Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Equitana ’87: Islensku hestarnir vinsælastir að venju fyrri grein ________Hestar Valdimar Kristinsson Þéið voru rúmlega þijátíu íslend- ingar sem lögðu leið sína á heimssýn- ingu hestanna, „Equitana" eins og hún heitir, og haldin er annað hvert ár. Flestir í þessum hópi fóru á veg- um Samvinnuferða/ Landsýnar sem hafði skipulagt þessa ferð með við- komu á ýmsum stöðum á leiðinni. Að sjálfsögðu voru þetta eingöngu hestamenn sem tóku þátt í ferðinni og erindi þeirra kannski öðru fremur að fylgjast með íslensku hestunum sem þama komu fram og hafa gert um árabil. Einnig til að skoða íslensku deildina þar sem íslenskir, þýskir og austurrískir aðilar kynntu sína framleiðslu. Herbert Olason hafði verið skipaður til að hafa um- sjón með íslandsdeildinni fyrir hönd IPZV sem er Landssamband íslands- hestafélaganna í Þýskalandi. Af því sem þama var kynnt má nefna rækt- un íslenskra hrossa, sölu og þjálfun og reiðtygjaframleiðslu, sem er sér- hönnuð fyrir íslenska hestinn. ís- lenskir aðilar sem þama voru með bása vom Arinbjöm Jóhannsson sem er með hestaferðir um hálendið og Hestasport sem einnig selur slíkar ferðir, Félag hrossabænda var þama með sinn mann og alþjóðatímaritið Icelandic horse, sem hleypt var af stokkunum j-tengslum við sýninguna á Madison 'Square Garden í haust sem leið, sendi mann á sýninguna til að kynna blaðið og afla áskrif- enda. Þá voru tveir íslenskir tamn- ingamenn, sem starfa í Þýskalandi, þeir Jón Steinbjömsson og Þórður Jónsson, með bása í samvinnu við þýska samstarfsaðila. Reiðtygja- framleiðendur vom þama með hnakka og beisli til sölu og vom hnakkamir á hagstæðu verði miðað við það sem gerist hér á íslandi, en höfuðleður, múlar og taumar em oft á syndsamlega háu verði. Athyglisverð bók á Equitana Það var kannski eitt umfram margt annað sem vakti athygli í íslandsdeildinni nefnilega bók sem ber nafnið Islandpferde Reitlehre. Bók þessi sem kom út á síðasta ári er eftir þau Walter Feldmann jr. og Andreu Katharinu Rostock og teikningar eftir Pétur Behrens. Hefur bókin hlotið mjög góða dóma í Þýskalandi, Sviss og Austurríki og af fróðum mönnum talin það besta og merkilegasta sem gefíð hefur verið út varðandi íslenska hestinn. Nokkur eintök af bókinni hafa borist til íslands og þykir mik- ill fengur að henni, en þar sem hún er á þýsku má reikna með að hún verði tormelt íslenskum hestamönn- um. Feldmann var spurður hvort hann hafi hugleitt að láta þýða bókina á íslensku og sagði hann það hafa komið til tals og nefndi í því sambandi að tímaritin „Bónd- inn“ og „Eiðfaxi" hafi óskað eftir því að fá að gefa bókina út á ís- landi, en ekkert hafi síðan heyrst frá þessum aðilum. Taldi Feldmann að selja þyrfti eitt þúsund eintök á íslandi til að útgáfan stæði undir sér. Er þessu hér með komið á fram- færi til íslenskra bókaútgefenda, en fullyrða má að ef af útgáfu hér- lendis verður yrði það mikill hval- reki fyrir fróðleiksþyrsta hestamenn. Vonbrigði íslendinga með sýningu íslensku hestanna Eitt af því fyrsta, sem menn hugsuðu um þegar á sýninguna kom, var að sjá sýningu íslensku hestanna. í einum af 13 sýningar- sölum var áhorfendastæði og sýningarvöllur og voru þar í gangi sýningar á hrossum í reið og á hveiju kvöldi var síðan það sem kallað er „Hot Top Show“ en þar var sýnt það besta frá deginum. íslensku hestarnir hafa verið á öll- um „Top“-sýningum frá því þeir komu þama fyrst fram og svo var einnig nú. Öllum íslendingunum, sem undirritaður ræddi við, bar saman um að ekki hafí tekist nógu vel til að þessu sinni, en heldur fór þetta þó batnandi eftir því sem leið á sýningardagana. Sýningin byijaði með því að sett var á svið tölt- keppni þar sem hrúgað var inn á völlinn um tuttugu hestum, sem síðan var riðið frekar hratt, og Háfjallasólin er alltaf vinsæl á Equitana og nokkuð algengt erlend- is að hestamenn kaupi sér þessi tæki. Nú er það spumingin hver verður fyrstur hérlendis til að fá sér eitt slíkt tæki. Á hverri sýningu _ eru einhverjar tækninýjungar kynntar og meðal þess sem nú gat að líta var ný gerð af skeifum sem em Iímdar á hestana. Er hér um að ræða plaststangir með málmkransi á, sem beygðar era utan um plastplötu sem sniðin er eftir hófi hestsins. Ekki em þeir allir háir í loftinu, gæðingarnir, sem sýndir em á Equitana. fannst mörgum íslendingnum þetta ruglingslegt. Seinna komu skeið- hestamir og lágu fæstir þeirra fyrstu dagana og sumir þeirra virt- ust aldrei liggja. Voru menn undrandi á því að menn eins og Walter Feldmann jr. og Sigurbjöm Bárðarson skyldu ekki sitja vekr- inga þar sem augljóst var að margir þeirra, sem það hlutskipti fengu, réðu ekki við hlutverk sitt. En þrátt fyrir að megnrar óánægju gætti meðal Islendinganna virtust aðrir áhorfendur eigi að síður vera hrifn- astir af íslensku hestunum, í það minnsta vom hávaðinn og fagnað- arlætin hvað mest að lokinni sýningu þeirra í samanburði við önnur sýningaratriði. Á laugar- dagskvöldinu þegar flestir ef ekki allir íslendingamir vom á „Top“- sýningunni náðu helstu keppinautar Hans Georg Gundlach og Skolli stóðu fyrir sínu að venju og var Skolli sá hestur sem hvað best kom út af íslensku hestunum. Sigurbjöm Bárðarson á Lómi ásamt þýskri stúlku á kunnum keppnishesti, Baldri frá Stokkhólma. Þótt illa hafi gengið að láta flesta skeiðhestana liggja á skeiðinu var Þórður Jónsson, einn þriggja íslendinga sem þátt tóku í sýningunni, ekki í vandræðum með sinn hest.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.