Morgunblaðið - 08.03.1987, Síða 61

Morgunblaðið - 08.03.1987, Síða 61
ing starfar í landinu og að yfír 50 milljónir íbúa Sovétríkjanna eru múhameðstrúar. Islam er tíma- sprengja_ óskynseminnar á okkar tímum. Eg skil Rússana, ótta Rúss- anna. Þeir hafa ekki aðeins þurft að berjast gegn þjóðum í vestri, Pólvetjum, Þjóðveijum, Svíum, heldur einnig gegn islam. Það verð- ur að minnast þess að allur Balkan- skagi var einu sinni tyrkneskur. En ég reiddist innrásinni í Tékkó- slóvakíu og afstöðunni til Póllands af því að það var átakanleg reynsla fyrir báðar þjóðirnar." Það á ekki við að grípa fram í fyrir Durrenmatt. Hann talar hægt og fer úr einu í annað. Hann lætur forvitnilegar skoðanir í. ljósi án þess að vera spurður. „Moskva hefur stækkað gífurlega, hún er eins og eitt samfellt úthverfí með óteljandi sjö- til áttahæða húsum og enda- lausum breiðgötum. Rauðatorgið er auðvitað á sínum stað en það var of kalt til að rölta um. Hún er heldur engin borg til að ganga um í. Það virðist alltaf taka klukkutíma keyrslu að komast af einum stað á annan. Átta milljón manna borg sem stækkar ótakmarkað út á við. Moskva er ein allsheijar grámygla.“ Fátækrahæli orðið að borg lægri millistéttar „Það er miklu flóknara að búa þar en á Vesturlöndum. Allt tekur sinn tíma. Ég ætlaði til dæmis að taka 2.000 rúblur, sem ég á alltaf þama, út af bankabók. Mér var vísað úr einum banka í annan og að lokum í einhvern sparisjóð. „Já, peningarnir vom hér hjá okkur,“ sagði afgreiðslustúlkan. „En þér komuð aldrei að sækja pá svo að þeir eru komnir í annan sparisjóð." Og sá var auðvitað búinn að loka þegar ég kom þangað,“ sagði Dúrr- enmatt , og glettnin skein úr augunum. „Fólkið hefur nóg að borða þótt það sé auðvitað þreyt- andi að kaupa í matinn. Og það sjást engin fátækrahverfí. Maður fær á tilfinninguna að allir tilheyri millistéttinni, lægri millistétt. Hér áður fyrr var eins og maður væri staddur á velreknu fátækrahæli. Andrúmsloftið í hópi listamanna er líka allt annað. Þar ríkir mikil von. Mér var sagt af rithöfundi af gyðingaættum sem samdi leikrit um andlát Leníns þar sem það kemur fram að Stalín hafi eiginlega steypt honum af stóli — sem sagt mjög hæpið verk. Þessi höfundur lét þá skoðun í ljósi í ræðu á mannmörgum fundi að það ætti að fjalla opin- skátt um sögulega atburði í rússn- eskum bókmenntum. Forsætis- nefnd kommúnistaflokksins sat fyrir aftan hann á fundinum og hann þorði aldrei að líta við. En hann hélt eftir á að einn hinn fyrsti sem þakkaði honum fyrir ræðuna væri í forsætisnefndinni. Það tók áður fyrr mörg ár að fá leyfi til að sviðsetja hæpin verk í Sovétríkjun- um en leikritinu um dauða Leníns var veitt sýningarleyfi á einum og hálfum degi.“ Kommúnisminn er Dar- winismi án líffræði Tæplega þúsund manns frá 80 löndum sóttu friðarráðstefnuna í Moskvu. Frægu fólki á sviði stjóm- mála, vísinda og lista var boðið til borgarinnar í þijá daga á kostnað sovésku ríkisstjórnarinnar. Mikhail Gorbachev hélt ræðu í lok ráðstefn- unnar og bauð til veislu. „Fyrstu fundimir voru hundleiðinlegir. Ræðutíminn var ótakmarkaður og allir sögðu það sama, hversu hættu- leg kjarnorkusprengjan væri og Dúrrenmatt: „Núna þegar ég hugsa til baka um Gorbachev ... þökkuðu svo Gorbachev," sagði Dúrrenmatt. Honum leiddust ræð- urnar, hann varð önugur og líkti ráðstefnunni við fund risaeðla fyrir 30 milljón árum í eigin ræðu. „Risa- eðlurnar komu þá saman og ræddu hvernig þær gætu lifað áfram. Þær komust að þeirri niðurstöðu að þær gætu það ekki og ákváðu að verða fuglar og spendýr. Þær voru orðnar alltof þungar til að sitja á eggjum og hættu því. Þannig dóu þær út. Við stöndum nú frammi fyrir sams- konar spurningu varðandi kjarn- orkusprengjuna. Sprengjan er ekki bara hættuleg heldur einnig okkar eigin tækni og mengun andrúms- loftsins. Ég benti á að mannskepn- an hefur frá upphafi staðið frammi fyrir tvenns konar vanda: frammi fyrir leysanlegum vanda og frammi fyrir óleysanlegum vanda. Mann- skepnan getur lifað áfram, það er leysanlegur vandi. Hún fann upp vopn, hún var hægfara dýr en vann bug á líkamlegum galla með því að nota andagift sína, með því að finna upp vopn, með því að ná valdi á eldi. Það voru leysanleg vanda- mál. En mannskepnan stóð frammi fyrir óleysanlegum vanda þegar hún uppgötvaði að einstaklingurinn deyr. Það var hræðilegt áfall og þess vegna fann hún upp trúmál, háspekina, menningin bjó hana til. Og þannig er þetta enn í dag. Hver og einn mun deyja, pólitík breytir engu þar um. En við getum leyst tæknileg og vísindaleg vandamál. Hver leysanlegur vandi á sviði vísindanna leiðir hins vegar til nýs vanda sem einnig þarf að leysa. Tæknin gleypir jafnóðum við vísindalegum uppgötvunum og þannig verða kjamorkusprengjur til, þannig mengum við umhverfið. Maður gat óhræddur sagt skoð- anir sínar á ráðstefnunni. Ég vitnaði í líffræðing sem sagði: Kommún- isminn er Darwinismi án líffræði. Þetta er ein besta skilgreiningin á marxisma sem ég hef heyrt. Og ég sagði í einum umræðuhópi að það væri ekki nóg fyrir Gorbachev að gagnrýna Stalín, Breshnef og kerf- ið. Hann yrði einnig að gagnrýna utanríkisstefnu Sovétríkjanna. Það þarf líka að endurskoða hana. Bandaríkjamönnum verða á mistök og Rússum verða á mistök. Þetta gat maður sagt.“ Alltaf haft ímugust áforingjum „En mér fannst ráðstefnan eigin- lega vera stór sýning. Ég á alls ekki von á að hún leiði neitt af sér. Ræða Gorbachevs var hápunkt- ur sýningarinnar, snjöll og þaul- hugsuð. Konan mín hefur rétt fyrir sér þegar hún segir að hann sé marxískur Demosthenes. Mér varð hugsað til vitleysunnar sem valt upp úr mönnum á rithöfundaþingi í Moskvu fyrir 20 árum, ræðunnar sem einhver menningarviti úr for- sætisnefnd flokksins flutti. Hún hefði ekki einu sinni átt heima á málfundi í grunnskóla. En ræða Gorbachevs var meistaraverk. Einn mikilvægasti punkturinn í henni — og maður ætti að íhuga hann — var afsönnun fælingarkenningar- innar. Hún er stórhættuleg, eins og hann sagði, af því að hún verður að vera tniverðug. Það er ekki hægt að fæla endalaust og aldrei gera neitt. Hættan er að fælingar- krafturinn verði einhverntíma sýndur. Það er söguleg staðreynd að það hefur verið rætt í tólf tilvite<f um að beita kjarnorkuvopnum. Bandaríkjamenn veltu fyrir sér hvort að þeir ættu að varpa kjarn- orkusprengju á Víetnam. Kjarnork- ustríð er Áuschwitz mannkynsins, það er ekki stríð.“ Dúrrenmatt teiknaði mynd af glottandi kjarnorkusprengju, sem vofir yfir heiminum og starir niður á áhrifalausar fígúrur veifandi spjöldum gegn kjarnorkusprengjum og með nýjum þankagangi, á meðan gestgjafinn talaði. „Ég sá samskon- ar ráðstefnu fyrir mér að fimmtíu árum liðnum, þegar ég hlýddi á Gorbachev, þar sem hann hamrar enn á afvopnun. Vandinn er nefni- lega sá að það er búið að firina upj? — kjarnorkusprengjuna og það sem einu sinni er búið að finna upp verð- ur aldrei afturkallað. Max Frisch (kollega Dúrrenmatts frá Sviss) hélt að ég væri að grínast þegar ég sagði undir lok ráðstefn- unnar að það væri hægt að banna kjamorkusprengjuna, en hið djöful- lega væri að við gætum aldrei verið vissir um að einhver hefði hana ekki undir höndum. Mér var alvara, þetta er verulegt vandamál. Það er vitað að ísraelar hafa sprengjun;f~*- Og hverjir fleiri? Sovétmenn þarfnast friðar. Þeir finna að þeir komast ekki lengra ;i tæknisviðinu án aukinna samskipta við umheiminn. Gorbachev er kannski af þeirri kynslóð sem skynj- ar að hugmyndafræði þeirra stend- ur þeim fyrir þrifum. Breyting til batnaðar mun taka langan tíma. En flótti til baka í faðm Leníns er líka fyrir hendi. Gorbachev verður þá kommúnistískur Ayatollah," sagði Dúrrenmatt, kímdi, varð svo hugsi og klóraði sér í höfðinu. „Það er alltaf ískyggilegt þegar einn for- ingi hefur öll völd í hendi sér. Núna þegar ég hugsa til baka um Gorbac- hev . . . allt í einu minnti hann mig' " á Mússólíni. Ég veit ekki hvað verð- ur. Eðlishvötin ræður mínum dómí. Ég hef gífurlega ímugust á foringj- um. En Sovétmenn þekkja ekki annað. Foringjar hafa ávallt stjóm- að þeim.“ mmkM 2F-821X ÞVOTTAVÉL Lin vegna hagstæöra innkaupa. CíFífffÍ'P magn LÆEKJARGÖTU 22 HAFNARFIRÐI SÍMI: 50022 Þvottamagn 4,2 kg. 16 þvottakerfi 400/800 snún. vinduhraöi. Mál (HxBxD) 85x60x55 cm.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.