Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 66
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 66 ítalska knattspyrnan: Napoli nálgast meistaratitilinn Frá Brynju Tomsr á Ítalíu. NAPOLI hefur nú fimm stiga for- ystu í ítölsku fyrstu deildar keppninni eftir 2-1-sigurinn gegn Juventus á sunnudaginn. Alls eru nú sex leikir eftir á þessu keppn- istímabili og fimm stig ættu að vera öruggt forskot nema eitt- ■'•hvað stórkostlegt komi fyrir Napoli í næstu leikjum. Það ætlaði bókstaflega allt að verða vitlaust í Napoli á sunnudag- inn eftir að Maradona og félagar sigruðu Juventus með tveimur mörkum gegn einu. „Norðlending- arnir færðu okkur sigurinn heim!" endurtóku áhangendur liðsins í sífellu. Blys og stjörnuljós loguðu um alla borgina, menn söfnuðust saman á götum úti og sungu sig hása. Það er einfalt reikningsdæmi að sjá út hverjir verða næstu Ítalíu- meistarar í knattspyrnu og verður það í fyrsta sinn í sögu Napoli sem liðið vinnur fyrstu deildar keppn- ina. ~ i VESTUR—ÞYSKU meistararnir, Essen og bikarmeistararnir frá í Badminton MEISTARAMÓT íslands í bad- minton verður haldið i Laugar- dalshöll um næstu helgi. Keppt verður í öllum greinum karla og kvenna í meistaraflokki, a-flokki, öðlingaflokki og æðsta flokki. Frestur til að tilkynna þátttöku rennur út i dag. • Platini átti frábæran leik með Juventus gegn Napoli um helgina en það nægði ekki til sigurs. Napoli hefur nú fimm stiga for- skot þegar sex umferðir eru eftir í ítölsku knattspyrnunni. fyrra, Schwabing, drógust saman í 16-liða úrslitum bikarkeppninn- ar í handknattleik. Leikið verður 9. og 10. mai. Eftirtalin lið drógust saman í 16-liða úrslitum: Essen—Schwabing Grosswallstadt—Dormagen Núrnberg—Leuteneshausen Brunerförde—Altjurden Milbertshofen—Heppenheim Rheinhausen—Lemgo Schutterwald—Gummersbach Dússeldorf—Nettelstedt Leikurinn var afar líflegur og skemmtilegur, áhorfendur, um 83.000 talsins, sköpuðu góða stemmningu og Platini og Romana léku á alls oddi. Besti leikur Platini á keppnistímabilinu, segja margir. Flestir ítalskir fjölmiðlar gáfu hon- um hærri einkunn fyrir leikinn en Maradona og segir það sitt. Laud- rup og Cabrini voru ekki með af hálfu Juve í þessum leik en þeir eiga við slæm meiðsli að stríða. Maradona ræðir ekki við frétta- menn þessa dagana og því sagði hann ekki orð eftir leikinn. Bianchi þjálfari Napoli var grátklökkur í búningsklefa liðsins á sunnudag- inn eftir að flautað hafði verið til leiksloka. „Þó við höfum fimm stiga forystu er keppnistímabilinu ekki lokið, við eigum enn eftir sex leiki og því vil ég ekki ganga frá því sem sjálfsögðu að við veröum meistarar," sagði hann hæversk- lega. „Tölum frekar um leikinn sem var stórkostlegur. Menn sögðu að Juve væri dautt lið. Ef allir dauðir leika svona, hvers getum við þá vænst af hinum liðunum?" sagði Bianchi og brosti að eigin kímni. Síðan bætti hann við:„Juventus átti stórgóðan leik, strákarnir sýndu að þeir eru stoltir og gefa þér ekki hlutina á silfurfati, enda áttum við oft í vandræðum með þá í leiknum." „Við áttum að vinna leikinn eftir að við höfðum jafnað," sagði Plat- ini vonsvikinn í búningsherbergi Juventus að leikslokum. „Við slök- uðum á í stað þess að gefa í og það kostaði okkur annað mark. Annars held ég að þetta sé besti leikurinn sem við höfum leikið utan heimavallar á þessu keppnistíma- bili. Auðvitað var það alls ekki ætlun okkar að afhenda Napoli tvö stig og þar með örugga forystu, Juventus er ekki vant því að gefa hlutina. En það er svona, það geta víst ekki allir unnið og Napoli hefur sýnt það á þessu tímabili að liðið er vel að meistaratitlinum komið. Við verðum núna að reyna að kom- ast í UEFA-keppnina á næsta ári, það er þaö minnsta sem við getum gert,“ sagði hinn heimsfrægi leik- maður að lokum. Gerpla AÐALFUNDUR íþróttafélagsins Gerplu verður haldin i dag, mið- vikudaginn 1. apríl í fundarsaln- um í íþróttamiðstöðinni í Laugardal og hefst klukkan 21. Guðmundurá heimleið GUÐMUNDUR Baldursson knattspyrnumaður, sem leikið hefur með Senglea á Möltu undanfarin tvö ár er væntanleg- ur heim í sumar og hefur í hyggju að leika með íslensku liði. Guðmundur hefur ekki enn ákveðið með hvaöa liði hann leik- ur en ekki er óiíklegt að það verði hans gamla félag, Breiðablik. Samningur Guðmundar við Senglea rennur út á laugardag- inn og því er líklegt að hann verði löglegur með íslensku liði fyrir • Guðmundur með búning fyrsta leik í íslandsmótinu. Senglea. V-þýska bikarkeppnin: Essen mætir Schwabing Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni í Vestur-Þýskalandi. 1X2 •O O (0 JQ C 3 a> o 2 > o Tfminn C J= ¥ 3 S* Dagur O & 4 3 cc Bylgjan Sunday Mirror Sunday People News of the World Sunday Express Sunday Telegraph SAMTALS 1 2 4 Arsenal — Liverpool 2 2 2 2 2 2 2 - — — — — 0 0 7 Aston Villa — Man. City 1 1 1 2 1 1 1 1 2 X X 1 8 2 2 Charlton — Watford 1 2 X 1 1 1 1 2 1 2 2 X 6 2 4 Chelsea — Everton 2 X X 2 2 X 2 X 2 1 X X 1 6 5 Luton — Wimbledon 2 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 11 0 1 Newcastle — Leicesterl 1 1 1 1 1 1 1 1 X 1 1 1 5 0 2 Nott’m Forest — Coventry 1 1 1 1 1 1 1 1 1 X X 1 10 2 0 Southampton — Sheff. Wed 1 X 1 X 1 1 1 — — — — — 5 2 0 Tottenham — Norwich 1 1 X 1 1 1 1 - - - - - 6 1 0 Bradford — Portsmouth 2 2 1 1 2 2 2 X 2 2 2 2 1 1 10 Ipswich — Derby X 2 2 2 1 X X X X X X X 1 8 3 WBA — Sunderland 1 X 1 1 1 1 1 1 1 X X 1 9 3 0 Símamynd/Reuter • Todd Meier, Daryl Thomas og Steve Alford, leikmenn háskólaliðs- ins frá Indíana halda hér kampakátir á verðlaunagripnum eftir sigur í úrslitaleik gegn liði Syracuse. Bandarískur körfubolti: Leikur ársins - þegar Indiana sigraði Syracuseháskóla í úrslitaleik Frá Gunnari Valgeirssyni í Bandarfkjunum. „Það er aðeins eitt lið betra en við og það er aðeins einu stigi betra," sagði Rony Seikaly, leik- maður körfuboltaliðs Syracuse- háskólans, en lið Indíana sigraði naumlega með 74 stigum gegn 73, þegar andstæðingarnir mætt- ust i úrslitaleik bandarísku háskólakeppninnar í körfubolta í gærkvöldi. Howard Triche, leikmanni Syrac- use tókst ekki að skora nema úr fyrra vítakasti þegar 38 sekúndur voru eftir af leiknum og staðan 73:72 og Indiana hóf sókn. Það var svo Key Smart, leikmaður Indí- ana sem skoraði lokakörfuna, aðþrengdur í horninu þegar 4 sek- úndur voru eftir af leiknum og tryggði sigurinn. En það var ekki bara á iokasek- úndunum sem spennan var gífur- leg, 18 sinnum skiptust liðin á um að hafa forystu í leiknum sem var einn sá besti sem fram hefur farið í háskóladeildinni. Áhorfendur voru um 65.000, sem er áhorf- endamet í bandaríska háskólak- örfuboltanum. Þetta var í þriðja sinn sem lið háskólans í Indíana sigrar keppnina undir stjórn þjálf- arans Bob Knight. Nú snúa körfuboltaáhugamenn sér alfarið að NBA-deildinni. Nú eru aðeins 11 leikir eftir í forkeppn- inni og er Ijóst hvaða lið leika í úrslitakeppninni sem hefst 15. apríl. Þau sem hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppninni eru þessi: Úr austurdeildinni: Boston, Atl- anta, Detroit, Milwaukee, Filadelf- iu, Washington, Indinana og Chicago. Úr vesturdeild: Los Angeles Lakers, Dallas, Portland, Utah, Golden State, Houston, Se- attle og Denver. Boston hefur titilvörn sína gegn Chicago og Lakers leikur fyrst við Denver. Lakers hefur unnið 56 leiki og tapað 15, en Boston hefur unn- ið 53 leiki og tapað 19. Þessi lið hafa verið í nokkrum sérflokki í vetur og má búast við að þau leiki til úrslita í vor. Körfubolti: IMjarðvík og Valur í kvöld NJARÐVÍKINGAR taka á móti Valsmönnum í kvöld í fyrsta, eða fyrri, leik liðanna í úrslitum um íslandsmeistaratitilinn. Liðin leika þar til annað þeirra hefur unnið tvo leiki. Leikurinn i kvöid hefst klukkan 20 í Njarðvík og verður ábyggilega hart barist enda mikið í húfi. Njarðvíkingar hafa betur úr við- ureignum liðanna í deildinni í vetur. Liðin hafa leikið fjóra leiki, tvo í Njarðvíkum og tvo í Seljaskóla. Valsmenn byrjuðu vel og unnu fyrsta leikinn í Seljaskóla með 75 stigum gegn 73. Síðan vann UMFN 88:66, 90:85 og í síðasta leiknum unnu þeir 92:80 þannig að þeir hafa skorað 343 stig í þessum fjór- um leikjum en Valsmenn 306 stig. Njarðvík hefur sex stig gegn tveim- ur stigum Vals. Valsmenn unnu Keflvíkinga í baráttunni um að leika til úrslita og þurfti þrjá leiki til. Njarðvíkingar unnu hins vegar KR-inga örugg- lega í tveimur leikjum og hafa því getað æft og skipulagt sig betur en Valsmenn sem þurftu þrjá höf- kuleiki við ÍBK áður en í úrslitin var komið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.