Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 21 verið trúað fyrir, því að Dalton Baldwin var alinn upp í listinni af listamönnum á borð við Gérard Souzay, Walter Gieseking, Made- leine Lipatti og Nadiu Boulanger og William Parker ef til vill fyrst og fremst af sjálfum Pierre Bemac, sem leit nánast á hann sem son sinn í listinni. William Parker hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja á öðrum sviðum. Hann hefur háskóla- próf í þýzku og þýzkum bókmennt- um frá Princeton-háskólanum og meðferð hans á frönsku máli í söng vekur aðdáun jafnvel þeirra, sem eiga frönsku að móðurmáli. Og það segir meira en lítið um afstöðu William Parker til listarinn- ar, að hann dró sig í hlé frá söng á opinberum vettvangi í nokkur ár til frekara náms, eftir að hann var búinn, komungur að aldri, að koma ár sinni vel fyrir borð sem ópem- söngvari í Vínarborg og farinn að njóta hylli jafnt gagnrýnenda sem áheyrenda. En sjálfum fannst honum of mik- ið vanta á kunnáttuna til að hann gæti þjónað sönggyðjunni á þann hátt, sem hann sjálfur þráði, og því hikaði hann hvergi og kastaði bæði velgengni og íjárhagslegu öryggi fyrir róða til að betmmbæta sig. Og að þéssu sinni bregða hvorki William Parker né Dalton Baldwin út af venju sinni. Þeir munu báðir halda námskeið fyrir íslenzka söngvara og undirleikara á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík: Dal- ton Baldwin sunnudaginn ö.apríl næstkomandi frá 10—13 og 16—19 í Tónlistarskólanum sjálfum, en William Parker mánudaginn 6. apríl kl. 10—13 og 14—17 í Norræna húsinu. Áheyrendur em velkomnir og áheyrendagjald mun vera kr. 300,- pr. „session". Höfundur er læknir. Þórhildur Björnsdóttir og Þórar- inn Stefánsson píanóleikarar. Tvennir ein- leikaraprófs- tónleikar Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur tvenna einleikaraprófs- tónleika í Austurbæjarbiói 2. og 3. apríl nk. Fimmtudaginn 2. apríl verða tón- leikar Þórhildar Bjömsdóttur píanóleikara og hcfyast þeir kl. 19.00. Þórhildur leikur verk eftir Bach-Busoni, Beethoven, Chopin Debussy og Sjostakovitsj. Föstudaginn 3. apríl verða píanó- tónleikar Þórarins Stefánssonar og heíjast þeir kl. 19.00. Þórarinn leik- ur verk eftir J.S. Bach, Beethoven, Debussy og Chopin. Þessir tónleikar em hluti af ein- leikaraprófi Þórarins og Þórhildar en þau munu ljúka prófi frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík í vor. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Borgarspítalinn: Hjartafjarriti að gjöf frá Landssam- tökum hjartasjúklinga STJÓRN Landssamtaka hjarta- sjúklinga færði Borgarspítalan- um nýlega að gjöf hjartafjarrita. Hjartafjarritinn verður notaður við endurhæfingu hjartasjúkl- inga eftir að sjúkrahúsdvöl lýkur. I frétt frá Borgarspítalanum seg- ir að hjartasjúklingar hafi lengi kvarað um óöryggi og skort á stuðningi eftir að sjúkrahúsdvöl lýkur, en nú hafi sjúkraþjálfun Borgarspítalans og hjartalæknar Lyflækningardeildar komið á fót endurhæfingarþjónustu fyrir krans- æðasjúklinga og sé slík þjónusta nýbreytni hér á landi. Þessi starfsemi sem hófst í árslok 1986 er aðallega fólgin í fræðslu um hjartað, áhættuþætti, mataræði og þjálfun. Hjartafjarriti er nauð- synlegt öryggis- og eftirlitstæki í slíkri þjálfun. Frá afhendingu hjartafjarritans í húsnæði sjúkraþjálfunar Borg- arspítalans. „ ÉG HENTI ÞVÍ GAMLA ÚT OG FÉKK MÉR NÝTT FRÁ TEPPALANDI “ • „Við á heimilinu vorum búin að fá nóg af gömlu, snjáðu teppunum og ákváðum að kaupa ný. • Við fórum í Teppaland og skoðuðum hvað var í boði. Og við þurftum ekki að leita lengra. I Teppalandi er mikið og glæsilegt úrval af teppum í nýtísku litum. Valið var því auðvelt, ekki síður vegna þess að fagleg ráðgjöf og lipurð sölumanna var áberandi góð. • Við sömdum við þá um að mæla flötinn fyrir teppið og leggja það á. Og teppið var að sjálfsögðu komið á gólfið á umsömdum tíma. • íbúðin gjörbreyttist á augabragði. Það er ótrúlegt hvað fallegt teppi hefur hlýleg áhrif á vistaverurnar. •Ef þú ert að hugsa um að endurnýja teppin skaltu ekki hika við að tala við þá í Teppalandi og biðja þá um tilboð. Þjónustan kemur þér þægilega á óvart. verð, gæði og greiðslukjör eru með því besta sem gerist. • Greiðslukjörin hjá Teppalandi komu skemmtilega á óvart. Okkur var boðið að nefna i ivaða kjör við vildum. Við réðum því eiginlega sjálf og borguðum góða útborgun og höfðum eftirstöðvarnar til 6 mánaða.“ Hafðu samband við okkur hjá Teppalandi og tryggðu þér teppi á gólfin í tíma. Þú verður í skýjunum yfir teppunum frá okkur. . Sérverslun með allt á gólfið: Gólfteppi, mottur, gólfdúka, parket og flísar ÓSA/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.