Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 yStefni á þrefaldan Islandsmeistaratitil - segir sigurvegari Tommarallsins, Jón S. Halldórsson Morgunblaðið/GR Signrvegnrunum, Jóni og Guðbergi, fagnað af systur og móður Jóns, sem er greinilega ánægð með strákinn eftir margra ára baráttu hans í bílaíþróttum. ANNAR á hækjum, hinn drullug- ur upp fyrir haus eftir viðgerðir. Þannig mætti lýsa sanngjömum sigurvegurum Tommarallsins, félögunum Jóni S. Halldórssyni og Guðbergi Guðbergssyni, sem unnu keppnina á Porsche 911. Guðbergur meiddist stuttu fyrir keppni á ferð á vélsleða og ann- ar fóturinn var settur í gifs. Hann lét það ekki aftra sér frá þátttöku. Jón lét ekki kúplings- bilun klukkustund fyrir keppni stoppa sig og vann sannfærandi sigur eftir góðan akstur. „Hraðinn í rallinu hefur aukist gífurlega frá því ég keppti síðast og kom mér satt að segja á óvart,“ sagði Jón S. Halldórsson í samtali við Morgunblaðið. „Við keyrðum eins og bandíttar í lokin til að halda Jóni Ragnarssyni fyrir aftan og það var frábært að keppa við hann. Það er venjan að slá af í lokin en því var ekki að heilsa núna, baráttan var svo mikil. Þetta var rosalega sætur sigur og ég er búinn að finna rétta taktinn í akstri. Hér áður fyrr djöflaðist ég áfram í keppnum, braut gírkassa og drif, setti allt í mask. Einu sinni velti ég BMW 3—4 veltur í fyrstu beygju í keppni! Nú er þetta betra. Þegar ég fékk Porsche-bílinn breytti ég aksturs- mátanum. Eftir þessa keppni veit ég hvar ég stend og get bætt mig. Það þarf mikinn undirbúning til að vera samkeppnisfær í toppbarátt- unni. Það þarf að skoða leiðir og skipuleggja hlutina vel. Ég slepp vel því Porsche-bíllinn er óbreyttur og því viðhaldslítill. Aðeins gírkass- inn er fyrir rallakstur. Eg ætla reyndar að fá Safari-rall-fjöðrun í bílinn en hún nær ekki strax til landsins." Tommarallið byrjaði illa hjá okk- ur. Kúplingin bilaði klukkutíma fyrir keppni og ég var að spá í að hætta við. Við vomm í vandræðum vegna þessa á fóstudagskvöldið, kúplingin suðaði svo mikið. Við töldum okkur vera í um fimmta sæti þegar lagt var upp aftur á laugardagsmorgun. Við urðum gap- andi að sjá að við vorum fyrstir! Eg held að menn hafi kannski ver- ið hræddir í myrkrinu kvöldið áður. Við keyrðum líka fullhratt þá, tók- um m.a. 30—40 metra flug á ísólfsskála. Við skiptum svo um kúplingu í næturhléinu og reyndum að gera við bremsurnar sem höfðu valdið okkur vandræðum. Það gekk vel í byrjun laugar- dags. Við keyrðum eins og við gátum. Bremsurnar stríddu okkur og ég sá fram á að við myndum tapa rallinu ef ekkert væri að gert. Kunningi minn smíðaði bremsurör í hvelli og kom til móts við okkur fyrir viðgerðarhlé í Keflavík. I hléinu löguðum við bremsumar al- veg, en vorum 14—15 sekúndum frá því að detta úr keppni með því að koma of seint með tímakortið, þetta tók svo langan tíma. Síðustu leiðimar voru framundan og ég kveið fyrir Trölladyngju sem ég taldi að myndi ráða úrslitum. Þegar þangað kom og við sáum Hjölla útaf hægði ég dálítið á sem eftir var, en passaði mig samt að láta „ÞAÐ KEYRÐU allir á fullu allan tímann. Menn voru að skjóta því að mér að bæta við hraðann og ná fyrsta sætinu, en þá hefði öryggið ekki verið fyrir hendi. Ég reyni ekki að vinna á ein- hverjum blindum sjénsum," sagði Jón Ragnarsson í samtali við Morgunblaðið. „Það var virkilega gaman að keppa við Jón S., sem er þrælseigur ökumaður. Ég átti ekki von á hon- um svona sterkum. Ég reikna með honum framvegis en keppnin í sum- Jón ekki draga á okkur,“ sagði Jón. „Nonni reddaði þessu," sagði Guðbergur aðstoðarökumaður Jóns um gang mála í rallinu. „Það var óneitanlega skrítið að keppa í rall- inu með gifs á fætinum. En hvað gerir maður ekki fyrir delluna?" Þeir félagar hyggjast báðir aka Porsche á næsta ári en ætla í ár að keppa saman í bíl Jóns, og gætu orðið grimmir í Islandsmeistara- keppninni: „Ég stefni á þrefaldan íslandsmeistaratitil. í rallakstri, rally cross og ískross," sagði Jón glaðbeittur. ar verður spennandi. Það vera 5—6 bílar sem slást um 5—10 sekúndur í hverri keppni og málið verður að halda höfði. Ég er ánægður með þessa keppni. Menn eru ekki komn- ir í toppform enda er þetta fyrsta keppnin í marga mánuði. Það var keppni fram á síðustu metrana milli okkar nafnanna. Við veðjuðum kók- flösku milli sérleiðanna og unnum og töpuðum á víxl. Jón ætti hins vegar risastóra kókflösku skilið í lokin og verðlaunabikarinn fyrir frammistöðuna," sagði Jón. „Það keyrðu allir á fullu allan tímannu - sagði Jón Ragnarsson, sem varð í 2. sæti Bíllinn kútveltist eftir veginum og stöðvaðist 64 metra frá hæðinni. Stökkið örlagaríka ÞAÐ VAR hrikalegt að sjá óhappið sem henti þá Hjörleif Hilmarsson og Sigurð Jensson í Tommarallinu um sl. helgi. Þeir komu á mikilli ferð yfir hæð á Trölladyngjuleið, tókust á loft og lentu harkalega. Billinn enda- sentist margar veltur eftir veginum. í 60 metra fjarlægð frá hæðinni átti blaðamaður fótum fjör að launa en bíllinn endaði á hliðinni úti i hrauni. „Ég held að afturhjól hafi brotn- að í lendingunni og það hafi kastað bílnum fram yfir sig. Það er erfítt að átta sig á þessu eftir á,“ sagði Hjörleifur í samtaþ við Morgun- blaðið. „Ég var samt búinn að gera mér grein fyrir því í loftinu að eitt- hvað myndi gerast og varð sár að þetta væri búið. Við lentun á fram- stuðaranum, bíllinn skall á aftur- endann og fór að láta illa og endaði út í hraunkanti. Þegar hann hafði stöðvast suðaði í eyrunum á mér eins og túrbínumar í Búrfellsvirkj- un væru inni í bílnum. Ég rak tána í höfuðrofann til að aftengja raf- magnið. Síðan skriðum við út. Ég er stirður í hálsinum því höfuðpúði Morgunblaðið/GR Það er stíll yfir Jóni og Rúnari í síðustu beygju keppninnar. „Það var keppni milli okkar nafnanna alveg fram á síðustu metrana,“ sagði Jón. Bjarnarfj örður: Veturinn hófst á vorjafndægri Bjarnarfjörður. VETURINN hófst hér í fullri alvöru nú rétt fyrir voijafndæg- ur með aftakaveðri, snjókomu, roki og byl. Frost varð mest í 15 gráður á nokkrum stöðum í firðinum. Þótt Bjarnfirðingar hafi hvorki þurft að kvarta undan kulda né neinum veðraham það sem af er vetri, má segja að kúvending hafi orðið á þessu fyrr í vikunni. Snjó- koma var nokkur, en síðan tók við mjög hvöss norðaustan- og norðan- átt, sem þyrlaði svo snjónum að í vikulokin var allt ófært. Komust þá hvorki börn heim, úr skóla né landpósturinn til Hólmavíkur að ná í póstinn í vikulokin. Aætlunarbif- reiðin frá Reykjavík komst ekki heldur til Drangsness en hún fer um Bjarnarfjörð. Á föstudagsmorgun var veður orðið nokkuð tvísýnt en þó var böm- um ekið að heiman í Klúkuskóla. Um kvöldið var svo veður orðið svo erfitt að ekki var viðlit að koma börnunum heim. Skólabílarnir höfðu beðið á næsta bæ, Odda, eft- ir að aka þeim heim en um kvöldið komst ekki einu sinni bíllinn úr hin- um gamla Hrófbergshreppi leiðar sinnar og varð að gista í Odda. Þar sem heimavist er við Klúkuskóla kom þetta ekki að sök og gistu börnin þar um nóttina. Var þeim svo kennt þar á laugardagsmorgun og er draga tók úr veðrinu lögðu svo bílarnir af stað og komust loks heim, með börnin. Eru hér stuttar leiðir til aksturs, eða 10 kílómetrar í aðra átta og um 22 kílómetrar vestur í Hrófbergshrepp. Tók sú ferð um tvær stundir, var einn skaflinn á leiðinni í axlarhæð að sögn bílstjórans. Þar brá við for- maður skólanefndar, Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum, og mok- aðí skaflinn með tæki er hann á, svo allir gætu haldið helgina heima. Heimanakstur hefir nú verið hér í tvö ár bráðum og var þetta eins konar uppriíjun á heimavistartíma- bilinu fyrir börnin. Er landpósturinn lagði af stað frá Drangnesi á föstudagsmorgun var mjög erfið færð, einkum vegna lágarennings og þess, að ekkert sást til vegarins á löngum köflum. Varð landpósturinn að snúa við á Bjamafjarðarhálsi og komst ekki lengra. Hélt hann því aftur heim til Drangsness. Tók þessi ferð um hálfan daginn sem ella væri innan við klukkustundarferð. Af áætlunarbílnum til Drangs- ness á föstudag er það að segja, að hann komst norður í Staðar- skála í Hrútafirði, seinni hluta dags eftir að hafa árangurslaust reynt að komast norður Strandir. Hélt hann þá á ný af stað um kvöldið og komst norður á Hólmavík rétt eftir klukkan þijú um nóttina. Va_r svo ekki viðlit að fara lengra. Á laugardagsmorgun var svo sendur bátur með um 12 farþega og póst, frá Drangsnesi til Hólmavíkur. Gekk sú ferð vei og gat bíllinn far- ið frá Hólmavík til Reykjavíkur um hádegið í dag (21. mars). Ekki er nema um hálfur kíló- metri milli Odda og Laugarhóls, en í því húsi er Klúkuskóli. Það tók hins vegar bíl, sem braust þar á milli á föstudag, hálfa klukkustund að komast þessa vegalengd eftir beinum veginum. Sýnir það kannske best hversu dimmt var. Mönnum hér um slóðir bregður svo sem ekki við, þótt ófærð og veðurfar hindri ferðir um sveitir. En þó má segja að undanfarna þrjá vetur hafi veðurfarið verið með því móti, að nú bregði mönnum við eftir slíka ágætistíð, sem verið hef- ur. Og að þetta skuli fyrst koma með voijafndægrinu er svolítið kuldalegt. Mikið bætir þó úr að dagsbirtan er að sigra vetrarmyrkr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.