Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 >* c "'C.-Sá r* *** Morgunblaðið/RAX STYTTIST TIL PASKA PÁSKARNIR eru á næsta leiti og páska- egggin eru farin að skreyta búðarglugga. Þessu myndarlega eggi frá Nóa og Síríusi hefur verið komið fyrir í Miklagarði. Úrskurður landskj örstj órnar: Framboðslisti Borgara- flokksins í Vestfjarða- kjördæmi er gildur Landskjörstjórn úrskurðaði í gær að listi Borgaraflokks- ins í Vestfjarðakjördæmi væri gildur og felldi þar með úr gildi úrskurð yfirkjörstjórnar í því kjördæmi. í úrskurði landskjörstjómar er vísað til 38. greinar kosningalaga, þar sem segir: „Þegar frestur sá er liðinn, sem ákveðinn er um fram- boð, heldur yfirkjörstjórn fund á næsta virkum degi, og skal umboðs- mönnum framboðslista veittur kostur á að vera viðstaddir. Finnist þá gallar á framboðslista skal hlut- aðeigandi umboðsmönnum gefinn kostur á að leiðrétta þá, og má veita frest í því skyni, eftir því sem tími og atvik leyfa. Séu gallar, sem yfirkjörstjóm hefur bent á, ekki leiðréttir innan tilsetts frests, kveð- ur hún upp úrskurð um það, hvort listi skuli fyrir það ógildur teljast.“ Landskjörstjóm vísaði til túlkun- ar prófessors Ólafs Jóhannessonar á þessu ákvæði og til eldri laga- ákvæða, einkum 43. gr. laga nr. 80 frá 1942, en þar segir m.a.: „Séu gallar á framboði, þar á með- al ef vantar yfírlýsingar samkvæmt 27. grein, sem ætla má að hefðu átt að fylgja framboði, skal tilkynna það frambjóðanda og gefa honum kost á að leiðrétta þá, í samræmi við það, sem fyrir er mælt um galla á listum.“ Að áliti landskjörstjómar verður ekki séð að við endurskoðun kosningalaga hafi verið ætlunin að hverfa frá þessu grundvallarsjónar- miði. Þetta sjónarmið sé stutt af því að í 26. grein þágildandi og núgildandi kosningalaga sé mælt fyrir um tilkynningu framboðs til yfirkjörstjómar, en í 27. grein séu ákvæði um gögn þau sem framboðs- lista skuli fylgja. Sé þannig gerður greinarmunur á þessu tvennu. Landskjörstjóm segir í úrskurði sínum að á ftindi yfírkjörstjómar Vestijarðakjördæmis síðastliðinn laugardag hafí legið fyrir meðmæli 54 manna með lista Borgaraflokks- ins, en af þeim hafi meðmæli 11 manna reynst gölluð og afturkallað frá einum. Samgöngur í Vestfjarða- kjördæmi hafí truflast vegna illviðr- is, og meðal annars valdið því að yfírkjörstjómarmaður komst ekki frá Patreksfírði á fundinn á ísafírði. Við þessar aðstæður telji landskjör- stjóm að veita hefði átt umboðs- manni Borgáraflokksins hæfíiegan frest til að bæta úr ágöllum þeim er voru á meðmælendalistum. Landskjörstjóm hefðu nú borist 51 gild meðmæli með framboðinu og auk þess hefðu fylgt greinargerð umboðsmanna Borgaraflokksins tvær meðmælendaskrár með nöfn- um 8 manna á kjörskrá í Vest- fjarðakjördæmi. Samkvæmt þessu taldi landskjör- stjóm að Borgaraflokkurinn í Vestfjarðakjördæmi hefði innan hæfílegs frests leiðrétt þá galla er voru á framboði hans og framboðið skuli því metið gilt. Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins: Stuðningur við Þorstein MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi samþykkt til birt- inga: „Fundur haldinn í framkvæmda- stjóm Verkalýðsráðs Sjálfstæðis- flokksins 31. mars 1987, lýsir yfir fyllsta stuðningi við formann Sjálf- stæðisflokksins, Þorstein Pálsson, og viðbrögð hans á öllum stigum þeirra viðkvæmu mála, sem flokk- Ofsaveður á Norðurlandi: Trillur sukku, skip slitnaði frá bryggju og þök fuku af húsum MIKIÐ hvassviðri skall á á Norðurlandi í gær og fór vindhraðinn sumstaðar upp í 11-12 vindstig. Ofsaveður er það þegar vind- hraði fer í 11 vindstig, en 12 vindstig, eða 64 hnútar, er fárviðri. Skemmdir urðu víða á mannvirlqum, en engar fregnir hafa bo- rist af slysum á fólki. Veðurstofan sendi út aðvörun í gær um að von væri á iUviðri, en þar sem veðurfræðingar eru nú í verk- falli sinna þeir aðeins neyðarþjónustu. Á Kópaskeri var veðurofsinn og var skólahald í bænum eðlilegt einna mestur og mældist vind- hraði á flugvellinum þar 72 hnútar í verstu hviðunum. Rafmagns- laust var í bænum í gær og hélt fólk sig að mestu heima. Fjórar trillur á bátalæginu í Leirhöfn á Melrakkasléttu sukku ogþak fauk af fjárhúsum við bæinn Miðtún. Þó tókst að koma fénu undir þak í nálægri hlöðu. Þá fuku þak- plötur af sláturhúsinu á Kópaskeri og skemmdir urðu á hesthúsi við bæinn Hvol. Loks fauk skemma í eigu laxeldisstöðvarinnar ísnó að Lóni. Veðrið skall á um kl. 14 og böm komust klakklaust heim. Símasambandslaust var við Þórshöfn á Langanesi fram á kvöld og geisaði þar fárviðri. Raf- magnslaust var í bænum frá því um miðjan dag og fram á kvöld, en þá kom rafmagn aftur í hluta bæjarins. Lögreglumaður lýsti veðrinu sem „ruddaveðri" og sagði illmögulegt að komast miili húsa. Plötur fuku af húsþökum víða um bæinn og íbúar í einu húsi urðu að yfírgefa það vegna skemmda á þaki. Björgunarsveitin hafði í nógu að snúast og var á vakt í nótt. Engin slys urðu á mönnum á Þórshöfn fremur en annars staðar. A Raufarhöfn var veður svipað, en símasambands- laust var við bæinn í gærkvöldi. Fárviðri og fjúkandi þök Lögreglan á Kusavík sagði í gærkvöldi að ástandið væri að færast í eðlilegt horf og svo virt- ist sem veðrið væri að færast austur yfír. Þak fauk af bifreiða- afgreiðslunni í bænum, valt niður í bakgarð og að hluta á næsta hús. Það hús slapp þó án teljandi skemmda. Danskt flutningaskip losnaði frá bryggju og rak inn í smábátahöfnina, en björgunar- sveitinni tókst að binda það aftur við bryggju án þess að teljandi tjón hefði hlotist af. Fólk á ferð milli Akureyrar og Húsavíkur varð að láta fyrirberast á bæjum á leiðinni, því mikið fjúk hamlaði för þess. Að sögn lögregl- unnar bíður fólkið þess i góðu yfírlæti að veðrinu sloti. Lögreglan á Siglufirði giskaði á að vindhraðinn þar hafí farið í 10-12 vindstig í hörðustu hviðun- um seinni part dagsins. Þar fauk þak af gömlu íshúsi á Bakka og af þremur íbúðarhúsum. Þurftu íbúar eins þeirra að yfírgefa heim- ili sitt. Björgunarsveitin Strákar á Siglufírði var önnum kafín við að aðstoða bæjarbúa vegna veðu- rofsans fram á kvöld. Um kvöld- matarleytið var vind farið að lægja, en úrkoma jókst að sama skapi. Símasambandslaust var innanbæjar á Siglufírði seinni part dagpins og var loftskeyta- stöðin einnig óvirk fram á kvöld. urinn hefur átt við að glíma síðustu vikur. Fundurinn skorar á alla sjálf- stæðismenn að standa saman um framboðslista flokksins í komandi kosningum og tryggja þannig þá festu í íslenskum stjómmálum sem Sjálfstæðisflokknum er einum treystandi fyrir. Sterkur Sjálfstæð- isflokkur er forsenda frelsis og framfara á íslandi og eina vörn þjóðarinnar gegn óstjóm og upp- lausnarstefnu vinstri aflanna." Engin veðurspá Vegna verkfalls veður- fræðinga er engin veð- urspá í blaðinu í dag. Siglufjörður: Tveir fram af bakka TVEIR bílar runnu fram a bakka á Siglufirði í gær, en eng in slys urðu á mönnum. Óhappið varð með þeim hætti a annar bíllinn var með hinn í eftir dragi. Taglhnýtingurinn rann t: með þeim afleiðingum að hann dr fyrri bílinn með sér fram af 5-i metra háum bakka. Ökumaður tagl hnýtingsins fór fram af bakkanur í bfl sínum, en hinn ökumaðurin: sá hvað verða vildi og kastaði sé út. Báðir eru bflamir miki skemmdir, en mennimir sluppu me skrámur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.