Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 Myndverk og vefnaður Myndlist Bragi Ásgeirsson Arið 1982 sýndu þau feðginin Steinþór Marinó Gunnarsson og Sigrún Steinþórsdóttir Eggen málverk og myndvefnað í Nor- ræna húsinu sem drjúga athygli vakti. Þessi sýning er mér í fersku minni og man ég, að skrif mín voru henni mjög hliðstæð. Nú eru þau feðginin aftur á ferð, og að þessu sinni hafa þau iagt undir sig sýningarsali Lista- safns ASÍ. Myndefni sitt sækja þau bæði til áhrifa til íslenzks hlutvéruleika, boðaslóða og fyrirbæra hvunn- dagsins við sjávarþorp, en hvort á sinn hátt. Steinþór er fæddur og uppalinn á Isafirði og Suður- eyri og sækir vafalaust myndefnið í minningar þaðan, en Sigrún, sem hefur verið búsett í Noregi sl. 20 ár, virðist hafa heimþrána í blóð- inu og vinna út frá hughrifum þaðan, sem tengjast einnig vett- vangi Qöruborðsins um sumt. Eg verð að segja það álit mitt strax, að þessi sýning virkar hvorki eins samstæð né sterk og hin fyrri og kemur hér margt til, en einnig hefur óyfirveguð og brotakennd upphenging sitt að segja. Samstæð og yfirveguð upp- henging sitt að segja. Samstæð og yfirveguð upphenging og nokk- ur grisjun verka hefði getað breytt hér miklu, þótt ekki bæti hún verk viðkomandi í neinu tilviki — kemur þeim hins vegar betur til skila til skoðandans. Þá eru verk hvers um sig full ósamstæður samtíningur og ruglar það skoð- andann enn frekar. Steinþór Marinó er alllangt frá sínu besta í myndum sínum að þessu sinni og yfir þeim er meiri tómstunda- bragur en oft áður. Teikningu er víðast ábótavant í myndum hans af fólki og uppbygging þeirra los- araleg, en þó ekki þannig að í þeim sé naívískur tónn. Það er aðallega í fantasíum og myndum fijáls hugarflugs, sem Steinþór nýtur sín nokkum veg- inn, en hann hefur gert mun kröftugri verk á þeim vettvangi og á ég hér við einþrykk (mónó- týpur) hans á sýningunni. Annars er það útbreiddur mis- skilningur að einþrykk sé einungis sú einfalda lausn að mála á gler og þrykkja svo — tæknin er miklu erfíðari og fjölþættari er best læt- ur og gerir miklar nákvæmnis- kröfur til gerandans. Iðulega mála menn á slípaðar kopar- eða zinkplötur og þrykkingin fer ekki síður fram í pressum en á milli handanna og svo em til fleiri að- ferðir og margar mjög vandasam- ar. Hér ræður ferðinni hverju menn vilja ná fram hvetju sinni og listgreinin gerir engu síður strangar kröfur til gerandans en hrein grafík. Hér hefur iðulega mátt sjá ein- þrykk eftir jafnvel viðurkennd- ustu listamenn gerðar á þennan ódýra og tilviljunarkennda hátt, sem glermónótýpan oftast er, en afar sjaldan í hinni erfiðari og æðri tækni. Það em nokkur mál- verk, sem mér fannst skera sig úr, og ættu raun öll verkin á sýn- ingunni að vera í svipuðum gæðaflokki frá hendi Steinþórs: „í garðinum heima" (1), „Nýja hraunið" (10), „í fannaskauti“ (12) og „Formmyndun" (16). Sigrún Steinþórsdóttir Eggen er athafnasamur og metnaðar- gjam vefari, sem gerir margar tilraunir með ýmis verk á sýning- unni til kynna, að Sigrún er sér ekki nægilega vitandi um takmörk sín, því hún fer út í hluti, sem hún ræður einfaldlega ekki full- komlega við. Einföld og skýr form, þar sem lit er stillt í hóf, er sterkasta hlið hennar að mínu mati, en hér ber að varast skreytikennda og hvella litatóna, sem ekki bindast öðmm eiginþáttum myndheildarinnar, og nefni ég hér máli mínu til árétt- ingar myndina „La Luna“, þar sem tunglið er full hrátt í lit en bygg- ingin hins vegar snjöll. En það er í myndum eins og t.d. „Lind" (3), „Hraunflóð" (4), „Á sjávarbotni" (9) , „Eykst vindur, fellur regn“ (10) og „Smaragd" (18), sem listakonan nýtur sín til fulls. Þetta hefði tvímælalaust orðið sterkari sýning, hefðu allar myndimar verið í svipuðum gæðaflokki. VORNÁ MSKEIÐ 6 VIKUR & KERFI KERFI UKAMSRÆKT OG MEGRUN fyrir konur á öllum aldri. Flokkar sem hæfa öllum. FRAMHALDSFLOKKAR Þyngri tímar, aðeins fyrir vanar. ROLEGIR TIMAR fyrir. eldri konur eða þær sem þurfa að fara varlega. MEGRUNARFLOKKAR 4x í viku fyrir þær sem þurfa og vilja missa aukakílóin núna. AEROBIC J.S.B. Okkar útfærsla af þrektimum með góðum teygjum. Hörku púl- og svitatímar fyrir ungar og hressar. Morgun- dag- og kvöldtímar, sturta — sauna — l|6s. Allir finna flokk við sitt hæfi hjá JSB fnnritun hafin. Suðurver, sími 83730. Hraunberg sími 79988. Fullbókað á afmælis- fagnaðinn 3. apríl. Miðapantanir óskast sóttar sem fyrst. Miðasalaískóianum. LIKAMSRÆKT JAZZBALLETTSKÓLA BÁRU Dagareru leiðinlegir Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Eiríkur Brynjólfsson: ENDALAUSIR DAGAR. Útg. Orðhagi sf. 1987. Endalausir dagar eftir Eirík Brynjólfsson er safn hversdagsljóða í beinskeyttum stíl, athugasemdir um lífið og tilveruna með skírskot- unum til næsta umhverfís. í dögun nefnist eitt ljóðanna: Dagar eru leiðinlegir. Þeir silast áfram, hægt ákveðið án þess að sýna nokkra miskunn. Einn af öðrum velta þeir yfír þig hylja mana minna ögra þartil þú kafnar undir farginu... Það er nokkuð um stemmningar af þessu tagi hjá Eiríki Brynjólfs- syni. Ástaljóðin þykja mér hnyttin. Til konu og Armur eru meðal þeirra. Síðamefnda ljóðið fjallar um hand- Eiríkur Brynjólfsson legg sem er langur og eiganda hans sem getur seilst langt, „en samt aldrei svo lángt/að ég nái til þín“. Töluvert er um Reykjavíkur- myndir í ljóðum Eiríks Brynjólfs- sonar. Ekki virðist skáldið hrifið af borginni því að flest eru ljóðin gagn- rýnin, dásama hvorki íbúa borgar- innar né umhverfi hennar. Það er víða með uppreisnargjömum hug sem Eiríkur Brynjólfsson yrkir sín hversdagsljóð og bestum árangri nær hann þegar hann grípur til háðsins. Yfírleitt em ljóðin vel orðuð, ekk- ert mælskuhjal látið taka völdin. Þau geta ekki talist eftirminnileg, en það er afþreying að lesa þau og er orðið að sjálfsögðu notað hér í jákvæðri merkingu. Fyrirlestrar um hagkerfi komnir út ÚT ERU komnir fjölrítaðir fyrir- lestrar dr. Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um hagkerfi, er hann flutti í viðskiptadeild Há- skóla íslands áríð 1986, og fást þeir í Bóksölu stúdenta. Um er að ræða 105 bls. rit, er skiptist í fímm kafla. f fyrsta kafl- anum er séreignarskipulaginu lýst á gmndvelli kenninga Adams Smiths á átjándu öld og Friedrichs A. von Hayeks á hinni tuttugustu. Tvær helstu röksemdir von Hayeks fýrir séreign em reifaðar: að dreifing þekkingar krefjist dreifingar valds og að samkeppni á fijálsum markaði feli í sér þrotlausa þekkingarleit. í öðmm kaflanum er rætt um áætlun- arbúskap. Gagnrýni Karls Marx og Friedrichs Engels á viðskipta- eða séreignarskipulagið er lýst, síðan em rök Ludwigs von Misess gegn áætlun- arbúskap reifuð og sagt frá þeim umræðum, sem þau vöktu á íslandi. Meðal annars er lýst fundi Þórbergs Þórðarsonar og Tómasar Guðmunds- sonar um andlegt frelsi árið 1950 og fundi dr. Jóhannesar Nordal, Birgis Kjartans og Haraldar Jóhannssonar um opinber afskipti árið 1959. í þriðja kaflanum 'er lýst líkani pólska hagfræðingsins Óskars Lang- es af hagkerfi samkeppni án séreign- ar eða markaðssósíalisma og svömm von Hayeks við því. í fjórða kafla em þijár helstu rök- semdir fyrir ríkisafskiptum af atvinn- ulífínu settar fram: að viðskipti hafi stundum í för með sér kostnað fyrir þriðja aðila, að samkeppni hafi til- hneigingu til að leiða til einokunar og að tekjuskiptingin í fijálsri sam- keppni sé ekki réttlát. I fímmta og síðasta kafla er rætt um þijú mál, sem sótt hafa á hugi manna á síðustu áratugum: í fyrsta lagi er rætt um, hvort áframhaldandi hagvöxtur sé eftirsóknarverður i sjálfum sér, en því neita svonefndir nývinstrisinnar, grænjngjar og um- hverfisvemdarmenn. í öðm lagi er farið nokkmm orðum um, hvaða fyr- irkomulag fiskveiða við ísland sé hagkvæmast. í þriðja lagi er rökrætt um vanda þróunarlandanna og hugs- anlegar lausnir á honum. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.