Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 39 Búnaðarsamband Eyjafjarðar: Áhersla lögð á að auð- velda búháttabreytíngar Loðdýraræktin kemur í staðinn fyrir samdrátt, sérs- taklega í sauðfjárræktinni „BÚNAÐARSAMBANDIÐ leggnr mikla áherslu á að auðvelda bænd- um að koma á búháttabreytingum að því marki sem nauðsynlegt er. Það er gert með leiðbeiningum og fleiru í nýrri búgreinunum," sagði Haukur Halldórsson í Sveinbjarnargerði, formaður Búnaðar- sambands Eyjafjarðar, er blaðamaður ræddi á dögunum við hann og Ævarr Hjartarson, framkvæmdcistjóra sambandsins, um starf- semina. Búnaðarsambandið nær yfir Eyjafjarðarsýslu og Svalbarðs- strandarhrepp og Grýtubakka- hrepp í Suður-Þingeyjarsýslu. Talið er að 362 byggð býli hafi verið á svæðinu árið 1983, en bændur eitt- hvað fleiri. Pjöldi búfjár hefur farið minnkandi með árunum. Frá árinu 1975 hefur kúm fækkað úr 6.528 í 5.990, og ám úr 51.927 í 28.421, svo dæmi séu tekin. Byggðum býlum hefur lítið fækkað, en mikil tilhneiging hefur verið til sérhæfingar, sérstaklega í mjólkurframleiðslunni, en sauðfjár- ræktin er meira stunduð sem hliðargrein. Þetta hefur orðið til þess að mjólkurframleiðslan hefur ekki dregist eins mikið saman og kindakjötsframleiðslan. Höldum okkar hlut í mjólkurf ramleiðslunni „Við horfumst í augi við að hér á Eyjaíjarðarsvæðinu stefnir í enn meiri samdrátt, sérstaklega í sauð- fjárræktinni. Búast má við að samdráttur í sauðijárræktinni bitni meira á okkur en öðrum svæðum sem byggja tilveru sína meira á þessari grein,“ sagði Haukur. Hann sagði að riðan heijaði á sauðféð í Eyjafirði, til dæmis í Svarfaðardal og stæði niðurskurður fyrir dyrum, og þyrfti að huga að búháttabreyt- % Selma Guðmundsdóttir píanó- leikari. Píanó- tónleikar Selmu Guð- mundsdóttur SELMA Guðmundsdóttir píanóleikari heldur tónleika fimmtudaginn 2. april nk. i Tónlistarskólanum á Akur- eyri. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. A efnisskránni eru verk eftir Jón Leifs, Pál Isólfsson, Franz Liszt, Frédéric Chopin og Leos Janacek. , ingum um leið, þannig að þeir sem vildu gætu átt þess kost að fara út í nýbúgreinar í stað þess að hefja sauðfjárrækt aftur eftir niður- skurðinn. „Ég reikna hins vegar með að mjólkurframleiðslan verði hér áfram aðalframleiðslugreinin og er bjartsýnn á að við höldum okkar hlut og hann frekar vaxi en hitt á komandi árum,“ sagði Hauk- ur. Haukur og Ævarr sögðu ekki ljóst hvað þörf væri fyrir mörg störf í nýbúgreinum á svæðinu. Ævarr sagði að ekki væri ólíklegt að loð- dýraræktin kæmi sem viðbót hjá mönnum í hefðbundnum búskap til að mæta samdrættinum þar. Marg- ir væru að athuga möguleikana á þessu einmitt nú. Haukur taldi að loðdýraræktin myndi vaxa verulega í Eyjafirðinum í framtíðinni, enda væru öll skilyrði til þess. Ýmsir bændur eru nú að hug- leiða að hefja loðdýrarækt en mest mun þó vera um að menn sem eru með ref séu að hugsa um að bæta við sig minkum, vegna þess að mun betri afkoma er í minkaræktinni nú um stundir. Þeir sögðu að víða væru góð útihús, fjós eða ijárhús, sem skynsamlegt gæti verið að breyta og nota til loðdýraræktar eða ullarkanínuræktar. í sumum tilvikum væru þetta hús sem hætt væri að nota og hægt að fá arð af á nýjan leik með þessum hætti. Mikill skógræktaráhugi Ýmsir fleiri möguleikar eru í athugun hjá Eyfirðingum. Sem dæmi um það nefndi Ævarr að verulegur áhugi væri á ræktun nytjaskóga. Hann sagði að góð skilyrði væru til skógræktar innan við línu sem hugsuð væri þvert Morgunblaðið/Helgi Bjamason Búgarður er til húsa á efri hæð Óseyrar 2. Á innfelldu myndinui eru Ævarr Hjartarson framkvæmda- stjóri og Haukur Halldórsson formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar. yfir Eyjafjörð frá bænum Hofi í Amameshreppi yfir á Svalbarðs- strönd. Um 40 bændur væm þegar byijaðir að planta tijám og væm þeir með um 1.000 ha land undir. Miklu fleiri hefðu áhuga á skóg- rækt. „Þessi skógræktaráhugi er af- leiðing af því að búskapurinn er að verða einhæfari með sérhæfingu sífellt fleiri manna í mjólkurfram- leiðslunni. Þeir sem hætt hafa með fé geta nýtt landið til skógræktar. Það er eðli bóndans að bæta jörð sína. Nú þegar ekki er þörf fyrir stækkun túna getur þetta komið í staðinn," sagði Ævarr. Hann gat þess að í Öngulsstaðahreppi hefði verið gerð áætlun um umfangs- mikla skjólbeltaræktun um allt sveitarfélagið. Ævar sagði að nytjaskógrækt væri langtímamarkmið sem skilaði Hljóðbylgjan: Gestur Einar útvarpssljóri GESTUR Einar Jónasson, leik- ari og blaðamaður, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri á Hljóð- bylgjunni, nýju útvarpsstöðinni á Akureyri, en hún hefur út- sendingar í þessum mánuði. Gestur hefur starfað sem blaða- 1 maður á Degi en hefur störf á Hljóðbylgjunni í dag. Fékk sig lausan úr gamla starfinu strax. Hann er eini starfsmaðurinn sem búið er að ráða að nýju stöðinni en fljótlega verður ráðinn frétta- maður, auglýsingastjóri og tækni- maður. Um 50 umsóknir bárust um störf eftir að auglýst var. Stefnt var að því að hefja út- sendingu 10. apríl en ekki er ljóst hvort það tekst. Gestur sagðist í gær heldur vilja undirbúa dag- skrána vel og byija örlítið síðar en ella til að allt yrði vel undir- búið. Nefndi hann annan í páskum, mánudaginn 20. apríl, sem hugs- anlegan dag. ekki arði fyrr en eftir mörg ár. En nú virtist vera að aukast skilningur á málinu, þannig að bændur gætu fengið stuðning til að hafa ein- hveijar tekjur af því að planta tijám. Haukur sagði að nota mætti hluta af þeim peningum sem nú færu til útflutningsbóta til að íjár- festa í framtíðinni með skógrækt. Búgarður Búnaðarsambandið er til húsa að Óseyri 2 á Akureyri. Það á efri hæð hússins og leigir út hluta hæðarinnar til ýmissa stofnana tengdum landbúnaði. Aðstaðan er nefnd Búgarður og vinna þar rúm- lega 20 manns. Auk ráðunauta Búnaðarsambandsins, frjótækna og annars starfsfólks BSE eru þarna til húsa skrifstofur bygg- ingafulltrúa Eyjafjarðar, Ræktun- arfélags Norðurlands og tilrauna- stjórans á Möðruvöllum. Þarna er Rannsóknastofa'Norðurlands einn- ig og ráðunautur Búnaðarfélags Islands í hlutastarfi. Verkmenntaskólinn: Gjöf til minn- ingar um Sigurð •• Olvi Bragason Verkmenntaskólanum barst nýlega peningagjöf að upphæð 300.000 krónur frá hjónunum Sigurlaugu Sveinsdóttur og Braga Þ. Sigurðssyni á Sauðár- króki. Gjöfin er til minningar um son þeirra Sigurð Ölvi Bragason, sem fórst með ms. Suðurlandi 25. desember síðastliðinn, en hann stundaði nám við vélstjórn- ardeild skólans i tvo vetur, 1984-86. Gefendur óskuðu að peningunum verði varið til tækjakaupa við hermi skólans eða annars sem skólanum má verða að sem mestum notum. Ársfimdur Landsvirkj- unar í Borgarbíói Gestur E. Jónasson ÁRSFUNDUR Landsvirkjunar verður haldinn í Borgarbíói á Akureyri föstudaginn 10. april nk. Sjónvarp Akureyri MIÐVIKUDAGUR 1. apríl i 18.00 Undir áhrifum. (Under the Influence). • Ný sjónvarpsmynd frá CBS-sjónvarpsstöðinni. Átakanleg mynd um áhrif þau sem ofneysla áfengis hefur á fjölskyldulifiö. 19.40 Feröir Gúllivers. Teiknimynd. 20.05 Bjargvætturinn. (Equalizer). Blaöakona fær bjargvættinn i lið ' með sér til þess að rannsaka ná- granna sinn sem m.a. fæst við vopnasölu. 20.55 Húsið okkar. (Our House). Framhaldsþáttur fyrir alla fjölskyld- una. Gus er kvaddur til setu í kviðdómi og vill ekki sætta sig við málarekstur verjandans. § 21.50 Tískuþáttur. Umsjón Helga Benediktsdóttir. 7. þáttur. §22.25 Andstreymi. (The Dollmaker). Bandarísk sjónvarpsmynd með Jane Fonda í aðalhlutverki. Sveitafjöl- skylda flytur úr sveitinni á mölina. ( iðnvæddri borginni kemst fjölskyld- an naumlega af. Konan lætur sig dreyma um lítið sveitabýli og notar frístundir sinar til brúðugerðar; þannig hyggst hún láta draum sinn rætast. 00.40 Dagskrárlok. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: 11.00, ræða dr. Jóhannesar Nordal, stjómarformanns. 11.30, skýrsla Halldórs Jóna- tanssonar, forstjóra, um fjárhagsaf- komu Landsvirkjunar, rekstur, framkvæmdir og markaðsmál. 12.00, hádegisverður í Sjallan- um. 13.30, erindi Jóhanns Más Marí- ussonar, aðst.forstjóra, um rann- sóknarstarfsemi Landsvirkjunar. 14.00, erindi Knúts Otterstedt, svæðisstjóra, um starfsemi Lands- virkjunar á Norður- og Austurlandi. 14.30, umræður og önnur mál. 16.00, fundarslit. 16.05, heimsókn til Hitaveitu Akureyrar og stöðva Landsvirkjun- ar á Rangárvöllum. 19.30, kvöldverður í boði bæjar- stjómar Akureyrar á Hótel KEA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.