Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 31 Reuter Kristilegi demókratinn Giulio Andreotti kemur út úr húsi neðri deildar italska þingsins eftir viðræð- ur við Nilde Iotti, sem veitt hefur verið umboð til könnunarviðræðna um stjórnarmyndun á Ítalíu. __ A Enn má mynda stjóm á Italíu - segir Nilde Iotti forseti neðri deildar ítalska þingsins Róm, Reuter. NILDE Iotti, forséti neðri deildar ítalska þingsins, sem Francesco Cossiga forseti veitti „umboð til könnunarviðræðna" um stjórnar- myndun, sagði í gær að enn væri unnt að afstýra kosningum á Ítalíu. Cossiga veitti Iotti, sem er í Kommúnistaflokknum, umboðið á föstudag og sögðu stjórnmálaský- rendur þá að nánast væri ógern- ingur að koma í veg fyrir að ganga þyrfti til kosninga. Iotti var svart- sýn í ummælum sínum um viðræður við stjómmálaleiðtoga um helgina og studdi það skoðun skýrenda. „Að minni hyggju em enn leið- ir til að reyna að mynda stjórn, sem gæti setið út kjörtímabilið [til ársins 1988], þrátt fyrir tölu- verð vandamál,“ sagði Iotti aftur á móti við blaðamenn eftir að hafa rætt við Cossiga í gær. Hún var spurð hvort kosningar væru óhjákvæmilegar: „Eins og málum er nú komið hygg ég að mikill meirihluti flokka á þingi sé andvígur að gengið verði til ótíma- bærra kosninga." Yfirlýsing Iotti hefur komið á óvart og var búist við að hún þyrfti að greina Cossiga, sem mjög hefur verið í mun að afstýra kosningum, að ekki yrði hjá því komist að boða til kosninga. Cossiga fól Iotti umboðið eftir að kristilegi demókratinn Guilio Andreotti gafst upp á að reyna að endurreisa fimm flokka stjórn flokks síns, sósíalista, jafnaðar- manna, Lýðveldisflokksins og frjálslyndra, sem sagði af sér 3. mars. Iotti sagði að enn mætti mynda stjórn þessara fimm flokka. Hún var spurð hvort leysa mætti deil- una um þjóðaratkvæðagreiðslu, sem halda á í júní um kjamorku og lagabætur. Þessi deila hefur staðið öllum tilraunum til að end- urreisa samsteypustjómina fyrir þrifum. Iotti sagði að margir þeirra, sem átt hefðu í deilunni, hefðu sagt að komast mætti að samkomulagi um þetta mál. Fínnsk ríkisfyrirtæki flækt í Bofors-málið Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. BOFORS-hneykslið í Svíþjóð snertir einnig Finnland. I ljós hefur komið að finnsk rikisfyrir- tæki hafa flutt út púður og ef til vill önnur skotfæri, sem hafa verið seld áfram til Irans fyrir milligöngu Bofors. Fulltrúar Bofors hafa viðurkennt í fínnsku sjónvarpi að þeirra fyrir- tæki hafi keypt talsvert magn af sprengiefni í Finnlandi og um það bil helmingur hafi verið fluttur áfram til landa, sem stunda stríðsrekstur. Hvorki finnsk né sænsk fyrirtæki mega flytja út hergögn til landa, sem em í stríði eða í yfirvofandi stríðshættu. Á mánudag viður- kenndu stjórnendur Borfors í Svíþjóð, að fyrirtækið hafi stundað ólöglegan útflutning á vopnum og skotfæmm. I Finnlandi vilja menn ekki enn þá viðurkenna að efna- verksmiðja ríkisins, Kemira, sé framleiðandi helmings af þessum sprengiefr.um. Fréttamenn sjón- varpsins fullyrða og, að önnur finnsk ríkisfyrirtæki hafi einnig selt skotfæri til stríðsaðila í Persaf- lóanum. Sprengiefnaframleiðendur í Finnlandi ásaka hergagnaeftirlit vamarmálaráðuneytisins um að setja óljósar reglur um útflutning á hergögnum. Það þykir athyglisvert, að hvorki tollayfirvöld, né iðnaðar- ráðuneytið hafi tekið eftir að stór ríkisfyrirtæki stunduðu verslun við lönd, t.d. Singapore, sem em þekkt fyrir að selja vopn áfram til landa, sem eiga í ófriði, t.d. írans. Sjóslysið á Svartahafi: Noregur: Mikil geislavirkni í hreindýrakjöti Oslo, Reuter. NORSKIR vísindamenn segjast hafa fundið mestu geislavirkni í hreindýrakjöti sem mælst hefur í Noregi. Geislavirknin mældist í hreindýri sem skotið var I austurhluta Noregs, en nú er liðið tæpt ár frá kjarnorkuslysinu í Chernobyl í Sovétrikjunum. Vísindámenn segja að kjötið hafi reynst innihalda 98,500 becquerel í hveiju kílói. Samkvæmt reglu- gerðum heilbrigðiseftirlitsins em meira en 6,000 becquerel í kílói talin geta skaðað heilsu manna. „Þetta hlýtur að vera heimsmet. Eg veit ekki til þess að meiri geisla- virkni hafi mælst," sagði Jon Barikmo sem er forstöðumaður stofnunnar sem hefur með höndum ráðgjöf um nýtingu náttúmauð- linda. Á vetuma lifa hreindýr á skófum, en það em rótlausar jurtir sem nærast á lofti. Mælingar sýna að jurtirnar innihalda mikið magu af efninu caesium 137 sem slapp út í andrúmsloftið og barst yfir suður- hluta Noregs og Svíþjóðar eftir kjarnorkuslysið í Chernobyl. Skipsljórar dæmd- ir í 15 ára fangelsi Moskvu, AP. SKIPSTJÓRAR tveggja skipa sem rákust saman á Svartahafi í ágúst í fyrra voru á mánudag dæmdir til 15 ára fangelsisvistar og gert að greiða háar sektir. 400 manns fórust er skipin rák- ust saman og þótti sannað að skipstjórarnir hefðu sýnt glæp- samlega vanrækslu í starfi. Sérstakur dómstóll sem heyrir undir æðstaráð Sovétríkjanna kvað upp dóminn í hafnarborginni Odessa. Auk fangelsisdómsins var mönnunum gert að greiða 40.000 rúblur (um 2,4 milljónir ísl. kr.) í sekt. Dómi þessum er aðeins unnt að áfrýja til Andreis Gromyko for- seta. Skipstjórarnir Vadim Markov og Viktor Tkachenko voru sviptir störfum sínum skömmu eftir að farþegaskipið „Nakkimov sjóliðs- foringi“ og kaupskipið „Pyotr Vasyev" lentu í árekstri á Svarta- hafi þann 31. ágúst síðastliðinn. Tass-fréttastofan sagði að kveðinn hefði verið upp þyngsti dómur yfir mönnunum vegna þess hve glæpur þeirra hefði verið alvarlegur og af- leiðingarnar óskaplegar. Slysið er alvarlegasta sjóslys í sögu Sovétríkjanna og fékk það ítarlega umfjöllun í sovéskum fjöl- miðlum í samræmi við stefnu Mikhails S. Gorbachev Sovétleið- toga. Skömmu eftir slysið var ráðherra þeim sem hafði með hönd- um yfírstjórn skipaferða vikið úr embætti. Hámarksþœgindi fyrir lágmarks- verð. Hann er loksins kominn stóllinn sem sameinar þessa tvo kosti. Þessi stóll styður vel við bakið og gcetir þess að þú sitjir rétt. Hann er með léttri hœðastillingu, veltanlegu baki og fimm arma öryggisfœti. Þetta er gœðastóll á góðu verði. Þetta er góð fermingargjöf. ALLT í EINNI FERÐ esnn>- Hallarmúla 2 Sími 83211 Hðm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.