Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 Hver kostar til- vistarvanda íhalds- ins eftir kosningar eftir Svavar Gestsson Margur heldur mig sig, segir máltækið. Það á vel við þegar minnt er á atlögu Þorsteins Pálssonar að Alþýðubandalaginu fyrir nokkrum -dögum. Sú atlaga kom mér ekki á óvart: Hitt kemur mér og fleirum á óvart hvað Þorsteinn Pálsson þekkir lítið tilvistarvanda Sjálf- stæðisflokksins. Þetta þekkingar- leysi formannsins hefur haft óvenjulegar afleiðingar að undan- förnu, hefur raunar klofið Sjálf- stæðisflokkinn í herðar niður í fyrsta sinn í fímmtíu ára sögu. Það sem helst hann varast vann varð þó að koma yfír hann: Eining lands- fundar íhaldsins lagði Þorsteini Pálssyni í hendur þungvæpni til að vega andstæðingana. Hann reiddi hátt til höggsins, svo hátt að hann klauf eigin fylkingar. Munu þess engin dæmi að íslenskir stjóm- ♦ málaforingjar hafí farið jafnilla með undir vopnum og Þorsteinn Pálsson. Þessi staða Þorsteins Pálssonar er næsta sérkennileg að ekki sé meira sagt og ástæðulaust fyrir andstæðinga Sjálfstæðisflokksins að blanda sér í þessa deilu Sjálf- stæðisflokksins við sjálfan sig. Hitt er alvarlegra þegar þjóðin í heild stendur frammi fyrir afleiðingunum af stjómarstefnu Sjálfstæðisflokks- ins, sem nú birtist hvarvetna í efnahagslífínu og í stórfelldum og alvarlegum kjaraátökum. Þessi vandi á einnig rætur að rekja til innri vandamála Sjálfstæðisflokks- ins og sannast hér enn það sem við höfum lengi bent á: Sjálfstæðis- flokkurinn er ekki flokkur þrátt fyrir nafnið heldur samsafn fólks með mismunandi viðhorf og mis- munandi hagsmuni — oft gjörsam- lega andstæða — þar sem hvað rekur sig á annars hom. Afleiðingin blasir við nú í kosn- ingamánuðinum 1987: 1. Ríkissjóður er rekinn með 3.000 milljóna króna halla í ár — fyrir utan 1.000 milljónir í að standa undir Hafskipsgjaldþrotinu. — Hall- inn á ríkissjóði þýðir: — Verðbólgan mun fara vaxandi þegar líður á árið vegna stjómarstefnunnar nema gripið verði til aðgerða — skatta- kerfið er í uppnámi vegna hallans á ríkissjóði — félagsleg þjónusta er í hættu af sömu ástæðum. 2. Stórfelld kjaraátök eru í gangi á erfíðum stöðum, þar er hættu- ástand: fyrir böm og unglinga í skólum landsins sem hafa búið við stöðuga óvissu allt þetta kjörtíma- bil — og nú fyrir heilbrigðisþjón- ustuna og sjúklinga sem verða að sækja þjónustu til sjúkrahúsanna í landinu. Verðbólg’an Verðbólguna var unnt að taka niður á sl. ári vegna þess að olíu- verð lækkaði, vegna þess að verð á afurðum okkar hækkaði á erlendum mörkuðum og vegna þess að verka- lýðshreyfingin krafðist þess að dregið yrði kerfísbundið úr verð- hækkunum þar sem ríkisstjórnin var á móti hvers konar vísitölubót- um á laun. Það var því verkalýðs- hreyfíngin sem réð úrslitunum ásamt hagstæðum ytri kringum- stæðum. Þrátt fyrir þetta blasir nú við verðbólga. Tímasprengju, kall- aði ég verðbólguna í áramótagrein- um, og það orð hafa margir tekið upp síðan: Spáð er 40% verðbólgu þegar líður á árið. Nú þarf ríkisstjórn eftir kosning- ar sem kemur í veg fyrir að þessi verðbólgusprengja springi á kostn- að launafólksins. Til þess þarf aðra stjórnarstefnu en þá sem fylgt hefur verið, því það er óhjá- kvæmilegt verkefni næstu ríkis- stjórnar að koma í veg fyrir að ný verðbólguhrina fari af stað. Til þess verður að mynda stjórn sem þorir að Iáta þá borga sem hafa hirt bróðurpartinn af góð- ærinu á síðustu misserum. Skattakerfið Skattakerfið er í uppnámi vegna þess að: 1. Hallinn á ríkissjóði kallar á aðgerðir í skattamálum. 2. Vegna þess að skattar a fyrir- tækjum og bönkum hafa verið lækkaðir um 2.000—3.000 milljónir króna á ári. 3. Vegna þess að ríkisstjómar- flokkarnir (Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Borgara- flokkurinn) og Alþýðuflokkurinn ætla að leggja á virðisaukaskatt eftir kosningamar sem mun hækka verðið á matvælum um 20%. 4. Vegna þess að ekkert liggur í raun fyrir um það hvað nýja skattakerfíð gefur af sér, þó margt bendi til þess að skattar muni Svavar Gestsson „Sjálfstæðisflokkurinn er ekki flokkur þrátt fyrir nafnið heldur samsafn fólks með mis- munandi viðhorf og mismunandi hagsmuni — oft gjörsamlega and- stæða — þar sem hvað rekur sig á annars horn.“ hækka á einstaklingum eftir kosn- ingar ef svo fer fram sem fjármála- ráðherra sá sem enn situr hafði gert ráð fyrir. Þess vegna þarf stjórn eftir kosningar sem þorir að taka á skattamálunum, stjórn sem hækkar skatta á bönkum og fyr- irtækjum, lækkar skatta af almennum launatekjum, stjórn sem herðir skattaeftirlit, hafnar virðisaukaskatti og tryggir að staðgreiðslukerfið skili þeim ávinningi sem ætlast var til, en ekki er unnt að ætla að verði undir forystu Þorsteins Pálsson- ar. Félagslegt öryggi Vegna þess að hallinn á ríkis- sjóði er 3.000 milljónir hlýtur það að verða eitt aðalverkefni næstu ríkisstjómar að rétta við fjárhag ríkissjóðs. Það liggur fyrir hvað stjómarflokkamir (B,D,S) munu gjöra í þessum efnum. Það hefur verið stefna Sjálfstæðisflokksins að það eigi að leggja á sjúklingaskatt. Frumvarp um það efni var samið í stjómarráðinu í fjármálaráð- herratíð Alberts Guðmundsson- ar. Þetta kom einnig nýlega fram í ræðu sem varaformaður Sjálf- stæðisflokksins og formaður stjórnamefndar ríkisspítalanna, Friðrik Sophusson, flutti á fundi með fötluðum: Að fólk verði lát- ið greiða í auknum mæli fyrir þjónustu á félagslegum stofnun- um. Aðferð Sjálfstæðisflokksins verður því að skera niður félagsleg- ar framkvæmdir og að hækka lyf og læknisþjónustu og að leggja á sjúklingaskatt — til þess að draga úr hallanum á ríkissjóði. Hér þarf hins vegar að mynda ríkisstjórn sem tryggir að fjár- munir til þess að bæta hallann á ríkissjóði verði ekki sóttir til sjúklinga og annarra viðskipta- manna félagslegrar þjónustu heldur til þeirra sem hafa grætt á góðærinu, og þangað verður líka að sækja fjármuni til að auka við ýmsa þætti hinnar fé- lagslegu þjónustu eins og glöggt kemur fram í kosningastefnu- skrá okkar sem hefur birst í blöðunum að undanförnu. Sjúkrahús og skólar Ríkisstjómin hefur kerfisbundið stuðlað að því að niðurlægja alla opinbera þjónustu. Það kemur ekki aðeins fram í launastefnunni heldur allri afstöðu ríkisstjórnarinnar til „hins opinbera". Þessari afstöðu hefur fylgt fyrirlitning á opinberum starfsmönnum og kerfisbundinn rógur um opinbera þjónustu. Afleið- ing þessa alls blasir við í stöðvun á skólum og sjúkrahúsum. Þessi stöðvun kemur einnig vel heim og saman við þá stefnu Sjálfstæðis- flokksins að draga úr opinberri þjónustu, þá stefnu að ýta undir einkaskóla og einkasjúkrahús. Eftir kosningar þarf að mynda Fljúgandi sjúkra- hús og einkaskólar "~dlvert stefnir íslenskt þjóðfélag ef við ekki breytum um kúrs 25. apríl? eftir Alfheiði Ingadóttur „Þetta er bara svar markaðarins við aukinni eftirspurn eftir fræðslu og menntun." Eitthvað á þessa leið hljóðuðu skýringar þeirra sem á dögunum fóru fram á það lítilræði að fá Fjölbrautaskólann í Breiðholti til afnota til að uppfræða fróðleiks- fúsa unglingana. Þessir sömu menn tóku skýrt fram að auðvitað tækju þeir enga afstöðu til kennaraverk- 'fallsins eða kjaradeilu kennara við ríkið. Þetta væri bara svar markað- arins! Beiðninni var neitað en það skipt- ir í raun ekki máli, heldur hitt að hún kom fram. Og að hún vakti engin viðbrögð, þótti nánast sjálf- sögð. Þessi staðreynd sýnir okkur bet- ur en margt annað hversu mjög markaðshyggjan hefur náð að gegnsýra þjóðfélagið allt og jafnvel þá fjölmiðla sem síst skyldi. Mark- aðshyggjan, sem við vinstri menn hlógum að hjá Hannesi Hólmsteini fyrir nokkrum árum, hefur nefni- lega náð ótrúlega sterkum tökurn á íslensku samfélagi: Stjómmála- stefna, sem hefur til vegs helstu lesti mannanna; sérhyggju, sjálfs- elsku og græðgi, að kraka til sín öllu sem mögulegt er, vera á undan hinum, þó maður þurfí að troða þá úndir. Skítt með hina sem engu ná! Vel plægður jarðvegur Á liðnu kjörtímabili hefur mark- visst verið undirbúinn jarðvegurinn til þess að hægt verði að græða á þeirri þjónustu sem við höfum hing- að til talið sjálfsagt að ábyrgjast sameiginlega, einn fyrir alla og all- ir fyrir einn. Þetta hefur verið gert með því að lama og svelta allar uppeldis- og umönnunarstofnanir á landinu, skerða kjörin og fæla frá opinberri þjónustu þá sem sérstak- lega hafa aflað sér menntunar til að sinna bömum, unglingum, öldr- uðum og sjúkum. 17.000 nemendur eiga á hættu að geta ekki gengist undir próf í vor, 3—400 sjúklingar verða sendir heim 1. apríl, 3.900 böm missa dagvistarplássið 1. mafi Jarðvegurinn hefur svo sannarlega verið vel plægður: Það er komin eftirspurn eftir menntun, hjúkrun og bráðum bamapössun. Er nema von að einhveijir svari þessu kalli markaðarins? Beiðninni um Fjölbrautaskólann í Breiðholti var synjað. En það er ekki svo langt síðan önnur beiðni barst og henni var tekið fagnandi. Það var beiðni frá Tjarnarskólanum um afnot af gamla Miðbæjarskólan- um. Og það var aldeilis frábært að heyra mglandann hjá Geir H. Haarde, frambjóðanda og einum helsta samningamanni ríkisins, þegar hann prísaði þetta framtak á fundi sem nemendafélag Ármúla- skólans gekkst fyrir skömmu fyrir verkfall. Hann sagði að Tjarnar- skólinn, hinn svokallaði einkaskóli (sem er í raun á framfæri ríkis og borgar í sama mæli og aðrir grunn- skólar), væri til þess fallinn að auka valfrelsi nemenda! Hvers er valið, fólksins eða fjármagnsins? Hvað skyldi vera til í þessu? Hefur valfrelsi reykvískra grunn- skólanema aukist með tilkomu „einkaskólans"? Getur nú hver sem er valið sér skóla sem er einsetinn, með samfelldan skóladag og hefur á að skipa kennurum sem þurfa ekki að eyða öllum sínum kröftum í lýjandi kjarabaráttu og þrotlausa yfír- og aukavinnu? Nei, auðvitað ekki. Valið er und- ir því komið að foreldrarnir geti lagt fram fé til viðbótar því sem þeir leggja þessum sama skóla og öðrum skólum í landinu til með sköttum sínum. Þetta viðbótarfé er glöggt kennileiti á þeirri þróun sem hér er verið að magna. Sérhags- munir koma í stað samfélags- kenndar og það hillir undir hið fyrirheitna land Friedmans, þar sem hver segir við annan: Hvers vegna skyldi ég þurfa að borga líka fyrir annarra manna börn í öðrum skól- um? Er ekki nóg að ég geti séð um mitt eigið bam? Hér er hætta á ferðum. Almenn menntun, grunnmenntunin, hefur hingað til verið ókeypis og fyrir öll börn, líka börn þeirra sem engra tekna geta aflað og enga skatta Álfheiður Ingadóttir „Það skiptir engn hvor er siðavandari eða sið- spilltari, Þorsteinn eða Albert. Báðir eru þeir siðlausir í fylgispekt sinni við frjálshyggj- una.“ borga. Með Tjarnaskólanum hefur hins vegar verið stigið skref í átt til þess að góð grunnmenntun verði aðeins fyrir fáa útvalda. Vinstri menn hafa verk að vinna Varla er nokkur í vafa um að niðurskurður ríkisstjórnar Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks á framlögum til skólamála, stöðugt stríð hennar við kennara um kjörin og offors menntamálaráðherra gagnvart sérkennslu og skólasál- fræðingum, leiðir til verri skóla, verri grunnmenntunar, verri skiln- ings á gildi almennrar menntunar og menningar. En er ekki leikurinn einmitt til þess gerður? Þegar almenni grunn- skólinn hefur verið brotinn á bak aftur með lágum launum, sem hrekja kennara í önnur störf, með lélegum aðbúnaði og yfirfullum bekkjardeildum, með sundurslitnum skóladegi og fullkominni fyrirlitn- ingu gagnvart þeim, sem verst eru staddir og þurfa á sérkennslu og stoðkennslu að halda, þá hefur ver- ið mótaður réttur jarðvegur fyrir markaðinn. Og þá rísa upp gaurar, sem eru tilbúnir til að svara því kalli í Tjarnarskóla eða í fjölbraut. Er þetta sú framtíðarsýn sem Íslendingar kjósa? Eru menn virki- lega svo andavaralausir að þeir sjái ekki hættumar í þessum efnum? Ef svo er höfum við vinstri menn svo sannarlega verk að vinna fyrir kosningarnar 25. apríl nk. Eru einkasjúkra- húsin næst? Því hættumerkin eru fleiri. Stöð 2 sýndi okkur um daginn fljúgandi sjúkrahús í Saudi-Arabíu, vel út- búnar flugvélar með fullkomnum skurðstofum, keyptar fyrir olíu- gróðann. í inngangi lét fréttastjór- inn þess getið að það gæti komið sér vel að eiga nóg af peningum. Og í eftirmála benti hann á að það væri ekki amalegt ef til væru svona flugvélar á Islandi ef svo færi sem horfði, að sjúkrahúsunum yrði lokað í næstu viku! Skyldu kannski einhverjir vera búnir a𠄧árfesta“ í slíku sjúkra- húsi til að geta sinnt kalli markað- arins eftir 1. apríl? Af hveiju ekki? Enn eitt dæmi: Borgarstjórinn í Reykjavík hefur þijóskast við að koma á heilsugæsluþjónustu í Reykjavík og fengið til þess síend- urtekinn frest frá landslögum með samþykkki flokkssystkina sinna á stóli heilbrigðisráðherra. Þann frest hefur hann notað til að fá fram lagabreytingu sem heimilar einka- rekstur á heilsugælsustöðvunum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.