbrekku, 2. hæð)
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Tillaga að útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
3. Starfsemi félagsins.
4. Erindi: Nýjungar á verðbréfamarkaði.
Dr. Pétur H. Blöndal frkvstj.
Reykjaneskjördæmi
Aðalfundur kjördæmisráðs SJálfstœðis-
flokksins í Reykjaneskjördæmi veröur
haldinn í Sjálfstæðishúsinu, Hamraborg 1,
Kópavogi, laugardaginn 14. mars 1987 og
hefst kl. 9.00 fyrir hádegi.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Breyting á lögum kjördæmisráðs.
3. Alþingiskosningarnar.
Frummælandi Matthias Á. Mathiesen,
utanríkisráðherra.
Stjórn kjördæmisráðs.
IIIIMDAIIi'K
t ■ U S
Mannúð og markaös-
búskapur
Fyrirhugað er að fara af stað með les- og umræðuhring á vegum
Heimdallar, félags ungra sjálfstæöismanna í Reykjavik. Þar veröa
tekin fyrir stefnuatriöi Heimdallar og Sjálfstæöisflokksins og þau
reifuð. Fengnir verða í rabb ýmsir kunnáttumenn i stjórnmálum, einn-
ig veröur stuðst viö ákveðnar bækur um sjórnmál.
Hér er tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á þvi aö ræöa vítt og breitt
um frjálslyndar stjórnmálakenningar o.fl.
Áhugasamir geta skráð sig eða leitaö upplýsinga hjá Sjálfstæöis-
flokknum i síma 91-82900 á skrifstofutíma fyrir þriðjudaginn 10.
mars nk.
Keflavík
Kosningaskrifstofa Sjálfstæöisflokksins Hafnargotu 46 verður opin
mánudaga til föstudaga kl. 16.30-18.30, laugardaga og sunnudaga
kl. 15.00-17.00, sími 2021. Starfsmaður skrifstofu er Sigurður Ingva-
son, Miögaröi 3. Formaöur skipulagsnefndar er Erla Sveinsdóttir,
Vatnsnesvegi 23.
Stjórn fulltrúaráðsins.
Akranes — bæjarmálefni
Almennur fundur um bæjarmálefni verður haldinn i sjálfstæðishúsinu
við Heiðargerði mánudaginn 9. mars kl. 21.00. Bæjarfulltrúar flokks-
ins mæta á fundinn.
Stjórn fulltrúaráðsins.