Morgunblaðið - 08.03.1987, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 08.03.1987, Qupperneq 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1987 Spæj arasögur nar eru aft- ur komnar í tísku. Það er ekki síst að þakka Breska rithöfundinum P.D. James, sem hefur á 25 árum sent frá sér 10 sakamálasögur er sett hafa hana í fremstu röð sakamálahöfunda og gert hana að verðugum arf- taka Sir Arthur Conan Doyle og Agatha Christie. Ríkissjónvarpið hefur sýnt þijá framhaldsþætti byggða á sögum hennar og síðasta þriðjudags- kvöld hóf sá fjórði göngu sína en hann heitir Svarti turninn (The Black Tow- er). Drottning sakamálasögunnar er titill sem útgefendur hafa gefið P.D. James. Hún sendi frá sér sína tíundu sögu á síðasta ári og nefndi hana A Taste for Death. Adam Dalgliesh er aðalpersónan í henni eins og í Svarta turninum og flest- um hennar sögum. Hann er sérlega atorkusamur lögreglumaður, til- finninganæmur en fráhrindandi og næstum kaldlyndur í persónulegum samskiptum. I fyrstu bók James er sagt frá því þegar hann missir eig- inkonu sína af barnsförum og nýfætt barnið skömmu seinna. Síðan þá hefur hann ekki árætt að eiga í ástarsambandi. I annarri bók, Unnatural Causes, getur hann alls ekki komið sér að því að biðja um hönd konunnar sem hann elskar og loksins þegar hann drífur í því er það orðið um seinan. Hún hefur þegar skrifað honum neitunarbréf. Dalgliesh er líka virt ljóðskáld sem einnig gerir hann sérstakan á með- al spæjara sakamálasagnanna. En er Dalgliesh byggður á ein- hveijum sem P.D. James þekkti? „Alls ekki,“ segir hún. „Að föður- nafninu slepptu, sem er í höfuðið á enskukennara mínum í skóla, er Dalgliesh hrein ímyndun. Skrítin stafsetning, finnst þér ekki? Fólk stafar það oft vitlaust. Ég notaði hann í minni fyrstu bók og þá var ég helst upptekin af því að skapa lögreglumann sem væri mjög ólíkur hinni ófagmannlegu yfirstéttarper- sónu Peter Wimsey lávarðar, þótt ég dáist mjög að bókum Dorothy Sayers. Ekki hvarflaði það að mér að mörgum árum seinna færi fólk að spyija spuminga um uppruna hans og bakgrunn. En ég vissi að Glæpasagnahöfundurinn P.D. James á heimili sínu í London. ég vildi hafa hann mjög atvinnu- mannslegan. Og það er engum vafa undirorpið að Dalgliesh er góð lögga.“ Um kaldlyndi hans segir James: „Ég vildi hafa hann eitthvað annað og meira en bara lögreglumann, sjáðu til, hann átti að vera flókin og næm persóna. Kannski er það þess vegna sem ég lét hann líka vera velþekkt ljóðskáld þótt ég hafi aðeins þorað að vitna í nokkrar línur eftir hann og það var í einni af fyrstu bókunum. Hvað annað? Ég vildi hafa hann mjög gáfaðan. Ég vona að ég sé ekki snobbuð á neinn hátt en ef ég er það býst ég við að ég snobbi fyrir vitsmunum. Eg kann vel við gáfað fólk og ég dáist að gáfum.“ Þegar hún er minnt á að hafa sagt einu sinni að ekkert væri eins aðlaðandi kynferðislega og hæfi- leikar og gáfur hlær hún hjartan- lega. „Já,“ segir hún, „ég held ég standi við það. Ég gæti aldrei orðið ástfangin af manni sem væri falleg- ur en heimskur. Kannski er Adam Dalgliesh ímynduð útgáfa af manni sem ég hefði viljað vera ef ég hefði fæðst karlmaður.“ James býr ein við Holland Park í London og þegar hún er að skrifa vaknar hún klukkan sjö á morgnana og situr við fram að hádegi. „Ég reyni að skrifa raunsæjar bækur, lýsa lífinu á þessum tíma, sem við lifum,“ segir hún. „Og hversu hræðilegir atburðirnir eru sem mað- ur er að lýsa læðist húmorinn alltaf með. Lífið hefur líka sínar björtu hliðar til allrar guðsmildi. Ég nota þær ekki eins og krydd í bókunum en þær eru mikilvægar. Það á vel við mig að búa ein,“ segir hún. „Ég hef oft velt því fyr- ir mér að breyta húsinu og taka inn leigjanda en ég er ekki viss um að ég vildi hafa einhvem labbandi hér út og inn. Ég kann ekki við að Dorothy L. Sayers hafa fólk hjá mér þegar ég er a'ð vinna.“ Þegar hún hefur unnið til hádegis fer hún að versla, í göngu- túr eða fær ef til vill vin í mat til sín. Ef barnabörnin em í heimsókn (þau eru fimm) spilar hún við þau á kvöldin, ef ekki horfir hún á sjón- varpið. „Hugmynd að sögu verður næst- um alltaf til sem viðbrögð við ákveðnum stað og kringumstæðum. Stundum í Austur-Anglíu en ég elska heiðarnar þar og litlu þorpin. Ég leitast við að skapa andstæður á milli staða og persóna. Vitni deyr gerist á glæparannsóknarstofnun í Austur-Anglíu. Ég hafði sérlega gaman af því að staðstetja glæp í mjög svo stofnanalegu umhverfi hennar og draga upp andstæður hins agaða stofnunaranda við ring- ulreið — stjómleysi, ef þú vilt — morðsins og sýna hvernig áhrif það hefur á fólk.“ Hún er lengi með bækur í undir- búningi. Það liðu fjögur ár á milli nýjustu bókarinnar og þeirrar sem hún skrifaði þar áður og heitir The Skull Beneath the Skin. Aður en hún sest við skriftir kynnir hún sér til hins ýtrasta væntanlegt sögusvið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.